Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR 26. júlí 2010 MÁNUDAGUR Stenst ekki skoðun Yfirlæknir á kvennasviði Landspít- alans, Reynir Tómas Geirsson, segir margt í minnisblaði um starfsemi Kragasjúkrahúsanna ekki standast skoðun. Þetta kom fram í hádegis- fréttum Ríkisútvarpsins. Hann segir það ekki rétt að laun á sjúkrahús- unum í kringum höfuðborgina séu lægri en á stóru sjúkrahúsunum í borginni. Guðrún Bryndís Karlsdótt- ir verkfræðingur vann minnisblaðið fyrir samtök sveitarfélaga á Suður- landi, Vesturlandi og Suðurnesjum, auk Hafnarfjarðarbæjar. Minnis- blaðið var gert til að svara skýrslu Heilbrigðisráðuneytisins sem kom út í lok síðasta árs. Gátu rift kaupunum Íslenska ríkið hefði getað rift kaup- um Magma Energy á HS Orku allt að átta vikum eftir að kaupin áttu sér stað. Þetta kom fram í lögfræðiáliti Bjargar Thorarensen, lagaprófess- ors við Háskóla Íslands. Einnig kom fram að ríkið geti verið skaðabóta- skylt ef kaupunum er rift eftir að átta vikur eru liðnar frá því að stjórnvöld- um er kunnugt um kaupin. Ef kaup- unum verður rift mun Magma skoða málaferli gegn íslenska ríkinu segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri fyrir- tækisins hér á landi. Ný sveitarstjórn Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Reykhólahreppi í dag. Kosning- arnar voru endurteknar eftir að fyrri kosningar, sem fram fóru 29. maí, voru dæmdar ógildar eftir að fram- kvæmd þeirra var kærð. Aðalmenn í nýrri hreppsnefnd eru þau Andrea Björnsdóttir, Eiríkur Kristjánsson, Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, Sveinn Ragnarsson og Gústaf Jökull Ólafs- son. Andrea Björnsdóttir fékk flest atkvæði, eða hundrað og sex í heild- ina. Kjörsóknin í kosningunum var betri en í vor, eða rúm sextíu og fjög- ur prósent. Sextíu og tveggja pró- senta kjörsókn var í kosningunum í maí og fyrir fjórum árum. Rúmlega tvöhundruð manns voru á kjörskrá í þetta skipti og hátt í fimmtíu manns fengu atkvæði í sæti aðalmanna í kosningunum sem voru óbundnar. Enn er óljóst hverjir varamennirnir í hreppsnefndinni eru. Farið að ganga á stofninn Farið er að ganga á sandsílaárgang- inn frá 2007. Sá árgangur hefur ver- ið uppistaðan í sandsílastofninum undanfarin ár. Þetta er meðal niður- staðna úr ellefu daga sandsílaleið- angri Hafrannsóknarstofnunar sem lauk fyrir skömmu. Í fyrra fannst talsvert magn af seiðum en þau er ekki að skila sér inn í stofninn í þeim mæli sem búist var við. Farið var á fjögur svæði, Breiðafjörð, Faxaflóa, Vestmannaeyjar að Vík og Ingólfs- höfða. Þetta er fimmta árið sem farið er í slíkan leiðangur en markmiðið er meðal annars að meta breytingar í stofnstærð og afla upplýsinga um styrk árganga. „Það kom bréf til móður minnar fyr- ir helgi, á matmálstíma, þar sem þeir boða hana í fjárnám þann 5. ágúst næstkomandi, klukkan 9.39,“ segir maður á miðjum aldri sem vill ekki láta nafn síns getið til þess að hlífa 76 ára gamalli móður sinni. Hann keypti bíl árið 2006 af gerðinni Niss- an og fékk venjulegt íslenskt lán hjá fjármögnunarfyrirtækinu Avant til kaupanna. Þrátt fyrir að hafa nú þeg- ar greitt 562.000 krónur af 424.857 króna láni eru eftirstöðvarnar nú 582.699 krónur. Óréttlætið fannst honum svo mik- ið að hann hætti að greiða af bílnum og reyndi að semja við Avant. Fjár- mögnunarfyrirtækið hefur nú svar- að með því að gera fjárnámskröfu á aldraða móður hans, en hún var í ábyrgð fyrir láninu. Gamla konan undir „Þeir vildu fá sínar 600 þúsund krónur í viðbót, sína blóðpeninga,“ segir mað- urinn en hann tekur fram að Avant hafi ekki viljað taka bílinn upp í skuld- ir á sínum tíma, en fjármögnunarfyr- irtækið er búið að gera árangurslaust fjárnám hjá honum. „Nú er það gamla konan sem er hér undir og það er það sem er svo svekkjandi. Og líka það að vera búinn að borga svona mikið,“ segir hann og bætir við að móðir hans sé nokkuð róleg þrátt fyrir að gert verði fjárnám í eignum hennar: „Hún er óvenju róleg yfir þessu, en hún er auð- vitað pínulítið af gamla skólanum og vill ekki vagga bátnum um of.“ Ástæða þess að hann kemur ekki fram undir nafni er einmitt sú að móðir hans vill ekki enda í sviðsljósinu. Fólk grípi til varna Bíllinn var keyptur árið 2006 en upp- haflega lánið var tekið árið 2005. Maðurinn er búinn að borga 562.000 krónur af 424.857 krónum sem tekn- ar voru að láni í upphafi. Eftirstöðvar af láninu með dráttarvöxtum, vörslu- sviptingargjaldi, kostnaði vegna fjár- náms, kostnaði vegna uppboðs og öðru tilheyrandi eru 582.699 krónur. Bíllinn hefur ekki ennþá verið tekinn en samkvæmt því sem fram kemur á pappírunum verður hann settur á uppboð. „Auðvitað gætu þeir tek- ið bílinn, en þá hefði ég ekkert far- artæki til þess að koma mér í vinn- una, ég mæti snemma á morgnana til vinnu.“ Hann vill koma því á framfæri til fólks í svipaðri stöðu að það láti ekki lengur kúga sig og grípi til varna í slíkum málum. „Maður verður svo píndur af þessu“ Maðurinn tekur fram að þetta dæmi hans sé ekkert öðruvísi en dæmi annarra sem hafi átt viðskipti við fjármögnunarfyrirtækin. En þetta sé lýsandi dæmi, og það þurfi að vekja athygli á því hvernig starfsemi þess- ara fyrirtækja er. „Þetta er bara svo óréttlátt,“ segir hann og bendir á að fólk eigi ekki lengur að sætta sig við það að borga margfalt verð fyrir bíl- ana sína. Hann segir það í raun ólíð- andi að vera sagt að maður skuldi ennþá meira en það sem maður fékk lánað í upphafi, en vera þrátt fyrir það búinn að borga upphæðina sem maður fékk að láni. „Það er náttúru- lega það sem er grundvallaratriðið í þessu sko,“ segir hann. „Maður verður svo píndur af þessu, og maður bara brotnar nið- ur smám saman,“ segir maðurinn og heldur áfram: „Það er svona eins og að viðnámsþrótturinn hverfi og maður bara segir já, bara til þess að reyna að fá smá hlé í nokkra daga, til að anda, og til að finna einhverjar leiðir til þess að lifa eðlilegu lífi.“ Þræll sem þarf að hlýða „Maður fær á tilfinninguna þegar maður er kominn í þennan vítahring að maður sé bara þræll og þurfi bara að hlýða,“ segir maðurinn og bæt- ir við: „Að raunverulega sé ég bján- inn sem tók þetta lán og þurfi bara að borga eins og lögmannsstofan segir.“ Honum finnst í raun fáránlegt að þurfa að fallast á það að borga 1,5 milljón fyrir tíu ára gamlan Nissan- fólksbíl, sem sé í mesta lagi 400 þús- und króna virði. Hann segist hafa samið við Av- ant um að borga ákveðna fjárhæð, í kringum 40 þúsund krónur á mán- uði, en það hafi ekki verið nóg: „Harkan var svo mikil og þeir fóru að hamast og vildu alltaf fá meira og meira.“ Hann segir að samning- urinn hafi ekki verið skriflegur og því hafi þeir getað farið fram á hærri fjárhæðir þegar þeim datt í hug. „Á endanum þegar ég hætti að borga af þessu þá var ég búinn að borga þá fjárhæð sem ég skuldaði þeim í upp- hafi,“ segir maðurinn sem var búinn að greiða 562.000 krónur af skuldinni sem í upphafi var 424 þúsund en er nú kominn upp í 580 þúsund. „Það var ekkert nóg, þannig að ég hætti að borga þetta og hef ekkert talað við þá.“ Enginn réttargæslumaður „Hvað á fólk að láta bjóða sér það lengi? Þessar kröfur klárast aldrei,“ segir hann. Maðurinn hefur ekki greitt af láninu á bílnum í ár, en af og til hafa reikningar dúkkað upp með reglulegu millibili. Hann segir enga leið að semja um skuldirnar, og tek- ur fram að lánastofnunin hafi verið afskaplega óliðleg upp á síðkastið, og því sé hann í raun búinn að gef- ast upp á þeim. „Á endanum greip mig eitthvað hugrekki og ég talaði við lögfræðing sem ég vissi að gæti staðið í hárinu á þeim. Ég fékk hann til þess að sjá um þetta fyrir mig. En það er sama þeir gefa sig ekki neitt.“ „Maður getur ekkert varist,“ seg- ir maðurinn sem vill meina að lög- fræðingar geti í raun lítið gert, þeir tali sama tungumálið og innheimtu- menn lögmannsstofanna. „Þeim finnst þetta bara eðlilegt. Það sem er svo skuggalegt í þessu líka, er að mannlegi þátturinn gleymist alveg í þessu,“ segir hann. Hann bendir einnig á að það sé í raun fáránlegt að þegar fólk sé fært til sýslumanns í skuldamálum, þá sé enginn rétt- argæslumaður. „Sá sem mætir til sýslumannsins hefur engan með sér, nema hann ráði til sín lögmann.“ Maður á miðjum aldri segir Avant sýna honum mikla hörku og engan vilja til að semja. Nú er svo komið að fjár- námskrafa hefur verið gerð á aldraða móður hans. Mað- urinn hætti að greiða af skuldinni þegar honum varð ljóst að hann hafði greitt hana alla upp og meira til, en skuldaði meira en upphafleg skuld h l j ó ð - hljóðaði uppá. Maður fær á tilfinninguna þegar maður er kominn í þennan vítahring að maður sé bara þræll og þurfi bara að hlýða. JÓN BJARKI MAGNÚSSON blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Róleg móðir„Húneróvenjuróleg yfirþessu,enhúnerauðvitaðpínulítið afgamlaskólanumogvillekkivagga bátnumumof,“segirmaðurinnum móðursínasemvaríábyrgðfyrirláninu. Myndinersviðsett. AVANT HERJAR Á ALDRAÐA MÓÐUR Aðfarabeiðni Bréfiðbarsttilmóður hansámatmálstímanúfyrirhelgina. Þarkemurframaðhannskuldarennþá meiraenþaðsemhannfékklánað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.