Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 19
HRAFNHILDUR ÓSK SKÚLADÓTTIR, fyrirliði Íslandsmeistara Vals í handbolta, varð um helgina strandhandboltameistari með liði Breiðholts. Strandhandboltamótið var haldið í sjötta skipti í Nauthólsvík í glimrandi sumarveðri. LÍTIL MORGUNMATS- KELLING Sitja eftir með sárt ennið Í bók sinni Íslenski draumurinn segir Guðmundur Andri eitthvað á þá leið að draumur hvers Íslend- ings sé að slá í gegn á því sviði sem hann hefur minnsta hæfileika til. Það er mikið til í því. En þó er ekki öll sagan sögð, því rétt eins og Ís- lendingurinn vill geta montað sig af hæfileikum sem hann hefur ekki, vill hann ekki síður eyða pen- ingum sem hann á ekki. Í góðærinu gerðu Íslendingar óspart grín að Norðmönnum sem lögðu peninga sína inn í sjóði, á meðan Íslendingar keyptu hall- ir í útlöndum og splæstu í virkjun uppi á hálendi þvert á alla heil- brigða skynsemi jafnt sem spár um ofþenslu. Örlæti er eitt ein- kenni Íslendinga, rétt eins og í Ís- lendingasögunum hafa þeir gam- an af að halda miklar veislur þar sem markmiðið er ekki síst að sýn- ast. En eyðslusemin er hin hliðin á málinu. Í fljótu bragði virðist sem megi rekja þetta þjóðareinkenni aftur til verðbólguáranna, þar sem það borgaði sig að eyða peningunum sem hraðast áður en þeir misstu verðgildi sitt. Sama lögmál liggur líklega að baki bjórdrykkjunni, þar sem það er um að gera að drekka sem allra mest áður en maður snýr aftur í bjórbannið, og helst sá siður þó að bjórbanninu hafi löngu ver- ið aflétt. En líklega nær þetta þó mun lengra aftur en í bjórbann og verð- bólgu. Í sögunni af Sigurði Jórsala- fara segir frá því þegar Sigurður sækir Baldvin Jerúsalemkonung heim, og vel fer á með þeim eins og oftast þegar Íslendingar og kónga- fólk mætast. Baldvin heldur veislu og leysir Sigga út með gjöfum, meðal annars hluta úr hinum heil- aga krossi sem frelsarinn var negl- dur á þar um slóðir. Í staðinn leggst Sigurður í hernað ásamt konungi og þeir leggja undir sig borgina Sídon. Að innrás lokinni færir Siggi konungi borgina að gjöf. Hér sjá- um við þann alþekkta íslenska sið að gefa einhverjum hluti sem hann á ekki sjálfur, og voru bankarn- ir duglegir við slíkt og eru líklega enn. Íslendingurinn kemur þó fyrst upp í Sigga af krafti þegar konung- ur ákveður að láta reyna á höfð- ingjaskap hans. Lætur konungur leggja rándýr föt á veginn, og seg- ir sem svo að ef Siggi traðki fötin niður á hesti sínum og „lætr ser lít- ið umfinnast fyrirbúnað várn“, þá sé hann af góðu fólki kominn. Ef hann hins vegar snýr af veginum til þess að traðka ekki niður verðmæt- in, þá „þykki mér ván, at lítill mun vera ríkdómr í hans landi“. Það þarf varla að taka það fram að Sigurður eyðileggur dýrgripina af mikilli fyr- irlitningu, og segir mönnum sínum að gera slíkt hið sama. Æ síðan hefur það verið siður Íslendinga, jafnt á heimavelli en þó sérstaklega í útlöndum, að brenna sem mest verðmæti sem hraðast til þess að sýna öllum hvað þeir sjálf- ir og þjóð þeirra séu mikil fyrir sér. Minnir þetta reyndar á ættbálka suma í Kyrrahafi sem mannfræð- ingar segja frá, þar sem höfðingj- arnir koma saman einu sinni á ári til þess að henda verðmætum og þykir sá mestur sem mestu hendir. Ef til vill er þetta siður eyjar- skeggja sem erfitt er að losna við. Við getum þó huggað okkur við það að íslenska þjóðin er sem slík ekki gráðug. Til þess berum við allt of lítið skynbragð á peninga. Íslenski draumurinn MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN Hver er konan? „Hrafnhildur Skúladótt- ir, eldgömul handboltakona.“ Hvar ertu uppalin? „Í Breiðholtinu í Reykjavík. Stolt af því.“ Hvað drífur þig áfram? „Handboltinn og fjölskyldan.“ Hvar vildirðu helst búa ef ekki á Íslandi? „Ég er svo mikill Dani. Ég bjó þar í sex ár og á hús í Árósum.“ Hvað borðarðu í morgunmat? „Ég er rosalega lítil morgunmatskelling. Ég reyni svona að setja í mig einn disk af Cheerios.“ Ertu búin að skoða eða gera eitthvað nýtt í sumar? „Ég er búin að fara til Flórída, Spánar og í útilegu. Hef bara virkilega notið sumarsins.“ Er strandhandbolti mjög frábrugð- inn venjulegum handbolta? „Nei, ég segi það nú ekki. Það munar samt mikið um að geta ekki dripplað og stungið niður. Þetta er mun meiri taktík því markmaðurinn fær tvö mörk fyrir að skora og það byggist allt upp á því að láta hann skjóta. Eða þá taka sirkus eða skora með hringskoti. Maður fær tvö mörk fyrir það líka.“ Hvernig heppnaðist mótið al- mennt? „Þetta var ótrúlega gaman. Það var alveg frábært veður eins og öll hin sex árin sem þetta hefur verið haldið.“ Hefurðu tekið þátt áður í þessu móti? „Tók í fyrsta skipti þátt í fyrra, þá með Framstelpunum.“ Var ekki Íslandsmeistaratitillinn með Val töluvert sætari en þessi? „Jú, hann var öllu mikilvægari. Mér fannst ég líka eiga meiri þátt í honum.“ Sumir hafa talað um litla strand- handboltadeild á sumrin, er það málið eða er ein svona helgi nóg? „Ég held að ein helgi sé alveg nóg. Við ættum frekar að fara að senda landslið út. Það væri ekki leiðinlegt ef ÍS-land yrði heimsmeistari í strandhandbolta.“ MAÐUR DAGSINS KJALLARI „Auðvitað styð ég hana.“ HAUKUR GUÐNASON 39 ÁRA DÚKALAGNINGARMAÐUR „Ekki spurning.“ JÓN ÁRSÆLL ÞÓRÐARSON 59 ÁRA FRÉTTAMAÐUR „Ég styð hana fullkomlega.“ FRIÐFINNUR KRISTINSSON 30 ÁRA STARFSMAÐUR Á ENDURSKOÐENDASKRIFSTOFU „Já, heilshugar.“ ÓLAFUR S. K. ÞORVALDZ 30 ÁRA LEIKARI „Já, ég styð hana.“ SIGURÐUR ÞÓR BALDVINSSON 43 ÁRA SKJALAVÖRÐUR STYÐUR ÞÚ KJARABARÁTTU SLÖKKVILIÐSMANNA? DÓMSTÓLL GÖTUNNAR MÁNUDAGUR 26. júlí 2010 UMRÆÐA 19 „Í góðærinu gerðu Ís- lendingar óspart grín að Norðmönnum sem lögðu peninga sína inn á sjóði.“ VALUR GUNNARSSON rithöfundur skrifar Bátur sökk í höfninni Þessi úr sér gengni bátur sökk þar sem hann var bundinn við landfestar í Reykjavíkurhöfn á sunnudaginn. Reynt var að dæla vatninu upp úr bátnum en án árangurs. Ekki er vitað nákvæmlega hvað olli því að báturinn sökk. MYND RÓBERT REYNISSON 1 BORGUÐU BÓNUSA Í MIÐRI KREPPU Samkvæmt skýrslu um launagreiðslur fjármálafyrirtækja í Bandaríkjunum greiddu sautján fyr- irtæki yfirmönnum hundrað milljónir dala í bónusa í lausafjárkreppunni. 2 ANNAR HANDSÖMUÐU HER-MANNANNA LÁTINN Annar af tveimur bandarískum hermönnum sem handsamaðir voru af talibönum í Afganistan er látinn. 3 SNÓKERMEISTARINN HIGGINS LÁTINN Snókerspilarinn Alex Higgins fannst látinn á heimili sínu á Norður-Írlandi í fyrradag. 4 „ÞETTA ER BÚIÐ FYRIR ÁSTAR-GÖNGUNA.“ Nítján eru látnir og hundruð slasaðir eftir troðning á hátíðinni um helgina. Rainer Schaller segir að að atburðurinn muni setja stóran skugga á hátíðarhöldin 5 TVÆR LÍKAMSÁRÁSIR Í NÓTT Tilkynnt var um tvær líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt, báðar á Hverfisgötu. 6 CASTRO Í EIGIN PERSÓNU FYRIR UTAN HAVANA Fyrrum forseti Kúbu, Fidel Castro, birtist opinberlega fyrir utan Havana í fyrradag, í fyrsta skipti síðan hann lét af embætti forseta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.