Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 10
Jónína Benediktsdóttir athafna- kona boðar stóruppgjör í væntan- legri ævisögu sinni. Hún mun fjalla ítarlega um frægt tölvupóstamál þar sem Fréttablaðið birti pósta á milli hennar og Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðs- ins. Jónína dró stjórnendur blaðsins og eigendur fyrir dómstóla en tapaði því máli í Hæstarétti. Nú hyggst hún fara mjög ítarlega ofan í það mál og svipta hulunni af því sem gerðist að tjaldabaki. Þetta kom fram í þættin- um Ísland ögrum skorið á Útvarpi Sögu, þar sem Jónína var í ítarlegu viðtali, ásamt skrásetjara sínum, Sölva Tryggvasyni, um væntanlega bók. „Það verður farið mjög ítarlega í það,“ sagði Sölvi um tölvupóstamál- ið. Þáttastjórnandinn, Guðmund- ur Franklín Jónsson, spurði þá Jón- ínu hvort allir póstar hennar og Styrmis myndu koma fram. „Ertu að grínast?“ spurði Jónína á móti. Tölvupóstamálið hafði áhrif Í umræddum póstum var varp- að ljósi á upphaf Baugsmálsins. Þar komu við sögu þeir Jón Gerald Sullenberger, Styrmir Gunnarsson, Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, og Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, sem ræddu sín á milli möguleika þess að koma af stað því máli sem síðar var kallað Baugs- málið. Jónína varðist í þættinum fregna af því hvað yrði birt í bókinni varðandi málið en sagði málið hafa haft mikil áhrif í umræðunni. „Þeir höfðu gríðarleg áhrif á gang mála þegar upp er staðið,“ segir Jón- ína. Hún sagði að tölvupóstarnir hafi verið skrumskældir og birtir eins og hentaði þeim sem stóðu að baki birt- ingu þeirra. Hún kveðst birta aðra pósta sem varpi ljósi á þá sem urðu tilefni málaferlanna á sínum tíma. „Það munu birtast tölvupóstar á milli Jónínu og háttsettra manna í viðskiptalífinu,“ sagði Sölvi. Hann sagði að ekkert yrði dregið undan en ætlar þó að halda nokkrum þeirra til baka til að geta svarað væntanlegum árásum þeirra sem telja sig fara illa út úr bókinni. „Ég mun nota tölvupósta til þess að styðja frásögnina,“ sagði Sölvi og kvaðst reyndar ætla að hafa ein- hverja þeirra óbirta til þess að svara árásum eftir að bókin kemur út. „Það verður ekkert dregið undan,“ sagði Sölvi í þættinum. Jónína var spurð um fleiri tölvu- pósta og samband sitt við valda- menn á Íslandi. Í bókinni verður fjallað um póstsamskipti hennar við Þorstein Pálsson, ritstjóra Frétta- blaðsins. „Það var algjör ritskoðun í gangi á Fréttablaðinu og er enn,“ sagði Jónína í þættinum. Í bók Jónínu verður fjallað um sambúð hennar og Jóhannesar í Bónus. Jónína vitnaði til þess að Jó- hannes hafi eitt sinn lýst því að einn hennar stærsti ókostur væri að hún gleymdi aldrei neinu. Björn til umfjöllunar Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- málaráðherra, er til umfjöllunar í bók Jónínu. Sölvi sagði að ítarlega væri fjallað um samband hans og Jónínu en Björn var ráðherra á þeim tíma sem tölvupóstamálið gekk yfir. „Samskipti mín við Björn Bjarna- son ættu öllum að vera ljós í dag þar sem hann hefur manna mest varað við því í opinberu starfi sem hér var að dynja yfir. Hann varð fyrir árásum og honum var mokað út úr pólitík, meira að segja af sínum samherjum, sem var óþokkabragð, með pening- um frá viðskiptalífinu,“ sagði Jónína. Hún sagði að ráðherrann fyrrver- andi væri heiðarlegur maður, gríðar- lega vel gefinn og að hún treysti hans dómgreind og myndi alltaf gera. Þáttastjórnandinn spurði Jónínu þá hvers eðlis samskipti hennar og Björns hefðu verið. Hvort hann hefði verið að kvarta undan slæmri með- ferð í pólitík? „Björn er enginn vælukjói, hann er bara vinnumaður,“ sagði Jónína. Valdamenn skjálfa Sölvi sagðist verða var við óróleika á meðal manna sem telja sig eiga von á skelli vegna bókarinnar. „Nú eru þegar tveir eða þrír aðilar farnir að skjálfa,“ sagði Sölvi og kvaðst hafa fengið skilaboð þess eðlis. „Ég hef lent í ákveðnum meld- ingum, nú þegar. Það er búið að hafa samband við menn,“ sagði hann. Sölvi sagði í þættinum að fólk ætti að horfa á hans störf sem fjölmiðla- manns í sex ár í stað þess að gefa sér að hann færi fram með óhróð- ur. Honum svíður að heyra, jafnvel frá ráðherrum að hann sé að dreifa ein- hverjum sögum. Sölvi sagði á Útvarpi Sögu að sér þætti und- arlegt að fólk gæfi sér það nú þegar að eitthvað verði í bókinni um það. Það benti aðeins til þess að umræddir aðilar hefðu slæma samvisku. Ekki var í þættinum fjall- að um það hvernig tölvu- póstar Jónínu og Styrmis kom- ust til Fréttablaðsins. Reikna má með að upplýst verði í bók- inni hvernig þeir láku út. Bók Jónínu kemur út í haust. Og þar má búast við ýmsu ef marka má orð skrásetjarans: „Það verður ekkert dregið undan.“ 10 FRÉTTIR 26. júlí 2010 MÁNUDAGUR JÓNÍNA GERIR UPP STYRMISPÓSTANA Jónína Benediktsdóttir boðar stóruppgjör í væntanlegri ævisögu. Tölvupóstar hennar og Styrmis Gunn- arssonar verða gerðir upp. Skjálfandi valdamenn senda Sölva Tryggvasyni skrásetjara skilaboð. Björn Bjarnason var „enginn vælukjói“. Í ævisögunni verða birtir nýir póstar til Jónínu frá háttsettum mönnum. „Það verður ekkert dregið undan.“ Björn er enginn vælukjói, hann er bara vinnumaður. Björn Bjarnason Dómsmálaráðherrann og samskipti hans og Jónínu verða til umfjöllunar. Björn fær góða umsögn. Styrmir Gunnarsson Frægir tölvupóstar milli Jónínu og Styrmis vöktu þjóð- arathygli. Jónína mun fjalla um það mál í ævisögu sinni. Jónína Benediktsdóttir Titrings er þegar farið að gæta vegna óútgefinnar ævisögu hennar. Jóhannes Jónsson í Bónus Var sambýlismaður Jónínu um tíma og sagði að Jónína hefði þann ókost að gleyma engu. Það kemur sér væntan- lega vel við vinnslu bókarinnar. Sölvi Tryggvason Situr við að skrá sögu Jónínu Ben. Þar kennir ýmissa grasa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.