Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 30
DAGSKRÁ Mánudagur 26. júlíGULAPRESSAN 07:00 Barnatími Stöðvar 2 Krakkarnir í næsta húsi, Könnuðurinn Dóra, Apaskólinn 08:15 Oprah (Oprah) Skemmtilegur þáttur með vinsælustu spjallþáttadrottningu heims. 08:55 Í fínu formi 09:10 Bold and the Beautiful (Glæstar vonir) Forrester-fjölskyldan heldur áfram að slá í gegn í tískubransanum þrátt fyrir mikið mótlæti og erjur utan sem innan fyrirtækisins. 09:30 The Doctors (Heimilislæknar) Frábærir spjallþættir framleiddir af Opruh Winfrey þar sem fjórir framúrskarandi læknar - sérfræðingar á fjórum ólíkum sviðum - veita afar aðgengilegar og gagnlegar upplýsingar um þau heilsufarsmál sem hvað helst brenna á okkur. 10:15 Eldsnöggt með Jóa Fel (2:6) Bakara- meistarinn og matgæðingurinn Jói Fel snýr aftur og er nú í sannkölluðu sólskinsskapi. Jói heldur uppteknum hætti við að sýna hvernig hægt er að framreiða gómsætar kræsingar á einfaldan og fljótlegan máta. Íþróttafréttamenn SÝNAR komu í heimsókn í tilefni af því að HM í knattspyrnu hefst daginn eftir. RÉTTIR: Marenaður og létt grillaður hörpudiskur. Indverskur grillaður tandori kjúklingur með jógúrtsósu og grilluðu brauði. Sælkera skúffukaka fyrir alvöru sælkera. 10:50 Cold Case (9:22) (Óleyst mál) Sjöunda spennuþáttaröðin um Lilly Rush og félaga hennar í sérdeild lögreglunnar þar sem þau halda áfram að upplýsa sakamál sem stungið hefur verið óupplýstum ofan í skjalakassann. 11:45 Falcon Crest II (7:22) (Falcon Crest II) Hin ógleymanlega og hrífandi frásögn af Channing og Giobertis fjölskyldunum, lífið á vínbúgörðunum í Toscany-dalnum litast af stöðugum erjum milli þeirra. 12:35 Nágrannar (Neighbours) 13:00 Lucky You (Heppinn í ástum) Rómantísk gamanmynd með Drew Barrymore og Eric Bana. Myndin fjallar um Huck Cheever sem er tilfinninga- ríkur fjárhættuspilari og fer allar leiðir mögulegar til þess að fjármagna áhugamál sitt. Þegar hann hittir hina fögru og einlægu Billie Offer breytist líf hans til muna. 15:05 ET Weekend (Skemmtanaheimurinn) 15:55 Saddle Club (Hestaklúbburinn) 16:18 Barnatími Stöðvar 2 A.T.O.M., Apaskólinn 17:08 Bold and the Beautiful (Glæstar vonir) 17:33 Nágrannar (Neighbours) 17:58 The Simpsons (Simpson-fjölskyldan) Níunda þáttaröðin um Simpson-fjölskylduna óborganlegu og hversdagsleika hennar. 18:23 Veður Markaðurinn, veðuryfirlit og það helsta í Íslandi í dag. 18:30 Fréttir Stöðvar 2 Fréttastofa Stöðvar 2 flytur fréttir í opinni dagskrá. 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag Umsjónarmenn fara yfir helstu tíðindi dagsins úr pólitíkinni, menningunni og mannlífinu. Ítarlegur íþróttapakki og veðurfréttir. 19:09 Veður 19:15 Two and a Half Men (12:24) (Tveir og hálfur maður) Berta neyðist til að taka barnabarnið sitt, Prudence, með sér í vinnuna sem ruglar strákana talsvert í ríminu. 19:40 How I Met Your Mother (10:22) (Svona kynntist ég móður ykkar) Það hlaut að koma að því; Ted djammar yfir sig og þarf sannarlega á hjálp vina sinna að halda til að ná að rífa sig uppúr ruglinu. 20:05 Glee (21:22) (Söngvagleði) Frábær gamanþáttaröð sem gerist í menntaskóla þar sem metnaðarfullur kennari og fyrrverandi nemandi skólans ákveður að setja aftur saman sönghóp skólans sem gerði einmitt stormandi lukku í söng- hópakeppnum á árum áður. Þetta eru drepfyndnir þættir þar sem steríótýpur menntaskólalífsins fá rækilega á baukinn og allir bresta í söng. 20:55 So You Think You Can Dance (10:23) (Getur þú dansað?) Úrslitaslagurinn heldur áfram og aðeins 9 bestu dansararnir eru eftir í keppninni. Keppendur þurfa því að leggja enn harðar af sér til að eiga möguleika á að halda áfram. 22:20 So You Think You Can Dance (11:23) (Getur þú dansað?) Nú kemur í ljós hvaða keppendur halda áfram og eiga áfram von um að sigra þessa stærstu danskeppni Bandaríkjanna. 23:05 Torchwood (5:13) (Torchwood-gengið) Ævintýralegur spennuþáttur í anda Men in Black og X-Files um sérsveit sem tekur að sér mál sem eru svo undarleg að ómögulegt er fyrir óbreytta laganna verði að upplýsa. Liðsmenn sveitarinnar eru gæddir sérstökum hæfileikum sem nýtast þeim vel í baráttu við ill öfl sem vilja mannkyninu mein. 23:55 Cougar Town (6:24) (Allt er fertugum fært) Gamanþáttur í anda Sex and the City með Courtney Cox úr Friends í hlutverki kynþokkafullrar en afar sjálfsóöruggrar einstæðrar móður ungl- ingsdrengs. Hana langar að hitta draumaprinsinn en á erfitt með að finna réttu leiðina til þess enda að hennar mati engan veginn samkeppnishæf í stóra stefnumótaleiknum. 00:20 White Collar (Hvítflibbaglæpir) Spennu- og gamanþáttur um sjarmörinn og svikahrappinn Neil Caffrey. Hann er svokallaður góðkunningi lögreglunnar og þegar hann er gómaður í enn eitt skiptið sér hann sér leik á borði og býður lögreglunni þjónustu sína við það að hafa hendur í hári annarra svikahrappa og hvítflibbakrimma gegn því að komast hjá fangelsisvist. 01:05 Gavin and Stacy (2:7) (Gavin og Stacey) Önnur þáttaröðin af þessari bresku gamanþáttaröð og sem áður er rómantíkin er allsráðandi. Í fyrstu þáttaröðinni kynntumst við parinu Gavin og Stacey, sem ákváðu að gifta sig eftir að hafa verið saman í mjög stuttan tíma. Nú eru hveitibrauðs- dagarnir senn á enda og alvaran tekin við. 01:35 Flying Dragon, Leaping Tiger (Fljúgandi dreki, tígri á stökki) Kínversk hasar- og bardagamynd af bestu gerð. 03:10 Lucky You (Heppinn í ástum) Rómantísk gamanmynd með Drew Barrymore og Eric Bana. Myndin fjallar um Huck Cheever sem er tilfinninga- ríkur fjárhættuspilari og fer allar leiðir mögulegar til þess að fjármagna áhugamál sitt. Þegar hann hittir hina fögru og einlægu Billie Offer breytist líf hans til muna. 05:10 The Simpsons (Simpson-fjölskyldan) Níunda þáttaröðin um Simpson-fjölskylduna óborganlegu og hversdagsleika hennar. 05:35 Fréttir og Ísland í dag 07:00 Pepsí deildin 2010 (FH - Haukar) 13:45 PGA Tour 2010 (RBC Canadian Open) 16:45 Pepsí deildin 2010 (FH - Haukar) 18:35 Pepsímörkin 2010 (Pepsímörkin 2010) Sýnt frá öllum leikjum Pepsí-deildar karla og sérfræðingar Stöðvar 2 Sport þeir Tómas Ingi og Maggi Gylfa verða að sjálfsögðu á sínum stað. Allir leikirnir, öll mörkin og allt það helsta krufið til mergjar. 19:45 Pepsí deildin 2010 (Keflavík - Grindavík) Bein utsending fra leik Keflavikur og Grindavikur i Pepsi-deild karla i knattspyrnu. 22:00 Veiðiperlur (Veiðiperlur) 22:30 Pepsí deildin 2010 (Keflavík - Grindavík) 00:20 Pepsímörkin 2010 (Pepsímörkin 2010) 07:00 New York Football Challenge 20 (New York Red Bulls - Man. City) 16:30 New York Football Challenge 20 (Tot- tenham - Sporting Lisbon) 18:15 New York Football Challenge 20 (New York Red Bulls - Man. City) 20:00 Football Legends (Ronaldo) 20:30 HM 2010 (Þýskaland - England) 22:20 HM 2010 (Spánn - Portúgal) 08:15 Cats & Dogs (Fjölskyldubíó: Kettir og hundar) 10:00 I‘ts a Boy Girl Thing (Stelpu og strákapör) Rómantísk gamanmynd um hina prúðu Nell sem er stórglæsileg og hæfiliekarík námsmær og Woody sem er fótboltastjarna skólans, en veður ekki í vitinu. Eftir riflildi á fornmunasafni breytist líf þeirra til muna þar sem þau vakna daginn eftir í líkama hvors annars. Nú reynir á samskipti þeirra því þau komast fljótlega að því að saman hljóta þau að geta unnið betur að því að snúa við þessari bölvun. 12:00 Hoodwinked (Rauðhetta... með nýju bragði) Teiknimynd fyrir hressa krakka á öllum aldri sem sló í gegn hér á landi en í henni er snúið er rækilega út úr ævintýrinu sígilda um Rauðhettu og úlfinn. 14:00 I‘ts a Boy Girl Thing (Stelpu og strákapör) 16:00 Cats & Dogs (Fjölskyldubíó: Kettir og hundar) 18:00 Hoodwinked (Rauðhetta... með nýju bragði) 20:00 Stardust (Stjörnuryk) 22:05 Across the Universe (Hátt uppi á heimavist) 00:15 Edison (Edison) 02:00 Tube (Neðanjarðarlestin) 04:00 Across the Universe (Hátt uppi á heimavist) Mögnuð ástarsaga sem byggð er utan um bestu lög Bítlanna. Sagan fjallar um unga, bandaríska hástéttarstúlku sem fellur fyrir breskum innflytj- anda frá Liverpool, heillandi ungum listamanni úr lágstétt. Myndin er sneisafull af frábærum, nýjum útgáfum af Bítlalögum sem allir elska. 06:10 Zoolander Bráðskemmtileg mynd sem kemur öllum í gott skap. Derek Zoolander var útnefndur besta karlfyrirsætan þrjú ár í röð. En það er kalt á toppnum og nú hefur annar hrifsað hásætið af Zoolander sem þarf að hugsa sinn gang. Ekki skortir verkefnin en það sem Zoolander tekur sér næst fyrir hendur gæti fært honum fleiri aðdáendur en nokkru sinni fyrr. 19:30 The Doctors (Heimilislæknar) Frábærir spjallþættir framleiddir af Opruh Winfrey þar sem fjórir framúrskarandi læknar - sérfræðingar á fjórum ólíkum sviðum - veita afar aðgengilegar og gagnlegar upplýsingar um þau heilsufarsmál sem hvað helst brenna á okkur. 20:15 E.R. (8:22) (Bráðavaktin) Sígildir þættir sem gerast á bráðamóttöku sjúkrahúss í Chicago þar sem erillinn er næstum óviðráðanlegur og læknarnir fá nánast engan tíma til að taka ákvarðanir upp á líf og dauða. 21:00 Fréttir Stöðvar 2 21:25 Ísland í dag 21:45 Monk (5:16) (Monk) Áttunda þáttaröðin um einkaspæjarann og sérvitringinn Adrien Monk. Hann heldur uppteknum hætti við að aðstoða lögregluna við lausn allra undarlegustu sakamálanna sem flest hver eru æði kómísk þótt glæpir séu auðvitað alltaf dauðans alvara. 22:30 Lie to Me (7:22) (Black Friday) Önnur spennuþáttaröðin um Dr. Cal Lightman sem Tim Roth leikur og er sérfræðingur í lygum. Hann og félagar hans í Lightman-hópnum vinna með lögreglunni við að yfirheyra grunaða glæpamenn og koma upp um lygar þeirra með ótrúlega nákvæmum vísindum sem snúa að mannlegri hegðun. Með sálfræði, atferlisfræði og einstökum hæfileikum í að greina í andlitsdráttum skjólstæðinga hvort þeir segi sannleikann eða séu að ljúga, leysir The Lightman Group 23:15 The Tudors (2:8) (Konungurinn) Þriðja þáttaröðin sem segir áhrifamikla og spennandi sögu einhvers alræmdasta og nafntogaðasta konungs sögunnar, Hinriks áttunda. Þótt Hinrik sé hvað kunnastur fyrir harðræði þá er hans ekki síður minnst fyrir kvennamálin. 00:05 E.R. (8:22) (Bráðavaktin) Sígildir þættir sem gerast á bráðamóttöku sjúkrahúss í Chicago þar sem erillinn er næstum óviðráðanlegur og læknarnir fá nánast engan tíma til að taka ákvarðanir upp á líf og dauða. 00:50 The Doctors (Heimilislæknar) Frábærir spjallþættir framleiddir af Opruh Winfrey þar sem fjórir framúrskarandi læknar - sérfræðingar á fjórum ólíkum sviðum - veita afar aðgengilegar og gagnlegar upplýsingar um þau heilsufarsmál sem hvað helst brenna á okkur. 01:35 Sjáðu Ásgeir Kolbeins kynnir allt það heitasta í bíóheiminum, hvaða myndir eru að koma út og hverjar aðalstjörnurnar eru. Ómissandi þáttur fyrir alla kvikmyndaáhugamenn. 02:00 Fréttir Stöðvar 2 02:50 Tónlistarmyndbönd frá Nova TV 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Dr. Phil (e) Sjónvarpssálfræðingurinn dr. Phil McGraw hjálpar fólki að leysa öll möguleg og ómöguleg vandamál, segir frábærar sögur og gefur góð ráð. 08:45 Rachael Ray (e) Spjallþáttur þar sem Rachael Ray fær til sín góða gesti og eldar gómsæta rétti. 09:30 Pepsi MAX tónlist 16:45 Rachael Ray Spjallþáttur þar sem Rachael Ray fær til sín góða gesti og eldar gómsæta rétti. 17:30 Dr. Phil Sjónvarpssálfræðingurinn dr. Phil McGraw hjálpar fólki að leysa öll möguleg og ómöguleg vandamál, segir frábærar sögur og gefur góð ráð. 18:15 Top Chef (8:17) (e) Bandarísk raunveruleikaser- ía þar sem efnilegir kokkar þurfa að sanna hæfni sína og getu í eldshúsinu. Þemað í þessum þætti eru gómsætar freistingar. Fyrst þurfa kokkarnir að útbúa ís og góðgæti sem passar vel saman. Síðan fara kokkarnir út á lífið en þurfa að útbúa fullkominn skyndibita fyrir hungraða djammara. 19:00 Real Housewives of Orange County (3:15) 19:45 King of Queens (14:23) Bandarískir gamanþættir um turtildúfurnar Doug og Carrie. 20:10 90210 (22:22) Bandarísk þáttaröð um ástir og átök ungmenna í Beverly Hills. Það er komið að lokaþættinum og Teddy hyggur á hefndir gegn pabba sínum sem reyndi að múta Silver. Annie og Liam deila sínum leyndustu leyndarmálum og Navid segir Adrianna hvaða tilfinningar hann ber til hennar. 20:55 Three Rivers (8:13) Dramatísk og spennandi þáttaröð um lækna sem leggja allt í sölurnar til að bjarga sjúklingum sínum. Eiginkona milljónamærings þarf á lifraígræðslu að halda en eiginmaður hennar er óþolinmóður og sættir sig ekki við biðina. Hann leitar því annarra leiða til að útvega líffærin. Andy fær óvænta heimsókn frá manni sem tilheyrði fortíð hans. 21:40 CSI (22:23) Bandarískir sakamálaþættir um störf rannsóknardeildar lögreglunnar í Las Vegas. Fyrri hluti æsispennandi lokaþáttar þar sem Ray Langston (Laurence Fishburne) er sakaður um að tengjast Dr. Jekyll morðunum. 22:30 Jay Leno Spjallþáttur á léttum nótum þar sem háðfuglinn Jay Leno fær til sín góða gesti og slær á létta strengi. 23:15 Law & Order: UK (12:13) (e) Bresk sakamálasería um lögreglumenn og saksóknara í London sem eltast við harðsvíraða glæpamenn. Unglingsstúlka deyr þegar hún snýr aftur til Bretlands eftir frí í Tælandi með vinum sínum. Lögreglan kemst að því að hún var burðardýr fyrir dópsala og var með meira en 70 smokka fulla af heróíni innvortis. Devlin og Brooks eru staðráðnir í að finna sökudólginn. 00:05 In Plain Sight (5:15) (e) Sakamálasería um hörkukvendi sem vinnur fyrir bandarísku vitnaverndina. Strangtrúaður gyðingur nýtur vitnaverndar en eiginkona hans neitar að fara í felur með honum. Honum bregður í brún þegar hann kemst að því að einhver er að fylgist með honum. 00:50 King of Queens (14:23) (e) 01:15 Pepsi MAX tónlist DAGSKRÁ ÍNN ER ENDURTEKIN UM HELGAR OG ALLAN SÓLARHRINGINN. 20:00 Eldhús meistaranna Maggi íPanoram og Bjössi í Domu grilla skötusel og heilan kjúkling 20:30 Golf fyrir alla Heilræðaþáttur frá Hamarsvelli 21:00 Frumkvöðlar Alltaf eitthvað nýtt hjá Elinóru . 21:30 Eldum íslenskt Íslenskar búvörur og matreiðslumeistarar á heimsmælikvarða SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 SKJÁR EINN STÖÐ 2 SPORT STÖÐ 2 SPORT 2 STÖÐ 2 EXTRA STÖÐ 2 BÍÓ ÍNN GRÍNMYNDIN BANK, BANK! Afsakið, ég er frá Intrum. Ungstirnið og hjartaknúsarinn Just- in Bieber mun stíga sín fyrstu skref í leiklistinni í fyrsta CSI-þætti hausts- ins, sem sýndur verður í Bandaríkj- unum í lok september. Bieber mun fara með hlutverk söngvarans Ja- sons McCann sem lendir í vand- ræðum með bróður sinn. Hlutverk söngvarans einskorðast ekki við einn þátt, heldur mun söguþráður- inn teygja sig lengra inn í seríuna. „Á 20 ára fresti kemur fram undur eins og Justin Bieber. Það er okkar trú að menningarleg áhrif CSI séu þau sömu og hans og nú fáum við tækifæri til þess að sameina hvort tveggja. Þetta verður fyrsta flokks sjónvarpsefni,“ segir í tilkynningu frá framleiðendum þáttanna. Bieb- er er ekki eini söngvarinn sem hefur tekið að sér hlutverk í þáttunum því söngkonan Taylor Swift tók að sér svipaða rullu í síðustu seríu þátt- anna. Bieber í CSI Í SJÓNVARPINU 16.45 Stiklur - Þar sem tíminn streymir en stendur kyrr Ómar Ragnarsson fer um landið og greinir frá því sem fyrir augu ber. e. 17.20 Táknmálsfréttir 17.30 Kínverskar krásir (4:6) (Chinese Food Made Easy) Ching-He Huang, skærasta stjarnan í kínverska nútímaeldhúsinu, matreiðir holla og góða rétti. 18.00 Pálína (46:56) (Penelope) 18.05 Herramenn (33:52) (The Mr. Men Show) 18.15 Sammi (17:52) (SAMSAM) 18.23 Skúli skelfir (4:52) (Horrid Henry) 18.35 Sonny fær tækifæri (4:5) (Sonny with a Chance) 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.10 Matarhönnun (Food Design) Heimildamynd um mat og útlit hans. Skyggnst er að tjaldabaki í verksmiðju matvælaframleiðandans Unilever þar sem hönnuðir og vísindamenn velta því fyrir sér hvernig munnfylli morgundagsins skuli líta út. 21.05 Dýralíf (Animal Fillers) Stuttur dýralífsþáttur. 21.15 Lífsháski (Lost VI) Bandarískur myndaflokkur um hóp fólks sem komst lífs af úr flugslysi og neyddist til að hefja nýtt líf á afskekktri eyju í Suður-Kyrrahafi þar sem dularfullir atburðir gerast. Meðal leikenda eru Ken Leung, Henry Ian Cusick, Elizabeth Mitchell, Jeremy Davies Josh Holloway, Rebecca Mader, Evangeline Lilly, Michael Emerson, Jorge Garcia, Matthew Fox, Naveen Andrews og Yunjin Kim. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 22.00 Tíufréttir 22.10 Veðurfréttir 22.20 Íslenski boltinn Í þættinum er fjallað um Íslandsmót karla í fótbolta. Umsjónarmaður er Hjörtur Hjartarson og með honum eru Andri Sigþórsson og Hjörvar Hafliðason. 23.05 Leitandinn (4:22) (Legend of the Seeker) Bandarísk ævintýraþáttaröð. Dularfull kona, Ka- hlan Amnell, leitar hjálpar í skógarfylgsni kappans Richards Cyphers og þar með hefst æsispennandi atburðarás. Meðal leikenda eru Craig Horner, Bridget Regan, Bruce Spence og Craig Parker. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna. 23.50 Framtíðarleiftur (12:22) (Flash Forward) Bandarísk þáttaröð. Dularfullur atburður veldur því að fólk um allan heim dettur út í tvær mínútur og sautján sekúndur, og sér um leið í svip hvernig líf þess verður eftir hálft ár. Alríkislögreglumaður í Los Angeles reynir að komast að því hvað gerðist og hver olli því og koma upp gagnagrunni yfir framtíðarsýnir fólks. Meðal leikenda eru Joseph Fiennes, John Cho, Jack Davenport, Courtney B. Vance, Sonya Walger, Brian O‘Byrne, Christine Woods, Zachary Knighton og Peyton List. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna. e. 00.35 Kastljós Endursýndur þáttur. 01.05 Fréttir Endursýndur fréttatími frá klukkan tíu. 01.15 Dagskrárlok 30 AFÞREYING 26. júlí 2010 MÁNUDAGUR Justin Bieber Leikur söngvara í CSI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.