Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 20
HVAÐ VEISTU? 1. Í helgarblaði DV var sagt frá miklum nágrannadeilum. Í hvaða götu eiga deilurnar sér stað? 2. Þekktur leikstjóri mun fá heiðursviðurkenningu á Reykjavík International Film Festival, hver? 3. Grínistinn Steindi Jr. veiddi máv á dögunum. Hvað ætlaði hann að veiða upphaflega? SVÖR: 1. ARATÚNI. 2. JIM JARMUSCH. 3. MAKRÍL. ERFÐASKRÁIN SÝND Götuleikhús Kópavogs setur upp lokasýningu sína síðustu vikuna í júlí. Verkið ber nafnið Erfðaskrá- in og er frumsamið. Götuleikhús Kópavogs samanstendur af ungl- ingum úr Kópavogi fæddum 1994 og 1995. Sumarvinna þeirra þetta árið er við Götuleikhúsið. Sýningar á leikritinu verða þriðjudaginn 27. júlí klukkan 19 og miðvikudaginn 28. júlí klukkan 19. Leikstjórar eru Anna Margrét Ásbjarnardóttir og Daníel Þór Bjarnason. Frítt er inn á sýningarnar. SÓLA SÖGU- KONA LES Borgarbókasafn Reykjavíkur býður börnum á upplestur í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum í dag, á þriðjudag og á miðviku- dag. Tveir upplestrar eru á dag – klukkan 14 og 15. Sóla sögukona sér um upplesturinn að þessu sinni. Hún mætir á sögubíln- um Æringja og segir börnunum sögur. SÝNING Á MOKKA Myndlistarmaðurinn Tómas Malm- berg heldur sýningu á Mokka um þessar mundir. Sýningin ber nafnið Draumsýnir og stendur hún frá 23. júlí fram til 19. ágúst. Sýningin er opin daglega frá klukkan 9.00-18.30. Tómas Malmberg er fjöllistamaður sem unnið hefur bæði að myndlist og tónlist. Áhugasamir eru hvattir til þess að kíkja á sýninguna og ekki skemmir fyrir að fá sér sjóðandi heitt kakó í leiðinni. 20 FÓKUS 26. júlí 2010 MÁNUDAGUR RAGGI BJARNA Á INNIPÚKANUM Einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, Raggi Bjarna, hefur tilkynnt komu sína á Innipúkann um verslunarmannahelgina. Hann fetar þannig í fótspor ekki ómerkari manna en Bjartmars Guðlaugs- sonar, Ómars Ragnarssonar, Gylfa Ægis og fleiri góðra sem hafa verið sérstakir gestir á Innipúkanum. Hátíðin verður haldin um verslunarmannahelgina á stöðunum Venue og Sódómu í Hafnarstræti í Reykjavík. Mikið húllumhæ verður á hátíðinni og dagskráin glæsileg. Leikarahópur The Avengers var kynntur á dögunum: Glæsilegar ofurhetjur Stórleikarinn Samuel L. Jackson til- kynnti ásamt félaga sínum Robert Downey Jr. glæsilegan leikarahóp kvikmyndarinnar The Avengers á Comic-Con ráðstefnunni um helg- ina. The Avengers byggir á sam- nefndri teiknimyndasögu þar sem allar helstu hetjur Marvel-sam- steypunnar taka höndum saman. Meðal leikaranna eru Clark Gregg, Scarlett Johansson og Chris Hems- worth úr Thor, en kvikmynd sem byggir á myndasögum um þrumu- guðinn er væntanleg. Þá var það Chris Evans sem fer með hlutverk Captain America, Jeremy Renner sem leikur Hawkeye og Mark Ruff- alo sem bregður sér í hlutverk Bruce Banner, en talið var að Edward Nort- on myndi leika hann, eins og í síð- ustu kvikmyndinni um kappann. Myndin er væntanleg árið 2012 og verður ekkert til sparað við gerð hennar. Leikstjóri myndarinnar er Joss Whedon en hann leikstýrir einn- ig kvikmynd um Captain America, sem kemur út á næsta ári. Jeremy Renner Fer með hlutverk Hawkeye í Avengers. Um þessar mundir er heim-ildarmyndin Babies sýnd í kvikmyndahúsum. Það er kvikmyndargerðarmað- urinn Thomas Balmés sem leikstýr- ir myndinni, en í henni er fylgst með fyrstu 12 mánuðum fjögurra barna víðsvegar að úr heiminum. Börn- in eru Ponijao sem býr ásamt fjöl- skyldu sinni nærri Opuwo í Nam- ibíu, Bayarjargal sem býr nálægt Bayanchandmani í Mongólíu, Mari sem býr í Tókíó og Hattie sem fædd- ist í San Francisco í Bandaríkjunum. Í myndinni er ekki stuðst við neinn sögumann, heldur einungis mynd- efni af börnunum sjálfum. Hvernig fyrstu skref manneskjunnar eru og hvar gleði hennar og sorgir liggja. Þá er sýnt að sama hvar barn fæðist þá verða fyrstu mánuðir þess, eða ár, sama ferðalagið. Myndin hefur hlot- ið mjög góða dóma og hefur unnið til verðlauna víða. Leikstjóri hennar, Thomas Balmés, er franskur og á að baki margar merkilegar heimildar- myndir. Þar á meðal má nefna How Much Is Your Life Worth og A Decent Factory. Myndin kom út í Frakklandi í fyrra, en annars staðar á þessu ári. Myndin er sýnd í Smárabíói og Há- skólabíói. UNGABÖRN Í AÐALHLUTVERKI Heimildarmyndin Babies hefur farið sigurför um heiminn: Mari Fylgst er með fjórum ungbörnum víðsvegar að úr heiminum. Hattie Hattie frá San Francisco leikur sér með farsíma. Ponijao Kemur frá Namibíu. Bayarjargal Enginn sögu- maður er í myndinni, bara svipmyndir af börnunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.