Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 25
MIKILVÆGUR SIGUR ÞÓRSARA Þór frá Akur- eyri lagði Leikni í toppslag í 1. deildinni síðdegis á laugardag, 1-0, með marki Sveins Elíasar Jónssonar. Sigurinn kom Þórsurum upp fyrir Leikni í annað sæti deildarinnar á markatölu. Þórsarar urðu hreinlega að vinna leikinn til að missa ekki Leiknismenn sex stigum fram úr sér en með sigri fyrir norðan hefði Leiknir jafnað Víkinga að stigum sem eru nú efstir í deildinni með 28 stig. Þór og Leiknir hafa 25 stig, ÍR 23 stig í fjórða sæti og Fjölnir 21 stig í fimmta sæti. Á botninum eru Njarðvík og Fjarðabyggð, bæði með ellefu stig. GUÐJÓN HORFÐI Á NIÐURLÆGINGU KA Grótta komst upp úr fallsæti í 1. deild karla á laugardaginn með stórsigri á KA, 4-1. KA-menn ætluðu sér stóra hluti fyrir tímabilið en eru þess í stað í bullandi fallbaráttu. Dean Martin, þjálfari KA, er valtur í sessi samkvæmt heimildum DV og gæti eftirmaður hans hafa verið að horfa á rassskellinn sem liðið fékk á Seltjarnarnesi. Serbinn Zoran Miljcovic sem lék með Skagamönnum og ÍBV á sínum tíma og þjálfaði síðast Selfoss var á meðal áhorfenda en hann vantar starf á Íslandi. Þá var Guðjón Þórðarson einnig í stúkunni en hann gerði KA að Íslandsmeisturum árið 1989. MOLAR STYMPINGAR Í PORTÚGAL n Nýliðar WBA í ensku úrvalsdeild- inni þurftu að hætta í miðjum æfing- arleik sínum gegn portúgalska liðinu Portimonense þegar slagsmál brutust út á vell- inum. Allt sauð upp úr eftir að framherja WBA, Ashley Barnes, og framherja portúgalska liðs- ins lenti saman utan vallar. Elti Barnes Portúgalann upp að varamannaskýli eftir að sá síðarnefndi hafði hrint Barnes úti á vellinum. Engin högg flugu en nóg var tekist á. Stjóri WBA, Gus Poyet, var fyrstur manna á staðinn til að leysa deilurnar. MURRAY MÆTIR TIL L.A. n Breski tenniskappinn Andy Murray hefur staðfest að hann mæti til leiks á Farmers Classic-mót- ið í Los Angel- es í næstu viku. Murray tók sér nokkurra vikna frí eftir vonbrigð- in á Wimbledon þar sem honum tókst ekki að komast í úrslit. Hann hefur ekki leikið til úrslita á stórmóti síðan árið 2008 en miklar vonir eru bundnar við hann heima fyrir. Önnur stór- stjarna mun marka endurkomu sína eftir meiðsli í borg englanna í næstu viku, Serbinn Novak Djokovic mun þar munda spaðann í fyrsta skipti í þó nokkurn tíma. FERTUGUR Í FULLU FJÖRI n Hollenski markvörður Manchester United, Edwin van der Sar, er ekk- ert að flýta sér að leggja hanskana á hilluna þó hann verði fertugur í október. Risinn geðþekki hefur notið lífsins í Manchester síð- ustu fimm árin og sankað að sér titlum eftir að ferillinn virtist hafa tekið mikla dýfu. „Ég er að spila í úrvalsdeildinni og Meistaradeild- inni. Ég hef tækifæri til að vinna titla á hverju ári og keppa gegn bestu leikmönnum heims. Þetta er eitt- hvað sem er of gaman til að sleppa. Ég nýt þess að leggja hart að mér þrátt fyrir aldurinn og það er þess virði þegar maður byrjar alla leiki, bæði á laugardögum og þriðjudög- um,“ segir van der Sar. TIL HVERS AÐ FARA? n Annar gamlingi í liði Manchester United, Paul Scholes, segist hæst- ánægður hjá liðinu og ætlar ekki að klára ferilinn á öðrum stað en mörg lið hafa boðið honum gull og græna skóga fyrir að taka síðustu árin hjá þeim. „Ég bý í Manchester, reynd- ar Oldham, og ég er í stærsta félagi Evrópu, stærsta félagi heims meira að segja. Til hvers ætti ég að fara eitt- hvert? Ég þarf ekkert að fara,“ segir Scholes og bætir við að hann hafi aldrei einu sinni íhugað að yfirgefa Manchester United fyrir eitthvað lið utan Englands. MÁNUDAGUR 26. júlí 2010 SPORT 25 Það verða Valur og Stjarnan sem leika til úrslita í VISA-bikar kvenna en liðin unnu undanúrslitaleiki sína um helgina. Stjarnan fékk öllu auð- veldara verkefni, leik gegn fyrstu deildar liði ÍBV í Eyjum á meðan Valur fékk liðið í öðru sæti Íslands- mótsins, Þór/KA í heimsókn. Vallargestir á Vodafone-vellin- um þurftu að bíða í sjötíu mínút- ur eftir fyrsta markinu en það skor- aði markadrottningin Kristrín Ýr Bjarnadóttir. Kristín bætti síðar við tveimur mörkum á 82. og 89. mín- útu til að gulltryggja farseðilinn á Laugardalsvöllinn. Valskonur eru ríkjandi bikarmeistarar og geta bætt tólfta bikarmeistaratitli félagsins í safnið vinni þær Stjörnuna sunnu- daginn 15. ágúst þegar úrslitaleik- urinn fer fram. ÍBV veitti Stjörnunni harða mót- spyrnu en sjálfsmark Eyjastúlkna og annað mark frá Lindsay Schwartz tryggðu Stjörnunni 2-1 sigur á Há- steinsvelli. Stjarnan fer því í bikar- úrslit í aðeins annað skiptið í sögu félagsins. Síðast léku þær til úrslita árið 1993 og töpuðu þá fyrir ÍA, 3-1. Valur 3 - 0 Þór/KA 1-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (70.) 2-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (82.) 3-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (89. víti) ÍBV 1 - 2 Stjarnan 0-1 Kolbrún Stefánsdóttir (45. sm) 0-2 Lindsay Schwartz (56.) 1-2 Antonia Roberta Carelse (60.) Valur og Stjarnan mætast í úrslitum VISA-bikarsins: Ekkert óvænt hjá konunum Hetjan Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði þrennu fyrir Valskonur. MYND TOMAS KOLODZIEJSKI RAUÐUR, EN DÖKKUR DAGUR Á HOCKENHEIM manni úti á brautinni örskömmu síðar um hvort honum hafi fundist að hann ætti sigurinn skilið svaraði Massa: „Það finnst mér.“ Veit ekki hvað gerðist Fernando Alonso var nokkuð bratt- ur eftir sigurinn enda hefur hann sjaldan hugsað um nokkuð annað en sjálfan sig. „Þetta var góð helgi hjá okkur. Strax á föstudaginn fannst okkur bíllinn vera vel samkeppnis- hæfur og eftir því sem leið á varð bíl- inn hraðskreiðari. Það hefur verið unnið mikið í honum að undanförnu og það er að skila sér núna held ég,“ sagði Alonso eftir keppnina. En hvað um atvikið milli hans og Massa? „Ég veit ekki alveg hvað gerð- ist. Í beygju sex sá ég að Massa varð örlítið hægari þannig ég reyndi að taka fram úr. Það er ekki hægt að taka fram úr á mörgum stöðum í braut- inni þannig ég reyndi þar og það heppnaðist,“ sagði Spánverjinn en gaf annars afskaplega lítið upp um atvik málsins. „Stundum er ég fljótari en Massa og stundum er hann fljót- ari en ég. Aðalatriðið er bara að við gerðum vel um helgina og eig- um að geta gert það sama í Ung- verjalandi eftir viku. Það besta er að bíllinn er að bæta sig og það var ekki veðrið eða neitt utanað- komandi sem hjálpaði okkur þessa helgina. Við vorum bara fljótastir,“ sagði Fernando Alonso. Fýldur Massa var ekki ánægður eftir keppnina og það eðlilega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.