Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 32
n Lögfræðingurinn og gleðipinn- inn góðkunni og alræmdi, Gísli Gíslason, hélt heljarinnar garðpar- tí á heimili sínu á Laufásveginum á föstudaginn. Gísli býr sem kunnugt er í húsi Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar fjárfestis á Laufásvegi 69. Margt fólk var í veislunni hjá Gísla og tóku íbúar við Laufásveginn sem og aðr- ir vegfarendur eftir því að ekki var um neina fátæklinga að ræða. Á gangstéttunum stóðu glæsikerrurn- ar þétt hver við aðra og hefði mátt halda að um væri að ræða senu í heimildarmynd um íslenska góðærið en Gísli er ein af tákn- myndum þess - ekur til dæmis um með einka- númerið 2007. Svo var hins vegar ekki en ljóst er að ennþá dunar dans auðmannanna á þessum hluta Laufás- vegarins. LEIGJANDI JÓNS ÁSGEIRS MEÐ GILLI „Ég hef alveg húmor fyrir þessu. En ég er nú aldrei ókurteis,“ seg- ir grínistinn Auðunn Blöndal um kosningu útvarpsþáttarins Harmageddon um óviðkunnan- legasta og viðkunnanlegasta „ce- leb“ Íslands á föstudaginn. Auð- unn Blöndal hlaut afgerandi kosningu sem óviðkunnanlegasta „celebið,“ á meðan félagi hans Steindi Jr., var kosinn viðkunnan- legastur. Hlustendur hringdu inn og kusu og má nefna til dæmis þjóna sem hringdu inn og sögðust hafa afgreitt Auðun margoft, og væru því vel dómbærir. Þættinum er stjórnað af Mána Péturssyni og Erpi Eyvindarsyni sem hleypur í skarðið fyrir Frosta Logason. Auðunn vill meina að útnefn- ingin sé ekki alveg sanngjörn. „Um daginn var ég með Erpi á skemmtistað og einhver vinur hans ældi og mér var kennt um það,“ segir Auðunn. Hringt var í félaga hans Sverri Þór Sverrison sem sagði fegurð Audda mögulega skemma fyr- ir honum. „Ég er kringlóttur og krúttlegur og þegar ég er dónaleg- ur halda allir að ég sé að grínast. Það er auðveldara að dæma hann því hann er svo sætur,“ sagði Sveppi og bætti við að Auðunn hefði betur mátt bæta á sig nokkr- um aukakílóum í stað þess að fara að lyfta með Gillzenegger. dori@dv.is Óviðkunnanlegasta „celeb“ Íslands kosið í hlustendakönnun á X-inu á föstudaginn: AUDDI LEIÐINLEGASTUR n Nýr umboðsmaður skuldara, Runólfur Ágústsson, þykir vís með að sýna kollegum sínum í lögfræð- ingastétt fulla hörku í baráttunni um skuldaleiðréttingu væntanlegra umbjóðenda sinna. Menn rifja upp þá daga þegar Runólfur var ungur fulltrúi sýslumannsins í Borgarnesi. Þetta var á árunum 1990-1995 þegar Íslendingar gengu í gegnum djúpa kreppu og fjöldi fólks missti heimili sín á uppboð. Runólfi blöskraði þær háu þóknanir sem lögfræðingar tóku sér fyrir að fara með þrotabú einstakl- inga. Skrifaði hann um þetta í blöðin og úthrópaði þar innheimtulögmenn fyrir að „notfæra sér varnarleysi fé- vana skuldara til að maka krókinn“. Síðar varð það tilefni fréttaskrifa þeg- ar hinn ungi sýslumanns- fulltrúi tók upp á því að beita lítt þekktu lagaá- kvæði til að takmarka þær þóknanir sem féllu í hlut lögmanna við uppboð og nauða- samninga. Ætli Jón Ásgeir hafi mætt með Diet Coke! DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. VEÐRIÐ Í DAG KL. 15 ...OG NÆSTU DAGA SÓLARUPPRÁS 04:11 SÓLSETUR 22:54 Áskriftarsíminn er 512 70 80 FRÉTTASKOT 512 70 70 BARÐI Á RUKKURUM REYKJAVÍK 19/18 23/15 24/20 25/21 19/14 22/17 21/19 23/19 30/21 19/18 23/15 24/20 25/21 19/14 22/17 20/16 23/19 30/22 23/16 21/12 24/18 26/22 20/18 25/15 24/20 23/19 30/22 22/15 27/20 22/19 27/20 20/17 23/16 23/17 23/19 30/22 0-3 15/12 0-3 11/8 8-10 11/9 5-8 13/10 8-10 14/11 3-5 13/11 5-8 13/10 0-3 16/13 0-3 11/9 5-8 11/9 10-15 12/9 8-10 14/11 5-8 13/11 10-12 12/10 0-3 14/11 0-3 11/9 3-5 15/13 3-5 13/10 0-3 18/15 0-3 18/14 5-8 13/10 0-3 11/9 0-3 11/9 0-3 13/10 3-5 12/9 0-3 14/12 0-3 15/12 3-5 14/12 3-5 14/12 0-3 14/11 0-3 13/10 0-3 15/13 0-3 18/15 0-3 16/14 3-5 17/14 8-10 12/10 0-3 14/11 5-8 12/10 0-3 15/12 3-5 18/15 0-3 16/14 3-5 17/15 3-5 15/12 3-5 14/11 3-5 10/8 0-3 9/8 3-5 10/7 0-3 11/9 3-5 10/8 3-5 13/11 3-5 14/11 3-5 12/10 0-3 10/8 3-5 14/11 0-3 16/14 3-5 13/11 Þri Mið Fim Fös vindur í m/s hiti á bilinu Stykkishólmur vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Þri Mið Fim Fös vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Höfn Reykjavík Egilsstaðir Ísafjörður Vestmannaeyjar Patreksfjörður Kirkjubæjarkl. Akureyri Selfoss Sauðárkrókur Þingvellir Húsavík Keflavík Mán Þri Mið Fim hiti á bilinu Kaupmannahöfn hiti á bilinu Osló hiti á bilinu Stokkhólmur hiti á bilinu Helsinki hiti á bilinu London hiti á bilinu París hiti á bilinu Berlín hiti á bilinu Tenerife hiti á bilinu Alicante VEÐRIÐ ÚTI Í HEIMI Í DAG OG NÆSTU DAGA 15 14 13 19 20 14 14 13 1316 17 14 5 4 6 6 5 8 6 14 5 6 4 Hitakort Litirnir í kortinu tákna hitafar á landinu. Sjá kvarða. VERSLUNARMANNAHELGIN HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Það verður rigning í höfuðborginni í dag. Vindur verður ákveðinn af suðaustri, þetta 5-8 m/s. Hitinn verður á bilinu 13-16 stig. LANDSBYGGÐIN Það verður víða rigning á landinu í dag. Ef maður skiptir landinu til helminga í suðurhluta og norðurhluta þá verða rigning og skúrir á suðurhlutanum með austlægum vindum, 5-8 m/s og hita á bilinu 12-17 stig. Á Norðurhlutanum verður hæg breytileg átt. Bjart um tíma, annars yfirleitt hálfskýjað eða skýjað. Hitinn verður á bilinu 13-21 stig, hlýjast til landsins. En þá að næstu helgi! VERSLUNARMANNAHELGIN Mestu líkurnar eru þessar: Á föstudeginum verður fremur stíf aust- anátt syðst á landinu með vætu sem mun halda sig sunnan og suðvestan til. Norðan- og austanlands verður bjartviðri. Hitinn 13-18 stig, hlýjast til landsins nyrðra. Laugardagurinn verður að líkindum þurr víðast hvar í hægri vestlægri átt. Bjartast verður allra norðaustast og austast, annars skýjað með köflum. Hitinn verður á bilinu 14-17 stig, hlýjast til landsins. Á sunnudag verður að líkindum hæg breytileg átt og hætt við vætu í flestum landshlutum, síst reyndar allra austast. Á mánudag verður áfram hæg breytileg átt og að líkindum þurrt í veðri og milt. Við getum því sagt miðað við gögnin núna að þessi verslunarmannahelgi verði almennt hægviðrasöm, nema á föstudeginum syðst á landinu. Það verður hlýtt í veðri, kannski aðeins svalara en verið hefur upp á síðkastið. Menn þurfa að gera ráð fyrir einhverri vætu og búa sig samkvæmt því. Nánari upplýsingar á DV.is. <5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur. 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst, fólk þarf að gá að sér. >30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu.VEÐRIÐ MEÐ SIGGA STORMI siggistormur@dv.is Auðunn Blöndal Þjónar bæjarins báru honum ekki góða söguna á X-inu á föstudaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.