Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 12
Talsmaður fjárfestingafélags Björ- gólfs Thors Björgólfssonar, Novat- ors, segir að ekki verði gefnar upp- lýsingar um hversu mikið reiðufé Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfest- ir á. DV sendi talsmanninum, Ragn- hildi Sverrisdóttur, fyrirspurn fyrir helgi og bað um að fá lista yfir allar eignir Björgólfs, meðal annars inni- stæður á bankareikningum. Ekki var hægt að verða við þessari beiðni DV. „Engin ástæða er til að upplýsa í fjölmiðlum um hve mikið reiðufé Björgólfur Thor á eða nokkur ann- ar einstaklingur,“ sagði Ragnhildur í skriflegu svari sínu sem sent var í tölvupósti á sunnudaginn. DV sendi nokkrar spurningar til Novators sem varða 1.200 milljóna króna skuldauppgjör fjárfestisins og greint var frá í síðustu viku og kemur þetta fram í einu svarinu frá félaginu. Aðdragandi fyrirspurnar DV um skuldauppgjör Björgólfs Thors er sá að fyrir helgi fékkst það staðfest úr herbúðum Björgólfs Thors að millj- arða eignir og reiðufé sem Björgólf- ur á í sameignarsjóðum í þekktum skattaskjólum eins og eyjunni Jersey á Ermarsundi væru einnig hluti af skuldauppgjöri Björgólfs Thors. Eins og mál standa í dag mun Björgólfur ekki verða persónulega gjaldþrota ef uppgjörið gengur eftir. Gegn tilgangi sjóðanna Sú staðreynd að þessar eignir eru hluti af skuldauppgjöri Björgólfs Thors hlýtur að þýða að Björgólf- ur Thor hafi ákveðið að veita lánar- drottnum sínum aðgang að þessum eignum þar sem yfirlýstur tilgang- ur fjárfesta sem binda eignir í slík- um sjóðum er einmitt að forðast það lánardrottnar geti leyst til sín eignir þeirra ef í harðbakkann slær. Sameignarsjóðirnir virka þannig að fjárfestir setur eign eða reiðufé inn í slíkan sjóð til ávöxtunar og afsalar sér eigna- og umráðaréttinum yfir eigninni í tiltekinn tíma á meðan. Því er eignin ekki eiginlega eign fjárfest- isins á meðan á ávöxtuninni stendur og getur fjárfestirinn ekki fyrirskipað hvernig eignirnar skuli ávaxtaðar. Í lok samningstímans verður hagnað- ur fjárfestingarinnar hins vegar hans og hann fær aftur eignarrétt yfir eign- inni. Á meðan á þessu ávöxtunarferli stendur geta lánardrottnar viðkom- andi ekki tekið þessar eignir til sín. Hin helsta ástæðan fyrir notkun fjárfesta á slíkum sameignarsjóð- um er skattahagræði, þeir þurfa að greiða minni skatta af þessum eign- um en annars staðar í heiminum. Björgólfur þurfti að veita aðgang Þegar Ragnhildur var spurð að því hvort lánardrottnar Björgólfs Thors hefðu ekki aðgang að einhverjum þeim eignum Björgólfs Thors sem er að finna á Jersey og í öðrum skatta- skjólum sagði hún: „Nei. Svo er ekki vegna þess að Björgólfur Thor los- aði um þessar eignir og samkomulag náðist.“ Björgólfur Thor virðist því hafa þurft að veita lánardrottnum sínum sérstakan aðgang að þessum eign- um. Ástæðan fyrir þessu er væntan- lega sú sem minnst er á hér fyrir ofan: Tilgangur slíkra sameignarsjóða er einmitt að búa þannig um hnútana að lánardrottnar fjárfestisins hafi ekki aðgang að eignum hans ef ganga þarf að þeim. Björgólfur virðist hins vegar hafa veitt lánardrottnum sín- um aðgang að þessum eignum. Aðrar heimildir DV herma að þetta sé rétt: Björgólfur veitti lánar- drottnum sínum aðgang að þessum eignum og unnin var úttekt á eigna- safni hans, meðal annars eignunum í sjóðunum á Jersey. Alveg ljóst er hins vegar að Björgólfur fékk eitthvað í staðinn fyrir að gera þetta því ekkert bendir til að honum hafi verið skylt að gera þetta vegna þeirra reglna sem gilda um þessa sameignarsjóði. Aftur á móti er með öllu ómögu- legt að fá það staðfest hvort Björ- gólfur hafi gefið allar þær eignir sem hann í slíkum sjóðum upp við lánar- drottna sína en ljóst er að einhverjar eignir voru gefnar upp. Hugsanlegt er að af einhverjum ástæðum hafi einhverjar eignir Björgólfs ekki ver- ið teknar inn í úttektina á eignasafni hans. Keypti sér tíma DV spurði Ragnhildi að því hvað Björgólfur hefði fengið í staðinn fyr- ir að veita lánardrottnum sínum að- gang að þessum eignum. Svar Ragnhildar felur það í sér að samningsstaða Björgólfs Thors hafi í reynd verið betri vegna þess að hann átti eignir í þessum sameignarsjóð- um. „Aðalatriðið hér er að samið var um uppgjör meðal annars á grund- velli þess að Björgólfur Thor losaði um þessar eignir. Já, og þegar menn semja þá er gefið eftir sumstaðar en haldið fast annars staðar. Það sem Björgólfur Thor fékk út úr þessu samkomulagi var að hann var ekki keyrður í gjaldþrot eins og kröfuhaf- ar hans gátu gert. Kröfuhafar fengu í staðinn mun meiri fjármuni en ella vegna samkomulagsins, – með- al annars vegna þess að Björgólfur Thor losaði um eignirnar í þessum sjóðum sem þér er tíðrætt um.“ Hluti fjármunanna í þessum sjóðum virð- ist því renna til lánardrottna Björ- gólfs Thors. DV hefur leitað eftir svörum við þeirri spurningu annars staðar hvað Björgólfur hafi fengið í staðinn fyr- ir að veita lánardrottnum sínum að- gang að þessum eignum. Ljóst er af þeim svörum sem fengist hafa að samningsstaða Björgólfs var betri þar sem hann átti þessar eignir sem lánardrottnar hans höfðu ekki að- gang að. Eitt af þeim svörum sem DV hef- ur fengið er að Björgólfur hafi feng- ið „meiri tíma“ í skiptum fyrir aðgang lánardrottna að þessum eignum, en í því felst líklega einnig það sem Ragn- hildur segir: Að hluti ástæðunn- ar fyrir því af hverju Björgólfur hafi sloppið við að vera settur í þrot hafi verið sá að hann gaf eftir aðgang að þessum eignum. Engar upplýsing- ar fást hins vegar um upphæðir og verðmæti þessara eigna. Lærdómurinn sem meðal ann- ars er hægt að draga af þessum tíð- indum er sá að það getur komið sér vel fyrir samningsstöðu fjárfesta og auðmanna við lánardrottna sína að eiga eignir í skattaskjólum sem lán- ardrottnar þeirra hafa ekki beinan aðgang að. Í tilfelli Björgólfs Thors virðist notkun hans á skattaskjólum hafa átt þátt í því að bjarga honum frá gjaldþroti að þessu sinni. Skatta- skjólin virka því sem skyldi sam- kvæmt þessu. 12 FRÉTTIR 26. júlí 2010 MÁNUDAGUR Nei. Svo er ekki vegna þess að Björgólfur Thor losaði um þessar eignir og samkomulag náðist. Björgólfur Thor Björgólfsson losaði um eignir í sameignarsjóðum í skattaskjólum í skuldauppgjöri sínu við lánardrottna. Í skiptum fékk hann tilslakanir, tíma og slapp á endanum við að vera settur í þrot. Umræður um eignir hans í sameignar- sjóðum skiptu töluverðu máli í uppgjör- inu. Talsmaður hans segir að ekki verði gefið upp hversu mikið reiðufé Björgólfur Thor á og eignalisti hans verður sömuleið- is ekki gerður opinber. INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is LOSAÐI UM EIGNIR Í SKATTASKJÓLUM Fékk tilslakanir BjörgólfurThorfékk tilslakanirfrálánardrottnumsínumístaðinn fyriraðveitaþeimaðgangaðeignumsem hannáísameignarsjóðumáaflandseyjum einsogJerseyáErmarsundi. DV „Af hverju vill Björgólfur Thor ekki birta allan eignalista sinn – hér er auðvitað ekki verið að tala um tannbursta, barnavagna eða skegg- snyrta? Þú segir að það skipti ekki máli fyrir almenning og að engir al- mannahagsmunir liggi að baki því að slíkar upplýsingar verði gefn- ar. Ég er ósammála þessu. Ef Björ- gólfur Thor geymir eitthvað af því fé sem hann tók út úr Landsbank- anum í formi arðs, lána eða í formi arðs frá fyrirtækjum sem keypt voru fyrir þetta lánsfé, á bankareikn- ingum erlendis eða í annars konar sjóðum, þá kemur það almenningi við. Ástæðan er meðal annars sú að hluti Icesave-skuldanna, það sem eftir stendur þegar eignasafn Lands- bankans hefur verið gert upp, fellur á þjóðina og væri áhugavert að vita hvort helsti eigandi bankans eigi ennþá fjármuni sem teknir voru út úr bankanum. Ef svo er vaknar auð- vitað sú eðlilega spurning: Af hverju lætur hann þá ekki aftur inn í bú Landsbankans? Ber Björgólfi Thor ekki siðferðileg skylda til þess?“ Novator: „Allir þeir sem áttu hagsmuna að gæta gagnvart Björgólfi Thor eða fulltrúar þeirra komu að uppgjöri skulda hans. Það var nauðsyn- leg forsenda þess að hægt væri að semja um skuldir hans að yfirlit yfir eigur hans lægi fyrir. Þess vegna var þriðji aðili sem allir málsaðilar treystu fenginn til að vinna úttekt og mat á eigum hans til þess að ljóst væri að þær allar eigur væru undir í uppgjörinu. Það er því ljóst að allir þeir sem þurftu að vita um heildar- eignir Björgólfs Thors fengu að vita það. Ýmsar ástæður geta legið að baki því að upplýsa ekki um allar eignirnar. Má þar nefna að sumar þeirra eru í söluferli og það kann að hafa áhrif á verðmæti ef upplýst er um aðstæður eigenda. Upplýsingar um viðskipti Björ- gólfs Thors við íslenska banka er að finna í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Af ástæðum okkur ókunn- ar voru upplýsingarnar ekki réttar í öllum tilfellum, til að mynda voru sum lán til hans tvítalin og inn- lána hans var hvergi getið en hann átti meiri innistæður í Landsbank- anum en nokkur annar viðskipta- vinur bankans. Vegna þeirrar óná- Spurningar DV og svör Ragn- hildar Sverrisdóttur, fyrir hönd Novators og Björgólfs Thors:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.