Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 14
SVONA VARAST ÞÚ NÍGERÍUSVINDLARA Íslensk kona fékk á dögunum send- an bréfpóst, þar sem henni er til- kynnt að hún hafi unnið 130 milljón- ir í lottói, eða rúmlega 800.000 evrur. Um er að ræða svokallað „Nígeríu- svindl“ þar sem háar fjárhæðir eða mikilvægar persónuupplýsingar eru sviknar út úr fórnarlambinu. Sam- kvæmt vefsíðu Interpol eru glæpir af þessu tagi algengir og talið er að milljarðar evra tapist árlega vegna pretta af ýmsum gerðum. Í bréfinu er það ítrekað að þetta séu seinustu for- vöð til að grípa þessa ógnarháu fjár- hæð og er konan beðin um að segja engum frá því. Menn sem semja svindl á borð við þetta svífast einskis og hefur fólk verið myrt á lokastigum slíkra svikamylla. Í boði fjármálaráðuneytis Bréfið er hlaðið fölsuðum stimplum, merkjum frá spænskum ríkisstofnun- um, þar á meðal er stimpill spænska fjármálaráðuneytisins, sem á að standa fyrir lotteríinu. Spænska ríkið er sem sagt að gefa pening til útlend- inga í gríð og erg. Til að kóróna svo kennivaldið er meira að segja undir- skrift frá varaforstjóra „lottóstjórnar- innar“. Í raun er merkjum og stimpl- um svo ofaukið í bréfinu að auðséð er að þetta eru prettir. Það eru til nokkrar öruggar leiðir til þess að sjá hvort þetta sé svindl. Ein af þeim er að fletta einfaldlega nafn- inu á lotteríinu sem þú átt að hafa unnið í upp á netinu. Bréfið til dæmis nefnir „Euromilliones“-lotteríið, en ef leitað er á Google að slíku happdrætti finnst það hvergi. Upp kemur hins vegar „Euromillions“, sem er til. Þum- alputtareglan er sú að enginn vinnur í lottói sem spilar ekki í því. En það eru fleiri leiðir til að glöggva sig á prettun- um. Sægur af málfarsvillum Ein af þessum leiðum er að fylgjast með málfarsvillum og óviðeigandi notkun stórra stafa og er allt slíkt yf- irstrikað í meðfylgjandi mynd. Sem dæmi má nefna „Winning“ í stað „winnings“, og notkun þriggja upp- hrópunarmerkja, sem fáar ríkisstofn- anir temja sér. Svo má benda á að í bréfinu stendur „þitt heppna nafn“, en venjulega teljast manneskjur heppn- ar, en ekki nöfn. Benda má enn frem- ur á tvær klisjur sem eru oft notaðar í bréfum og tölvupóstum af þessu tagi. Sú fyrri er að tala um einhvers konar tölvudrátt nafna. Enginn slík- ur gagnagrunnur er til, sem myndi innihalda öll nöfn heimsins, hann er þá í það minnsta fremur leynilegur ef hann er til. Sú seinni er að skrifa allt- af upphæðina með bókstöfum eftir að hún hefur verið skrifuð með tölustöf- um. Þessu er svo oft víxlað, þar sem tölustafir eru skrifaðir með bókstöf- unum. Þetta er í besta falli misheppn- uð tilraun til að líkja eftir formleg- um bréfum. En það eru til allflóknari svindl, sem auðveldara er að falla fyr- ir. Spænski fanginn Netsvindl í dag er oft útgáfa af mun eldri, klassísku svindli. Eitt hið elsta í heimi kallast „Spænski fanginn“ og er svindl af þeirri gerð þekkt alveg frá 19. öldinni. Í einni útgáfu Spænska fangans felst að trúnaðarmaður ein- hvers dularfulls, auðugs manns hef- ur samband við fórnarlamb. Hann segir að auðmaðurinn, sem er góð- vinur hans, hafi verið fangelsað- ur, oftast fyrir engar sakir, á Spáni. Hann biður fórnarlambið að safna fé fyrir einhvers konar kostnaði og þá muni hann launa honum ríku- lega. En auðvitað er ekki hægt að láta í ljós hver dularfulli auðmaður- inn sé, því að hann er í raun ekki til. Í ofanálag fylgir oft loforð um að fórn- arlambið fái að kvænast fagurri dótt- ur auðmannsins. Vandamálin sem fylgja því að fá féð greitt aukast alltaf og fórnarlambið þarf sífellt að reiða fram meira fé þangað til allt féð er uppurið, eða þangað til fórnarlamb- ið áttar sig á prettunum. Almennt í svona svindli eru að- stæður skáldaðar upp þar sem höfðað er til góðmennsku, græðgi eða trúgirni fórnarlambsins. Ágóð- inn er gríðarlegur, og þannig freista margir gæfunnar, í góðri trú um gæsku svikarans. Auðvelt er að koma auga á flest svindl, en nú- tímasvindl er oftast hannað á mun snilldarlegri hátt. Loforð um skjótfenginn gróða Það er ekki allt svindl þannig að fyrr- verandi nígerískur bankastjóri vilji hjálp þína til að leysa út milljarðana sína og lofi ríkulegum launum fyr- ir. Oft er notast við vel þekktar og ör- uggar heimasíður á borð við eBay og Amazon, og stór fyrirtæki á borð við Western Union og TNT-sendingar- þjónustuna. Sem dæmi um svindl á eBay er að einhver reynir að selja vöru á mjög lágu verði, en dregur svo upp- boðið til baka. Þá er haft samband við þá sem buðu í vöruna með tölvu- pósti og þeim boðið að kaupa hana án milligöngu eBay, jafnvel á enn lægra verði. Þá er oft sendingarseðill frá fyr- irtækjum á borð við TNT sýndur, sem á að sýna fram á að varan sé á leið- inni. Eftir það er fórnarlambið beðið um að borga með pósti, en varan er í raun ekki á leiðinni. Fórnarlambið endar þá uppi með enga vöru og létt- ari buddu. Ef grunur leikur á slíku svindli er gott að hafa samband við fyrirtækin sem eiga að standa að sendingunni, til að sannreyna að rétt sé að mál- um staðið. Annað ráð er að stunda DÍSILOLÍA Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 193,4 kr. VERÐ Á LÍTRA 190,4 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 193,1 kr. VERÐ Á LÍTRA 190,1 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 194,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 194,5 kr. BENSÍN Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 193,0 kr. VERÐ Á LÍTRA 190,0 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 193,1 kr. VERÐ Á LÍTRA 190,1 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 193,4 kr. VERÐ Á LÍTRA 193,4 kr. EKTA BELGÍSKAR VÖFFLUR Á Þingeyri fyrirfinnst kaffihús sem selur ósviknar belgískar vöfflur. Það er rekið í nýuppgerðu húsi á Fjarðargötu 5 í bænum, sem eig- endurnir sjálfir unnu hörðum höndum við að gera upp. Það er ekki nóg með að vöfflurnar séu ósviknar, heldur er staðurinn í eigu Belga. Vöfflujárnið er einnig frá Belgíu, og segir eigandinn upp- skriftina hafa fylgt járninu. Hvað sem því líður er þetta hugguleg- ur staður sem er þess virði að vera heimsóttur. Þar kostar ein vaffla með sultu 650 krónur, en kaffibolli kostar 300 krónur. RÁNDÝRT PRÓTEIN n Lastið fær Laugardalslaug fyrir óvenju hátt verðlag. Óánægður við- skiptavinur Laugardalslaugarinnar hafði sambandi við DV. Hann hafði ætlað að kaupa sér próteindrykk í verslun laugarinnar, en blöskr- aði heldur betur verðið þar á bæ. Í Bónus kostar umræddur drykkur, Hámark, 169 krónur, en í Laugardalslaug er hann rúmlega 90 prósentum dýrari. Hann kost- ar þar 330 krónur, og bætti viðskiptavinur við að þetta væri hæsta verð á þessari vöru sem hann hefði séð. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS TOPP TÍAN n Lofið að þessu sinni fer til veit- ingastaðarins Tian á Grensásvegi. Ánægður viðskiptavinur hafði sam- band við DV og sagði reynslu sína þar hafa verið mjög ánægjulega. Gott andrúmsloft og framúrskarandi matur er á Tian, og verðlagið er ekki of hátt. Þjónustan var fín og áreiðanleg. Viðskipta- vinurinn greiddi 1.350 krónur fyrir máltíðina, sem voru margir mismun- andi réttir, en það er tilboð fyrir tvo eða fleiri. LOF&LAST 14 NEYTENDUR UMSJÓN: SÍMON ÖRN REYNISSON simon@dv.is 26. júlí 2010 MÁNUDAGUR TÖLVUR FRAMTÍÐARINNAR GÆTU HUGSAÐ SJÁLFSTÆTT Rannsóknir við Ply- mouth-háskóla í Bandaríkjunum gætu skapað algjörlega nýja kynslóð af tölvum. Verkefnið snýst um að skapa tölvu sem hermir eftir samskiptum taugafrumna. Þetta hefur áður verið gert, en aldrei fyrr á eins flókinn máta. Ef verkefnið heppnast vel gæti það leitt af sér tölvur sem hugsa, taka ákvarðanir og hafa jafnvel tilfinningar. Tölvan á að herma eftir hegðun heil- ans og gæti fært tölvutækni í algjörlega nýjan búning.E L D S N E Y T I SÍMON ÖRN REYNISSON blaðamaður skrifar: simon@dv.is ...stundum er treyst á hjarta- gæsku og trú fórnar- lambsins á mannkynið. Svikabréf Viðtakandi er beðinn um að skrá allar sínar persónulegu upplýsingar á plaggið og senda. Persónuþjófnaður Nethrappar reyna oft að narra kreditkortanúmer og aðrar persónulegar upplýsingar út úr fórnarlömbum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.