Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR 26. júlí 2010 MÁNUDAGUR Ólafur Johnsson, eigandi og skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar, ekur um á 15 milljóna króna Range Rover-jeppa. Ríkisendurskoðun rannsakar fjármál Hraðbrautar en tugir milljóna runnu út úr skólanum í formi lána og arðs. Skólinn er fjármagnaður af ríkinu að 80 prósentum. Skólameistari sem DV ræddi við segist ekki eiga Range Rover og segist ekki vita til þess að margir skólameistarar í framhaldsskólum eigi slíka bíla. Ólafur H. Johnson, eigandi og skóla- stjóri Menntaskólans Hraðbrautar, ekur um á 15 milljóna króna Range Rover-jeppa, árgerð 2008. Númer- ið á bílnum er ML G53 og keypti Ólafur hann árið 2008, samkvæmt ökutækjaskrá Lánstrausts, Credit- Info. Ólafur er fyrsti og eini eigandi bílsins samkvæmt ökutækjaskránni og keypti hann því nýjan, beint úr kassanum. Um er að ræða Range Rover af gerðinni Supercharged og er bíllinn tæp 300 hestöfl. Ríkisendurskoðun rannsakar nú bókhald Menntaskólans Hrað- brautar eftir að menntamálaráðu- neytið sendi mál skólans til stofn- unarinnar fyrir skömmu. Við athugun á ársreikningum skólans í menntamálaráðuneytinu kom í ljós að skólinn, sem er fjármagnaður að 80 prósentum með fjárveitingum frá íslenska ríkinu, hafði lánað háar fjárhæðir út úr skólanum til Ólafs og Nýsis, hins hluthafa hans, auk þess sem greiddur hafði verið 105 millj- óna króna arður út úr skólanum á síðustu árum. Á síðustu sjö árum hefur skólinn fengið rúman milljarð króna frá ríkinu. Samstarf menntamálaráðuneyt- isins og Ólafs er í uppnámi vegna þessa og hefur samningurinn við hann einungis verið endurnýjaður til rúmlega sex mánaða til að verja hagsmuni nemenda skólans. Hinn endurnýjaði samningur rennur út næsta sumar. Afar ólíklegt verður að teljast að menntamálaráðuneytið endurnýi samninginn í ljósi þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um fjár- mál skólans. „Það er það allra flottasta“ Bílasali sem DV ræddi við segir að bíll eins og sá sem Ólafur ekur um á hafi kostað um 15 milljónir króna árið 2008. „Um leið og númerin voru sett á hann má segja að bíll- inn hafi dottið niður í svona 11 eða 11,5 milljónir.“ Hann segir að í dag kosti slíkur bíll um og yfir 10 millj- ónir. „Ef þessi bíll væri seldur í dag held ég að hann færi ekki á meira en svona tæpar 10 milljónir. Þetta er það allra flottasta en í dag myndi enginn borga 13 eða 14 milljónir fyrir hann,“ segir bílasalinn. Mikið offramboð er á slíkum Range Rover-bifreiðum á Íslandi eftir íslenska efnahagshrunið. Slík- ir bílar voru táknmynd peninga, velgengni og ákveðinnar samfé- lagsstöðu fyrir hrunið og var eng- inn maður með mönnum nema hann ætti Range Rover. Í kjölfar hrunsins keppast menn hins veg- ar við að losa sig við Range Rover- bílana sem þykja táknmynd þeirr- ar peningahyggju og þess glamúrs sem einkenndi góðærið á Íslandi meðal auðmanna. Engin þjóð í heiminum keypti jafn marga Range Rover-bíla og Ís- lendingar miðað við höfðatölu og var greint frá því í fjöl- miðlum árið 2007 að Íslending- ar hefðu keypt jafn marga slíka bíla og Svíar og Danir til samans. Ólafur var því hluti af nokkuð stór- um hópi Ís- lendinga sem pungaði út tíu milljónum eða meira fyrir Range Rover. Full- yrða má hins vegar að hann sé einn af fáum skólastjórum í framhaldsskólum landsins sem keyptu sér slíkan bíl. Hugsanlega rætt í skólameist- arafélaginu Skólameistari á framhaldsskóla- stiginu sem DV ræddi við segir að- spurður að hann eigi ekki Range Rover. „Nei, ég á ekki þannig bíl og ég veit ekki til þess að aðrir skóla- stjórar en sá sem þú nefnir eigi svona bíla. En það getur vel verið að þessi einkarekni skóli sé svona vel rekinn hjá honum að hann eigi afgang. Þó að við rekum okkar rík- isreknu skóla vel getum við ekki leyft okkur að taka einhvern bón- us út úr skólastarfinu,“ segir skóla- meistarinn. Hann segir að málefni Mennta- skólans Hraðbrautar verði að öllum líkindum tekin fyrir á fundi Skóla- meistarafélags Íslands. „Hugsan- lega munum við í skólameistara- félaginu gera athugasemdir við þetta,“ segir skólameistarinn. Ólafur Johnson hefur ekki vilj- að ræða við DV um málefni Hrað- brautar. INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is SKÓLASTJÓRI Á 15 MILLJÓNA JEPPA Fjárveitingar frá ríkinu til Menntaskól- ans Hraðbrautar 2003 til 2010: 2003 55,0milljónir 2004 115,0milljónir 2005 156,0milljónir 2006 163,3milljónir 2007 163,0milljónir 2008 173,2milljónir 2009 168,2milljónir 2010 158,0milljónir Samtals 1.151,7 milljónir króna Arðgreiðslur út úr Hraðbraut ehf. 2003 til 2010: 2003  2004 2005 10milljónir 2006 14milljónir 2007 27milljónir 2008 6milljónir Samtals 57 milljónir króna Arðgreiðslur út úr Faxafeni ehf.: 2003  2004 0 2005 10milljónir 2006 30milljónir 2007 40milljónir 2008 25milljónir Samtals 105 milljónir króna ÚR BÓKHALDINU Þetta er það allra flottasta en í dag myndi enginn borga 13 eða 14 milljónir fyrir hann. Einn fárra Fullyrðamáað ÓlafurJohnsonséeinnaffáum skólastjórumlandsinssemhafa efniáþvíaðakaumá15milljóna krónaRangeRover-bifreið. Við Hraðbraut RangeRover-bíllÓlafs JohnsonsésthérviðMenntaskólann HraðbrautíFaxafenisíðastliðinnföstudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.