Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 18
GUTTI JÓHÖNNU n Einhverjir spáðu því fyrir nokkrum misserum að Guðbjart- ur Hannesson, alþingismaður Samfylkingar, yrði sæmileg- ur kostur sem arftaki Jóhönnu Sigurðardótt- ur á formanns- stóli. Sú skoðun var sprottin af framgöngu Guð- bjarts og stað- festu í Icesave-málinu. Nú er hitinn á Guðbjarti í kvótamálinu þar sem Samfylking er á flótta frá fyrning- arleiðinni. En það er einmitt Guð- bjartur sem stýrir undanhaldinu í umboði Jóhönnu. Hún hefur reynd- ar miklar mætur á þingmanninum og kallar hann Gutta. ÞORIR EKKI HEIM n Gamla Kaupþingsliðið mun hafa heiðrað íbúa Borgarfjarðar með nærveru sinni þegar það mætti til veiða í Kjarrá. Forkólfur veiði- hópsins var Hreiðar Már Sig- urðsson, fyrr- verandi forstjóri. Engum sögum fer af afrakstri veiðanna en veðrið lék við út- rásarfólkið. Í hópnum var þó skarð fyrir skildi því veiðiklóin Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarfor- maður, mætti ekki að þessu sinni. Ástæðan er væntanlega sú að hann er eftirlýstur að frumvæði sérstaks saksóknara sem er í hlutverki tóf- unnar í barnagælunni og „aum- ingja Siggi hann þorir ekki heim“. HÁSKÓLI Í KREPPU n Háskólinn í Reykjavík er ekki í sérstaklega góðum málum eftir að á daginn kom að auðmaðurinn Ró- bert Wessmann ætlar ekki að greiða þær 500 milljónir króna sem eftir standa af loforði hans um milljarð til skólans. Gríðar- legur kostnaður hefur verið við nýbyggingu skólans auk þess sem fokdýrir kennarar eru í hverju horni. Nýjasta viðbótin við kennarafán- una er leikarinn og dagskrárstjór- inn fyrrverandi Þórhallur Gunnars- son sem á að kenna fjölmiðlafræði. Heyrst hefur að í upphafi hafi það átt að vera hlutastarf en síðan þanist út eftir að hann hætti hjá RÚV. HRAUNAR YFIR PATRÓ n Jónas Kristjánsson, bloggari og fyrrverandi ritstjóri, er ekki hátt skrifaður hjá Patreksfirðingum þessa dagana. Jónas var á ferð þar á dögunum og bókstaflega hraun- ar yfir þorpið. Segir hann mestallt byggilegt land í plássinu vera kom- ið í eyði. „Fátt er að finna á eyrinni nema fiskverkun. Enga miðbæjar- sækna þjónustu, en nóg af auðum lóðum. Benzínstöð, bakarí, kaup- félag og kaffihús eru hér og þar austast í bænum. Þaðan er stytzt að flýja til Brjánslækjar, þar sem ferjan bíður,“ bloggar Jónas sem væntan- lega er ekki velkominn þangað á næstunni. Það er hrikalegt að horfa upp á það hvernig hver liðhlaup-inn af öðrum tekur sprettinn úr herbúðum ríkisstjórnar- innar af hinu margvíslegasta tilefni. Fyrstu liðhlaupararnir fóru á stjá þegar Steingrímur J. Sigfússon hafði látið hálfguð sinn, Svavar Gestsson, semja um að Íslendingar greiddu fyrir þjófnað á sparifé Breta og Hollend- inga. Nokkrir flokksmenn Steingríms harðneituðu að taka þátt í því að halda frið við Breta og Hollendinga. Og forsetinn gekk á endanum í lið með þeim. Ríkisstjórnin hóf göngu sína á bleiku skýi. Allt var svo sjálfsagt. Allir samþykktu einum rómi að sækja um inngöngu í ESB. Hins vegar var alltaf borðleggjandi að hluti stjórnarliðsins var algjörlega andvígur inngöngunni. Ástæða þess var sú að útlendingar eru stórhættulegir og eiga engu að ráða á Íslandi. Þjóðin á að lifa á landsins gæðum og eiga landið sjálf. Restin af heimsbyggðinni eru bjánar. Íslandi allt! IceSave er ennþá í hnút og Stein-grímur fær ekki að borga fyrir einkaneyslu eigenda Landsbank-ans. ESB er líka í hnút vegna þess að sumir þeirra sem samþykktu að sækja um aðild hafa nú krafist þess að umsóknin sjálf verði dregin til baka. Þjóðinni er ekki lengur treystandi til þess að taka upplýsta ákvörðun. Af- dalabændur og arðræningjar sjávara- uðlindarinnar vilja ráða því einhliða. Þetta sárnar Jóhönnu Sigurðardótt- ur sem horft hefur mjög til erlendrar handleiðslu til að koma Íslandi aftur á réttan kjöl eftir að hún hafði sett það á hausinn með Sjálfstæðisflokknum. Og það er fleira sem flækist fyrir velferðarstjórn Stein-gríms og Jóhönnu. Þau skötuhjúin höfðu stimplað upp á sölu á jarðhitanum á Suður- nesjum til Kanadamanns sem hafði komið sér upp sænsku skálkaskjóli. Einhverjir pískruðu um að ráðu- neytin hefðu aðstoðað við að búa til sænska brellufyrirtækið Magma. Milljarðar streymdu í ríkiskassann og Steingrímur néri saman höndun- um af gleði yfir gróðanum. Friður var á stjórnarheimilinu á meðan sá geðþekki, Ross Beaty, tók við stórum hluta orkuauðlinda gegn gjaldi. Íslendingar eru á köflum fremur seinþreyttir til vandræða. Ástæð-an kann að vera sú að þjóðin er lengi að fatta glæpina. Mánuð- ir liðu frá því Steingrímur J. fram- seldi orkuauðlindina til Kanada. Allt í einu varð uppnám innan órólegu deildarinnar sem stöðvaði IceSave. Hver um annan þveran æpti upp yfir sig af vandlætingu. Það var búið að framselja útlendingum orkuna. Og Steingrímur sá þann kost vænstan að malda í móinn líka yfir þessu níð- ingsverki. Jóhanna, sem elskar útlendinga meira en eigin landsmenn, er kominn í enn ein vandræðin. IceSave, ESB, skjaldborgin og loksins skepnuskapur í garð Kanada- manns sem heitir næstum því Bjútí. Þetta kemur á versta tíma fyrir Jóku sem er um það bil að svíkja stærsta kosningaloforðið sitt, fyrningu fiski- stofnanna. Á næstu vikum stóð til að tryggja útlendingum, með leppun íslenskra sægreifa, afnotarétt af ís- lenskum fiskistofnum næstu 20 árin. Röflið um Magma og afsal íslenskr- ar orku til útlanda stendur í vegi fyrir því að Jóhanna geti haldið áfram að framselja þjóðareignir til þeirra sem kunna með þær að fara. AUMINGJA RÍKISSTJÓRNIN „Já, Ómar ómar það.“ segir ÓMAR RAGNARSSON fréttamaður sem varð fyrir óvæntri ánægju þegar þúsundir manna hlupu undir bagga með honum vegna kvikmyndagerðar hans. Í viðtali við DV sagðist hann hafa komið sér í miklar skuldir við gerð heimildarmynda og hafa fórnað öllu. Friðrik Weisshappel stofnaði þá til söfnunar á Facebook, þar sem fólki var boðið að gefa 1.000 krónur til Ómars í tilefni af sjötugsaf- mæli hans. Söfnunin fékk góðar viðtökur, og upphæðin dugði til og gott betur. ÓMAR FRÁ ÞÉR ÞAKKARORÐIÐ? „Svo sendi hún mér snöru.“ n Bubbi Morthens tónlistarmað- ur tjáði sig um þær ofsóknir sem hann hefur þurft að sæta - DV „Enginn grínpabbi.“ n Þorsteinn Guðmundsson grínleikari er alvarlegur og leiðinlegur pabbi - DV „Ríkisstjórn sem getur ekki varið auðlindir landsins, getur ekki varið  almanna- hagsmuni, hvers vegna á hún að sitja?“ n Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill láta rifta samningi við Magma út af HS Orku. „Geturðu skellt á einni mini-landssöfnun?“ n Eiríkur Jónsson blaðamaður biðlar til Friðriks Weisshappel eftir ævintýralegt gengi í söfnuninni fyrir Ómar Ragnarsson - Bloggsíða Eiríks á DV.is „Hótanir VG hljóta geta því ekki þýtt annað en að flokkurinn sé genginn úr ríkisstjórn.“ n Bloggarinn Grímur Atlason tjáir sig um Magma-málið og spennuna sem komin er upp í ríkisstjórninni - Bloggsíða Gríms á Eyjunni Sitja eftir með sárt ennið Eitt óréttlátasta og sorglegasta málið í að-draganda íslenska efnahagshrunsins hef-ur enn ekki komið upp á yfirborðið nema að takmörkuðu leyti. Þetta mál snýst um með- ferð eignastýringardeilda viðskiptabankanna á eignum almennings og hvernig fjárfestingar- stefnu þessara deilda með fé viðskiptavinanna var háttað. Fjölmargir óbreyttir óborgarar sitja eftir með sárt ennið vegna þessara viðskipta, oft venjulegt fólk á miðjum aldri sem tapaði hluta af sparnaði sínum í þessum viðskiptum. Furðulega lítið hefur verið fjallað um þetta mál miðað hversu margir fyrrverandi viðskipta- vinir eignastýringardeildanna eru ósáttir með hvernig fjármunum þeirra var varið. Í tilfelli viðskiptavina Glitnis eru til dæmis nokkrir tugir sem töpuðu tugum, og jafnvel hundruð, milljón- unum króna vegna þess að starfsmenn bankans seldu þeim skuldabréf og víxla Milestone, eins af stærri hluthöfum bankans, árið 2007. Sömu sögu má segja um viðskiptavini einkabanka- þjónustu Kaupþings en margir þeirra vissu ekki að verið var að nota fjármuni þeirra til að kaupa hlutabréf í félögum í eigu stærstu hluthafa bankans, Exista og Bakkavarar. Margir þessara viðskiptavina Glitnis og Kaupþings áttuðu sig ekki á þessu fyrr en eftir hrun þegar fjármunir þeirra voru glataðir. Þessi tvö dæmi eru svo ör- ugglega eingöngu lítill hluti af slíkum tilfellum sem komu upp. Marga þessara viðskiptavina bankanna grunar að fjármunir þeirra hafi verið notað- ir til að endurfjármagna félög, eða halda uppi verðinu á hlutabréfum í þeim, sem stóðu bönk- unum nærri. Hagsmunir bankans og hags- munir þessara félaga fóru saman, sérstaklega þegar þrengja fór að þeim í aðdraganda efna- hagshrunsins. Í einhverjum tilfellum, líkt og í fjárfestingu viðskiptavina Glitnis í skuldabréf- um Milestone, virðast fjármunir venjulegs fólks hafa verið notaðir til að veita eigendum félags- ins gálgafrest um skamma hríð þegar öll sund höfðu lokast gagnvart þeim og enginn vildi veita þeim fyrirgreiðslu. Ef þetta er rétt túlkun má því líta svo á að eignastýringardeildir bankanna hafi notað sparifé og eignir venjulegs fólks, sem í góðri trú veitti fagmönnum bankanna heimild til að fjárfesta fyrir sig, í þá kerfisbundnu, allsherjar markaðsmisnotkun sem grunur leikur á að hafi verið stunduð í bönkunum. En þrátt fyrir að fjölmargir sitji eftir með sárt ennið út af þessu virðast afar fáir viðskiptavin- ir bankanna ætla að leita réttar síns vegna þessa þó flest bendi til að þeir hafi verið sviðnir inn að beini. Í DV í dag er viðtal við einn þeirra sem segist ekki sjá tilganginn í því að fara í hart við Glitni þar sem fjármunir hans séu tapaðir. Á sama tíma herma heimildir DV að ein- hverjir þessara fyrrverandi viðskiptavina séu að skoða stöðu sína. Engin samtakamáttur hefur hins vegar myndast meðal þessa fólks, eftir því sem næst verður komist, og það kýs frekar að skoða stöðu sína hvert í sínu lagi. Í slíkum mál- um er hins vegar miklu vænlegra að þeir sem telja að á sér hafi verið brotið taki höndum sam- an og reyni að berjast fyrir rétti sínum samtaka. Vonandi gerist það með tíð og tíma þegar þetta fólk áttar sig á því að það er raunhæft að leita réttar síns í þessum málum. Þá munu vonandi fleiri af þessum viðskiptavinum bankanna stíga fram að segja frá óförum sínum. INGI F. VILHJÁLMSSON FRÉTTASTJÓRI SKRIFAR: Þá munu vonandi fleiri af þessum viðskiptavinum bankanna stíga fram og segja frá óförum sínum SANDKORN TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Lilja Skaftadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Bogi Örn Emilsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. LEIÐARI SPURNINGIN SVARTHÖFÐI BÓKSTAFLEGA 18 UMRÆÐA 26. júlí 2010 MÁNUDAGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.