Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Side 16
16 ERLENT 26. júlí 2010 MÁNUDAGUR Hvergi annars staðar er gert jafn mik- ið upptækt af amfetamíni og í Mið- Austurlöndum. Stjórnvöld í lönd- unum í Mið-Austurlöndum hafa þó verið treg til að viðurkenna að eitur- lyfjaneysla sé vandamál, sem kem- ur í veg fyrir að öflugri forvörnum og aðgerðum sé beitt. Öll vímuefni, þar með talið áfengi, eru bönnuð í hin- um íslamska heimi. Samt sem áður er „gríðarlegt magn“ af ólöglegu amfetamíni gert upptækt í Mið-Aust- urlöndum, og þá sérstaklega í Sádi- Arabíu, samkvæmt Matthew Nice, sérfræðingi hjá Eiturlyfja- og glæpa- stofnun Sameinuðu þjóðanna. Sádiarabísk stjórnvöld gerðu upptæk tæp þrettán tonn af amfet- amíni árið 2008 samkvæmt skýrslu frá stofnuninni. Til samanburðar voru rúmlega tuttugu og fjögur tonn gerð upptæk á heimsvísu. Þar af voru rúmlega fimmtán gerð upptæk í Mið- Austurlöndum. „Ég get ekki ítrekað nóg umfangið á þessu,“ segir Nice, sem sérhæfir sig í málum tengdum amfetamíni og amfetamínskyldum lyfjum, í samtali við CNN. „Fimm- tán tonn eru gríðarlegt magn, það er algjörlega ótrúlegt. Við erum samt í vanda því upplýsingagrunnurinn er svo takmarkaður. Þetta er klárlega aðeins toppurinn á ísjakanum.“ Sér- fræðingar sem vinna á svæðinu segja að misnotkun á allskyns lyfjum fari vaxandi. „Það dýpkar á vandamál- um tengdum eiturlyfjanotkun á öllu svæðinu, án undantekninga,“ seg- ir prófessor Jallal Toufiq, stofnandi samtaka sem berjast fyrir bættum hag íbúa í Mið-Austurlöndum. Hann segir þó takmarkaður aðgangur að upplýsingum geri erfiðara um vik að greina vandann. adalsteinn@dv.is Erfitt er að greina vaxandi vanda vegna eiturlyfjaneyslu í Mið-Austurlöndum: Tæp þrettán tonn gerð upptæk Einn drepinn, annar í haldi Bandarískur hermaður sem hefur verið týndur síðan 23. júlí var drep- inn í Afganistan, en félagi hans er nú í höndum talíbana, segir hátt settur talíbani. Tvímenningarnir týndust á föstudag. Fréttaritari Reuters sagðist á laugardag hafa heyrt tilkynningar Bandaríkjamanna á útvarpsstöðvum en þar var tuttugu þúsund dölum heitið fyrir upplýsingar sem gætu leitt til þess að tvímenningunum væri náð aftur úr höndum talíbana. Stefna út í geim Íranar ætla að senda mann út í geim árið 2019. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sagði þetta við íranska fjölmiðla um helgina. Ahmadinejad sagði að geimferðaáætlun landsins hefði verið flýtt vegna þess að Vest- urveldin og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefðu ögrað Írönum með því að herða viðskiptabann. Í febrú- ar sendu Íranar geimfar með rottu, skjaldböku og möðkum innanborðs út í geim. Rússar og NATO funda Rússar funduðu með embættis- mönnum NATO í Moskvu á föstu- daginn. Rússar hafa ekki verið par sáttir við aukin umsvif NATO á fyrrverandi áhrifasvæðum þeirra í Austur-Evrópu en einhverskonar samstarf á milli Rússlands og NATO var þó ofarlega á dagskrá fundarins. Rússland og NATO eru staðráðin í að vinna í sameiningu að því að leita lausna á vandamálum nútímans, sagði hershöfðinginn Nikolay Mak- arov á föstudag þegar hann ræddi við blaðamenn eftir fundinn. Myndband frá Obama Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, sendi frá sér óvænt myndband þar sem hann kallar eftir áfram- haldandi stuðningi framfarasinna í landinu. Í myndbandinu segir hann meðal annars: „Breytingar hafa ekki átt sér stað nógu hratt hjá of mörg- um Bandaríkjamönnum. Ég veit það.“ Obama sendi frá sér mynd- bandið á Netroots Nation, árlegri ráðstefnu í Las Vegas í Bandaríkj- unum. „Við höfum ekki efni á því að fara aftur á bak. Og það er það sem Bandaríkjamenn standa frammi fyr- ir í nóvember næstkomandi. Haldið áfram baráttunni.“ Gert upptækt Mikið magn fíkniefna er gert upptækt ár hvert í Mið-Austurlöndum. MYND REUTERS Staðfest hefur verið að Bretar og Bandaríkjamenn notuðu skotfæri og sprengjur sem innihalda rýrt úran (Depleted Uranium) við innrásina í Írak árið 2003. Embættismaður á sviði varnarmála Breta hefur við- urkennt að Bretar hafi notað skot- færi sem innihalda þessa umdeildu blöndu. Samkvæmt nýrri rannsókn eru fæðingargallar algengari og tíðni krabbameins og hvítblæðis hærri í írösku borginni Fallujah en í Hiros- hima skömmu eftir að kjarnorku- sprengju var varpað á borgina undir lok seinni heimsstyrjaldar. Læknar í Fallujah hafa síðan árið 2005 vakið athygli á þessu, en nú virðist þetta staðfest. Vísindamenn- irnir sem gerðu rannsóknina telja ástæðuna fyrir þessu einmitt vera þá að innrásarherir Bretlands og Banda- ríkjanna hafi notað skotfæri með rýrðu úrani í árásum sínum. Írak er eitruð eyðimörk, segir þekktur jarð- fræðingur um málið. 2000 tonn af rýrðu úrani „Breskar sveitir notuðu 1,9 tonn af skotfærum með rýrðu úrani í Íraks- stríðinu árið 2003,“ sagði Liam Fox, varnarmálaráðherra Bretlands, í skriflegu svari til öldungadeildar breska þingsins á fimmtudaginn, segir í frétt Kuwait News Agency um málið. Yfirlýsingin kom fram í kjöl- far rannsóknar umhverfis-, heilsu- og vísindaráðuneyta Íraks sem hefur leitt í ljós að fleiri en fjörutíu svæði í og í kringum borgirnar, Najaf, Basra og Fallujah, séu mjög mikið meng- uð af völdum geislunar. Talið er að á um 300 svæðum í landinu sé að finna eitthvað magn af rýrðu úrani í lofti eða jarðvegi. Þetta kemur fram á vef Russia Today. Notkun skotfæra sem innihalda rýrt úran er mjög svo umdeild vegna þeirra langvarandi áhrifa sem það hefur á lífríki, fólk og allt umhverfi. Fullyrt hefur verið að Bandaríkin og Bretland hafi notað allt að 2.000 tonn af slíkum skotfærum í stríðinu, en lengi vel neituðu þjóðirnar að rýrt úran hefði verið notað. Liam Fox sagði að rýrt úran hefði verið notað í samræmi við umhverfisáætlun Sam- einuðu þjóðanna, Írakar hafi verið varaðir við úraninu: „Írakar voru var- aðir við með skiltum og miðum sem var dreift þar sem fram kom að þeir ættu ekki að koma nálægt eða snerta rústir sem þeir myndu finna á vígvell- inum,“ sagði Fox. Mengar grunnvatn Þingmaður verkamannaflokksins, Paul Flynn, hefur sagt að rýrt úran valdi ennþá alvarlegum heilsukvill- um í landinu. „Við vitum að í fyrra Íraksstríði var rýrt úran notað í skot- færi. Það er mjög líklegt að það hafi verið notað aftur,“ sagði Flynn. „Það er notað sem kjölfesta vegna þétt- leika þess. Það er ekki eins geisla- virkt og það gæti verið, þetta er úran 238 þar sem gammageislunin hef- ur verið minnkuð og þar af leiðandi er þetta ekki gjöreyðingarskotfæri, en samt sem áður er þetta vopn al- gjörrar eyðileggingar vegna þess að það breytist í ryk og blandast þannig við grunnvatn, kemst í loftið og get- ur auðvitað valdið krabbameini, sem og fæðingargöllum.“ Mannréttinda- ráðuneyti Íraks ætlar í mál við Bret- land og Bandaríkin vegna notkun- ar skotfæra með rýrðu úrani í Írak og sækist eftir skaðabótum til handa fórnarlömbum slíkra vopna, segir í umfjöllun Russia Today um málið. Írak er eitruð eyðimörk Þekktur jarðfræðingur og sérfræðing- ur í rýrðu úrani, Leuren Moret, tel- ur framtíðina fyrir Íraka vera svarta: „Erfðamengi íraskra borgara fram- tíðarinnar eru svo gott sem ónýt.“ Te- hran Times fjallar um skrif Moret en þar segir hún einnig þetta: „Lang- tímaáhrif af rýrðu úrani eru hrein dauðarefsing. Írak er eitruð eyði- mörk. Hver sem þar er er líklegur til að fá krabbamein eða hvítblæði. Í JÓN BJARKI MAGNÚSSON blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Bretar og Bandaríkjamenn hafa notað skotfæri og sprengjur í Írak sem innihalda rýrt úran, þetta staðfestir varnarmálaráðherra Bretlands. Þekktur jarðfræðingur segir umhverfið í Írak nú vera fullkomlega geislavirkt. Tíðni krabbameins og hvítblæðis er hærri í írösku borginni Fallujah en í Hiroshima skömmu eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina. Læknar í Írak segja að notkun rýrðs úrans hafi valdið þessu. „ÍRAK ER EITRUÐ EYÐIMÖRK“ Langtímaáhrif af rýrðu úr- ani eru hrein dauða- refsing. Írak er eitruð eyðimörk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.