Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 15
einfaldlega ekki viðskipti á netinu utan síðna á borð við eBay, því það er alltaf varasamt. En tilhugsunin um skjótfenginn gróða getur blind- að menn. Höfðar ekki bara til græðgi En ekki höfðar allt svindl til græðgi manna, því stundum er treyst á hjartagæsku og trú fórnarlambs- ins á mannkynið. Oft er vitnað í Jesú og guð, til að sýnast réttsýnir menn. Sem dæmi um eitt siðlaust svindl af þessari gerð er að svindl- arinn hefur samband við fórnar- lambið og segist vera að deyja. Ekki nóg með það, heldur á svindlarinn börn, sem hann biður fórnarlamb- ið að ættleiða. Þá þarf auðvitað að borga ættleiðingarkostnað, lög- fræðikostnað og annað slíkt sem svikarinn lýgur til um. Fórnarlamb- ið fær jafnvel að tala við „móður“ svikarans, sem talar af tilfinningu um göfuga drenginn sinn sem sé að deyja úr alnæmi. Milljónir eru svo sviknar út úr fórnarlambinu, sem vill einungis gera vel. Ógrynni tegunda af svindli Sannleikurinn er sá að það eru til ógrynnin öll af mismunandi svindli og það eykst bara með degi hverjum. Nýjar og nýjar aðferðir myndast í sífellu, en allar tegund- ir svindls eiga eitt sameiginlegt. Í öllum þessum tilvikum er fórnar- lambið beðið um að reiða af hendi annaðhvort pening eða persónu- upplýsingar. Hvort tveggja getur nýst svindlurunum, en flestir eru á höttunum eftir peningum. Ef sú er raunin eru þeir helst að sækj- ast eftir upplýsingunum til þess að geta gert fölsuðu skjölin sín trú- verðugri í augum fórnarlambsins. Aðrir nýta þær þó í annarlegri til- gangi, svo sem til persónuþjófnað- ar. Þar eru persónuupplýsingarn- ar notaðar til þess að falsa skjöl og annað slíkt. Þumalputtareglan er sú að láta aldrei persónuupplýsingar eða pening í hendur neins sem hef- ur samband við þig frá útlöndum. Sérstaklega ekki ef um er að ræða stór fyrirtæki, því að litlar sem eng- ar líkur eru á því að það sé að hafa samband að fyrra bragði og þá eru nánast alltaf svindlarar á ferð. SVONA VARAST ÞÚ NÍGERÍUSVINDLARA LEIÐRÉTTING: KOKTEILSÓSA ER SELD SÉR Misskilningur varð á milli starfsfólks Hyrnunnar og blaðamanns um verðið þar í úttekt síðustu neytendaopnu. Þá var tekið inn í verðið á ostborgaramáltíð kokteilsósa, sem kostar auka 130 krónur, og fylgir ekki með venjulega. Því er verðið í Hyrnunni 130 krónum lægra en blaðið sagði frá í seinustu viku, eða 1.110 krónur í stað 1.240. Blaðið biðst velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING: FYRIRVARI FÉLL ÚT Vegna tæknilegra mistaka féll fyrirvari úr seinustu umfjöllun neytenda- síðu DV, sem var um verð í ýmsum vegasjoppum landsins. Þar vant- aði stjörnu við þrjá staði, sem átti að gefa til kynna að viðkomandi staður byði ekki upp á gos með hamborgaramáltíðinni. Enn fremur er vert að taka fram að verðið var á ostborgara, frönskum og gosi, og var þessi máltíð kölluð „hamborgari“ til styttingar. Þeir staðir sem bjóða ekki upp á gos innifalið í máltíðinni voru veitingaskálinn Víðigerði, Shell skálinn á Eskifirði og Pylsuvagninn á Selfossi. MÁNUDAGUR 26. júlí 2010 NEYTENDUR 15 Svikabréf Í bréfinu er tilkynnt að það séu síðustu forvöð að grípa gullgæsina, 130 milljóna króna lottóvinning. Hér eru nokkrar góðar aðferðir sem nota má til þess að sannreyna rafrænan póst og uppræta svindl: HVAÐ ER TIL RÁÐA? Sannreyndu póstinn: Þú getur séð hvort umræddur póstur sé þaðan sem hann er sagður vera. Með því að finna út hvernig sýna á „headers“ á rafpósti, getur þú séð rafrænt kennileiti sendand- ans, eða IP-tölu hans. Þetta er oftast undir flipa sem kallast „Show full headers“, í því skeyti sem þú vilt sannreyna. Þegar þú gerir þetta, færð þú mikið magn af upplýsingum um skeytið, sem eru vanalega ekki sýndar. Þar á meðal er IP-talan. Hún samanstendur af fjórum talna- runum, allt frá 0 upp í 255, sem eru aðskildar með punkti (til dæmis 254.168.7.3). Þessa tölu getur þú svo rakið. Á vefsíðum á borð við www. ip-adress.com/ip_tracer slærð þú inn töluna í heild sinni, og getur þá séð frá hvaða landi skeytið kemur í raun. Athuga ber þó að þetta er ekki óskeikult, og hægt er að villa fyrir um hvað staðsetningu IP-tölu varðar. Sannreyndu vefsíðurnar: Slíkt hið sama má gera við vefsíður á síð-unni. Hægt er að kanna hvort vefhlekkurinn sem póstur bendir á, sé í raun síða hjá þekktu fyrirtæki, eða einungis fölsuð. Þetta er til dæmis hægt að gera með því að kanna staðsetningu heimasíðu fyrir- tækisins, og bera hana saman við staðsetningu síðunnar sem bent er á í póstinum. Einnig er hægt að hafa einfaldlega samband við fyrirtækið, með fyrirspurn um málið. Kannaðu allar greiðslur: Ein útgáfa af svindli er að svindlarinn segist hafa greitt of mikið fyrir hlut sem fórnarlambið er að selja. Hann biður það að senda sér eftirstöðvarnar, því að þetta hafi verið mistök, eða gefur einhverja álíka útskýringu. Þetta er að öllum líkindum svindl, og engin greiðsla er á leiðinni. Greiðslan getur verið fölsuð, til dæmis með eftirlíkingu af ávísun, og engin greiðsla varð í raun. Það er mikilvægt að láta hvorki vöru né verðmæti af hendi fyrr en borist hefur greiðsla í beinhörðum peningum. Sannreyndu staðreyndir: Gott er að reyna á staðreynd sem svikarinn reynir að telja þér trú um hjá þriðja aðila. Fáðu upplýs-ingar hjá Western Union, ef hann segir greiðsluna vera þar. Gáðu hvort sendingin sé í raun í vörslu TNT-sendingarþjónustunnar með því að hafa samband við hana. Góð leið gegn bréfum er að athuga hvort heimilisfangið sem bréfið er sent frá sé yfirhöfuð til, en það er auðvelt að gera á netinu á vefsíðum á borð við map24.com. Vertu óttalaus: Ekki óttast svikahrappinn, jafnvel þótt þú hafir þegar gefið honum upp persónuupplýsingar. Þeir eru aðeins á höttunum eftir peningunum þínum, en ef þú gefur skýrt í skyn að þú hafir ekki áhuga á viðskiptum við þá, og ætlir að hundsa allar samskiptatilraunir þeirra í framtíðinni munu þeir að endingu gefast upp. Óþarfi er að hreyta í þá fúkyrðum eða kalla þá svikara, heldur skaltu segja að þú hafir ekki áhuga á viðskiptunum lengur. Þeir munu á endanum átta sig á því að ekkert fé er að hafa frá þér, og halda á gjöfulli mið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.