Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 26
Hollywood-stjarnan Haley Joel Osment var á djamm- inu í Reykjavík um helgina og þótti nokkuð raunalegur. Hann var spurður um skilríki á Prikinu og sat einn að sumbli á Kaffibarnum.Harpa Einarsdóttir, fatahönnuð- ur og listakona, hefur fundið ást- ina á ný með Gunnari Þór Nilsen ljósmyndara. Harpa sem hefur meðal annars hannað undir sínu eigin merki, Starkiller, og fyrir E-Label einbeitir sér að mestu að grafískri hönnun og teikning- um þessa dagana og hefur með- al annar vakið athygli tímaritsins Lifelounge. Tímaritið birti grein um Hörpu á vefsíðu sinni þar sem henni er lýst sem afar hæfi- leikaríkum teiknara. Gunnar Þór, að vonum hreykinn af unnustu sinni, póstaði hlekk á viðtalið á Facebook-síðu sína með athuga- semdinni: „Kærastan mín! Stolt- ur af þér Harpa mín.“ Það gerist ekki krúttlegra en þetta. Fyrirsætan þokkafulla Ornella Thelmudóttir er á leið til Kaup- mannahafnar þar sem hún ætl- ar að leggja stund á leiklistarnám næstu árin. Ornella hefur aðal- lega prýtt síður glanstímaritsins Séð og heyrt undanfarin ár en nú hefur hún snúið sér að leiklist- inni. „Jú, það er rétt, ég er voðalega spennt auðvitað. Þetta er einka- skóli í Kaupmannahöfn og þetta er þriggja ára nám,“ segir Orn- ella. Hún segir að áhuginn fyrir leiklistinni hafi kviknað hjá henni þegar hún fór að starfa sem fyrir- sæta. „Já, ég held að áhuginn hafi komið svolítið með módelstörf- unum,“ segir Ornella en hún hef- ur bæði setið fyrir á ljósmyndum og leikið í nokkrum sjónvarps- auglýsingum. Aðspurð segist hún bæði vera spennt fyrir leikhúslíf- inu og sjónvarpsvinnu. „Já, ég vil prófa hvort tveggja.“ Það er ekki ólíklegt að fyrir- sætan knáa næli sér í einhver hlutverk ytra ef vel gengur, en skemmst er að minnast þess þeg- ar íslenska fyrirsætan Berglind Ólafsdóttir, eða Berglind Icey eins og hún kýs að kalla sig, lék í Acc- ording to Jim eftir að hafa unnið fyrir sér sem fyrirsæta í nokkur ár erlendis. MÓDEL Í LEIKLIST Á FÖSTU MEÐ LJÓSMYNDARA ORNELLA THELMUDÓTTIR FYRIRSÆTA: Þingmaðurinn hressi Árni John- sen fer hamförum í nýjustu aug- lýsingu farsímaþjónustunnar Ring en þar leikur hann sjálfan sig í blússandi sveiflu á Þjóðhá- tíð. Eins og kunnugt er syngur Árni Johnsen ávallt brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyj- um með sinn einstaka gítar við hönd. Í gítarnum hangir arnar- kló sem þjónar einmitt hlut- verki í stiklunni. Söguþráður- inn er nokkurn veginn þannig að Steindi stekkur skíthræddur inn í tjald hjá ræfilslegum skáta og segir að Árni sé ekki nógu ánægður með stemninguna og gangi berserksgang í dalnum. Í auglýsingunni er tilvísun í margar spennumyndir eins og til dæmis hina goðsagnakenndu Jurassic Park. Í AUGLÝSINGU MEÐ STEINDA 26 FÓLKIÐ 26. júlí 2010 MÁNUDAGUR HALEY JOEL OSMENT: ORNELLA Á leið í leiklistarskóla. SPURÐUR UM SKILRÍKI Á PRIKINU Hollywood-leikarinn Haley Joel Osment er staddur á landinu, eins og skemmtistaðagestir hafa ef- laust orðnir varir við um helgina. Leikarinn, sem sló fyrst í gegn árið 1994, þegar hann lék son For- rest Gump í samnefndri mynd, sást bæði á Prikinu og B5 á föstu- dag og á Kaffibarnum á laugardag- inn. Hann ferðaðist með stórum hópi Bandaríkjamanna, og sagð- ist einungis vera í fríi á Íslandi, en ekki hér vegna vinnu sinnar. Haley Joel Osment er væntan- lega þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The 6th Sense, eftir M.Night Shyamalan, sem kom út árið 1999. Þar átti hann eina fræg- ustu setningu myndarinnar: „I see dead people.“ Síðan þá hefur hann leikið í bæði kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og ber þar fyrst að nefna Artificial Intelligence, Second Hand Lions og Ally McBeal. Haley virtist þó ekki alveg vera fá nógu mikið út úr Íslandsför sinni á laugardaginnn, en þá sat hann einn að sumbli við borð á Kaffibarnum og vildu þeir sem sáu hann meina, að sjónin hafi ver- ið heldur dapurleg. Athygli vekur þá einn- ig að Haley var spurð- ur um skilríki á Prikinu, og var nokkuð brugðið fyr- ir vikið, en hann er fæddur árið 1988 og er heldur barns- legur í sjón. Að sögn starfsfólks á Prikinu, er hart tekið á skilríkj- um og fer enginn inn á staðinn án þess að framvísa einu slíku. dori@dv.is Haley Joel Osment Sat einn að sumbli á Kaffibarnum. Prikið Neitaði að hleypa leikaranum inn, nema hann framvísaði skilríkjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.