Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR 26. júlí 2010 MÁNUDAGUR „Mér finnst þetta bara mjög ósann- gjarnt. Þetta kom mér mjög á óvart og mér fannst þetta ekki rétt,“ seg- ir Sigurborg Einarsdóttir en hún var í fyrra, ásamt hópi ellilífeyrissþega á Eskifirði, skráð í dagvistun á dvalar- heimilinu Hulduhlíð án sinnar vitn- eskju. Sigurborg hafði ásamt fleiri konum nýtt sér föndurnámskeið sem Hulduhlíð bauð upp á, en þar greiddu þær efniskostnaðinn sjálfar, og borguðu einnig fyrir kaffið sitt. Árni Helgason, forstöðumaður Hulduhlíðar, segir að það hafi verið mistök að láta þær ekki vita af því að þær væru skráðar í dagvistun. Hann viðurkennir að dvalarheimilið hafi þegið greiðslur frá Tryggingastofn- un en segir að um smáræði hafi ver- ið að ræða. Hann tekur fram að fólk sem kom í föndurtíma hafi ekki þurft að greiða neina leigu eða rafmagns- kostnað, en það geti verið miklir út- gjaldaliðir. Allar skráðar í dagvistun Sigurborg fékk bréf í fyrrasumar þess efnis að hún fengi ekki leng- ur greiddan lífeyrissjóð út á mann- inn sinn. Hún fór í kjölfarið á sýslu- skrifstofuna á Eskifirði. Það var í þessari ferð á sýsluskrifstofuna sem í ljós kom að búið var að skrá Sig- urborgu án hennar vitneskju í dag- vistun á dvalarheimilið Hulduhlíð á Eskifirði. Sigurborg hafði í kjölfarið samband við Tryggingastofnun sem staðfesti að samkvæmt þeirra skrám væri hún í dagvistun. Þetta var í júlí í fyrra. „Þetta var náttúrulega mjög mikið sjokk,“ segir Sigurborg aðspurð um það hvernig henni hefði orðið við þegar hún komst að því að hún hefði verið skráð í dagvistun. Í kjölfar þessa vildi Sigurborg at- huga hvort fleiri konur af föndur- námskeiðinu hefðu verið skráðar í dagvistun. Við nánari skoðun virtist svo vera. Hún segir að þær hafi far- ið beint til forstöðumanns Huldu- hlíðar, Árna Helgasonar, en þar hafi hann viðurkennt fyrir þeim að hafa skráð þær í dagvistun. Þær hafa ekki ennþá, þrátt fyrir fyrirspurnir, feng- ið formleg svör við því, hversu lengi, eða hve oft slíkt var gert. Sigurborg hafði aftur samband við Trygginga- stofnun í ágúst en var þá sagt að enn- þá væri verið að innheimta fyrir dag- vistun hennar. „Ég veit ekkert um þetta meir,“ segir Sigurborg. Leirofn tekur mikið rafmagn „Þetta voru bara mistök sem leiðrétt- ust fljótt,“ segir Árni Helgason. „Það var ekkert greitt fyrir neina húsaleigu eða neitt slíkt. Við fáum aldrei neinn rafmagnskostnað eða neitt. Þarna er dýr og mikill ofn, svona leirofn sem að tekur mikið rafmagn, þannig að það er margt í þessu,“ segir Árni þeg- ar hann er spurður um hvort kon- urnar hafi verið skráðar í dagvistun vegna einhvers aukakostnaðar sem lagðist á dvalarheimilið vegna fönd- urtímanna. Árni viðurkennir að Hulduhlíð hafi fengið fjármagn fyrir dagvist- un kvennanna: „Jú jú, ef þau eru í dagvistun, þá fáum við út á það náttúrulega.“ Hann segir þó að í til- felli föndurfólksins hafi það ekki verið mikið. „Við fengum eitthvað smávegis út á þetta svona, sem að við þurfum vafalaust að borga aft- ur,“ segir Árni en ekki er búið að borga Tryggingastofnun til baka þær upphæðir sem dvalarheimil- ið sótti. „Það er allt komið á hreint, en það á eftir að reikna það út,“ seg- ir Árni og tekur fram að þetta hafi ekkert komið við buddu einstakl- inganna sem um ræðir. Árni getur ekki svarað því hvenær fjárhæð- irnar verða greiddar til baka: „Það á eftir að ræða það við Trygginga- stofnun.“ Erfitt að fá upplýsingar vegna sumarleyfa „Mér finnst að hann hefði átt að ræða það við okkur,“ segir Sigurborg varð- andi það að ákveðinn kostnaður af leigu og rafmagni hafi verið grund- völlur þess að skrá konurnar í dag- vistun. „Allt efni sem við notuðum til föndursins greiddum við úr eig- in vasa, og við fengum þarna kaffi og við greiddum ákveðið gjald fyrir það líka. En við vissum ekki til þess að við skulduðum neitt þarna,“ segir Sigur- borg sem er vel kunnugt til dagvistun- ar en hún var hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir í 34 ár, og segist vita það að til þess að vera í dagvistun þurfi fólk að sækja sérstaklega um, en það hafði hún hvergi gert. JÓN BJARKI MAGNÚSSON blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Við hættum að fara í Hulduhlíð. Hópur ellilífeyrisþega sem sótti föndur- tíma á dvalarheimilinu Hulduhlíð á Eski- firði var skráður í dagvistun á heimilinu. Kona sem sótti föndurtímana komst að þessu þegar hún sá að ellilífeyrisgreiðslur til hennar höfðu verið skertar. Forstöðu- maður Hulduhlíðar segir það ekki rétt að skráning í dagvistun hafi áhrif á greiðslur frá Tryggingastofnun. Það voru mistök að láta ekki vita, segir hann, en tekur fram að rafmagnskostnaðurinn á heimilinu sé hár. FÖNDURKONUR SKRÁÐAR Í DAGVISTUN Mikið sjokk „Þettavarnáttúrulegamjögmikiðsjokk,“segirSigurborgaðspurðum þaðhvernighennihefðiorðiðviðþegarhúnkomstaðþvíaðhúnhafðiveriðskráðí dagvistun.MYND HREFNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.