Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 24
ÍSLENSKI U21 LANDSLIÐSMAÐURINN Guðlaugur Victor Pálsson sem er á mála hjá enska úrvalsdeild- arfélaginu Liverpool kom inn á í æfingaleik liðsins um helgina. Guðlaugur Victor lék síðasta korterið í tapleik Liverpool gegn þýska liðinu Kaiserslauten en Liverpool-menn lágu, 1-0, í þessum öðrum leik undir stjórn Roy Hodgson. Marga lykilmenn vantaði í lið Liverpool en HM-fararnir eru flestir hverjir ekki komnir heim úr fríum sínum. Grikkinn Kyrgiakos og nýliðinn Milan Jovanovic sem lék með Serbum á HM í sumar voru þó báðir með. MISTÆKUR Á PUNKTINUM Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki verið jafnöruggur og vanalega á vítapunktinum síðustu vikur með liði sínu Reading. Gylfi brenndi af vítaspyrnu í æfingaleik um daginn og svo aftur um helgina þegar Reading lagði Wycombe, 2-1. Gylfi skoraði þó úr annarri vítaspyrnu sem hann fékk í sama leik. Gylfi raðaði inn mörkum úr vítaspyrnum með Reading á síðasta tímabili, þar á meðal skor- aði hann úr einni fyrir framan stuðningsmenn Liverpool þegar Reading sló úrvalsdeildarliðið út úr bikarnum á síðasta tímabili. MOLAR VESEN Á TORRES n Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Liverpool, segist hafa gert allt sem í hans valdi stendur til að halda Fernando Tor- res hjá Liver- pool. Fimmtíu milljóna punda félagaskipti Spánverjans til Chelsea eru yf- irvofandi. Hodg- son er einnig sagður óánægð- ur með brotin loforð stjórnarmanna Liverpool um það fé sem hann hefur á milli handanna til að kaupa leik- menn. „Því miður get ég ekki gert mikið meira í þessu. Deilur Torres eru núna við klúbbinn, ekki mig,“ segir Roy Hodgson sem sá ungt Liverpool-lið tapa gegn Kaiserslaut- en í æfingaleik um helgina. COLE ÁNÆGÐUR n Það er þó öllu meira bros á Roy Hodgson þegar hann horfir til Joe Cole sem var myndaður skellihlæj- andi á æfingu Liverpool um helgina. Cole er hæstánægður með vistaskiptin til Liverpool þar sem hann þénar nú 90.000 pund á viku. „Ég var orð- inn hundleiður á þessari bekkjarsetu hjá Chelsea. Ég á auðvitað góðar minningar þaðan, mjög góðar, en það var kominn tími á að skipta og Liverpool var frábær lending. Hérna þekki ég marga leik- menn úr landsliðinu og fyrstu dag- arnir hafa verið frábærir,“ sagði Cole við fréttamenn um helgina. WEST HAM BÝÐST RONALDINHO n Enska blaðið People greindi óvænt frá því að enska úrvals- deildarliðinu West Ham byðist að kaupa fyrrverandi besta knatt- spyrnumann heims, Ronaldin- ho, frá AC Milan á sex milljónir punda. Milan-menn vilja losna við partí-brassann sem þénar 150.000 pund á viku en stefnan er að lækka launakostnað félagsins. People segir að Ronaldinho vilji 90.000 pund á viku fyrir að leika með West Ham en eigendur félagsins, Þeir David Sullivan og David Gold, hafa verið að leita að stórum leikmanni til að lokka önnur stærri nöfn til liðsins. Buðu þeir meðal annars í Joe Cole, Henry og David Beck- ham en fengu engan af þeim, segir í People. 24 SPORT UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON tomas@dv.is 26. júlí 2010 MÁNUDAGUR RAUÐUR, EN DÖKKUR DAGUR Á HOCKENHEIM Eftir gríðarlega magrar vikur og mánuði stigu Ferrari-menn loks upp í Þýskalandskappakstrinum í Formúlu 1 og lönduðu efstu tveim- ur sætunum. Spánverjinn Fernando Alonso varð fyrstur, Felipe Massa annar og Red Bull-ökuþórinn Se- bastian Vettel landaði þriðja sætinu á sínum heimavelli. Sigur Ferrari verður þó grandskoðaður af dóm- urum keppninnar þar sem liðstjórn Ferrari sagði Felipe Massa óbeint að víkja fyrir Fernando Alonso. Slíkt er bannað en Ferrari-menn voru án efa að hugsa til stigamótsins þar sem Alonso er í betri aðstöðu til að gera atlögu að titlinum. Lewis Ham- ilton og Jenson Button á McLaren urðu í fjórða og fimmta sæti og halda því efstu tveimur sætunum í stiga- keppni ökuþóra. Þar af leiðandi hef- ur McLaren afgerandi forskot í stiga- keppni bílasmiða. Alonso er hraðari, skilurðu? Felipe Massa náði forystu í kapp- akstrinum strax í ræsingu en báð- ir Ferrari-bílarnir komust fram úr Sebastian Vettel sem hóf keppni á ráspól. Eftir ræsinguna hélst sama sætaröð efstu manna en Fernando Alonso minnkaði bilið á milli sín og Massa jafnt og þétt. Spánverjinn gerði tilraunir til að komast fram úr Brassanum en tókst ekki sama hvað hann reyndi. Eftir 47 hringi af 67 fékk Massa svo skilaboð í talstöðina frá vélstjóra sínum, Rob Smedley. „Fernando er hraðskreiðari en þú, skilurðu hvað ég á við?“ Massa virtist alveg skilja hvað hann átti við og í sjöttu beygju á hring 47 hægði Massa á sér og komst Alonso loks fram úr honum. Slík liðs- fyrirmæli eru stranglega bönnuð en hvort Ferrari takist að verjast ásök- unum verður að koma í ljós síðar. Ljóst er að það verður afar erfitt þar sem Massa hélt uppi góðum hraða eftir framúraksturinn. Lítill fögnuður Ferrari hefur lítið gengið að undan- förnu og eru Massa og Alonso fyrir löngu búnir að missa ökumenn Red Bull og McLaren langt fram úr sér í stigamótinu. Ferrari hefur ekki náð efstu tveimur sætunum síðan í fyrstu keppni ársins í Barein og hefðu því flestir búist við innilegum fagnaðar- látum. Svo var þó ekki. Stemningin var afar undarleg og sást greinilega á Massa að hann var ekki ánægður með hlutskipti sitt. Ár var upp á dag frá því Massa varð fyrir hryllilegu slysi þegar gormur flaug í höfuð hans á ríflega hundrað kílómetra hraða. Hefði sigur á Hockenheim því verið afar einstakur fyrir Brassann smá- mælta. „Ég þarf ekkert að segja,“ svaraði Massa fýldur á blaðamannafundi að- spurður út í framúraksturinn. „Hann fór bara fram úr mér,“ sagði Massa. Eftir framúraksturinn sagði vélstjóri Massa við hann: „Vel gert,“ en Brass- inn tjáði sig ekkert um þau skilaboð og fór bara út í aðra sálma. „Það sem skiptir mestu máli er að við gerum vel fyrir liðið og það gerðum við í dag. Það besta sem við gátum gert í dag var að enda númer eitt og tvö og það gerðum við. Meira var ekki hægt að gera. Þessi braut var góð fyrir okk- ur, það er búið að vinna mikið í bíln- um og hann orðinn hraðskreiðari,“ sagði Massa en aðspurður af blaða- TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Ferrari-menn minntu heldur betur á sig í Þýskalandskappakstrinum í Formúlu 1 þar sem þeir lönduðu efstu tveimur sæt- unum. Sigur Fernando Alonso verður þó rannsakaður í þaula þar sem liðstjórn Ferrari sagði Felipe Massa óbeint að víkja fyrir Spánverjanum. Gæti Alonso því misst sigurinn. Fyrstur Alonso fékk mikla aðstoð við að landa sigrinum. Á undan Massa með Alonso í baksýnisspeglinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.