Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 26. júlí 2010 FRÉTTIR 3 Það var félagsþjónusta Fjarða- byggðar sem sá um rekstur föndursins í Hulduhlíð á þessum tíma. DV hafði samband við félagsþjónustuna en vegna sumarleyfa fengust engar upp- lýsingar um málið að sinni. Í Félags- og tryggingarmálaráðuneytinu feng- ust þær upplýsingar að eðlilegt væri að slík mál kæmu á borð ráðuneytis- ins, en vegna sumarleyfa var ekki hægt að fá upplýsingar um þetta tiltekna mál. Engar upplýsingar fengust að svo stöddu frá Tryggingastofnun. „Gleymdist að láta vita“ Árni segir að það sé alrangt að dreg- ið hafi verið úr tryggingagreiðslum til fólks vegna þess að hann skráði það í dagvistun. „Nei nei, það er langur vegur frá að þetta sé rétt.“ Hann seg- ist ekki muna hversu lengi konurnar voru skráðar í dagvistun í Hulduhlíð, en telur það ekki hafa verið lengur en í fjóra mánuði. Árni segist vera á leið í sumarfrí og því hafi hann ekki tíma til þess að fara yfir gögn, til þess að kom- ast að því hversu langur tími þetta var, og hversu oft konurnar voru skráðar í dagvistun. Árni viðurkennir að það sé ekki hægt að bjóða upp á föndur og setja það undir dagvistun. „Það er kannski ekki alveg hægt að segja að þetta hafi verið dagvistun, en þetta var svona viðvera sem að við fengum sem húseigandi ekkert út úr,“ sagði Árni. Hann lýsir atburðarásinni þó eins og Sigurborg. „Þegar þessi kona kem- ur og fer að kvarta yfir þessu, þá kem- ur náttúrulega í ljós að það hefur gleymst að láta þau vita,“ segir hann. Hann tekur fram að í kjölfarið hafi hann hætt að skrá fólk óafvitandi í dagvistun. „Þetta var í rauninni ekk- ert mál, nema að það gleymdist að láta vita,“ segir Árni og bætir við að fólk hafi verið beðið afsökunar. Hann segir að bærinn sé nú hættur með allt föndur eins og tíðkaðist áður, en seg- ir að það komi þessu máli ekkert við. Hætt að fara í föndur „Við hættum að fara í Hulduhlíð,“ segir Sigurborg sem kærir sig ekki lengur um að vera skráð í föndur í Hulduhlíð. Hún óskaði eftir því í kjöl- far þessa máls að þær yrðu afskráð- ar úr dagvistun á heimilinu. „Ég var búin að fara í föndur í nokkur ár, og maður hafði mjög gaman af þessu,“ segir hún og bætir við: „Við vissum ekki annað en að við værum í rétti okkar að sækja þetta því að Fjarða- byggð rak þetta.“ Sigurborg segir að um hreina og beina dægradvöl hafi verið að ræða. „Það var mjög gaman að vera þarna á þessum stað og við gerðum margt, við vorum þarna í alls konar máln- ingu og ýmsu,“ segir Sigurborg og tek- ur fram að málið sé allt hið leiðinleg- asta, enda hafi félagsskapurinn verið góður á meðan á föndrinu stóð. Hún segir að konurnar hafi allar steinhætt að mæta í föndur, og að þangað hafi þær ekki farið eftir að þetta kom upp. Nú er búið að leggja föndrið í Huldu- hlíð niður í þeirri mynd sem það var. „Ég vona það að þessir peningar hafi verið notaðir í Hulduhlíð frekar en að aðrir hafi fengið þá,“ segir hún að lokum. FÖNDURKONUR SKRÁÐAR Í DAGVISTUN Tryggingastofnun Engar upplýsingar fengust að svo stöddu frá Tryggingastofnun. Hulduhlíð Hópur ellilífeyrisþega sem sótti föndurtíma á dvalar- heimilinu Hulduhlíð var skráður í dagvistun án þeirra vitneskju. MYND HREFNA HELDUR ÁFRAM Á 70 FERMETRUM Ómar Ragnarsson tók á laugardaginn við veglegri afmælisgjöf frá gjafmildum Íslendingum, en það var ávísun upp á 12.5 millj- ónir króna. Hann segist vera þakklátur og hrærður. DV birti ný- lega viðtal við Ómar þar sem hann sagðist hafa fórnað öllu og hófst söfnunin í kjölfarið. Á laugardaginn tók Ómar Ragnar- son, fréttamaður og kvikmynda- gerðarmaður, við óvæntri og veg- legri afmælisgjöf. Gjöfin var 12,5 milljóna króna ávísun, en þúsundir manns standa að henni ásamt Frið- riki Weisshappel athafnamanni. Þeg- ar blaðamaður náði tali af Ómari á sunnudag sagðist hann vera ákaflega þakklátur og hrærður. „Mér finnst þetta mjög mikils virði, að ég sé að gera eitthvað sem fólk vill.“ En gjöfina segir hann hafa komið sér algjörlega á óvart. „Þetta kom mér algjörlega á óvart, ég hefði aldrei getað trúað að neitt svona gæti gerst.“ Ómar og Frið- rik þekktust ekkert, og aðeins er rúm vika síðan að fram kom í DV að Ómar væri í miklum skuldavanda. Átta þúsund afmælisgjafir Friðrik stofnaði þá Facebook-hóp þar sem að lagt var til að hver myndi gefa Ómari 1.000 krónur í afmæl- isgjöf. Viðbrögðin stóðu ekki á sér, því að tæplega átta þúsund manns gengu til liðs við hópinn. Hann segist aldrei hafa hitt Friðrik áður, og hafa verið spenntur að hitta hann loks. Friðrik sagði svo að hann hafi upplifað augnablikið sem þeir hitt- ust sem: „Svona „Dr. Livingstone, I presume“- augnablik“. Þar er átt við hinn fræga fund Dr. Livingstone nokkurs og Henrys Morton Stanley, í frumskógum Afríku. Ómar var ekki einungis styrktur af einstaklingum, því að Landsvirkj- un gaf honum tvær milljónir. Skuld Ómars hljóðaði upp á fimm milljón- ir, og því borgar afmælisgjöfin upp skuldina og rúmlega það. Hann mun geta haldið ótrauður áfram við kvik- myndagerð sína í nánustu framtíð. Vildi aldrei græða Hann segist aldrei hafa lagt upp úr því að græða á kvikmyndagerð sinni, en drifkrafturinn sé að skapa málefnalega umræðu um nýtingu landsins. „Það vita allir hvernig ál- ver líta út, þau eru öll eins, en það er eins og enginn vilji vita hvernig landið sem þarf að fórna fyrir þau sé.“ Hann segir samfellt ójafnvægi vera í umræðunni um þessi mál, og þörf sé á aukinni upplýsingu um þau. Tilgangurinn er að fræða, fremur en að græða. Hann segir þó að þessi drjúgi styrkur muni ekki breyta hans lifnaðarháttum. „Ég mun halda áfram að búa í minni 70 fermetra íbúð í blokk,“ segir Ómar við blaðamann. Heldur ótrauður áfram Ómar hyggst halda ótrauður áfram við kvikmyndagerð. „Ég held áfram þeim verkefnum sem ég var í, nú er ég ekki stopp eins og ég var,“ segir hann við blaðamann. Hann er með mörg járn í eldinum, en hann er með níu heimildarmyndir í vinnslu. Aðspurður um hvaða verkefni liggi næst fyrir segir hann að kvikmynd- in „Sköpun jarðarinnar“ verði von- andi frumsýnd í febrúar eða mars á næsta ári. Hann mun ekki koma til með að borga mikinn skatt af upphæðinni, þar sem um margar litlar gjafir er að ræða. Líklegt er þó að skatturinn fái sinn skerf af stóru styrkjunum, líkt og þeim frá Landsvirkjun. SÍMON ÖRN REYNISSON blaðamaður skrifar: simon@dv.is Ég hefði aldrei getað trúað að neitt svona gæti gerst. Með mörg járn í eldinum Ómar er með níu heimildarmyndir í vinnslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.