Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR 11. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR
Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma
Energy á Íslandi, var stjórnarmað-
ur í kanadíska orkufyrirtækinu West-
ern Geopower árið 2007. Ásgeir var
forstjóri Geysis Green Energy þar til
hann var ráðinn til Magma Energy til
að stýra starfsemi fyrirtækisins á Ís-
landi og halda utan um fjárfestingu
þess í íslenskum orkuiðnaði.
Geysir Green Energy keypti einn
fimmta hlut í Western Geopower árið
2007 en seldi sig út úr fyrirtækinu þeg-
ar það sameinaðist þremur öðrum
jarðhitafyrirtækjum í júlí í fyrra. Þetta
voru fyrirtækin Polaris Geothermal,
Ram Power og GTO Resources. West-
ern Geopower var skráð í kauphöll-
inni í Toronto í Kanada, líkt og Mag-
ma Energy. Geysir Green greiddi 600
milljónir fyrir hlutinn í Western Geo-
power.
Kenneth Macleod, forstjóri West-
ern Geopower, sagðist við tilefnið vera
mjög ánægður með að fyrirtækið nyti
þekkingar Ásgeirs á jarðhitamálum.
Þekking hans á hönnun orkuveitna og
jarðhitaverkefnum væri sérstaklega
mikilvæg vegna starfsemi fyrirtækis-
ins í Kaliforníu.
Störfuðu í Kaliforníu
Meðal helstu verkefna Western Geo-
power hefur verið bygging 35 mega-
vatta orkuvers á Geysers-svæðinu í
Kaliforníu. Þar að auki hefur félagið
unnið að verkefnum á South Braw-
leysvæðinu í Kaliforníu og í South
Meager í Bresku Kólumbíu í Kan-
ada, heimafylki höfuðstöðva Magma
Energy.
Magma Energy hefur bæði ver-
ið í samstarfi við Polaris Geotherm-
al og Ram Power vegna verkefna um
vinnslu á jarðhita til orkunýtingar.
Fyrirtækið hugðist starfa með Polaris
Geothermal að jarðhitaverkefni í Ník-
aragva. Þau fengu aftur á móti ekki
starfsleyfi og því datt samningurinn
upp fyrir. Síðar buðu þessi sömu fyrir-
tæki í jarðhitarannsóknir á öðru svæði
í Níkaragva, en Polaris Geothermal
var þá að fullu í eigu Ram Power. Fyr-
irtækin slitu síðan því samstarfi í apríl
á þessu ári og gáfu leyfin frá sér.
Geysir Green Energy átti stóran
hlut í Ram Power á þessum tíma, eða
37 prósenta eignarhlut. Félagið hafði
gerst kjölfestufjárfestir í orkufyrirtæk-
inu við stofnun þess árið 2008. Ram
Power hefur mest beitt sér fyrir orku-
rannsóknum í Nevada og Kaliforníu-
fylki í Bandaríkjunum. Höfuðstöðvar
Ram Power eru í Reno í Nevadafylki í
Bandaríkjunum, en félagið er þó skráð
á hlutabréfamarkaðinn í Toronto í
Kanada líkt og Western Geopower var
og Magma Energy er. Geysir Green
Energy seldi ekki frá sér hlutinn í Ram
Power fyrr en í mars á þessu ári. Seldi
félagið bréf sín í Ram Power fyrir 1,34
milljarða króna.
Alison Thompson, yfirmaður fjár-
festingatengsla hjá Magma Energy,
segir að Magma Energy hafi ekki unn-
ið að verkefnum með Western Geo-
power þótt leiðir fyrirtækisins hafi
runnið saman með Ram Power. Að-
spurð hvort Ross Beaty, eigandi Mag-
ma, hafi ekki kynnst Ásgeiri vegna
tengsla hans við orkuiðnaðinn vest-
anhafs, segir Thompson þá fyrst hafa
kynnst formlega vegna stöðu Ásgeirs
hjá Geysi Green Energy. „Eins og þú
veist, þá er alþjóðlegi jarðhitaiðnað-
urinn hinsvegar frekar lítil starfsemi
og flest fólkið þekkir eða hefur heyrt af
hverju öðru löngu áður en það hittist,“
segir Thompson.
Skrifstofa Glitnis í New York
Glitnir kom að starfsemi Ram Power
og Western Geopower í gegnum skrif-
stofu bankans í New York. Bankinn
starfaði með nokkrum kanadískum
og bandarískum jarðhitafyrirtækjum
vegna ráðgjafar og fjárfestingatengsla
í gegnum félagið Glacier Partners. Fé-
lagið FL Group var einn af aðaleig-
endum bæði Geysis Green Energy
og Glitnis á þeim tíma. En Glitnir átti
einnig hlut í Geysi Green Energy. Nú
er Geysir Green Energy að mestu í
eigu Íslandsbanka í gegnum eignar-
hald hans á félaginu Atorku.
Glacier Partners hafði síðan milli-
göngu um fjárfestingu Magma Energy
í íslenskum orkuiðnaði. Magnús
Bjarnason, fyrrverandi stjórnarfor-
maður Glacier Partners, var einn
helsti hvatamaður að því að vekja at-
hygli Magma á fjárfestingartækifær-
um í íslenskum orkuiðnaði. Glacier
Partners starfaði fyrir Magma Energy
þegar hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í
HS Orku var boðinn út.
Magnús segir Glitni hafa unnið að
þessum málum í Bandaríkjunum um
þriggja til fjögurra ára skeið. Þar hafi
byggst upp tengslanet við marga að-
ila í jarðhitaiðnaðinum, eins og fyrir-
tækin Ormatt og Nevada Geothermal.
Síðar hafi bankinn starfað með Mag-
ma Energy. „Að sama skapi og íslensk-
ir aðilar fylgdust með því sem væri að
gerast í Bandaríkjunum mátti bú-
ast við því að aðilar þar færu að fylgj-
ast með því sem væri að gerast hér.
Þannig kemur áhugi Magma Energy
á HS Orku til upphaflega. Ef farið er
yfir jarðvarmastarfsemi í heiminum
kemst Ísland á kortið í sjöunda eða
áttunda sæti í nýtingu jarðhita. Það
er eðlilegt að Magma líti yfir þau lönd
sem eru á top tíu-listanum. Þetta er
eins og gengur og gerist í svona starf-
semi. Þar fylgjast menn með því hvað
hver annar er að gera og leita til hvers
annars. Þetta er ekki það stór heimur,“
segir Magnús.
Hannes Smárason áhugasamur
Geysir Green Energy var stofnað í jan-
úar árið 2007. Fyrirtækið hefur einbeitt
sér að fjárfestingartækifærum í nýt-
ingu jarðvarma, byggingu jarðvarma-
orkuvera, annast yfirtöku á orkuver-
um í eigu orkufyrirtækja og keypt sig
inn í orkufyrirtæki þegar tækifæri hafa
gefist. Hannes Smárason, fyrrver-
andi forstjóri FL Group, var stjórnar-
formaður Geysis Green Energy þegar
ákveðið var að félagið skyldi fjárfesta í
kanadísku orkufyrirtækjunum og fara
í útrás í jarðhitageiranum.
Eignast meirihluta
Í nóvember í fyrra eignaðist Geys-
ir Green Energy meirihluta í HS Orku
þegar félagið keypti 34 prósenta hlut
Reykjanesbæjar í orkuveitunni. Í maí
á þessu ári var svo gerður samningur
við Magma Energy um að fyrirtækið
keypti 52 prósenta hlut Geysis Green
Energy í HS Orku. Þar með hafði Mag-
ma Energy eignast um 98,5 prósent
hlutafjár í HS Orku. Í febrúar hafði
Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geys-
is Green Energy, verið gerður að for-
stjóra Magma Energy á Íslandi.
Ásgeir sat eitt sinn í stjórn félagsins
Iceland America Energy, sem var með
höfuðstöðvar í Kaliforníu. Reykjavík
Energy Invest á einn þriðja í félaginu
ásamt tveimur bandarískum félögum,
ráðgjafarfyrirtækinu Feanaro og lög-
fræðistofunni Dongell Lawrence Finn-
ey. Iceland America Energy var útrás-
arhluti Reykjavíkur Energy Invest.
Geysir Green Energy hefur verið umsvifamikið í kanadískum og bandarískum orkuiðnaði. Geysir Green
Energy átti stóran hluta í tveimur orkufyrirtækjum vestanhafs. Geysir Green Energy seldi sig út úr þessum
fyrirtækjum í fyrra og á þessu ári. Annað þeirra starfaði með Magma Energy að jarðhitaverkefni í Níkaragva.
Félag í eigu Glitnis, eiganda Geysis Green Energy, hafði milligöngu um fjárfestingu Magma í HS Orku.
ORKUÚTRÁS GEYSIS
Á KANADAMARKAÐI
RÓBERT HLYNUR BALDURSSON
blaðamaður skrifar: rhb@dv.is
Að sama skapi og íslenskir aðilar
fylgdust með því sem
væri að gerast í Banda-
ríkjunum mátti búast
við því að aðilar þar
færu að fylgjast með því
sem væri að gerast hér.
Mikill jarðhiti í Kaliforníu Nokkurfyrirtækihafaunniðaðnýtingujarðhitatilorku-
vinnsluíKaliforníuogNevada.StarfsmennGlacierPartners,félagsíeiguGlitnisíNew
York,störfuðumeðþessumfyrirtækjum.GlacierPartnershafðimilligönguumfjárfestingu
MagmaEnergyíHSOrku,enGlitnirvareinnafhelstueigendumGeysisGreenEnergy.
Segjast ekki hafa
kynnst fyrr en
síðar RossBeaty,
eigandiMagmaEnergy,
ogÁsgeirMargeirsson,
forstjóriMagmaEnergyá
Íslandi,segjastekkihafa
kynnstformlegafyrren
ífyrraþráttfyriraðhafa
báðirstarfaðíkanadíska
orkugeiranumáður.
Glitnir í fjárfestingum í orkuiðnaði BjarniÁrmannsson,forstjóriGlitnis,varásín-
umtímagerðurstjórnarformaðurReykjavíkurEnergyInvest,dótturfélagsOrkuveitu
Reykjavíkur,þegarsameinaáttiþaðGeysiGreenEnergy,félagiíeigubankans.