Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Síða 25
HLAUPAÁRIÐ BÚIÐ HJÁ BOLT Aðeins nokkr- um dögum eftir óvænt tap fyrir Bandaríkjamanninum Tyson Gay í Stokkhólmi hefur fljótasti maður veraldar, spretthlauparinn Usain Bolt, tilkynnt að hann hlaupi ekki meira á árinu. Bolt ber við þrálátum meiðslum í mjóbaki. Bolt hefur verið harðlega gagnrýndur í heima- landinu, Jamaíku, út af tapinu gegn Gay og hann sagður áhugalaus í keppnunum þar á undan. Óttast margir að skemmtanalífið sé að þvælast fyrir hlauparanum ótrúlega. Sjálfur vonast hann til að snúa aftur 2011 betri en fyrr því næstu tvö ár séu mikilvæg keppnisár. PIPPEN OG JORDAN SAMAN Á NÝ NBA- goðsögnin Michael Jordan mun bjóða vin sinn og liðsfélaga til fjöl- margra ára hjá Chicago Bulls, Scottie Pippen, velkominn í Frægð- arhöll körfuboltamanna á föstudaginn. Pippen er meðal þeirra útvöldu sem teknir verða inn í Frægðarhöllina að þessu sinni en Jordan var þess heiðurs aðnjótandi í fyrra. Karl Malone og Jerry Buss eru meðal þeirra sem einnig verða teknir inn og þá verða tvö landslið Bandaríkjanna í körfubolta heiðruð; Ólympíuliðin frá 1960 og Draumaliðið frá Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. MOLAR GERRARD: COLE BETRI EN MESSI n Steven Gerrard, fyrirliði Liver- pool, hefur hrifist mjög af nýjustu stjörnu liðsins Joe Cole. „Messi getur fram- kvæmt ótrúlega hluti en allt sem hann getur gert, getur Joe gert jafn vel ef ekki betur,“ er haft eftir Gerrard. Bjartsýnin hjá Gerrard end- ar ekki þar því hann spáir því að Cole verði valinn leikmaður ársins á Englandi. Hann telur einnig að félagið komist aftur í hóp þeirra bestu undir stjórn Roy Hodgson. EVERTON MEÐ STÓRT TILBOÐ Í REMY n Everton hefur boðið þrettán milljónir punda í Frakkann Loïc Remy, leikmann Nice. Remy er óvænt orðinn einn eftirsótt- asti framherji Evrópu og hefur verið orðaður við fjölmörg lið. Remy er 23 ára gamall og mun leika sinn fyrsta landsleik á mið- vikudagskvöld- ið þegar Frakkland mætir Noregi í Osló. Til að geta greitt svo háa fjárhæð fyrir leikmanninn þarf Ev- erton þó að selja framherjann Ya- kubu. Forráðamenn West Ham eru sagðir áhugasamir, en Yakubu er metinn á átta milljónir punda. MILITO OG ZANETTI FRAMLENGJA HJÁ INTER n Argentínumennirnir Javier Zanetti og Diego Milito hjá Inter hafa framlengt samninga sína við liðið. Zanetti, sem varð 37 ára á þriðjudag, skrifaði undir samning sem gildir til júní 2013 en Milito gerði samning til júní 2014. Þeir voru báðir lykilleikmenn í velgengni Inter á síðasta tímabili. Milito skoraði bæði mörk Inter í 2:0 sigri á FC Bayern í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor. Ja- vier Zanetti hefur leikið með Inter frá árinu 1995 og er leikjahæsti leikmaður í sögu liðsins með yfir 700 leiki að baki. CAPELLO SEGIST EFTIRSÓTTUR n Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, segir að hann hafi fengið þrjú tilboð síðan Englending- ar féllu úr leik á HM í sumar. Capello hafn- aði þeim hins vegar öllum til að halda áfram með enska landsliðið. Talið er að Inter sé eitt þessara fé- laga en svo fór að Rafael Benitez var ráðinn. „Þetta voru þrjú stór félög en ég vil ekki tala um þau af virðingu við stjórana sem eru þar nú,“ segir Capello sem mun freista þess að koma enska liðinu á Evr- ópumótið í Póllandi og Úkraínu árið 2012. Þar er enska liðið í riðli með Sviss, Svartfjallalandi, Búlg- aríu og Wales. MIÐVIKUDAGUR 11. ágúst 2010 SPORT 25 NÝ REGLA Martin O’Neill hættir hjá Aston Villa eftir fjögur ár í starfi. BLÓÐHEITI ÍRINN KVEÐUR MEÐ HVELLI Martin O’Neill sagði starfi sínu sem stjóri Aston Villa lausu með fússi á þriðjudaginn. Rétt rúmlega fjórum árum eftir að hann var ráðinn til fé- lagsins segja knattspyrnuspeking- ar að deilur við eiganda liðsins um leikmannakaup og fjármál hafi ver- ið kornið sem fyllti mælinn hjá Íran- um. DV rifjar upp feril hins skraut- lega stjóra. Þrekvirki lítilmagnans O’Neill var ráðinn til Villa í ágúst 2006 eftir að hann hafði tekið sér frí frá þjálfun í rúmt ár og hætt hjá Glas- gow Celtic til að annast veika eigin- konu sína. Á fimm árum hjá skoska stórveldinu vann hann deildina í þrí- gang, þrjá skoska bikarmeistaratitla og einn deildarbikar. O’Neill var eft- irsóttur og orðaður við mörg stórlið. Allt þar til veikindi eiginkonu hans komu upp. Það kom því nokkuð á óvart þeg- ar hann snéri sér aftur að þjálfun og ákvað að taka við Aston Villa, félagi sem leiktíðina 2005/2006 var í botn- baráttu í ensku úrvalsdeildinni og hafði endað í 16. sæti. Fyrsta leik- tíð stjórans var kaflaskipt eftir góða byrjun og endaði liðið að lokum í 11. sæti. Næstu þrjú árin með O’Neill við stjórnvölinn endaði Villa í 6. sæti deildarinnar og bætti sig hvert ár. Umdeildar ákvarðanir O’Neills, óstöðugt gengi og fámennur leik- mannahópur hindruðu þó Villa ávallt í að brjótast inn í hóp efstu fjögurra liðanna. Miðað við það fjár- magn og þann fámenna leikmanna- hóp sem O’Neill hafði úr að moða í baráttunni við stórliðin eru þó flest- ir sammála um að hann hafi unnið mikið þrekvirki með Villa sem leikið hefur yfir væntingum ár hvert. Fjársveltur í baráttunni Þrátt fyrir frábæran árangur með Villa var alltaf ljóst að O’Neill hafði ekki mikla fjármuni til að styrkja hópinn ár frá ári. Leikmenn hafa verið seldir á þessum tíma en lítið af þeim fjármunum sem fengust í þeim viðskiptum hafa runnið í innkaupa- veski O’Neills. Flestir eru sannfærðir um að O’Neill hafi hætt vegna ósætt- is við eiganda liðsins, Randy Lern- er, um þessa stefnu liðsins. Hvorki O’Neill né núverandi stjórn vilja tjá sig um ástæður uppsagnarinnar að svo stöddu en fyrrverandi stjóri Aston Villa, Graham Taylor, er einn margra sem er fullviss um að fjár- svelti sé ástæða uppsagnarinnar. Stjörnurnar á útleið Eftir að hafa stýrt Villa í 6. sæti deild- arinnar tvö tímabil í röð bjóst O’Neill við peningum til leikmannakaupa fyrir leiktíðina 2009/2010. Stærstu tíðindin í þeim efnum voru að ákveð- ið var að selja fyrirliða liðsins, Gar- eth Barry, fyrir 12 milljónir punda til Manchester City árið 2009. Stærstu kaup O’Neills eftir það voru kaupin á Stuart Downing frá Middlesbrough. Kornið sem fyllti mælinn er hins vegar yfirvofandi sala á James Mil- ner til Man. City fyrir tugi millj- óna punda. Leikmaðurinn átti frá- bært tímabil í fyrra en O’Neill mun hafa fengið þau skilaboð frá for- ráðamönnum liðsins að ekki væri hægt að lofa honum hárri upphæð af þeirri sölu til ráðstöfunar í leik- mannakaup. Villa stendur frammi fyrir baráttu í deildinni sem og í Evrópukeppninni. Gremja O’Neill er því skiljanleg í ljósi þess að ann- ar stjörnuleikmaður liðsins, Ashley Young, er nú orðaður við stærri lið. O’Neill stóð því frammi fyrir því að vera að missa alla sína stjörnuleik- menn og fá lítið fyrir sinn snúð til að styrkja liðið. Honum var nóg boðið og gekk út. Bradley eftirmaður O’Neills? Fyrrverandi eigandi Aston Villa, Doug Ellis, sem fékk O’Neill til liðs- ins á sínum tíma lýsir vonbrigðum sínum með brotthvarf stjórans. Ellis er nú heiðursforseti félagsins og seg- ir þó að brotthvarfið hafi ekki komið sér mikið á óvart. Í gær lýsti Bob Bradley, landsliðs- þjálfari Bandaríkjanna, yfir áhuga á að taka við af Martin O’Neill á Villa Park. „Ég get ekki neitað því að tæki- færi til að þjálfa á Englandi væri of gott til að hafna.“ Hann er í bresk- um fjölmiðlum sagður líklegasti eft- irmaður O’Neills eins og staðan er í dag en ljóst er að hver sá sem fylgir í fótspor hans á verðugt verkefni fyr- ir höndum. Mikil ábyrgð hvílir því á herðum Randy Lerner að finna eftir- mann eins líflegasta stjóra ensku úr- valsdeildarinnar. Kveður vígvöllinn Martin O’Neill vann mikið þrekvirki hjá Aston Villa þar sem hann hafði úr litlu að spila í baráttunni við stórliðin. MYND REUTERS SIGURÐUR MIKAEL JÓNSSON blaðamaður skrifar: mikael@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.