Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Page 6
6 fréttir 18. ágúst 2010 miðvikudagur
„Mitt mál er nú komið enn lengra og
ég hef sent inn erindi til Héraðsdóms
þar sem ég bið um að fram fari mat
óháðs aðila um hvort ég hafi orðið
fyrir einelti af hálfu bæjarstjóra. Þá
hefur lögmaður minn sent erindi til
Persónuverndar, vegna áframsend-
ingar tölvupósts með einkamál-
um mínum, og þá óska ég eftir því
að Vinnueftirlitið meti hið meinta
einelti,“ segir Ólafur Melsted, fram-
kvæmdastjóri tækni- og umhverfis-
sviðs Seltjarnarnesbæjar.
Helmingur af framkvæmdastjór-
um Seltjarnarnesbæjar er kom-
inn í leyfi frá störfum. Að minnsta
kosti í öðru tilvikinu, tilviki Ólafs, er
ástæðan erfið samskipti við Ásgerði
Halldórsdóttur bæjarstjóra en sam-
kvæmt heimildum DV á það einnig
við í hinu tilvikinu. Reynist það rétt
eru tveir framkvæmdastjórar bæj-
arins ósáttir við framkomu bæjar-
stjórans í þeirra garð. Um er að ræða
helming af framkvæmdastjórunum
sem þar starfa ef marka má vefsvæði
bæjarins.
Aðspurður segir Ólafur ljóst að
málshöfðun af sinni hálfu fari fram.
Hann segist hafa verið tekinn af
launaskrá bæjarins í sumar þrátt fyr-
ir að hafa sjálfur fengið framlengingu
veikindaleyfis. „Veikindaleyfi mínu
lauk um miðjan júlí en þá hafði ég
fengið framlengingu því um atvinnu-
sjúkdóm væri að ræða en þá var mér
bara kippt af launaskrá í staðinn.
Þegar þetta liggur allt fyrir verður
málið kært og trúðu mér, það verður
kært,“ segir Ólafur.
Ólafur hefur lagt fram matsbeiðni
til Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem
þess er óskað að samskipti hans við
bæjarstjórans verði skoðuð og skil-
greind. Bæjarfulltrúar hafa allir feng-
ið afrit af þeirri beiðni og eru meint-
ar deilur framkvæmdastjóranna við
bæjarstjórann nokkuð til umræðu
meðal starfsfólks bæjarins þessa
dagana. trausti@dv.is
Framkvæmdastjóri á Nesinu tekur næstu skref varðandi málarekstur:
Tekinn af launaskrá
Seltjarnarnes Framkvæmdastjóri
tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarnes-
bæjar ætlar með mál sitt fyrir dómstóla.
Afhenti ekki
bréfið
Kjartan Örn Sigurbjörnsson,
sjúkrahúsprestur á Landspítalan-
um, hafði samband við DV vegna
ummæla sem hann lét falla í
mánudagsblaði DV í tengslum
við bréf Birgis Ás Guðmundsson-
ar organista í Bústaðakirkju um
ósiðlegt athæfi Ólafs Skúlasonar,
þáverandi sóknarprests og síðar
biskups. Birgir bað Kjartan um að
koma bréfinu áfram til kirkjuráðs
fyrir sig og sagðist hann hafa gert
það. Kjartan segir að við nánari
eftirgrennslan sína hafi komið
á daginn að hann sendi bréf-
ið aldrei áfram. Biskup og aðrir
meðlimir kirkjuráðs fengu bréfið
því fyrst í hendur þegar Sigrún
Pálína Ingvarsdóttir afhenti þeim
bréfið og kynnti þeim efni þess
í júní 2009 þegar hún sat fund
ráðsins.
Gerð gervigras-
vallar styrkt
Litla-Hraun hefur fengið um sjö
milljónir króna í styrk frá Knatt-
spyrnusambandi Evrópu, UEFA, til
þess að láta gera gervigrasvöll við
fangelsið. Frá þessu er sagt í sunn-
lenska fréttablaðinu Dagskránni.
Völlurinn er kominn til landsins
og bíður þess að verða settur upp.
Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt
að gefa eftir námugjöld af sandnámi
við Eyrarbakka vegna uppsetningar
vallarins.
Fólksfækkun á
landinu
Íbúum á Íslandi hefur fækkað um
1.240 á einu ári, sem nemur 0,4
prósenti samkvæmt tölum Hag-
stofunnar. Enginn landshluti fór
varhluta af fólksfækkuninni síð-
ustu tólf mánuði fyrir utan Norð-
urland eystra þar sem fjölgaði
um 103. Sem fyrr eru langflestir
íbúar á höfuðborgarsvæðinu, en
þar búa nú 63,3 prósent íbúa-
landsins. Í Reykjavík fækkaði um
553 íbúa.
Ráðinn til N1
Kristján Arason, fyrrverandi lands-
liðsmaður í handbolta og síðar
lykilstjórnandi í Kaupþingi, hefur
verið ráðinn yfirmaður söludeildar
olíufélagsins N1. Kristján hefur störf
í næstu viku, en síðustu misserin
hefur hann unnið fyrir Capacent á
Íslandi auk starfa fyrir handknatt-
leiksdeild FH.
Kristján er kvæntur Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur, fyrrverandi
menntamálaráðherra, en hún hætti
tímabundið á Alþingi vegna um-
ræðu um risastór lán þeirra hjóna
hjá Kaupþingi.
„Félagar mínir plötuðu mig út í þetta
fyrir kippu af bjór,“ segir Andri Berg-
mann sem varð frægur á örskots-
stundu þegar hann hljóp hálfnak-
inn inn á bikarúrslitaleik KR og FH á
laugardaginn. „Þetta var svona „split-
second“-ákvörðun,“ segir þessi 22 ára
gamli Grafarvogsbúi um þann tíma
sem það tók hann að mana sjálfan sig
upp í það að vippa sér úr fötunum og
hlaupa inn á. „Maður gerir þetta bara
svona „spontaneously ““. Hann seg-
ist ekki vera búinn að fá bjórkippuna
frá félögunum ennþá. „En það er eins
gott að hún skili sér,“ segir hann.
Andri starfar sem pítsubakari á
Wilson’s Pizza og segist stefna á há-
skólanám í framtíðinni. Í símaskránni
er hann hins vegar titlaður sem lög-
fræðingur.
„Adrenalínkikk“
Andri hljóp inn á völlinn við mikinn
fögnuð áhorfenda en hann fór inn á
völlinn með tvö blys. „Annað þeirra
virkaði þó ekki,“ segir Andri og tekur
fram að hann styðji hvorki KR né FH.
„Ég er bara áhugamaður um íslenska
knattspyrnu.“
Þessi áeggjan félaganna kom til út
af engu að sögn Andra en hann seg-
ist hafa fengið mikið „adrenalínkikk“
þegar hann hljóp inn á völlinn. „Mað-
ur náði eiginlega ekkert að innbyrða
þessa tilfinningu vegna spennu.“
Hann sagðist þó hafa vonast til að vera
lengur inn á vellinum. „Leikmennirnir
tóku mig hins vegar bara niður þegar
gæslan var að klikka,“ segir Andri sem
náði að snúa af sér gæslumennina
listilega áður en leikmenn KR og FH
fengu nóg og tóku hann niður. Andri
segist vera með nokkra marbletti eft-
ir að hafa verið tekinn niður en segist
ekkert hafa fundið fyrir því þegar það
gerðist. Aðspurður af hverju hann fór
ekki úr öllum spjörunum segist hann
ekki hafa viljað særa blygðunarkennd
áhorfenda. „Það hefði verið of mikið
held ég.“
Látinn dúsa í fangageymslu
Andri var færður til lögreglu eftir þetta
atvik en hann segir lögreglumennina
hafa verið mjög almennilega.. „Það
var ekkert vesen. Þeir tóku mig bara
og létu mig dúsa í fangageymslunni í
hálftíma,“ segir Andri sem fékk fötin
sín afhent af lögreglunni. Hann seg-
ir viðbrögðin við uppátæki sínu hafa
verið mjög jákvæð til þessa. „Ég hef
ekki fengið neitt neikvætt á mig enn-
þá. En það eru örugglega einhverjir
sem munu gera það. Það eru þó all-
margir búnir að hringja í mig og óska
mér til hamingju með þetta. Það hefur
fólk út í bæ komið upp að mér og sagt
að þetta hafa verið eitt besta „móm-
entið“ í íslenskri knattspyrnusögu.“
Hann segir fólk hafa sagt að hann
gæti átt von á sekt vegna uppátæk-
isins. „En ég veit ekkert um það. Við
sjáum bara til.“ Mikil umræða hefur
skapast vegna uppátækis Andra og
hafa margir sagt hann hafa orðið sér
til skammar og skemmt leikinn fyrir
öðrum. Andri hefur ákveðin skilaboð
til þeirra sem halda þessu fram. „Haf-
ið bara gaman af lífinu og ekki vera
svona þröngsýn.“ Hann segir foreldra
sína segja eitthvað minna vegna þessa
atviks. „Ég held að mamma sé ekkert
alltof ánægð með litla strákinn sinn,“
segir Andri.
Jimmy Jump í uppáhaldi
Honum var að sjálfsögðu strax líkt
við hinn heimsfræga ólátabelg Jimmy
Jump, sem gerir út á það að hlaupa
inn á ýmsa viðburði. „Ég er einn mesti
aðdáandi hans náttúrulega. Ég er bú-
inn að fylgjast með honum alveg síð-
an hann kastaði trefli í Luís Figo,“
segir Andri og á þar við þegar Jimmy
hljóp inn á úrslitaleik Evrópumótsins
í knattspyrnu á milli Grikklands og
Portúgals árið 2004. Þar grýtti Jimmy
Barcelona-trefli í Portúgalann Luís
Figo, en Figo fór frá Barcelona til erki-
fjenda liðsins í Real Madrid árið 2000.
Andri segist ekki geta sagt um hvort
hann fækki fötum með svipuðum
hætti á næstunni.
Andri Bergmann fangaði augu þjóðarinnar þegar hann hljóp á nærbuxunum einum klæða
inn á bikarúrslitaleik karla í knattspyrnu á laugardag. Andri birtist á öllum vefmiðlum
og í sjónvarpsfréttum þar sem hann var tekinn niður af leikmönnum liðanna. Hann tók
ákvörðun um að hlaupa inn á völlinn á örskotsstundu eftir að hafa verið lofað kippu af bjór.
HLJÓP NAKINN INN Á
FYRIR KIPPU AF BJÓR
Birgir oLgeirSSon
blaðamaður skrifar: birgir@dv.is Ég held að mamma sé ekk-
ert alltof ánægð með
litla strákinn sinn.
engin feimni Andri Bergmann
er hvergi banginn við að
skella sér úr fötunum fyrir eina
ljósmynd. mynd Sigtryggur Ari