Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Síða 15
Farþegum Iceland express FjölgaðI Farþegum lágfargjaldafélagsins Iceland Express fjölgaði í júlímánuði, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Samkvæmt til- kynningunni voru farþegar í júlí í tæplega 80.000, sem er 35 prósent- um fleiri farþegar en í fyrra. Þá kemur fram að farþegar, það sem af er ágústmánuði, séu einnig fleiri en á sama tíma í fyrra. Farþegum fjölgaði til flestra áfangastaða sem félagið flýgur til. Einnig kemur fram að New York hafi verið gífurlega vinsæll áfangastaður félagsins, en til stendur að hefja áætlunarflug til Boston og Chicago næsta sumar. Áréttað Fyrir seinustu neytendaopnu var haft samband við Svein Rúnar Hauksson, en hann er margfróður um berjatínslu. Var Sveinn þá spurður út í berjatíðina í ár, og hann beðinn um ráð varðandi góða staði til berjatínslu í kringum höfuðborgarsvæðið. Þá var rangt haft eftir Sveini að hægt væri að finna ber frá hlíð- um Esjunnar og alveg fram að „Mosdalshnjúkum“, en umrædd- ir hnúkar eru ekki til. Hið rétta er „Móskarðahnúkar“, en þeir eru austan við Esjuna. Misheyrðist þá blaðamanni nafn hnúkanna. Sveinn er beðinn velvirðingar á mistökunum. miðvikudagur 18. ágúst 2010 neytendur 15 Verslunin Office 1 lækkaði verð á nokkrum vörum hjá sér á mánu- daginn. Þetta var gert í kjölfar verð- könnunar DV sem framkvæmd var fyrir helgi. Þrátt fyrir verðlækkun eru niðurstöður verðkönnunar- innar óbreyttar. Á þeim átta vör- um sem verð var kannað á í Office 1, lækkuðu tvær í verði. Þessar vör- ur eru M+R-gráðubogi, og 5-Faga- stílabók. Verð annarra vara á list- anum hélst óbreytt. Ef reiknað er samanlagt verð hvors innkaupa- lista fyrir sig, sést að verðið hafði lækkað um 419 krónur, eða úr 3.343 krónum niður í 2.924 krón- ur. Heildarverðlistinn lækkaði um 12,5 prósent. Gráðuboginn lækk- aði um 40 prósent í verði, en Faga- bókin í kringum 33 prósent. Samkvæmt nýju verðunum er ódýrasta Fagabókin af þessu tagi í Office 1, en hún er 100 krónum ódýrari en í Bóksölu stúdenta, þar sem hún var áður ódýrust. Griff- ill selur ekki umrædda stílabók. Einnig fæst ódýrasti gráðubog- inn af gerðinni M+R hjá Office 1, en áður var hann ódýrastur á 164 krónur í Bóksölu stúdenta. Ekki fannst þessi gerð af gráðuboga í öðrum búðum. Vörurnar sem Off- ice 1 lækkaði í verði fást ekki hjá Griffli, en í ljósi þess að eina varan sem fékkst í Office 1 og Griffli hef- ur ekki lækkað hjá hinum fyrri, er Griffill enn ódýrastur. Samkvæmt könnuninni voru A4 og Eymunds- son dýrustu búðirnar, en Griff- ill og Bóksala stúdenta ódýrastar, en Office 1 lá á miðjunni. Vegna hinna nýju verða eru tvær ofan- greindu vörurnar á betri kjörum í Office 1 en í Bóksölu stúdenta. Í kjölfar verðkönnunar DV lækkaði Office 1 verð á völdum vörum: Office 1 lækkar ver komdu í áskrift! 512 70 80 dv.is/askrift frjálst, óháð dagblað Office 1 Verslunin lækkaði verð hjá sér á mánudaginn. ljúffengt fæði sem bætir lífið feitir fiskar alls ekki verri. Þeir inni- halda mikið af jákvæðum fitusýr- um, á borð við omega-3-fitusýr- ur. Lax er fremur feitur fiskur, sem inniheldur mikið af umræddum fitusýrum. Omega-3-sýrurnar eru mikilvægar fyrir heilastarf, ásamt því að nokkrar rannsóknir benda til þess að þær dragi úr líkum á rist- il-, brjóst- og blöðruhálskrabba- meini. Lax inniheldur einnig mik- ið af prótíni og D-vítamíni. Laxinn gefur þér einnig góða kólesterólið, sem er nauðsynlegt heilbrigðu lífi, að ógleymdri þeirri staðreynd að hann er ljúffengur á bragðið. Hnetur Hnetur eru fyrst og fremst upp- spretta hollrar fitu, sem er nauð- synleg eðlilegum þroska húðarinn- ar og líkamans í heild sinni. Þær eru mjög sefandi, og draga úr öldruna- einkennum á borð við laf andi húð og hrukkur. Auk þessa hafa rann- sóknir sýnt fram á að hóflegt magn af hnetum getur dregið úr hjarta- sjúkdómum. Sykursjúkir njóta einnig góðs af því að borða hnetur með annarri fæðu, því þær inni- halda sykrur sem eru mjög lengi að brotna niður, og þar með veita þær langvarandi orku. Þær innihalda einnig mikið af E- og B2-vítamín- um, trefjum, prótíni og nokkrum nauðsynlegum snefilefnum. Hnet- um má bæta í fjöldann allan af rétt- um, en gott er að mylja hnetur yfir salat, fisk eða ýmsa eftirrétti. simon@dv.is Bláber eru stútfull af andoxunarefnum Og hafa fyrirbyggjandi áhrif gegn til dæmis Parkinson og Alzheimers.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.