Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2010, Síða 24
24 sport 18. ágúst 2010 miðvikudagur Mistækir MarkMenn robert Green Mistök Robert Green með enska landsliðinu á HM í Suður-Afríku eru flestum í fersku minni. Atvikið átti sér stað í fyrsta leik liðsins á mótinu gegn Bandaríkjunum og átti eftir að setja tóninn fyrir slakt gengi enska liðsins. Englendingar voru með sigurinn í höndum sér þegar Green fékk skot beint á sig en náði ekki stjórn á boltanum sem lak í netið. Hann spilaði ekki meira á mótinu. mistök eru algeng í íþróttum og óhjákvæmlegur hluti af þeim. Í knattspyrnu er almennt ekki verið að velta sér upp úr mistökum úti á velli en þegar markvörðurinn gerir mistök beinast allra augu að honum. Í tilefni af sérlega klaufalegum mistökum pepe reina í leik Liverpool og arsenal ákvað dv að rifja upp nokk- ur ógleymanleg atvik í svipuðum dúr. david seaman David Seaman átti nokkur skrautleg mistök á ferli sínum. Ein eftirminnileg voru þegar hann fékk á sig mark á síðsutu sekúndum úrslitaleik Evrópubikarsins með Arsenal. Þá skoraði leik- maður Real Zaragoza nánast frá miðju örfáum sekúndum áður en vítaspyrnukeppni átti að hefjast. Frægustu mistök hans voru ekki ósvipuð en þá skorað Ronaldinho ótrúlegt mark langt utan að velli þegar England og Brasilía mættust á HM 2002. Hann sendi boltann úr aukaspyrnu yfir Seaman sem var svo hægfara að hann kom engum vörnum við. Jerzy dudek Það hefur loðað við markmenn Liverpool í gegnum tíðina að gera sérlega klaufaleg mistök sama hversu góðir þeir eru. Dudek átti sín verstu í leik gegn Manchester United árið 2002. Þá missti hann auðveldan bolta í gegnum klof sér og hver annar en Diego Forlan var mættur til þess að pota boltanum í netið. Eitt af örfáum mörkum sem hann skoraði fyrir United. Dudek bætti þetta svo upp með sögulegri frammistöðu í úrslitum Meistara- deildarinnar 2005. oliver kahn Þeir allra bestu gera líka mistök. Það sýndi Oliver Kahn og sannaði í úrslitaleik Þýskalands og Brasilíu á HM 2002 þegar hann missti fremur slakt skot Rivaldo klaufalega frá sér og markahæsti maður HM frá upphafi, Ronaldo, skoraði fyrsta mark leiksins. Skömmu áður hafði Kahn verið valinn besti markmaður heims á mótinu. sander westerveld Enn einn Liverpool-markvörðurinn sem hefur gerst sekur um herfileg mistök. Líkt og James var það röð mistaka sem batt enda á feril hans hjá félaginu. Mistök hans gegn Bolton í upphafi tímabilsins 2001/2002 kostuðu hann svo endanlega stöðuna hjá liðinu þegar Gerard Houlier fékk sig fullsaddann og keypti tvo nýja markmenn til liðsins. Þá Jerzy Dudek og Chris Kirkland. Það var einnig frægt þegar Westerveld lenti saman við framherjann Francis Jeffers þegar sá síðarnefndi lék með Everton. Fabien barthez Þessi litríki franski markvörður lék með Manchester United á árunum 2000 til 2004 og átti sinn skerf af skrautlegum mistökum. Það efað- ist þó enginn um hæfileika hins smávaxa Barthez en hann átti það til að detta algjörlega í ruglið. Eftirminnilegast er líklegast þegar Barthez gaf landa sínum Thierry Henry tvö mörk á silfurfati í leik Arsenal og United í ensku úrvals- deildinni árið 2001. Fyrra markið kom eftir misheppnað útspark og það síðara eftir að Barthez missti boltann klaufalega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.