Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Qupperneq 2
2 fréttir 1. september 2010 miðvikudagur „BRÆÐUR MÍNIR!“: BRÉF ÓLAFS TIL FRÍMÚRARA Ólafur H. Johnson, skólastjóri og eigandi Hraðbrautar, sendi bræðrum sínum í frímúrarareglunni bréf í sumar þar sem hann skýrir sína hlið á málefnum skólans. Skólastjórinn ver sig vegna þeirrar um- fjöllunar um fjármál skólans sem birst hef- ur í DV. Hann ræðir þó ekki efnislega um tugmilljóna arðgreiðslur og lánveitingar frá skólanum. Stutt er þar til Ríkisendur- skoðun lýkur við úttekt á Hraðbraut. „Kæru bræður,“ eru fyrstu orðin í tölvupósti sem Ólafur H. Johnson, eigandi og skólastjóri Menntaskól- ans Hraðbrautar, sendi til reglu- bræðra sinna í frímúrarareglunni í júlí. Í tölvupóstinum fer Ólafur yfir málefni Hraðbrautar og þá fjölmiðla- umfjöllun sem verið hafði um mál- efni skólans mánuðinn á undan og ver sig fyrir þeirri gagnrýni sem þar kom fram. Líkt og komið hefur fram í DV tók Ólafur fleiri tugi milljóna í arð og lán frá skólanum á árunum fyrir íslenska efnahagshrunið og fer Ríkisendur- skoðun nú yfir bókhald skólans að beiðni menntamálaráðuneytisins. Skólinn er einkaskóli sem fjármagn- aður er að 80 prósenta leyti með op- inberu fé en að 20 prósentum með skólagjöldum nemenda hans. Á síðastliðnum sjö árum hefur skól- inn fengið meira en 1.100 milljónir króna á fjárlögum frá íslenska ríkinu og virðist hluti þeirra fjármuna hafa runnið til Ólafs í formi arðgreiðslna og til eignarhaldsfélaga hans og við- skiptafélaga í formi lána. Annað sem vakið hefur athygli við starfsemina er að hlutfall launagreiðslna af heild- artekjum skólans er rúmlega helm- ingi minna en í öðrum menntaskól- um – um 80 prósent af tekjum flestra menntaskóla fara í launagreiðslur en einungis á bilinu 30 til 40 prósent í Hraðbraut. Ólafur telur hins vegar að ekkert sé athugavert við bókhald skólans eins og sést í málsvörninni sem hann sendi til bræðra sinna í frímúrara- reglunni. Ólafi brá Ólafur segir að sér hafi brugðið þeg- ar fjallað var um málefni Hraðbraut- ar í fjölmiðlum. Hann fer hörðum orðum um DV og umfjöllun blaðs- ins um skólann og telur hana óvand- aða, fulla af rangfærslum og telur að ekkert sé hæft í „ávirðingum“ blaðs- ins. Ljóst er því að Ólafur telur um- fjöllun blaðsins um málefni skólans ekki byggða á staðreyndum. „Veit þó að ef aðeins brot af ávirðingum DV væri sannleikanum samkvæmt væri væntanlega búið að loka skólanum,“ segir Ólafur. Skólastjórinn lætur hins vegar alveg ógert að svara því hvort það sé satt að hann hafi bæði tekið arð- greiðslur út úr rekstrarfélagi skólans og fasteignafélagi á síðustu árum en þessar upplýsingar eru teknar úr árs- reikningum eignarhaldsfélaga sem tengjast Menntaskólanum Hrað- braut. Ólafur fer því ekki ofan í eðli málsins í málsvörn sinni og hrek- ur ekki þær fullyrðingar sem komið hafa fram í DV um arðgreiðslur og lánveitingar út úr rekstrar- og fast- eignafélagi skólans. Jákvæður varðandi framtíðina Þrátt fyrir að upplýsingarnar um arð- greiðslurnar og lánveitingar frá félög- um tengdum skólanum séu byggðar á opinberum gögnum er Ólafur já- kvæður þegar kemur að framtíðinni. Hann undirstrikar við reglubræður sína að búið sé að framlengja sam- starfssamning skólans við mennta- málaráðuneytið fram á næsta sum- ar og að hann sé sannfærður um að Hraðbraut sé komin til vera þrátt fyrir að á móti hafi blásið. „Er ég því sannfærður um að við séum á réttri leið og ef faglegar forsendur verða lagðar til grundvallar mun skólinn starfa um mörg ókomin ár.“ Ólafur er því handviss um að hann muni geta átt skólann áfram og stýrt honum með fjárstuðningi hins opinbera og er ekki smeykur við út- tekt Ríkisendurskoðunar á málefn- um skólans. „Að lokinni úttekt Rík- isendurskoðunar, sem væntanlega verður um miðjan næsta vetur, verð- ur málið tekið upp aftur og stefnt að nýjum samningi til lengri tíma.“ Hann telur því að ekki muni standa á því að menntamálaráðuneytið geri langtímasamning við skólann sem muni tryggja honum frekari fjárveit- ingar um ókomin ár. Styttist í úttekt Ríkisendur- skoðunar Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir að stofnunin sé nokkuð vel á veg komin í athuguninni á bókhaldi Hraðbrautar. „Já, við erum komnir eitthvað áleiðis með það.“ Aðspurð- ur hvenær athuguninni muni ljúka segir Sveinn að það verði að öllum líkindum á allra næstu dögum. „Ætli við sendum ekki drög að niðurstöðu Launagreiðslur og tekjur til starfsmanna Hraðbrautar 2006 til 2008: Upphæð Tekjur skólans Hlutfall 2006 55,5 milljónir 172,7 milljónir 32% 2007 69,95 milljónir 164,3 milljónir 43% 2008 77 milljónir Um 200 milljónir 39% launagreiðslur „Kæru bræður. Mér, eins og ykkur, brá þegar málefni Menntaskólans Hraðbrautar komust í hámæli í fjölmiðlum fyrir nokkru. Nokkrar deilur höfðu verið innan skólans um fagleg málefni í vetur, sem og launamál, en öll voru þau í eðlilegum farvegi. Samningur skólans við ráðuneytið átti að renna út um næstu áramót og var ég í viðræðum við ráðuneytið um framhald skólastarfsins. Það verkefni var einnig í eðlilegum farvegi. Samkvæmt samningnum á Ríkisendurskoðun að annast eftirlit með skólanum og var ákveðið að sú endurskoðun færi fram áður en næsti samningur tekur við. Ég þurfti að segja starfsmanni upp og virðist það hafa orðið kveikjan að umfjöllun fjölmiðla og þá fyrst og fremst DV. Var uppsögnin gerð tortryggileg og mennta- málaráðuneytinu blandað í málið. Flestir fjölmiðlar áttuðu sig fljótt á að hér var ekki um neitt fréttnæmt að ræða – nema DV. Þeir ákváðu – og það ekki í fyrsta sinn í sögu blaðsins – að fara í krossferð. Virðing DV fyrir staðreyndum er engin. Þannig voru rangfærslur á hverjum degi, mannanöfn röng, aðilar, sem enga aðkomu hafa að skólanum, spyrtir við skólann og jafnvel reynt að koma okkar ágætu Reglu inn í málið. Ég ákvað strax, að ráði góðra manna, að svara DV engu; það er gömul saga og ný að DV hlustar ekki á rök, ef menn svara þeim, heldur aflaga svörin í eigin þágu. Ég átta mig ekki enn á þessari aðför að mér og mínum, en vonandi skýrist það einhvern tímann. Veit þó að ef aðeins brot af ávirðingum DV væri sannleikanum samkvæmt væri væntanlega búið að loka skólanum. Staða málsins er nú sú að búið er að framlengja samning menntamálaráðu- neytisins við skólann til 31. júlí 2011. Að lokinni úttekt Ríkisendurskoðunar, sem væntanlega verður um miðjan næsta vetur, verður málið tekið upp aftur og stefnt að nýjum samningi til lengri tíma. Skólinn er ungur og við erum enn að læra. Faglega starfið hefur hins vegar verið gott og nýtur sannmælis víðast. Er ég því sannfærður um að við séum á réttri leið og ef faglegar forsendur verða lagðar til grundvallar mun skólinn starfa um mörg ókomin ár. Bræður mínir! Mér þykir leitt að þessi umræða skuli hafi komist í slíkt hámæli og valdið svo mörgum hugarangri, ekki bara mér og mínum nánustu, heldur einnig miklu fleirum og þar á meðal ykkur. Mér finnst ástæða til að láta mína nánustu bræður vita mitt sjónarmið og mun láta ykkur fylgjast með framvindunni. Bróðurkveðjur, Ólafur Haukur Johnson“ Bréf Ólafs til frímúrarareglunnar: ingi f. viLHJáLmSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Veit þó að ef aðeins brot af ávirðingum DV væri sannleikanum sam- kvæmt væri væntanlega búið að loka skólanum. Útskýrði sín mál Ólafur H. Johnson sendi bræðrum sínum í frímúrarareglunni tölvupóst í júlí þar sem hann skýrði frá sinni sýn á umfjöllun DV um málefni Mennta- skólans Hraðbrautar. Hann er þess fullviss að Hraðbraut muni starfa um ókomin ár með fjárstuðningi frá íslenska ríkinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.