Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 4
4 fréttir 1. september 2010 miðvikudagur • Hindrar blöðrumyndun – verndar fætur • Vatnsheldur – vörn gegn bakteríum • Dregur úr óþægindum og sársauka • Gervihúð sem andar Compeed plásturinn Katrín Olga Jóhannesdóttir, mun ekki víkja úr bankaráði Seðlabanka Íslands, þrátt fyrir fregnir þess efn- is að hún hafi fengið niðurfelldar skuldir sem hún stofnaði til þegar hún keypti hlutabréf í Exista. Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabankans, sagði í fréttum RÚV í vikunni að hún ætlaði að skoða stöðu Katrínar Olgu í bankaráðinu. Þeirri skoðun er nú lokið og segir Lára V. í samtali við DV að þær Katr- ín Olga hafi átt afskaplega gagnlegar og hreinskiptar umræður um málið. „Hún greindi frá því hvað hefði gerst og þetta er hluti af því sem tíðkaðist á þessum árum. Það geta allir verið sammála um að þetta hafi verið afar óheppilegt, að vera leiddur á þessar brautir. Mín niðurstaða er að þetta eigi ekki að hafa áhrif á hæfi henn- ar til setu í bankaráðinu núna,“ seg- ir Lára V. DV fjallaði um í ágúst að Katrín Olga væri lykilstjórnandi Skipta hf. sem Samkeppniseftirlitið beitti 400 milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir ólöglegt verðsamráð á farsímamark- aði. Skipti féllust á að borga skuldina til þess að komast hjá því að málið yrði kært til lögreglunnar. Sekt félags- ins hefur því verið talin augljós. Að- spurð um hvort það fari saman að stýra félagi sem gerist sekt um að verðsamráð gegn almenningi og að sitja í bankaráði Seðlabanka Íslands, sem á að vinna fyrir almenning, vill Lára gera sem minnst úr því. „Ég get ekki séð að hægt sé að bendla hana við þessi brot, það er allt of langs- sótt,“ segir Lára sem á von ekki von á örðu en að Katrín Olga sitji áfram. „Hún hefur staðið sig afskaplega vel.“ valgeir@dv.is Katrín Olga Jóhannesdóttir situr áfram í bankaráði Seðlabankans: „Hluti af því sem tíðkaðist“ Seðlabanki Íslands Formaður bankaráðsins treystir Katrínu Olgu fyrir því að sitja áfram í ráðinu. Hús Bjarna Ármannssonar í Bærum í Noregi er verðmetið á nærri þrjú hundruð millj- ónir króna. Bankastjórinn fyrrverandi á það skuldlaust. Viðmælandi DV segir hverfið sem Bjarni býr í vera eitt dýrasta hverfið í Ósló. Meðal nágranna Bjarna er þekkt fólk úr norsku viðskiptalífi. Bjarni getur siglt til og frá húsinu. Bjarni Ármannsson, fjárfestir og fyrr- verandi bankastjóri Glitnis, á tæplega 300 milljóna króna einbýlishús við götuna Hundsundveien í Bærum við Óslóarfjörð. Húsið er skuldlaust og óveðsett með öllu, samkvæmt yfirliti frá norsku fasteignaskránni sem DV hefur undir höndum. Verðmæti hússins var tæplega 15 milljónir norskra króna um haustið 2008 og má reikna með að verðmæti þess hafi síst minnkað á síðastliðnum tveimur árum. Húsið, sem er á Snar- oya-skaganum í einu fínasta úthverfi Óslóarborgar, var keypt árið 2008 samkvæmt yfirlitinu. Húsið er 216 fer- metrar að stærð. Auðugur eftir Glitnissölu Bjarni flutti til Noregs árið 2008 eft- ir að hafa misst starf sitt sem forstjóri Glitnis þegar Jón Ásgeir Jóhannes- son og FL Group náðu yfirhönd- inni í bankanum vorið 2007. Bjarni seldi þá tveggja prósenta hlut sinn í Glitni fyrir tæpa sjö milljarða króna. Hlutabréfaverð í Glitni var þá nánast í hæstu hæðum og seldi Bjarni hlut- inn á 29 krónur, eða þremur krónum yfir markaðsvirði. Hlutabréfaverð í Glitni fór svo hæst í rúmar 30 krónur nokkrum mánuðum síðar. Eftir það hrundi verð hlutabréfa í bankanum. Bankanum hnignaði mjög á ýms- um sviðum eftir að Bjarni hætti sem forstjóri. Meðal annars var tekið upp bónuskerfi sem gerði það að verk- um að starfsmennirnir fengu auka- sporslur fyrir að lána fjármuni út úr bankanum og útlán til hluthafa bankans og tengdra aðila jukust mjög. Bjarni var því afar auðugur á þeim tíma sem hann keypti húsið í Bærum og gat leyft sér að kaupa sér ansi dýrt hús. Áður en Bjarni keypti áðurnefnt hús bjó hann í íbúð í eigu Glitnis í Ósló. Líkt og DV greindi frá í síð- ustu viku greiddi Glitnir nánast allan kostnað við veru Bjarna í íbúðinni á meðan hann var forstjóri bankans. Bjarni er fluttur aftur heim til Ís- lands en er enn skráður eigandi og íbúi hússins samkvæmt norskum gagnabönkum. Þekktir nágrannar Viðmælandi DV í Ósló segir að Snar- oya sé eitt fínasta og dýrasta hverfið í Ósló. „Þetta er í einu dýrasta hverf- inu hérna í Ósló. Þetta er eitt helsta milljarðamæringahverfið hér. Það er ekkert matsatriði. Og það sem meira er að húsið hans Bjarna stendur á sjávarlóð en það eru bestu lóðirn- ar á þessu svæði,“ segir viðmælandi blaðsins en samkvæmt yfirlitinu um húsið fylgja lóðinni réttindi til að baða sig í sjónum og til að notast við bátalægi til að sigla til og frá húsinu. Viðmælandinn segir að einnig sé áhugavert að athuga hverjir séu ná- grannar Bjarna en þar á meðal eru ýmsir af frægustu og ríkustu íbúum Noregs, meðal annars auðmaður- inn Kjell Inge Røkke, sem á og rek- ur fyrirtækið Aker Solutions. „Røkke er svona eins og hinn norski Jón Ás- geir… Þarna býr aragrúi af fólki úr viðskiptalífinu og bankageiranum,“ segir viðmælandinn. Bjarni er því mjög langt frá því að vera á flæðiskeri staddur og er al- veg ljóst að hann er einn þeirra sem græddu umtalsvert á uppgangstím- unum á Íslandi á árunum fyrir hrun- ið. Bjarna gekk svo vel að hann gat reitt fram nærri 300 milljónir króna fyrir einbýlishúsi án teljandi vand- ræða enda var hann nýsloppinn út úr Glitni með milljarða á milli hand- anna í reiðufé. Þetta er eitt helsta milljarða- mæringahverfið hér. inGi f. vilhJÁlmSSOn fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is BJARNI Á 300 MILLJÓNA KRÓNA HÚS SKULDLAUST Eitt besta hverfið Hverfið þar sem hús Bjarna stendur er eitt fínasta og dýrasta hverfið í Ósló. Meðal nágranna hans er þekkt fólk úr norsku viðskiptalífi. Jákvæður vöru- skiptajöfnuður Vöruskiptajöfnuðurinn var jákvæð- ur um 4,6 milljarða króna í júlí. Á sama tíma í fyrra voru vöruskipt- in jákvæð um 0,4 milljarða á sama gengi. Fyrstu sjö mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir ríflega 321 millj- arð króna en inn fyrir tæpa 253 millj- arða. Vöruskiptajöfnuðurinn var því jákvæður um rúma 68,5 milljarða. Á sama tíma árið áður voru vöru- skiptin hagstæð um 41,3 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 27,2 milljörðum króna hag- stæðari á fyrstu sjö mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Kjarasamningur samþykktur Kjarasamningur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna við launanefnd sveitarfé- laga var samþykktur með naumum meirihluta. Almenn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna LSS fór fram um samninginn og lauk henni á hádegi á mánudag. Samningurinn var undirritaður fyr- ir ellefu dögum síðan og byggir á tillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram þegar viðræður virtust enn og aftur vera að sigla í strand. Fimm- tíu og eitt prósent þeirra sem kusu sögðu já en fjörutíu og sjö prósent sögðu nei. Kjörsókn var um níutíu prósent. Meirihluti sáttur við endalok Rúmlega sextíu prósent Íslend- inga voru sátt við að Spaugstofan hefði hætt. Aðeins 17,6 prósent voru frekar eða mjög óánægð með það. Tilkynnt var um það á þriðjudag að Spaugstofan yrði tekin til sýninga á Stöð 2 næstu tvo vetur. Ríflega áttatíu og tvö prósent Íslendinga sögðust í sömu könnun vera ánægð eða mjög ánægð með Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur. Könn- unin var gerð af MMR og átti að kanna ánægju Íslendinga. Það voru 876 einstaklingar á aldr- inum 18 til 67 ára sem svöruðu könnuninni. hús Bjarna í Bærum Einbýlishús Bjarna Ármannssonar í Bærum við Óslóarfjörðinn er verðmetið á tæplega 300 milljónir króna. Bjarni keypti húsið eftir að hann hætti sem forstjóri Glitnis árið 2007 og fluttist til Noregs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.