Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Blaðsíða 19
VIGNIR RAFN VALÞÓRSSON leikari fer með eitt aðalhlutverkanna í gamanþáttunum Hlemmavideo sem sýndir verða á Stöð 2 í haust. Auk Vignis leika Pétur Jóhann Sigfússon og Ágústa Eva Erlendsdóttir í syrpunni sem leikstýrt er af Styrmi Sigurðssyni. LÍÐUR BEST Í MYRKRINU Til þess að samfélag manna geti starf- að eins og vel smurt gangverk þurfa þeir sem samfélagið byggja að fara eftir reglum. Enda gera þeir það alla daga. Þeir aka hægra megin á ak- brautum frekar en að aka af handa- hófi á vinstri og hægri vegarhelmingi. Þeir aka yfir gatnamót á grænu ljósi frekar en að taka áhættuna af því að aka yfir þau á rauðu ljósi. Um leið og reglurnar kunna að virðast þvingandi létta þær fóki líf- ið, veita öryggi og festu, jafnvel svo mjög, að yfirleitt tekur það hátt- bundnum hversdagsleika sem sjálf- gefnum hlut. Í rauninni væri það til traf ala að að þurfa sífellt að hafa í huga reglur í smæstu atriðum. Tök- um reglur tungumálsins sem dæmi. Sá sem talar erlent tungumál hnökra- laust og reiprennandi tileinkar sér í upphafi málfræðireglur þess. Smám saman hættir hann að þurfa að hafa þær í huga þegar hann tekur til máls. Hann líkt og „gleymir“ reglunum; þær sökkva niður í undirvitund hans og hætta að þvælast fyrir þegar tek- ið er til máls. Einmitt þannig tala menn tungumál með liprum hætti og reiprennandi. Meginatriði er þó að menn halda engu að síður áfram að fara eftir reglum tungumálsins. Sumar reglur eru festar í lög. Til eru umferðarlög sem kveða á um við- urlög við brotum gegn reglum. Marg- vísleg lög eru til um lánaviðskipti. Sum þeirra kveða á um viðurlög við vanskilum eða öðrum brotum gegn lánasamningum. Greiðsluviljinn er verðmætur Í djúpum samfélagsins er að finna aldagömul gildi um að skilvísi sé dyggð. Flestir aðhyllast slík gildi og fylgja reglum, til dæmis um lánavið- skipti. Menn beygja sig undir lána- skilmála og halda áfram að vera skil- vísir. Þeir vita af viðurlögum við brotum, svo sem um fjárnám, gjald- þrotaskipti eða skuldafangelsi. Því má halda fram að einmitt þessi gildi og lagaramminn um viðskipti manna í nútímasamfélagi séu bæði æðar og súrefni samfélagslíkamans. Þá bregður svo við á eyju norð- ur í hafi, á Íslandi, að fjármálakerfi hennar hrynur. Kaupmáttur þverr, gjaldmiðillinn sekkur eins og steinn og skuldir heimila og fyrirtækja tvö- faldast. Heimili og fyrirtæki reyna í fyrstu að standa í skilum en smám saman rennur upp fyrir fjöldanum að vitlaust er gefið. Það fellur á gamlar dyggðir og gömul gildi um skilvísi og ábyrgð. Það rennur upp fyrir stjórn- völdum, sem fást við að endurreisa banka, halda sveitarfélögum á floti, íbúðalánakerfi í horfi og knésettum orkufyrirtækjum í almannaeigu, að greiðsluvilji almennings er verðmæt- asta eign fjármálakerfis á heljarþröm. Bestu eignir bankanna eru með öðr- um orðum greiðsluvilji almennings. Því hvað verður um lánastofnanir þegar fjöldinn hættir að löghelga fjár- málakerfi heillar þjóðar? Verður laga- tæknum sigað á hann? Lögreglu? Eins er víst að lögreglan snúist sjálf gegn kerfinu; innan hennar vinnur einn- ig fólk sem á um sárt að binda vegna duglausra stjórnmálamanna, afglapa embættismanna og gírugra viðskipta- mógúla sem gefinn var laus taumur- inn og skildu þjóðina eftir á barmi gjaldþrots. Sannleikur og sannlíki Þegar borgararnir rísa gegn reglu- verki samfélagsins og hætta að veita því lögmæti er hætta á ferðum. Það er hætta á ferðum þegar löghlýðn- ir borgarar vakna til vitundar um að gráðugir hrunverjar og ábyrgðar- lausir embættis- og stjórnmálamenn settu hversdagslíf þeirra í uppnám. Þetta vita stjórnvöld. Þau eru ekki í gæfulegri stöðu til þess að útskýra úrræði sín og hugmyndir um end- urreisn. Fyrrverandi embættismenn hrunverja reyna stöðugt að endur- skilgreina veruleikann og kenna nú- verandi ríkisstjórn um bankahrunið. Fáir greina staðreyndirnar frá áróðr- inum. Sannleikur verður sannlíki. Dæmi um þetta má sækja til Banda- ríkjanna. Þriðjungur bandarísku þjóðarinnar telur nú að Obama for- seti sé múslimi. Færri vita það nú en fyrir ári að Obama er kristinn maður. Íslenska þjóðin ætti að vita það nú að hópur gæðinga, klíkubræðra og gráðugra kaupsýslumanna hóf sig yfir lögin, setti syni, frændur og vini í dómaraembættin, stundaði að- stöðubrask og setti jafnvel leikregl- urnar í þágu sérhagsmuna. Dæm- unum um þetta fækkar ekki; þeim fjölgar. Vonandi tekst ríkisstjórninni að hefta sundrungu og ná vopnum sín- um. Þörfin á því að hún beiti sér af festu og endurheimti trú þegnanna á þjóðfélag sitt er yfirþyrmandi. Verðmætasta eign þjóðarinnar 1 FUNDUR MEÐ VIGDÍSI MIKIÐ ÁFALLSigrún Pálína Ingvarsdóttir segir farir sínar ekki sléttar af fundi með Vigdísi Finnbogadóttur. 2 FJÁRHÆTTUSPILARI GRÆDDI MILLJÓNIR Á GUNNARI Einhver lánsamur einstaklingur græddi rúmar þrjár milljónir króna með því að veðja á Gunnar Nelson. 3 „FIMMTI DAGUR Í HELVÍTI“Borgarstjórinn Jón Gnarr tekst á við nikótínleysið á sinn einstaka hátt. 4 ROWLING GEFUR TÍU MILLJÓNIR PUNDA Höfundur Harry Potter bókanna, gaf 10 milljónir punda til góðgerðamála. 5 MYND AF HANNESI KVÖLDIÐ FYRIR MORÐIÐ VAKTI ATHYGLI LÖGREGLU Síðasta myndin sem náðist af Hannesi Þór Helgasyni á lífi vakti athygli lögreglunnar. 6 BOÐA TIL BLAÐAMANNAFUNDARSpaugstofumenn boðuðu til blaðamannafundar til að tilkynna um flutning sinn á Stöð 2. 7 HÆSTIRÉTTUR STAÐFESTIR GÆSLUVARÐHALD Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni. MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN Hver er maðurinn? „Vignir Rafn Valþórsson, leikari úr Kópavoginum.“ Hvað drífur þig áfram? „Ætli það sé ekki bara það að það komi morgundagur, hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Hvar ertu uppalinn? „Í Kópavoginum, east side.“ Afrek vikunnar? „Að hafa náð að halda geðheilsunni á meðan ég fylgdist með Breiðabliki í toppbaráttunni.“ Hvar líður þér best? „Í myrkrinu. Það er svo margt skemmti- legt sem getur gerst í myrkri.“ Hver er uppáhaldskvikmyndin þín? „Beautiful girls eftir Ted Demme.“ Hver er uppáhaldsleikarinn? „Þeir sem ég horfi í augun á í það skiptið.“ Draumahlutverk? „Nei.“ Hvert stefnirðu? „Ég stefni á toppinn á Pepsi deildinni.“ Átt þú þér fyrirmyndir? „Já, manninn með sólgleraugun.“ Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór? „Ég er ekki mikið fyrir að skipuleggja hlutina. Sem getur veri bæði gott og slæmt.“ MAÐUR DAGSINS KJALLARI „Nei, ég hef ekki Stöð 2.“ SIGRÚN EINARSDÓTTIR 68 ÁRA HJÚKRUNARFRÆÐINGUR „Já, ég held það.“ JÓN LOFTSSON 18 ÁRA NEMI „Nei.“ SÆUNN GRÖNDAL 64 ÁRA HJÚKRUNARFRÆÐINGUR „Já, líklega.“ ÞÓR JÓNATANSSON 35 ÁRA TÖLVUNARFRÆÐINGUR „Nei, það held ég ekki.“ ÁSTA RÚN GUÐMUNDSDÓTTIR 17 ÁRA KAFFIBARÞJÓNN HELDURÐU AÐ ÞÚ MUNIR HORFA Á SPAUGSTOFUNA Á STÖÐ 2? DÓMSTÓLL GÖTUNNAR MIÐVIKUDAGUR 1. september 2010 UMRÆÐA 19 „Þegar borgararnir rísa gegn regluverki samfé- lagsins og hætta að veita því lögmæti er hætta á ferðum.“ JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar Viðgerð í mastri Maður vinnur að viðgerðum í mastrinu á ísfisktogaranum Stefni ÍS 28 frá Ísafirði. MYND RÓBERT REYNISSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.