Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Page 23
miðvikudagur 1. september 2010 úttekt 23 Best klæddu þingmennirnir 2. sæti Árni Páll Árnason, Samfylkingu „Sjarmerandi maður og alltaf flott til fara.“     „Svo snyrtilegur eitthvað. Mjög basic og fínn um hárið.“  „Yfirleitt mjög fallega til fara, i vönduðum jakkafötum – ekki skemmir fyrir að hann er oft fallega útitekinn, það fer mönnum yfirleitt mjög vel og þá klæðir allt mann betur.“ „Snoppufríður og alltaf flottur. Sennilega tekur maður ekki eftir fötunum.“ 3.–5. sæti guðmundur Steingríms- son, Framsóknarflokki „Rokkari með attitude. Eins og hann getur verið leiðinlegur er hann samt mjög töff. Sterkt presence og er aðeins ferskari í klæða- burði en flestir á Alþingi. Verður samt að passa sig að detta ekki í sama jakkafata- metnaðarleysi og margir kollegar hans.“ „Eini þingmaðurinn sem veit að það er hægt að vera töff í jakkafötum og að blá jakkaföt og rautt bindi eru ekki málið þótt það séu fánalitirnir.“ 6.–8. sæti Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki „Svakalega lummulegur og virðist vera al- veg sama um það, sem gerir hann sterkan og kúl.“ 6.–8. sæti magnús Orri Schram, Samfylkingu „Alltaf flottur.“ 3.–5. sæti róbert marshall, Samfylkingu „Kynþokkafullur og flottur gaur með sans fyrir því hvað passar saman.“     „Hann er bindislausi, órakaði gæinn. Eini þingmað- urinn sem ég sé fyrir mér í lopa- peysu.“  3.–5. sæti Helgi Hjörvar, Samfylkingu „Alltaf til fyrirmyndar í klæðaburði, snyrtilegur og með vel hnýtt bindi.“ „Endalaust svöl gleraugu. Greinilega smekkmaður. Yfirleitt í flottum aðsniðnum fötum með skemmtileg bindi. Svo er hann líka með mjög svalan hund sem „aukahlut“. Edgar Davids Alþingis.“ 6.–8. sæti Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki „Ekkert að reyna of mikið. Smá lúðalegur á jákvæðan hátt. Ætti samt alltaf að vera með gleraugu, fer honum betur. Mjög basic og flottur.“ 1. sæti Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki „Hefur svo mikinn sexappíl að það er næstum sama hvað hann fer í.“ „Glæsilegur Shrek í jakkafötum. Flottur gæi sem er nánast alltaf klæddur upp á 10. Falleg, vel sniðin jakkaföt í bland við klassískar, flottar peysur. Er oft í töff frökkum. Geð- veikur töffari innst inni held ég.“     „Alltaf flottastur.“    „Snoppufríður og alltaf flottur. Sennilega tekur maður ekki eftir fötunum.“ „Ávallt vel til fara. Hár og myndarlegur svo það fer honum margt. Yfirleitt í vönduðum fötum. Karlmannlegur í vönduðum jakkafötum og skyrtum. Klikkar ekki á smáatriðunum. Alltaf í fallegum og vönduðum skóm með belti í stíl.“ ÁLitsGJAFAR: Bergþór Pálsson, söngvari Kolbrún Pálína Helgadóttir, ritstjóri Marta María Jónasdóttir, blaðamaður Sindri Snær Jensson, verslunarstjóri Katrín Brynja Hermannsdóttir, fyrrv. þula Arnar Grant, líkamsræktarfrömuður Erna Hreinsdóttir, blaðamaður og stílisti Svava Johansen, verslunarkona Elín Arnar, ritstjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.