Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2010, Síða 26
Stjörnur Íslands sameinuðustu
í vel auglýstu einkapartíi í Salt-
félaginu um síðastliðna helgi
og skemmtu sér vel. Þar mátti
finna stjörnur á borð við Ásgeir
Kolbeins, Völu Grand og Audda
Blö. Opinn bar var í partíinu þar
sem kláruðust um 400 Smir-
noff-flöskur, samkvæmt heimild-
um DV. Fólki gekk þó erfiðlega
að losa sig við vökvann en mikill
skortur var á klósettum. Aðeins
tvö klósett voru á staðnum, bæði
einungis fyrir konur, en síðan
var komið fyrir fimm útikömr-
um inni í húsinu. Gífurlegur hiti
var í partíinu og miklu magni
af reyk dælt inn til að mynda
stemningu. Það varð þó til þess
að mikil hlandfýla fór að finn-
ast í hitanum. Ekki var hægt að
bregða sér út fyrir til að losa þvag
því öryggisgæslan var svo ströng.
Annaðhvort var fólk inni eða úti.
Handknattleiksmaðurinn og silf-
urhetjan Logi Geirsson fjárfesti
í vikunni í nýju kappaksturs-
mótorhjóli. Hjólið er af gerð-
inni Honda CBR 600 og er há-
markshraði þess hvorki meira né
minna en 222 km/klst.
Logi hefur lengi verið með
dellu fyrir hraðskreiðum bif-
reiðum en á meðan hann var í
atvinnumennsku í Þýskalandi
lét hann nokkra drauma rætast
í þeim efnum. Hann keypti sér
meðal annars glæsilegan Ferr-
ari fyrir tveimur árum. Einnig
hefur hann átt flott mótorhjól og
fleiri hraðskreiða bíla á borð við
BMW.
Logi er fluttur heim í bili og
leikur með uppeldisfélagi sínu
FH í N1-deildinni í vetur. FH-
ingar ætla sér stóra hluti með
þennan landsliðsmann innan-
borðs en liðinu stýrir Kristján
Arason sem er auðvitað goðsögn
í Kaplakrika.
Logi býr að sjálfsögðu í Hafn-
arfirðinum með unnustu sinni,
Ingibjörgu Elvu Vilbergsdóttur,
en þau eignuðust sitt fyrsta barn
á árinu. Fjölskyldan unir hag sín-
um vel í Hafnarfirðinum en það-
an er ekki langt á heimaslóðir
Ingibjargar en hún er frá Kefla-
vík.
tomas@dv.is
KAMRAR Í
PARTÍINU
LOGI GEIRSSON KEYPTI MÓTORHJÓL:
Frjálsíþróttadrottningin Silja
Úlfarsdóttir, sem hefur skemmt
íþróttaáhugamönnum í sumar
sem afleysingakona í íþrótta-
fréttum Stöðvar 2, ætlaði að
kveðja vinnufélaga sína á mánu-
daginn. Mætti hún í vinnuna
með glæsilega köku sem var eins
og tvö stór brjóst í brjóstahald-
ara sem var auðvitað merktur
FH, hennar félagi. Seinna um
daginn fór Silja síðan á fund og
frétti að hún þyrfti að taka fleiri
vaktir og væri því sumri hennar
á Stöð 2 ekki lokið. Verður hún
nú að bíða einhverja daga eða
vikur eftir því að fá loks að kveðja
krakkana í Skaftahlíðinni. Sam-
kvæmt heimildum DV var kakan
hin ljúffengasta og vonast flestir
eftir því að hún mæti með aðra
eins næst þegar hún kveður.
KVEÐJUKAKA
EN ENGIN
KVEÐJA
26 FÓLKIÐ 1. september 2010 MIÐVIKUDAGUR
JÓN ÁSGEIR:
HRAÐSKREIÐUR FAÐIR
Logi og Ingibjörg Hún
hefur eflaust áhyggjur af
Loga á hjólinu.
Jón Ásgeir Jóhannesson
getur valið á milli tveggja
lúxusjeppa af gerðinni
Range Rover og er annar
svartur en hinn hvítur.
Litirnir eru í miklu uppá-
haldi hjá Jóni og eigin-
konu hans, Ingibjörgu
Pálmadóttur, en snekkja
og einkaþota þeirra hjóna
voru innréttaðar í þessum
litum. Þá eru litirnir einn-
ig áberandi á 101 Hótel.
LÚXUS
SVARTUR OG HVÍTUR
Jón Ásgeir Jóhannesson þarf ekki að hafa áhyggjur af bílamálum þótt hann standi þessa dagana í stappi við slita-stjórn Glitnis. Hann getur nefnilega val-
ið á milli þess að ferðast um í svörtum Range
Rover-jeppa eða hvítum, eftir því hvernig skapi
hann er í þann daginn.
Samkvæmt því sem DV kemst næst eru bíl-
arnir metnir á um sjö milljónir króna hvor. Sá
svarti, sem er árgerð 2006, er metinn á rétt tæp-
lega sjö milljónir og sá hvíti, árgerð 2007, er
metinn á rúmlega sjö milljónir. Fái Jón leið á
jeppunum getur hann einnig valið um að keyra
um á Hummer-jeppa eða Bentley-fólksbíl. Bíl-
arnir eru allir á meðal þeirra eigna sem skila-
nefnd Glitnis krafðist kyrrsetningar á í sumar.
Það er óhætt að segja að Range Rover-æði
hafi gripið um sig á Íslandi í góðærinu en bíll-
inn varð eins konar stöðutákn um velmegun.
Árið 2007 seldust í kringum 350 slíkar bifreiðar
hér á landi sem var meira en 100 prósent aukn-
ing frá árinu áður.
Það kemur ekki á óvart að Range Rover-bif-
reiðarnar tvær séu í svörtu og hvítu. Litirnir
virðast vera í nokkru uppáhaldi hjá Jóni og eig-
inkonu hans Ingibjörgu Pálmadóttur. Snekkja
þeirra hjóna af gerðinni Heesen 4400 var inn-
réttuð að mestu í svörtu og hvítu. Einnig einka-
þota sem var í eigu Baugs og þau hjón notuðu
mikið sem og 101 Hótel sem er í eigu Ingi-
bjargar. Ítarlega var fjallað um snekkj-
una, flugvélina og hótelið í blaðinu Boat Inter-
national á sínum tíma og birtust þar fjölmargar
myndir á einum ellefu blaðsíðum. Einnig var í
blaðinu viðtal við Ingibjörgu.
Mál slitastjórnar Glitnis gegn Jóni er enn í
fullum gangi en það er rekið fyrir dómstólum
í New York og London. Jón og sex aðrir fyrrver-
andi eigendur og stjórnendur Glitnis þurfa að
mæta í yfirheyrslur fyrir dómnum í New York
en það frestaðist um óákveðinn tíma eftir að
lögð var fram frávísunarkrafa af hálfu þeirra
stefndu. Dómurinn mun taka afstöðu til þess
eftir 8. október hvort kröfunni verði haldið til
streitu eða ekki.
Svartur og hvítur Ekki amalegt
að geta valið um lit.