Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Page 12
Helgi Gunnlaugsson afbrotafræð-
ingur segir morðmálið í Hafnarfirði
vera óvenjulegt því að morðið hafi
verið fremur yfirvegað af hálfu árás-
armannsins. „Það hefur ekkert ann-
að væntanlega vakið fyrir honum en
það að ráða hann af dögum. Að koma
þarna um miðja nótt að honum sof-
andi með hníf í hendi,“ segir Helgi
og bætir við að flest manndrápsmál
á Íslandi hafi hingað til einkennst af
því að þau séu framin í augnablik-
sæði. „Þar sem gerandinn situr uppi
með þennan harmleik. Það er miklu
meira einkenni manndrápsmála hér
á landi,“ segir hann.
„Það er óvenjulegt hversu kald-
rifjað þetta er. Ásetningurinn virð-
ist vera þarna til staðar. Þetta virðist
hafa verið fremur yfirvegað og plan-
að með einhverjum fyrirvara,“ segir
Helgi. Hann segir flest morðmál hér á
landi hafa verið upplýst fremur fljótt
en það sem gerði lögreglumönnum
eflaust erfitt fyrir við rannsóknina var
að í þessu máli var ráðgáta sem þurfti
að leysa. „Það er óvenjulegt að það
tók þrjár vikur að leysa þetta. Yfirleitt
er það gerandinn sjálfur sem tilkynn-
ir verknaðinn. Í flestum manndráps-
málum á Íslandi er engin ráðgáta en
sannarlega í þessu máli var ráðgáta
með reyfarakenndum blæ,“ segir
Helgi. Hann hrósar lögreglu fyrir vel
unnin störf en á fjórða tug manna
tóku þátt í að greina úr upplýsingum
við rannsókninni og segir hann lög-
reglu geta verið stolta af starfi sínu í
þessu máli.
birgir@dv.is
Reykjavík
Kópavogur
Garðabær
Álftanes
Keflavík
12 fréttir 6. september 2010 mánudagur
Vogar
leiðir gunnars
og hannesar
Hafnarfjörður
mynd GooGle eaRth
St
Ra
n
d
G
at
a
5 Snemma á sunnudags-morgun ók Gunnar
Rúnar Matthildi að heimili
hans í Klapparholti 6 í
Hafnarfirði. Gunnar segist
hafa borið hana inn til sín.
6 Einhvern tímann á bilinu frá fimm til klukkan tíu um
morguninn fór Gunnar Rúnar
aftur af heimili sínu í Klappar-
holti 6 í Hafnarfirði. Þaðan ók
hann um 4 kílómetra leið eftir
Strandgötunni og Lækjargötu
í Hafnarfirði, heim til Hannesar
að Háabergi 23. Þar fór hann
inn um ólæstar dyr og réðst
á Hannes þar sem hann lá
sofandi í rúmi sínu. Morðið var
hrottafengið og stakk Gunnar
Rúnar Hannes margsinnis með
hníf sem er talinn hafa verið
15–20 sentimetra langur.
7 Eftir að hafa myrt Hannes ók Gunnar Rúnar til baka. Á leiðinni heim stopp-
aði hann við smábátahöfnina í Hafnarfirði
þar sem hann kastaði hann hnífnum og,
að því er talið er, öðrum sönnunargögnum
tengdum morðinu í sjóinn við höfnina.
8 Gunnar kom aftur á heimili
sitt í Klapparholti
eftir að hafa losað
sig við sönnunar-
gögn.
9 Matthildur vaknaði á heimili Gunnars Rúnars um
klukkan 11 á sunnudagsmorg-
un. Klukkan 11.10 keyrði Gunn-
ar Rúnar Matthildi að heimili
Hannesar Þórs í Háabergi 23.
10 Um klukkan 11.20 kom Matthildur að
líki Hannesar á heimili hans.
4 Matthildur kom í miðbæinn um klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags. Matthildur hitti
Gunnar Rúnar og fleiri vini í miðbænum skömmu
síðar. Matthildur fór á Hressingarskálann og Café
Amsterdam. Matthildur segist hafa misst minnið
um klukkan 03.30 aðfaranótt sunnudagsins.
3 Um klukkan tvö um nóttina keyrði Hannes Þór unnustu
sína frá Vogum á Vatnsleysuströnd
í miðbæ Reykjavíkur. Þá hafði hún
að eigin sögn drukkið tvo drykki.
1 Hannes Þór kom á föstu-
dagskvöldið
heim til landsins
frá Litháen, þar
sem hann rak
veitingahús KFC.
2 Hannes Þór keyrði til Voga á Vatnsleysuströnd að kvöldi laug-
ardags, þar sem Fjölskyldudagurinn
í Vogum fór fram. Matthildur var á
heimili móður sinnar og síðar um
kvöldið fóru þau á tónleika í bænum.
Gunnar
hannes
atburðarásin endaði með morði
d
V
G
R
a
FÍ
K
J
Ó
n
In
G
I
Rannsóknin tók langan tíma vegna óvenjulegrar ráðgátu:
„Ráðgáta með reyfara-
kenndum blæ“
Þegar Hannes Þór Helgason sótti
Guðlaugu Matthildi Rögnvalds-
dóttur, unnustu sína, á fjölskyldu-
hátíð í Vogum á Vatnsleysuströnd
laugardagskvöldið 14. ágúst upp-
hófst atburðarás sem lauk snemma
morguninn eftir þegar Gunnar
Rúnar Sigurþórsson myrti Hannes
með köldu blóði á heimili hans. Um
klukkan tvö aðfaranótt sunnudags-
ins 15. ágúst keyrði Hannes unn-
ustu sína í miðbæinn, þar sem hún
ætlaði að skemmta sér. Hún kom í
miðbæinn klukkan þrjú um nóttina
og að eigin sögn hitti hún Gunnar
Rúnar og fleiri vini skömmu síðar.
Þau fóru á pöbbarölt, meðal ann-
ars á Hressingarskálann og Café
Amster dam.
Atburðarásin næstu klukku-
stundirnar þar á eftir er nokkuð
óskýr, en svo virðist sem Gunnar
Rúnar hafi ekið Guðlaugu Matt-
hildi heim úr miðbænum snemma
morguns. Ekki liggur fyrir hvenær
Gunnar Rúnar fór að heimli Hann-
esar en það var einhvern tíma á
milli klukkan 5 og 10 á sunnudags-
morguninn. Guðlaug Matthildur
var sofandi á heimili Gunnars Rún-
ars á meðan. Skömmu eftir að hún
vaknaði klukkan 11 um morguninn
keyrði Gunnar Rúnar hana heim til
Hannesar. Þar kom hún að unnusta
sínum látnum.
valgeir@dv.is
hafnarfjörður
„Tilfinningin var mjög góð, að fá svar við þessu, og góð fyrir þjóðina
líka myndi ég halda,“ segir Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við Góu,
spurður hvernig honum hafi liðið þegar hann heyrði af játningu Gunn-
ars Rúnars Sigurþórssonar.
Lögreglan greindi frá því á laugardag að játning Gunnars Rúnars
lægi fyrir. „Þetta náttúrulega er mjög slæmt mál, að þetta skuli vera til
í svona litlu bæjarfélagi,“ segir Helgi. Hann segist ekki hafa átt von á
þessari niðurstöðu. „Það er búið að yfirheyra svo marga. Maður hefur
bara fylgst með þessu hjá þessum ágætis mönnum sem rannsaka þetta
mál. Ég vil bara óska þeim til hamingju með það hvað þetta hefur geng-
ið vel. Það hlýtur að vera mjög gott fyrir alla. Þetta er búið að vera mjög
erfitt.“
birgir@dv.is
helGI VIlhJÁlmSSon, FaðIR hanneSaR:
„Búið að vera
mjög erfitt“
mikill léttir Helgi Vilhjálmsson segir
tilfinninguna mjög góða, að vita til
þess að málinu sé nánast lokið.
mynd FRéttablaðIð
Óvenjulegt mál Helgi Gunnlaugsson segir málið óvenjulegt að því leytinu til að
rannsókn þess hafi staðið yfir lengi.