Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Page 17
mánudagur 6. september 2010 erlent 17 Á undanförnum þremur árum hefur níu fótum skolað á land við strendur í Washingtonfylki. Málið þykir hið dularfyllsta og veit enginn hvað fæturnir koma eða af hverju þeir finnast þarna. Búið er að útiloka hvers konar stórslys á sjó eða í lofti þar sem sér- fræðingar telja að þeir hefðu get- að tengt fæturna við líkamsleifar sem hafa fundist. Þeir útloka ekki að fæturnir gætu tilheyrt fólki sem hefur ætlað sér að komast ólöglega inn í landið sjóleiðina og farist á leiðinni. Jafnvel gæti raðmorðingi verið að verki. Eins gætu fæturn- ir allt eins tilheyrt fólki sem hefur svipt sig lífi með því að ganga í sjó- inn eða hoppa fram af brúm. Fyrsta fótinn rak á land 20. ág- úst 1997 á Jedediah-eyju við Kan- ada og var það hægri fótur af karl- manni. Hann var klæddur í hvítan og ljósbláan hlaupaskó númer 46. Sex dögum síðar rak annan fót á land á strönd þar skammt frá og var það einnig hægri fótur, íklædd- ur hvítum Rebook-strigaskó númer 46. Í febrúar 2008 gerðist það aft- ur að fót rak á land, í þetta skiptið í Nike-strigaskó af stærð 45. Svo má lengi telja og eru fæturnir nú sam- tals níu og eiga það allir sameigin- legt að vera klæddir í strigaskó. Það hefur verið hægt að bera kennsl á eigendur þriggja af þeim níu fótum sem fundist hafa. Einn þeirra var frá Indlandi og er talinn hafa fram- ið sjálfsmorð. Lögreglan hefur ekki gefið upp hverjir hinir eru, en vit- að er að eitt fórnarlambið var kona og telur lögreglan að dauða henn- ar hafi borið að með voveiflegum hætti. Engar aðrar líkamsleifar hafa fundist og talið er að fæturn- ir geymist svo vel og leysist ekki upp í sjónum vegna strigaskónna sem þeir eru iðulega klæddir í. En strigaskórnir eru loftheldir og léttir og halda vel að fótunum. hanna@dv.is TVÆR KONUR 2 JÁKVÆÐARNÝJUNGAR Sykurveiðarinn Suco Bloc. 180 töflur. Hentar öllum, stöðvar sykurinn áður en hann verður að fitu. STÖÐVIÐ SYKUR OG KOLVETNI NÝJUNG! BRENNIÐ FITU 30 Days 120 töflur ásamt samnefndu kremi vinnur á appelsínuhúð. 30 Days (120 töflur)ásamt OxyTarm (60 eða 150)töflur gegn kviðfitu gefur 35% meiri virkni. Valin heils uvara ársin s 2008 & B e t r i a p ó t e k i n o g M a ð u r l i f a n d i w w w . s o l o g h e i l s a . i s komdu í áskrift! 512 70 80 dv.is/askrift frjálst, óháð dagblað Kafbátur rambar á gullfarm Keisarans þær að snúa aftur heim án eftirmála. En afgangur gullforðans hefur aldrei fundist en menn grunaði að hann lægi einhvers staðar á hinum gríðar- legu stóru landsvæðum Síberíu. Sagan segir að hvítliðar hafi reynt að fara yfir Baikalvatn með lestar- vagnana um hávetur þegar vatnið var frosið. Vagnarnir hafi hins vegar ver- ið of þungir og ísinn brotnað undan álaginu. Gullið hafi því sokkið niður í hyldýpin. Umdeilt Fundurinn í síðustu viku þykir því, í ljósi sögunnar, ótrúlega merkilegur. Í fyrra fann annar Mir-smákafbáturinn ýmsar leifar járnbrauta og hernaðar- gagna á botni stöðuvatnsins. Sum- ir sagnfræðingar hafa þó dregið í efa að um gull keisarans sé að ræða. Mun líklegra sé að gullið hafi aldrei sokkið niður í neitt vatn, heldur hafi hvítlið- ar náð að smygla því úr landi og lagt inn á bankareikninga í Bretlandi og Japan. Aðrir segja að Tékkóslóvakarn- ir hafi tekið það með sér heim sem skýri óútskýrðan og óvæntan efna- hagsuppgang landsins á þriðja ára- tugnum. „Á þessu stigi málsins er ekki auð- velt að segja hvort þetta sé gullið hans Kolchaks,“ segir Tsyrenov í viðtali við þýska stórblaðið Spiegel. „Því mið- ur náðum við ekki að taka með okk- ur gullstangir upp á yfirborðið,“ seg- ir Roman Afonin, samstarfsmaður hans, en gullstangirnar voru pikkfast- ar í botnleðjunni. Bair Tsyrenov og félagar hans munu halda áfram að kafa eftir gull- inu og reyna að finna svör við ráðgát- unni um gull síðasta keisarans. Og Rússar fylgjast spenntir með fram- vindunni. Gullið, sem var 650 millj-óna rúblna virði, fyllti fimm þúsund kassa. Hvítliðar þurftu 40 lestarvagna til að flytja gullið. Strigaskórinn Þessum strigaskó skolaði á land. Fótum skolar á land í Washingtonfylki í Bandaríkjunum: Fætur finnast í fjöru

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.