Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Qupperneq 18
GUTTI KOMINN HEIM
n Eins og drepið hefur verið á í sand-
korni er Guðbjartur Hannesson,
nýskipaður ráðherra, í miklum met-
um hjá Jóhönnu
Sigurðardóttur
forsætisráðherra
sem kallar hann
jafnan Gutta. Í
innsta hring er
nú talað um hann
sem erfðaprins
Jóhönnu. Ekki
eru þó allir sáttir
við það. Össur Skarphéðinsson hefur
fram að þessu staðið næstur Jóhönnu
og fengið að ráða því sem hann vill.
Nú sækir Gutti að honum á heima-
velli.
LANDSBYGGÐARVÆNN
n Eftir miklar fæðingarhríðir hefur
Kristján Már Unnarsson verið ráð-
inn fréttastjóri Stöðvar 2 en þó sem
undirmaður
Freys Einarsson-
ar. Staðan hefur
verið opin frá
því Óskar Hrafn
Þorvaldsson var
hrakinn burt.
Kristján Már er
þekktur fyrir
tempraðar, glað-
værar fréttir. Hann hefur verið sér-
staklega landsbyggðarvænn. Það má
því búast við að hið harða yfirbragð
frétta sem verið hefur víki fyrir mýkri
fréttum. Og víst er að höfuðborgin
verður ekki í forgrunni hjá fréttastof-
unni.
DAVÍÐ Í
BYGGINGAKRANA!
n Eftirlaunaþeginn Jón Baldvin
Hannibalsson fór á kostum í Silfri
Egils þegar hann gerði úttekt á hinni
pólitísku stöðu
með hálflamaða
ríkisstjórn við
völd. Benti Jón
Baldvin á það að
Sjálfstæðisflokk-
urinn væri síður
en svo tilbúinn að
taka við stjórn-
artaumum. Sá
flokkur bæri stærsta ábyrgð á hrun-
inu en iðraðist einskis. Jón Baldvin
sagði augljóst að Davíð Oddsson bæri
þar mesta ábyrgð þótt hann væri
algjörlega blindur á bresti sína og af-
glöp. Þannig hefði þurft að fjarlægja
skúrkinn úr rústum efnahagslífsins
með byggingakrana.
PRESTAR SVITNA
n Margir prestar þjóðkirkjunnar eru
slegnir óhug vegna þeirrar öldu úr-
sagna sem nú gengur yfir syndum
hlaðna stofnun
þeirra. Misjafnt
er hvernig prestar
bregðast við. Séra
Magnús Erlings-
son, sóknarprest-
ur á Ísafirði, bað
sóknarbörn um
að fara ekki vegna
þess að þá myndi
Mammon snúa baki við kirkjunni.
Séra Örn Bárður Jónsson, prestur í
Neskirkju, velti því aftur á móti upp
hvernig hann gæti sagt sig úr fjöl-
miðlunum sem beinlínis hefðu hvatt
fólk til að segja sig úr þjóðkirkjunni.
Svarthöfði las sér til mikillar ánægju á sunnudag að hin ár-lega gleðihátíð Reykjanesbæj-ar, Ljósanótt, gekk afbragðs-
vel í bænum. Hátíðin gekk svo vel,
stemningin var svo góð og svo margir
sóttu hátíðina að Reykjanesbær sá
tilefni til að senda frá sér sérstaka
tilkynningu með þessum tíðindum
um velgengni Ljósanætur. „Dagskrá
Ljósanætur fór vel fram og tugþús-
undir bæjarbúa og gesta skemmtu sér
vel þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi
hamast á hátíðarsvæðinu með roki og
rigningu,“ sagði í tilkynningunni.
Þessar merkilegu frétt-ir úr Reykjanesbæ um að skemmtihátíð þeirra hafi verið fjölsótt koma í kjölfar-
ið á fréttaviku þar sem fjallað hefur
verið mikið um bága efnahagsstöðu
bæjarins. Reykjanesbær sá ekki
mikið tilefni til að blanda sér í þá
umræðu enda lítið jákvætt um hana
að segja. Þess í stað hefur bærinn
setið af sér orrahríðina um gjaldfall-
in lán, yfirvofandi gjaldþrot og lóða-
og fasteignaviðskipti sem standast
ekki mikla skoðun. Ljósanótt
er því eins og
ljósið í myr-
krinu fyrir
stjórnendur Reykjanesbæjar – mitt
í svartnættinu geta þeir bent á að
hátíðin þeirra, sem hófst með því að
börn í bænum slepptu 2.000 blöðrum
lausum, hafi þrátt fyrir allt verið fram-
úrskarandi.
Reyndar virðist bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Árni Sigfús-son, vera mjög svo meðvit-aður um gildi Ljósanætur og
því þarf kannski ekki að koma á óvart
hversu mjög yfirvöldum þar í bæ
virðist vera í mun að umheimurinn
viti að hátíðin hafi gengið vel. Þannig
reyndi bæjarstjórinn að skýla sér á
bak við Ljósanótt þegar blaðamaður
Kastljóssins í Ríkissjónvarpinu gekk á
hann vegna erfiðrar skuldastöðu bæj-
arins. Viðkvæði bæjarstjórans þá var
einmitt að halda því til haga að Ljós-
anótt væri haldin með miklum sóma
á hverju ári. Bæjaryfirvöld í Reykja-
nesbæ senda 2.000 blöðrur upp í
loftið og halda gleðilega Ljósanótt á
meðan bæjarfélagið brennur vegna
skuldsetningar sinnar og óstjórnar.
Árni er álíka meðvitaður og Marie
Antoinette Frakklandsdrottning sem
hélt að franski lýðurinn gæti bara étið
kökur fyrst brauð var ekki til. Í stað-
inn fyrir kökur býður Árni bara upp á
Ljósanótt.
Í kjölfar þessara hugrenninga sinna varð Svarthöfða hugsað til söngvaskáldsins Megasar og brags hans um Ísland og valkost-
ina í pólitíkinni sem saminn var fyrir
að verða fjörutíu árum. „Skálum í
vodka og veðjum á bláan. Þú vinnur
hrærivél þegar það sekkur skerið.“
Enn eiga þessi orð við því þrátt fyrir
allt er það nefnilega einna merkileg-
ast að íbúar Reykjanesbæjar kjósi
Árna og félaga hans ennþá yfir sig,
með Ljósanótt eða án, því þegar lit-
ið er á stöðu bæjarfélagsins er ljóst
að þeir hafa langt í frá staðið sig vel.
Bæjarbúar geta þó hugsað sér gott til
glóðarinnar næstu árin að því leyti
að þó að bærinn sökkvi hægt niður
í skuldafenið munu þeir alltaf fá að
upplifa Ljósanóttina sína, músíkina,
blöðrurnar og flugeldana, á meðan
Árni er við völd.
HRÆRIVÉLAR HUGANS
„Nei, en ég er brenn í
skinninu eftir því að nýtt
leikár hefjist.“ segir ARI
MATTHÍASSON,
framkvæmdastjóri
Þjóðleikhússins, en
brunakerfið fór í gang
á sextíu ára afmæli
Þjóðleikhússins á
sunnudag.
Reyndist það vera
bilun í skynjara
sem olli því að
kerfið fór í gang.
FÓRSTU Í KERFI?
„Það yrði samt
mitt síðasta verk
að særa nokk-
urn mann.“
n Kristján Jóhannsson segist stundum
misskilinn en tekur fyrir að hann sé hrokafullur.
- DV
„Samband ríkis og kirkju
er ekki heilagt fyrir mér.“
n Séra Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í
Hafnarfjarðarkirkju, segir sambandið ekki
heilagt. - DV.is
„Við vorum
drullulélegar
þegar við
spiluðum síðast í
þessum búningi.
Hann er ekkert agalega
fallegur en það skiptir
ekki máli fyrst við tókum
titilinn í honum.“
n Hallbera Guðný Gísladóttir, leikmaður
kvennaliðs Vals, var ekki sátt við að vinna
Íslandsmeistaratitilinn í gráu varabúningum
Valsliðsins. - mbl.is
„Það verður partí í kvöld.“
n Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari 2. deildar
liðs BÍ/Bolungarvíkur, var heldur betur sáttur
eftir að „skástrikið“ skaut sér upp í 1. deildina.
- Fotbolti.net
„Hann er strang-
heiðarlegur og
ekki í neinu liði.“
n Fjölmiðlamaðurinn Sölvi
Tryggvason, er ánægður með
ráðningu Kristjáns Más Unnarssonar sem
fréttastjóra Stöðvar 2.
- pressan.is
Stríðið gegn sannleikanum
Umræðan á Íslandi leiðist oft út í að vernda misgjörðarmenn á kostnað fórnarlamba og ráðast gegn þeim
sem segja sannleikann.
Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sem fór þá
leið að segja sögu sína af misgjörðum Ól-
afs Skúlasonar biskups, var flæmd úr landi
á síðasta áratug. Fáir hefðu trúað því upp á
Íslendinga að þeir myndu fóstra kynferð-
isbrotamanninn en ráðast gegn fórnar-
lömbunum, en þannig gerðist það samt.
Valdastéttirnar stóðu með gerandanum og
almenningur horfði upp á árásirnar gegn
fórnarlömbunum. Þannig greindi Ólafur
Skúlason frá því í endurminningum sínum
hvernig þáverandi forsætisráðherra, Davíð
Oddsson, stóð við bakið á honum bak við
tjöldin. Samfélagið fóstrar bæði kynferð-
isbrotamanninn og valdastéttirnar sem
vernda hann.
Þeir sem trúa því að samfélagið hafi
breyst og að árásir gegn fórnarlömbum til-
heyri síðasta áratug þurfa aðeins að hugsa
fimm ár aftur í tímann. Þá skrifuðu 10 pró-
sent þjóðarinnar upp á mótmæli gegn þá-
verandi ritstjórnarstefnu DV, vegna þess
að greint var frá nafni manns sem nokkrir
drengir sökuðu um að brjóta á sér kynferð-
islega þegar hann starfaði sem kennari.
Hann var vel liðinn og vinsæll í samfélag-
inu og þegar hann svipti sig lífi í miðri lög-
reglurannsókn komu margir heldri borg-
arar honum til stuðnings opinberlega. Fáir,
ef nokkrir, studdu drengina opinberlega.
Í nýlegu morðmáli í Hafnarfirði stigu
margir fram og gagnrýndu fjölmiðla
harka lega fyrir að segja sannleikann um
það hver var handtekinn, grunaður um
morðið. Í því tilfelli var í raun ekki valkost-
ur um að halda nafni hans leyndu, þar sem
hann hafði sjónvarpað ástarjátningu sinni
á einni mest sóttu vefsíðu heims. Lögmað-
ur mannsins, Guðrún Sesselja Arnardóttir,
gekk samt svo langt að hóta fjölmiðlum lög-
sókn fyrir að segja sannleikann um að lög-
reglan hefði handtekið hann.
Allt er þetta hluti af íslenskri áherslu á
ímyndir umfram sannleika. Biskup á ekki
að geta verið maður eins og Ólafur Skúla-
son reyndist vera bak við tjöldin. Og vin-
sælasti kennarinn í bænum á ekki að geta
misnotað drengi. Í góðærinu náði áherslan
á ímynd umfram sannleika nýjum hæðum,
allt þar til uppblásin og innantóm ímynd-
in hrundi yfir þjóðina. Það kom í ljós að
mennirnir í efstu lögum samfélagsins, sem
allir vörðu með ráðum og dáð fyrir sann-
leikanum, voru versti óvinur þjóðarinnar.
Á tímum uppblásinnar viðskiptavildar
og markaðsmisnotkunar er sannleikur-
inn mínus í bókhaldinu. Hann var álitinn
versti óvinur þjóðarinnar. Sannleikur-
inn var lokaður af eins og morðingi, án
dóms og laga. Og boðberar hans voru álitn-
ir samsekir um samsæri gegn hagsmun-
um þjóðarinnar. Það skorti ekki á að hann
skyti upp kollinum hér og þar. Hann var
bara skotinn niður í hvert sinn í skipulegri
þöggun. En hefði samfélagið horfst í augu
við hann frá upphafi, hefði hann orðið þess
mesti styrkur.
Það er góð almenn regla að fela ekki
sannleikann um mál sem varða fólk og að
sýna fórnarlömbum meiri nærgætni en
meintum morðingjum og nauðgurum. Ef
það mistekst gæti næsta takmark verið að
hemja sig við að skjóta sendiboðann og
sleppa því að ráðast á fórnarlambið.
JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Sannleikurinn var lokaður af eins og morðingi, án dóms og laga.
SANDKORN
TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK
ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR:
Lilja Skaftadóttir
FRAMKVÆMDASTJÓRI:
Bogi Örn Emilsson
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
FRÉTTASTJÓRI:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
UMSJÓN HELGARBLAÐS:
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
UMSJÓN INNBLAÐS:
Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is
DV Á NETINU: DV.IS
AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050.
SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
LEIÐARI
SPURNINGIN
SVARTHÖFÐI
BÓKSTAFLEGA
18 UMRÆÐA 6. september 2010 MÁNUDAGUR