Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2010, Page 25
Pennant ánægður með eið Jermaine Penn- ant, fyrrverandi kantmaður Liverpool sem Stoke fékk til sín á loka- degi félagaskiptagluggans á sama tíma og Eið Smára, fer fögrum orðum um Eið. „Ef maður lítur á úrvalið í sókninni eru ekki margir þarna úti betri en Eiður og Kenwyne Jones. Við erum einnig með Matthew Etherington og mig sjálfan á köntunum,“ segir Pennant og bætir við: „Við höfum hraðann og getuna. Liðið lítur vel út og þetta er líklega sterkasta lið Stoke síðan það kom í úrvalsdeildina.“ Eiður verður í leikmannahópi Stoke sem mætir Aston Villa um næstu helgi. SörenSen SPilar meiddur Hinn mar- greyndi danski landsliðsmarkvörður Thomas Sörensen ætlar að spila leikinn gegn Íslandi á Parken á þriðjudagskvöldið þrátt fyrir þrálát meiðsli í olnboga sem hafa hrjáð hann undanfarinn mánuð. „Ég hef fengið verkjastillandi sprautur fyrir tvo síðustu leiki en samt finn ég til þegar ég lendi á olnboganum. Þannig er þetta bara en það er sársauki sem ég get leitt hjá mér,“ segir Sören- sen sem spilar með Stoke og er því nýorðinn samherji Eiðs Smára Guðjohnsen. Sörensen er orðinn 34 ára. mOlar Roma gefst ekki upp á BehRami n Forseti ítalska knattspyrnuliðs- ins Roma, Rosella Sensi, hefur ekki gefist upp á svissneska miðjumann- inum Valon Behmrami sem leikur með West Ham á Englandi. Roma var með Svisslendinginn í sigtinu í sumar en tókst ekki að landa honum þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir. „Við vildum fá hann en því miður gengu samningar ekki upp. Við þurftum að halda okkur innan skynsamlegra marka. Ég veit ekki hvort við náum honum á end- anum en það má aldrei segja aldrei,“ segir Sensi sem gerði þó ágætlega á markaðnum í sumar. Vill VeRja england n Miðvörðurinn hávaxni í liði Bolt- on, Gary Cahill, er ákveðinn í að festa sig sem einn af byrjunarliðs- mönnum í varn- arlínu enska landsliðsins. Ca- hill gæti vel byrj- að sinn fyrsta leik fyrir landsliðið á þriðjudaginn þar sem Totten- ham-maðurinn Michael Dawson meiddist og getur ekki verið með. „Frá því ég var ungur strákur hefur mig langað til þess að spila fyrir Eng- land, þannig að af hverju ætti ekki að nota mig gegn Sviss? Ég er algjörlega tilbúinn í slaginn. Ég held að það sé kominn tími á nýja varnarlínu hjá enska landsliðinu,“ segir Cahill. ÓsáttuR Við dÓmaRann n Skotar fögnuðu mikið þegar Craig Levine var ráðinn stjóri liðsins fyrr í ár. Vonast þeir til að hann verði fyrsti maðurinn til að koma Skotum á stórmót í tólf ár. Það byrjar þó ekki vel því Skotar gerðu jafntefli gegn Lit- háen á útivelli í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM. Kenndi Levine þó dómaranum að vissu leyti um það. „Ég er frekar pirraður á störfum dómarans. Í hvert einasta skipti sem við náðum upp einhverju spili tækluðu þeir okkur og dómarinn bara flautaði og flautaði í stað þess að gefa þeim einhver spjöld til að fá þá til að hætta. Ég er samt ánægður með spilamennskuna en við áttum að fá meira út úr leiknum,“ sagði Levine við BBC eftir leikinn. BRÓðiR jonnys eVans skoRaði n Norður-Írland hefur átt slöku gengi að fagna undanfarið en liðið byrjaði vel í undankeppni EM með útisigri á liði Slóveníu sem var á HM í sum- ar. Eina mark leiksins skoraði hinn kornungi varamaður Corry Evans sem er bróðir Jonnys Evans, miðvarð- ar Manchester United. Corry leikur einnig með Manchester United, reyndar vara- liðinu, en er samt í hópi Norður-Íra. Corry kom lítið við sögu á undirbún- ingstímabilinu hjá United en fékk þó að koma inn á sem varamaður gegn Philadelphia og spilaði þar með bróður sínum Jonny. mánudagur 6. september 2010 SPOrt 25 Íslenska landsliðið í knattspyrnu er komið til Danmerkur þar sem það etur kappi við heimamenn í und- ankeppni Evrópumótsins á þriðju- dagskvöldið. Danir spiluðu ekki á föstudagskvöldið þegar Íslending- ar töpuðu gegn Norðmönnum, 2–1, á Laugardalsvellinum. Aðeins fimm lið eru í H-riðli Íslendinga þannig að eitt lið situr alltaf hjá á leikdegi. Gengi Íslendinga gegn Dönum er afleitt en Íslandi hefur aldrei tekist að vinna Dani í landsleik. Í tuttugu viðureignum liðanna hefur Íslandi aðeins tekist að gera jafntefli fjórum sinnum en hefur tapað sextán leikj- um, markatalan alls er 13–8. Síðast þegar Ísland náði jafntefli gegn Dön- um var það árið 1991 í vináttuleik á Laugardalsvellinum. Enduðu leikar þar með markalausu jafntefli. Það er fátt sem bendir til sigurs gegn Dönum á þriðjudagskvöldið en samkvæmt heimasíðu KSÍ hefur Ís- landi ekki einu sinni tekist að skora á Parken þar sem leikurinn fer fram. Síðustu tveir leikir þar hafa endað með sigri Dana og hafa Íslending- ar ekki skorað mark þar en fengið á sig níu. Ísland verður án Grétars Rafns Steinssonar sem meiddist í leiknum gegn Noregi en inn í hópinn í hans stað kom Valsmaðurinn Birkir Már Sævarsson sem nú leikur með Brann í Noregi. Einnig var Baldur Sigurðs- son úr KR kallaður inn í hópinn í stað Brynjars Björns Gunnarssonar. Leikurinn hefst klukkan 18.15 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. tomas@dv.is Ísland hefur aldrei unnið Danmörku: Beðið eftir fyrsta sigrinum Markaskorarinn Heiðar Helguson skoraði gegn Noregi og má gjarnan skora aftur. MynD ToMaSz KoLoDziEJSKi í tvö ár um að þið þurfið að taka við titlum á sunnudegi, þannig að drullisti bara út og vinnið þennan leik!“ Einlægur fögnuður Þótt sigur Vals hafi verið afar örugg- ur fóru stúlkurnar hans Freys ekkert sérstaklega vel af stað. Þær fengu á sig mark eftir rétt ríflega tíu sekúnd- ur þegar hin kornunga og eldfljóta Telma Þrastardóttir skoraði fyrir Var- márstúlkur. „Það var nú bara kjána- legt. Eitthvert kæruleysi og sending- arfeill. Þetta var kannski samt það besta sem þær gátu gert, að koma okk- ur svona upp á tærnar. Ég var samt hundóánægður með að fá þetta mark á okkur. Við erum með markmið um að fá á okkur sem fæst mörk. Við erum reyndar ennþá á þeim markmiðum,“ segir Freyr. Þrátt fyrir sérstakar aðstæður og þá staðreynd að þetta væri fimmti Ís- landsmeistaratitill Vals í röð var fögn- uðurinn einlægur, segir Freyr. „Hann var það. Stelpurnar töluðu um að það væri jafnvel skemmtilegra að gera þetta svona þar sem þetta kom svo á óvart. Fögnuðurinn var einlægur og það er þægilegt að vera búinn með mótið bara. Nú tökum við á móti þess- um 100. titli félagsins 19. septemb- er án nokkurs stress. Við getum bara stillt upp góðri veislu fyrir leikinn gegn Grindavík. Það verður gaman fyrir okkur og fyrir félagið,“ segir Freyr. Gerir ekki upp á milli liða Árið 2010 var fullkomið hjá Valskonum þar sem þær unnu alla titlana. Síðustu ár hefur Valur verið með yfirburðalið á landinu og það var sama sagan í ár. En Freyr vill ekki segja að þetta lið sé það besta, þótt það sé mjög gott. „Liðið í ár er mjög gott en ég á voðalega erfitt með að gera upp á milli liðanna,“ seg- ir hann. „Þetta er samt klárlega eitt af betri liðunum sem Valur hefur haft. Í því er góð blanda leikmanna og mik- ið jafnvægi í aldrinum. Það eru nokkr- ir leikmenn á besta kvenmannsaldri, svona 23–26 ára, og svo er ég náttúru- lega með drottninguna þarna, hana Kötu Jóns. Svo eru þarna yngri stelpur eins og Dagný Brynjars, Thelma Björk og Björk Gunnarsdóttir þannig að það er mjög góð blanda í liðinu,“ segir Freyr en hvernig metur hann það af- rek að vinna alla titla sem í boði eru? „Það náttúrulega kemur ekkert annað til greina hjá þessu liði en að vinna. Það er ekkert sjálfgefið að vinna fimm titla á einu ári, það er afskaplega auðvelt að misstíga sig í einni keppni. Ég er mjög ánægður með hvernig leik- menn hafa haldið hungrinu og aldrei slakað á, hvort sem það eru æfingar eða leikir,“ segir Freyr. Veit lítið um framtíð sína Freyr hefur stýrt liði Vals undanfar- in tvö ár en þar á undan var hann aðstoðarmaður Elísabetar Gunnars- dóttur. Freyr hefur unnið það magn- aða afrek að verða Íslands- og bikar- meistari tvö ár í röð auk þess auðvitað að vinna alla titla ársins í ár. Það er því fátt, ef eitthvað, sem hann á eftir að gera hjá Val en hann er ekki farinn að hugsa um framtíð sína ennþá. „Þegar að því kemur mun ég alltaf sjá til þess að skilja við kvennalið Vals í góðu hvenær sem það verður og að góður maður taki við því. Núna ein- beiti ég mér bara að því að klára þetta ár því við ætlum okkur einhverja hluti í Evrópukeppninni. Ég er mjög ánægð- ur í Val og með það starfsumhverfi sem mér er veitt þar. Einhvern tíma mun koma að endalokum en ég get bara ekkert sagt til um framtíð mína eins og staðan er í dag,“ segir Freyr. Meistarar Valskonur fögnuðu fimmta titli ársins af innlifun. MynD FóTBoLTi.nET Stórbrotinn árangur Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, hefur nú stýrt liðinu til Íslands- og bikarmeistaratitils tvö ár í röð. MynD FóTBoLTi.nET Harkan sex Valskonur gefa ekkert eftir eins og sést hér. MynD FóTBoLTi.nET

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.