Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Page 24
24 erlent 12. nóvember 2010 föstudagur Fjármálaskýrendur vestanhafs segja að sölumet á listaverkauppboðum Christie’s, Sotheby’s og Philips de Pury í New York kunni að gefa vísbend- ingar um að efnahagskreppan sem skall á árið 2008 sé nú í rénun. Aðrir myndu eflaust benda á að sölumetið hafi ekkert að segja nema fyrir þá allra efnamestu, enda seldust verkin fyrir upphæðir sem eru sannarlega ekki á allra færi. Á haustsölu þessara þriggja stærstu uppboðshúsa seldust listaverk fyrir meira en einn milljarð dala, eða rúmlega 112 milljarða íslenskra króna. Það voru aðallega módernísk verk og poppverk sem voru á uppboðunum nú í haust, auk impressjónískra verka. Mikil eftirspurn var eftir verkum pólsk- bandaríska listamannsins Andys War- hols og seldust þau fjölmörg fyrir háar upphæðir. Svarthvít mynd hans af kókflösku seldist til að mynda á tæplega fjóra milljarða íslenskra króna og margra fleta mynd hans af Eliza- beth Taylor seldist á það sem samsvar- ar rúmlega sjö milljörðum íslenskra króna. Þá seldist hið heimsfræga verk bandaríska listamannsins Roys Licht- ensteins „Ohhh ... Allright“ á jafnvirði 4,8 milljarða króna, en verk eftir Licht- enstein hefur aldrei verið selt á svo háu verði. Amy Capelazzo var yfirmaður upp- boðsins hjá Christie’s: „Listaverka- markaðurinn er að koma sterkur inn og eftirspurnin hefur aukist, sérstak- lega eftir fáséðum verkum. Listaverk hafa haldið gildi sínu sem góð fjárfest- ing í kreppunni, þó lítil hreyfing hafi verið á markaðnum undanfarin tvö ár.“ Fjölmörg met voru slegin á haustsölu stærstu uppboðshúsanna í New York: Sölumet á listaverkauppboðum Súkkulaðifíklar gætu þurft að borga sjö sinnum meira fyrir súkkulaði- stykki eftir 10–20 ár, ef marka má sérfræðinga í súkkulaðiiðnaðin- um. Marc Demarquette, er breskur súkku laðigerðarmaður og sérfræð- ingur um kakóbaunaræktun. Hann rekur sælkeraverslun í London og var ráðgjafi BBC við gerð heimild- armyndar um ástandið á súkku- laðimarkaðnum í dag. Hann fullyrðir að hvers kyns ódýr súkku- laðistykki muni heyra sögunni til innan skamms. Segir hann að súkku- laðistykki sem kosti eitt breskt pund í dag, muni líklega kosta sem svarar til sjö breskra punda innan 20 ára. Jafn- gildir það um 1.270 íslenskum krón- um. John Mason er þessu sammála, en hann starfar sem yfirmaður Nátt- úruverndarstofnunnar Gana – sem er annar stærsti framleiðandi kakó- bauna í heiminum í dag. „Eftir 20 ár mun súkkulaði vera eins og kavíar. Það á eftir að verða svo sjaldgæft og svo dýrt að meðalmanneskja mun einfaldlega ekki hafa efni á því.“ Bændur flýja störf Í stuttu máli er vandamálið einfalt. Meirihluti kakóframleiðslunnar í heiminum á sér stað í vesturhluta Afríku, einna helst á Fílabeinsströnd- inni og í Gana. Súkkulaðimarkaðn- um er stjórnað af risavöxnum alþjóð- legum fyrirtækjum sem leita ætíð lægsta verðs, sem leiðir til þess að bændur fá sáralítið greitt fyrir vinnu sína. Kakóbaunaræktun er erfiðis- vinna, og þurfa kakóbaunatrén mikla umhyggju. Þau deyja mjög gjarna, en þegar það gerist þarf að gróðursetja nýtt tré eins fljótt og auðið er – sem verður þá tilbúið til uppskeru eft- ir þrjú til fimm ár. Þetta er ferli sem bændur þurfa stöðugt að sinna, en það er mjög tímafrekt og krefst mikils mannafla. Lítil sem engin endurnýj- un er hins vegar meðal kakóbænda, þar sem afkomendur þeirra flytja frekar á þéttbýlisstaði til að freista gæfunnar. Það er ekki furða, enda fá kakóbændur aðeins greiddar um 90 krónur á dag. Bændum fækkar því stöðugt og hafa ekki undan við að endurnýja dauð tré, sem þýðir að framboðið á baunum verður minna með hverju árinu. Eftirspurnin aldrei meiri Á sama tíma og framboðið af kakó- baunum minnkar, hefur eftirspurn- in eftir súkkulaði aldrei verið meiri og er ennþá stöðugt að aukast. Risa- stórir markaðir í Indlandi og Kína Súkkulaði verður gullS ígildi Eftir 20 ár mun súkkulaði vera eins og kavíar. Björn tEitsson blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Hækkandi verð á kakóbaunum mun valda því að súkkulaðineysla verði aðeins á færi efnameiri einstaklinga. Slæmum kjörum kakóbaunabænda í Vestur-Afríku er kennt um. súkkulaðistykki á tilboði Í dagkostasúkkulaðistykkiríflega 100krónuríverslunum.Verðið gætisjöfaldastánæstuárum. Andy Warhol Verkpólsk-bandaríska snillingsinsvorueftirsótt. glæpasaga Bush Nú er nýkomin út bók George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkj- anna, um tíma hans í Hvíta húsinu. Nú hafa aðgerðarsinnar í Bretlandi hafið baráttu sem gengur út á að færa bók Bush í bókabúðum, frá ævisöguhillunni yfir í glæpasagna- hillurnar. Vilja aðgerðarsinnarnir þannig vekja athygli fólks á þeim glæpum sem bandarísk stjórnvöld stóðu fyrir í forsetatíð Bush. Þar á meðal er innrásin í Írak auk síend- urtekinna pyntinga sem notaðar voru við yfirheyrslur. Athæfið hefur vakið mikla athygli og hefur þegar smitast til Bandaríkjanna, og gætu viðskiptavinir bókabúða því allt eins átt von á að finna bók Bush í glæpa- deildinni. Sprenging í Pakistan Gífurlega öflug sprenging varð á fimmtudag í Karachi, stærstu borg Pakistans. Að minnsta kosti 15 eru látnir og 30 alvarlega særðir. Um bílasprengju var að ræða en sendi- ferðabíl hafði verið lagt fyrir utan höfuðstöðvar hryðjuverkasérsveit- ar lögreglunnar. Gluggar brotn- uðu í þriggja kílómetra radíus við sprenginguna. Kom sprengingin í kjölfar þess að hryðjuverkasérsveitin handtók grunaða hryðjuverkamenn í gær, en þeir munu vera meðlimir í samtökunum Laskar-e-Jhangvi. Hafa þau samtök verið sögð í samstarfi við al-Kaída. dino de laurentiis látinn Ítalski kvikmyndaframleiðandinn Dino De Laurentiis er látinn, 91 árs að aldri. Dánarorsök er ókunn en í yfirlýsingu frá fjölskyldu De Laur- entiis kom fram að hann hafi látist á heimili sínu í faðmi fjölskyldu sinnar. De Laurentiis átti farsæl- an feril í heimi kvikmyndanna. Hann vann með ítölsku leikstjórun- um Roberto Rossellini og Freder- ico Fellini á 6. áratug síðustu aldar og fékk óskarsverðlaun fyrir mynd Fellinis, La Strada. Hann framleiddi einnig „költ“-myndina Barbarella á sjöunda áratugnum. Í seinni tíð bar hann einna helst ábyrgð á velgengni Arnolds Schwarzeneggers í Holly- wood, með því að ráða hann í hlut- verk villimannsins Conans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.