Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Blaðsíða 24
24 erlent 12. nóvember 2010 föstudagur Fjármálaskýrendur vestanhafs segja að sölumet á listaverkauppboðum Christie’s, Sotheby’s og Philips de Pury í New York kunni að gefa vísbend- ingar um að efnahagskreppan sem skall á árið 2008 sé nú í rénun. Aðrir myndu eflaust benda á að sölumetið hafi ekkert að segja nema fyrir þá allra efnamestu, enda seldust verkin fyrir upphæðir sem eru sannarlega ekki á allra færi. Á haustsölu þessara þriggja stærstu uppboðshúsa seldust listaverk fyrir meira en einn milljarð dala, eða rúmlega 112 milljarða íslenskra króna. Það voru aðallega módernísk verk og poppverk sem voru á uppboðunum nú í haust, auk impressjónískra verka. Mikil eftirspurn var eftir verkum pólsk- bandaríska listamannsins Andys War- hols og seldust þau fjölmörg fyrir háar upphæðir. Svarthvít mynd hans af kókflösku seldist til að mynda á tæplega fjóra milljarða íslenskra króna og margra fleta mynd hans af Eliza- beth Taylor seldist á það sem samsvar- ar rúmlega sjö milljörðum íslenskra króna. Þá seldist hið heimsfræga verk bandaríska listamannsins Roys Licht- ensteins „Ohhh ... Allright“ á jafnvirði 4,8 milljarða króna, en verk eftir Licht- enstein hefur aldrei verið selt á svo háu verði. Amy Capelazzo var yfirmaður upp- boðsins hjá Christie’s: „Listaverka- markaðurinn er að koma sterkur inn og eftirspurnin hefur aukist, sérstak- lega eftir fáséðum verkum. Listaverk hafa haldið gildi sínu sem góð fjárfest- ing í kreppunni, þó lítil hreyfing hafi verið á markaðnum undanfarin tvö ár.“ Fjölmörg met voru slegin á haustsölu stærstu uppboðshúsanna í New York: Sölumet á listaverkauppboðum Súkkulaðifíklar gætu þurft að borga sjö sinnum meira fyrir súkkulaði- stykki eftir 10–20 ár, ef marka má sérfræðinga í súkkulaðiiðnaðin- um. Marc Demarquette, er breskur súkku laðigerðarmaður og sérfræð- ingur um kakóbaunaræktun. Hann rekur sælkeraverslun í London og var ráðgjafi BBC við gerð heimild- armyndar um ástandið á súkku- laðimarkaðnum í dag. Hann fullyrðir að hvers kyns ódýr súkku- laðistykki muni heyra sögunni til innan skamms. Segir hann að súkku- laðistykki sem kosti eitt breskt pund í dag, muni líklega kosta sem svarar til sjö breskra punda innan 20 ára. Jafn- gildir það um 1.270 íslenskum krón- um. John Mason er þessu sammála, en hann starfar sem yfirmaður Nátt- úruverndarstofnunnar Gana – sem er annar stærsti framleiðandi kakó- bauna í heiminum í dag. „Eftir 20 ár mun súkkulaði vera eins og kavíar. Það á eftir að verða svo sjaldgæft og svo dýrt að meðalmanneskja mun einfaldlega ekki hafa efni á því.“ Bændur flýja störf Í stuttu máli er vandamálið einfalt. Meirihluti kakóframleiðslunnar í heiminum á sér stað í vesturhluta Afríku, einna helst á Fílabeinsströnd- inni og í Gana. Súkkulaðimarkaðn- um er stjórnað af risavöxnum alþjóð- legum fyrirtækjum sem leita ætíð lægsta verðs, sem leiðir til þess að bændur fá sáralítið greitt fyrir vinnu sína. Kakóbaunaræktun er erfiðis- vinna, og þurfa kakóbaunatrén mikla umhyggju. Þau deyja mjög gjarna, en þegar það gerist þarf að gróðursetja nýtt tré eins fljótt og auðið er – sem verður þá tilbúið til uppskeru eft- ir þrjú til fimm ár. Þetta er ferli sem bændur þurfa stöðugt að sinna, en það er mjög tímafrekt og krefst mikils mannafla. Lítil sem engin endurnýj- un er hins vegar meðal kakóbænda, þar sem afkomendur þeirra flytja frekar á þéttbýlisstaði til að freista gæfunnar. Það er ekki furða, enda fá kakóbændur aðeins greiddar um 90 krónur á dag. Bændum fækkar því stöðugt og hafa ekki undan við að endurnýja dauð tré, sem þýðir að framboðið á baunum verður minna með hverju árinu. Eftirspurnin aldrei meiri Á sama tíma og framboðið af kakó- baunum minnkar, hefur eftirspurn- in eftir súkkulaði aldrei verið meiri og er ennþá stöðugt að aukast. Risa- stórir markaðir í Indlandi og Kína Súkkulaði verður gullS ígildi Eftir 20 ár mun súkkulaði vera eins og kavíar. Björn tEitsson blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Hækkandi verð á kakóbaunum mun valda því að súkkulaðineysla verði aðeins á færi efnameiri einstaklinga. Slæmum kjörum kakóbaunabænda í Vestur-Afríku er kennt um. súkkulaðistykki á tilboði Í dagkostasúkkulaðistykkiríflega 100krónuríverslunum.Verðið gætisjöfaldastánæstuárum. Andy Warhol Verkpólsk-bandaríska snillingsinsvorueftirsótt. glæpasaga Bush Nú er nýkomin út bók George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkj- anna, um tíma hans í Hvíta húsinu. Nú hafa aðgerðarsinnar í Bretlandi hafið baráttu sem gengur út á að færa bók Bush í bókabúðum, frá ævisöguhillunni yfir í glæpasagna- hillurnar. Vilja aðgerðarsinnarnir þannig vekja athygli fólks á þeim glæpum sem bandarísk stjórnvöld stóðu fyrir í forsetatíð Bush. Þar á meðal er innrásin í Írak auk síend- urtekinna pyntinga sem notaðar voru við yfirheyrslur. Athæfið hefur vakið mikla athygli og hefur þegar smitast til Bandaríkjanna, og gætu viðskiptavinir bókabúða því allt eins átt von á að finna bók Bush í glæpa- deildinni. Sprenging í Pakistan Gífurlega öflug sprenging varð á fimmtudag í Karachi, stærstu borg Pakistans. Að minnsta kosti 15 eru látnir og 30 alvarlega særðir. Um bílasprengju var að ræða en sendi- ferðabíl hafði verið lagt fyrir utan höfuðstöðvar hryðjuverkasérsveit- ar lögreglunnar. Gluggar brotn- uðu í þriggja kílómetra radíus við sprenginguna. Kom sprengingin í kjölfar þess að hryðjuverkasérsveitin handtók grunaða hryðjuverkamenn í gær, en þeir munu vera meðlimir í samtökunum Laskar-e-Jhangvi. Hafa þau samtök verið sögð í samstarfi við al-Kaída. dino de laurentiis látinn Ítalski kvikmyndaframleiðandinn Dino De Laurentiis er látinn, 91 árs að aldri. Dánarorsök er ókunn en í yfirlýsingu frá fjölskyldu De Laur- entiis kom fram að hann hafi látist á heimili sínu í faðmi fjölskyldu sinnar. De Laurentiis átti farsæl- an feril í heimi kvikmyndanna. Hann vann með ítölsku leikstjórun- um Roberto Rossellini og Freder- ico Fellini á 6. áratug síðustu aldar og fékk óskarsverðlaun fyrir mynd Fellinis, La Strada. Hann framleiddi einnig „költ“-myndina Barbarella á sjöunda áratugnum. Í seinni tíð bar hann einna helst ábyrgð á velgengni Arnolds Schwarzeneggers í Holly- wood, með því að ráða hann í hlut- verk villimannsins Conans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.