Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Side 38
38 ættfræði umsjón: kjartan gunnar kjartansson kjartan@dv.is 12. nóvember 2010 föstudagur Jón L. Árnason forstöðumaður einkabankaþjónustu arion banka Jón fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1979, viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Ís- lands 1986, lauk prófum á endur- skoðunarsviði 1993–94 og síðar próf- um í verðbréfaviðskiptum. Jón var starfsmaður Löggiltra endurskoðenda hf. 1994–97, fjár- málastjóri Oz 1997–2001, stofnaði þá fyrirtækið Fjárstoð ehf. og starfrækti það 2001–2005, hefur starfað hjá Ar- ion banka frá 2005 og er þar nú for- stöðumaður einkabankaþjónustu. Jón hefur verið stórmeistari í skák frá 1986, sinnti skákskrifum fyrir DV á árunum 1978–98, var einn stofn- enda og kennara Skákskóla Friðriks Ólafssonar og síðar Skákskólans til 1989, fastráðinn kennari við Skák- skóla Íslands frá stofnun hans 1991– 94, hefur staðið fyrir fjölda skáknám- skeiða og fjölteflum víða um land, sinnt skákskýringum í sjónvarpi, var formaður Félags stórmeistara 1991, sat í stjórn Taflfélagsins Hellis 1996– 97, í stjórn Rotaryklúbbsins Reykja- vík-Breiðholt um skeið frá 1996 og var forseti klúbbsins 2002–2003. Jón er höfundur bókarinnar Skák- stríð við Persaflóa, ásamt dr. Kristj- áni Guðmundssyni, 1987. Hann samdi skákkennslu og skákþætti á myndböndum, með Helga Ólafs- syni, 1991. Þá hefur hann skrifað fjölda greina um skák í ýmis tímarit, m.a. verið með fasta þætti í Vikunni 1988 og Skinnfaxa 1986–88, sem og í tímaritið Skák. Jón varð heimsmeistari sveina, sautján ára og yngri, í Cagnes sur Mer 1977, skákmeistari Íslands 1977, 1982 og 1988, skákmeistari Tafl- félags Reykjavíkur 1976, skákmeist- ari Reykjavíkur 1981, FIDE-meistari 1977, alþjóðlegur skákmeistari 1979 og stórmeistari 1986 eftir sigra á al- þjóðlegum mótum á Húsavík 1985, í Helsinki 1986 og Plovdiv 1986. Hann varð einn efstur á alþjóðamótinu í Ólafsvík 1987, og á 13. alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu 1988, fyrst- ur Íslendingar í átján ár, efstur á 14. Reykjavíkurskákmótinu 1990, ásamt níu öðrum og hefur lent í efsta sæti á ýmsum öðrum mótum, s.s. í New York 1980 og Zug í Sviss 1983 sem og á 2. borði Íslands í HM skáksveita 26 ára og yngri í Chicago 1983, er sveit- in hreppti annað sætið, ásamt Vestur- Þjóðverjum. Þá sigraði hann á 110 ára afmælismóti Taflfélags Reykjavíkur í ársbyrjun 2010. Jón tefldi fyrir hönd Íslands á Ól- ympíuskákmótum 1978, 1980, 1982, 1984, 1986, 1988, 1990, 1992, og 1994 og átti fast sæti í landsliði Íslands á sama tíma. Jón var kjörinn maður ársins af lesendum Vísis 1977, og maður árs- ins í DV 1986, með íslensku Ólympíu- skáksveitinni. Þá er hann heiðursfé- lagi í skákfélagi Cagnes sur Mer frá 1992. Fjölskylda Jón kvæntist 8.6. 1991 Þórunni Guð- mundsdóttur, f. 24.8. 1964, kennara. Hún er dóttir Guðmundar Þorsteins- sonar, f. 18.8. 1937, bónda á Skálpa- stöðum í Lundarreykjadal, og Helgu Bjarnadóttur, f. 20.7. 1937, húsfreyju. Dætur Jóns og Þórunnar eru Ingi- björg, f. 26.6. 1988, nemi í stærðfræði við Háskólann í Reykjavík; Helga Birna, f. 27.2. 1993, nemi við Versl- unarskóla Íslands; Hugrún Arna, f. 19.9. 1994, nemi við Verslunarskóla Íslands. Systkini Jóns eru Björn Einar Árnason, f. 2.11. 1953, eðlisfræðing- ur, tölvunarfræðingur og framhalds- skólakennari í Reykjavík; Brynhildur Árnadóttir, f. 19.5. 1955, lyfjafræðing- ur í Reykjavík; Ásgeir Þór Árnason, f. 20.9. 1957, hæstaréttarlögmaður í Reykjavík. Foreldrar Jóns voru Árni Björns- son, f. 6.8. 1927, d. 24.7. 1978, hdl. og löggiltur endurskoðandi í Reykjavík, og Ingibjörg Jónsdóttir, f. 22.10. 1930, 3.5. 1988, ritari. Ætt Árni var sonur Björns Einars, end- urskoðanda í Reykjavík Árnasonar, prófasts í Görðum á Álftanesi, bróð- ur Sigurðar brunamálastjóra, föður Sigurjóns lögreglustjóra í Reykjavík, föður Jóhanns, forstjóra HAFRÓ, en systir Sigurjóns var Ingibjörg, móð- ir Magnúsar Magnússonar, rithöf- undar og sjónvarpsmanns hjá BBC, föður Sallýjar og Önnu Snjólaugar hjá BBC. Árni prófastur var sonur Björns, b. á Tjörn í Vindhælishreppi, bróður Árna í Höfnum, föður Arnórs, pr. í Hvammi í Laxárdal, afa Gunn- ars Gíslasonar, alþm. og pr. í Glaum- bæ, og listmálaranna Sigurðar og Hrólfs Sigurðssona. Björn var sonur Sigurðar, b. í Höfnum á Skaga Árna- sonar, og Sigurlaugar Jónasdóttur, b. á Gili í Svartárdal Jónssonar, bróður Jóns á Finnastöðum, afa Björns Jóns- sonar á Veðramótum, afa Sigurðar Bjarnasonar sendiherra og Sigur- laugar, fyrrv. alþm., móður Bjargar Thorarensen lagaprófessors. Bróðir Jónasar var Meingrundar-Eyjólfur, langafi Jóns, föður Eyjólfs Konráðs alþm. Móðir Jónasar var Ingibjörg Jónsdóttir, af Skeggstaðaætt. Móð- ir Björns Einars var Líney, systir Jó- hanns Sigurjónssonar skálds og Snjólaugar, móður Sigurjóns lög- reglustjóra, og Ingibjargar. Líney var dóttir Sigurjóns, b. á Laxamýri Jó- hannessonar, b. á Laxamýri, bróð- ur Jóns í Sýrnesi, langafa Jónasar frá Hriflu. Jóhannes var sonur Kristjáns, b. á Halldórsstöðum í Reykjadal Jós- efssonar, b. á Stóru-Laugum í Reykja- dal Tómassonar, bróður Jónasar, afa Jónasar Hallgrímssonar skálds. Móðir Árna hdl. var Margrét Ás- geirsdóttir, b. á Arngerðareyri við Ísafjörð Guðmundssonar, af Arnar- dalsættinni. Ingibjörg var dóttir Jóns, fram- kvæmdastjóra í Reykjavík, bróður Pálma, forstjóra Skipaútgerðar rík- isins, afa Más Gunnarssonar, starfs- mannastjóra Flugleiða. Jón var sonur Lofts, b. á Mýrum í Sléttuhlíð Jónsson- ar, b. á Hóli í Svarfaðar dal Jónssonar, b. á Hóli Jónssonar, bróður Arnbjarg- ar, langömmu Einars Olgeirssonar alþm. Móðir Lofts var Gunnhildur, systir Jóns á Jarðbrú, afa Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra SÍS. Gunnhild- ur var dóttir Hallgríms, b. á Stóru- Hámundarstöðum, bróður Þorláks, langafa Björns Th. Björnssonar list- fræðings. Hallgrímur var sonur Hall- gríms, b. á Stóru-Hámundarstöðum Þorlákssonar, dbrm. á Skriðu í Hörg- árdal Hallgrímssonar. Móðir Jóns var Ingibjörg, systir Pálma, pr. á Hofsósi, afa Jónasar Kristjánssonar, fyrrv. rit- stjóra DV. Ingibjörg var dóttir Þór- odds, b. á Skeggjastöðum í Garði Magnússonar. Móðir Ingibjargar var Brynhildur, systir Hjalta, prófessors í læknisfræði. Brynhildur var dóttir Þórarins, alþm. á Hjaltabakka Jóns- sonar, og Sigríðar Þorvaldsdóttur, pr. á Hjaltabakka Ásgeirssonar, dbrm. á Lambastöðum Finnbogasonar, bróður Jakobs, pr. í Steinnesi, lang- afa Vigdísar Finnbogadóttur. Móð- ir Sigríðar var Hansína Þorgríms- dóttir, pr. í Þingmúla Arnórssonar, af Bólstaðarhlíðarætt, og Guðrúnar Pétursdóttur, b. í Engey Guðmunds- sonar, langafa Guðrúnar, móður Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra, föður Björns, fyrrv. ráðherra og Valgerðar alþm., en bróðir Bjarna forsætisráðherra var Sveinn fram- kvæmdastjóri, afi Bjarna Benedikts- sonar, alþm. og formanns Sjálfstæð- isflokksins. Guðrún Lára fæddist og ólst upp í Ási við Sólvallagötu í Reykja- vík. Hún lauk gagnfræðaprófi í Kvennaskólanum í Reykjavík 1957, húsmæðrakennaraprófi í Hús- mæðrakennaraskóla Íslands 1962 og lauk starfsréttindanámi í bóka- safns- og upplýsingafræði við HÍ 1999. Guðrún vann hjá Útlendinga- eftirlitinu í Reykjavík 1957–60, hjá Ferðaskrifstofu ríkisins sumrin 1962 og 1964, var skólastjóri Hús- mæðraskólans á Hallormsstað 1962–63 og 1968–69, hótelstjóri á Hallormsstað 1963 og á Eiðum 1964, kennari í Ólafsvík 1970–72 og símstöðvarstjóri á Mælifelli 1972– 80, kennari í Steinsstaðaskóla í Skagafirði 1972–83 og kenndi á fullorðinsfræðslunámskeiðum þar. Hún var húsvörður í Húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn 1983–89, kenndi við Laugabakka- skóla og við Grunnskólann á Borð- eyri og var einn vetur skólastjóri Barnaskóla Staðarhrepps á árun- um 1989–96 og loks skólasafns- kennari við Hagaskóla frá 1999– 2006. Guðrún var fararstjóri í orlofs- ferðum og öðrum hópferðum um áratugaskeið. Hún var formaður Landssambands símstöðvarstjóra á minni stöðvunum. Hún var í framboði fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna 1974 og 1978, sat allsherjarþing SÞ í New York 1977, sat í hreppsnefnd Lýtingsstaða- hrepps 1978–82, var formaður Skógræktarfélags Skagfirðinga og Sambands skagfirskra kvenna. Þá situr hún í ritnefnd prestkvenna- bókarinnar Öll þau klukknaköll, frá 2009. Fjölskylda Guðrún giftist 8.1. 1965 Ágústi Matthíasi Sigurðssyni, f. 15.3. 1938, d. 22.8. 2010, sóknarpresti og rit- höfundi. Foreldrar Ágústs voru Sigurður Stefánsson af Bergsætt, vígslubiskup á Möðruvöllum í Hörgárdal, og k.h., María Ágústs- dóttir, af Vigurætt, cand.phil. Börn Guðrúnar og Ágústs eru Lárus Sigurbjörn, f. 9.8. 1965, um- ferðarverkfræðingur hjá ráðgjafa- fyrirtæki í Kaupmannahöfn, bú- settur á Sjálandi, kvæntur Signe Gjerlufsen, verkfræðingi og kenn- ara, og eru börn þeirra Stefán, Júlía, María og Matthías; María, f. 20.2. 1968, héraðsprestur í Reykja- víkurprófastsdæmi vestra, búsett í Reykjavík, gift Bjarna Þór Bjarna- syni, presti í Grafarvogskirkju, og eru börn hennar Kolbeinn, Ragn- hildur, Guðný Lára og Guðrún María. Systkini Guðrúnar eru Ein- ar Þorsteinn, f. 17.6. 1942, arki- tekt og hönnuður í Berlín, en kona hans er Manuela Gudrun Ros- withadóttir og á hann tvö börn af fyrra hjónabandi; Sigrún Valgerð- ur, f. 19.10. 1944, fyrrv. sérfræð- ingur í fjármálaráðuneytinu, gift Pétri Guðgeirssyni héraðsdóm- ara og eiga þau þrjá syni; Þórdís, f. 16.11. 1948, kennari í Mosfellsbæ, gift Hirti Ingólfssyni framkvæmda- stjóra og eru börn þeirra þrjú; Ás- laug Kirstín, f. 13.2. 1952, Davis ráðgjafi/kennari í Mosfellsbæ, og eru börn hennar þrjú. Foreldrar Guðrúnar voru Ásgeir Ó. Einarsson, f. 21.11. 1906, d. 4.4. 1998, dýralæknir, og k.h., Kirstín Lára Sigurbjörnsdóttir í Ási, f. 28.3. 1913, d. 29.5.2005, húsmóðir og kennari. Ætt Ásgeir var sonur Einars, verka- manns í Borgarnesi Ólafsson- ar, b. á Stóru-Fellsöxl Jónsson- ar. Móðir Ásgeirs var Þórstína Björg Gunnarsdóttir, b. í Fögru- hlíð á Djúpavogi Þorsteinssonar. Móðir Gunnars var Helga Árna- dóttir, b. á Karlsstöðum Jónsson- ar og Guðrúnar Ólafsdóttur, b. á Hamri í Hamarsfirði Björnsson- ar, b. á Hamri Antoníussonar, ætt- föður Antoníusarættar Árnasonar. Móðir Þórstínu var Þórunn Björg Jakobsdóttir, b. á Eyjólfsstöðum í Fossárdal Steingrímssonar og Ingi- bjargar Ásmundsdóttur, b. á Vetur- húsum Ingimundarsonar. Lára var systir Lárusar, skjala- varðar og frumkvöðuls að Árbæjar- safni. Lára var dóttir Sigurbjörns Ástvaldar, stærðfræðikennara við Vélstjóraskóla Íslands og prests á Elliheimilinu Grund Gíslasonar, b. á Neðraási í Hjaltadal Sigurðsson- ar, b. á Miðgrund Gíslasonar, b. á Kálfsstöðum Ásgrímssonar, ætt- föður Ásgeirsbrekkuættar Jóns- sonar. Móðir Gísla á Neðraási var Sigríður Þorláksdóttir, systir Þor- bjargar, ömmu Stefáns Stefáns- sonar skólameistara, föður Val- týs ritstjóra og Huldu skólastjóra, móður Guðrúnar Jónsdóttur arki- tekts. Móðir Sigurbjörns var Krist- ín Björnsdóttir, b. á Syðri-Brekkum Ingimundarsonar. Móðir Björns var Sesselja Gísladóttir, b. á Mikla- hóli Hannessonar, pr. á Staðar- bakka Þorákssonar, sýslumanns á Ísafirði Guðbrandssonar, sýslu- manns á Lækjamóti Arngrímsson- ar lærða á Melstað Jónssonar. Móðir Láru var Guðrún, rit- höfundur og alþm. Lárusdóttir, prófasts og alþm. á Valþjófsstað, síðar fríkirkjuprests í Reykjavík Halldórssonar, prófasts og alþm. á Hofi í Vopnafirði Jónssonar, bróður Guðrúnar, ömmu Sveins Björns- sonar forseta. Móðir Guðrúnar var Kirstín Pétursdóttir, orgelleikara, söngstjóra og tónskálds í Reykjavík Guðjohnsen og Guðrúnar Laur- itzdóttur Knudsen, kaupmanns í Reykjavík og ættföður Knudsen- ættar. Guðrún Lára Ásgeirsdóttir skólasafnskennari Sindri fæddist á Sauð- árkróki og ólst þar upp. Hann var í Grunnskóla Sauðárkróks og Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og lauk þaðan prófum í húsa- smíði. Sindri vann í Stein- ullarverksmiðjunni á Sauðárkróki í tvö sumur með námi á unglingsárunum en starfaði síð- an hjá Trésmiðjunni Borg á Sauðár- króki á árunum 1996–2002. Þá flutti hann á Akranes þar sem hann hefur búið síðan. Sindri vann sjálfstætt við trésmíðar á Akranesi frá 2002 en hefur starfað hjá Norðuráli frá 2008. Sindri hefur æft og keppt í motocross. Fjölskylda Kona Sindra er Elísabet Ösp Páls- dóttir, f. 28.8. 1981, hjúkrunarfræð- ingur við Sjúkrahús Akraness. Dóttir Sindra er Rakel Katrín Sindradóttir, f. 22.8. 2005. Sonur Elísabetar Aspar er Emil Þór Guðmundsson, f. 25.4. 2001. Systir Sindra er Sara Björk Sigur- gísladóttir, f. 16.10. 1987, læknanemi í framhaldsnámi í Danmörku. Foreldrar Sindra eru Ólöf Jósefsdóttir, f. 2.2. 1958, leik- skólakennari og umboðsmaður Morgun blaðsins á Sauðárkróki, og Sigurgísli Ellert Kolbeinsson, f. 15.11. 1957, trésmiður hjá Tré- smiðjunni Borg á Sauðárkróki. Sindri Freyr Sigurgíslason trésmiður á akranesi 70 ára á sunnudag 50 ára á laugardag 40 ára á föstudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.