Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Blaðsíða 38
38 ættfræði umsjón: kjartan gunnar kjartansson kjartan@dv.is 12. nóvember 2010 föstudagur Jón L. Árnason forstöðumaður einkabankaþjónustu arion banka Jón fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1979, viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Ís- lands 1986, lauk prófum á endur- skoðunarsviði 1993–94 og síðar próf- um í verðbréfaviðskiptum. Jón var starfsmaður Löggiltra endurskoðenda hf. 1994–97, fjár- málastjóri Oz 1997–2001, stofnaði þá fyrirtækið Fjárstoð ehf. og starfrækti það 2001–2005, hefur starfað hjá Ar- ion banka frá 2005 og er þar nú for- stöðumaður einkabankaþjónustu. Jón hefur verið stórmeistari í skák frá 1986, sinnti skákskrifum fyrir DV á árunum 1978–98, var einn stofn- enda og kennara Skákskóla Friðriks Ólafssonar og síðar Skákskólans til 1989, fastráðinn kennari við Skák- skóla Íslands frá stofnun hans 1991– 94, hefur staðið fyrir fjölda skáknám- skeiða og fjölteflum víða um land, sinnt skákskýringum í sjónvarpi, var formaður Félags stórmeistara 1991, sat í stjórn Taflfélagsins Hellis 1996– 97, í stjórn Rotaryklúbbsins Reykja- vík-Breiðholt um skeið frá 1996 og var forseti klúbbsins 2002–2003. Jón er höfundur bókarinnar Skák- stríð við Persaflóa, ásamt dr. Kristj- áni Guðmundssyni, 1987. Hann samdi skákkennslu og skákþætti á myndböndum, með Helga Ólafs- syni, 1991. Þá hefur hann skrifað fjölda greina um skák í ýmis tímarit, m.a. verið með fasta þætti í Vikunni 1988 og Skinnfaxa 1986–88, sem og í tímaritið Skák. Jón varð heimsmeistari sveina, sautján ára og yngri, í Cagnes sur Mer 1977, skákmeistari Íslands 1977, 1982 og 1988, skákmeistari Tafl- félags Reykjavíkur 1976, skákmeist- ari Reykjavíkur 1981, FIDE-meistari 1977, alþjóðlegur skákmeistari 1979 og stórmeistari 1986 eftir sigra á al- þjóðlegum mótum á Húsavík 1985, í Helsinki 1986 og Plovdiv 1986. Hann varð einn efstur á alþjóðamótinu í Ólafsvík 1987, og á 13. alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu 1988, fyrst- ur Íslendingar í átján ár, efstur á 14. Reykjavíkurskákmótinu 1990, ásamt níu öðrum og hefur lent í efsta sæti á ýmsum öðrum mótum, s.s. í New York 1980 og Zug í Sviss 1983 sem og á 2. borði Íslands í HM skáksveita 26 ára og yngri í Chicago 1983, er sveit- in hreppti annað sætið, ásamt Vestur- Þjóðverjum. Þá sigraði hann á 110 ára afmælismóti Taflfélags Reykjavíkur í ársbyrjun 2010. Jón tefldi fyrir hönd Íslands á Ól- ympíuskákmótum 1978, 1980, 1982, 1984, 1986, 1988, 1990, 1992, og 1994 og átti fast sæti í landsliði Íslands á sama tíma. Jón var kjörinn maður ársins af lesendum Vísis 1977, og maður árs- ins í DV 1986, með íslensku Ólympíu- skáksveitinni. Þá er hann heiðursfé- lagi í skákfélagi Cagnes sur Mer frá 1992. Fjölskylda Jón kvæntist 8.6. 1991 Þórunni Guð- mundsdóttur, f. 24.8. 1964, kennara. Hún er dóttir Guðmundar Þorsteins- sonar, f. 18.8. 1937, bónda á Skálpa- stöðum í Lundarreykjadal, og Helgu Bjarnadóttur, f. 20.7. 1937, húsfreyju. Dætur Jóns og Þórunnar eru Ingi- björg, f. 26.6. 1988, nemi í stærðfræði við Háskólann í Reykjavík; Helga Birna, f. 27.2. 1993, nemi við Versl- unarskóla Íslands; Hugrún Arna, f. 19.9. 1994, nemi við Verslunarskóla Íslands. Systkini Jóns eru Björn Einar Árnason, f. 2.11. 1953, eðlisfræðing- ur, tölvunarfræðingur og framhalds- skólakennari í Reykjavík; Brynhildur Árnadóttir, f. 19.5. 1955, lyfjafræðing- ur í Reykjavík; Ásgeir Þór Árnason, f. 20.9. 1957, hæstaréttarlögmaður í Reykjavík. Foreldrar Jóns voru Árni Björns- son, f. 6.8. 1927, d. 24.7. 1978, hdl. og löggiltur endurskoðandi í Reykjavík, og Ingibjörg Jónsdóttir, f. 22.10. 1930, 3.5. 1988, ritari. Ætt Árni var sonur Björns Einars, end- urskoðanda í Reykjavík Árnasonar, prófasts í Görðum á Álftanesi, bróð- ur Sigurðar brunamálastjóra, föður Sigurjóns lögreglustjóra í Reykjavík, föður Jóhanns, forstjóra HAFRÓ, en systir Sigurjóns var Ingibjörg, móð- ir Magnúsar Magnússonar, rithöf- undar og sjónvarpsmanns hjá BBC, föður Sallýjar og Önnu Snjólaugar hjá BBC. Árni prófastur var sonur Björns, b. á Tjörn í Vindhælishreppi, bróður Árna í Höfnum, föður Arnórs, pr. í Hvammi í Laxárdal, afa Gunn- ars Gíslasonar, alþm. og pr. í Glaum- bæ, og listmálaranna Sigurðar og Hrólfs Sigurðssona. Björn var sonur Sigurðar, b. í Höfnum á Skaga Árna- sonar, og Sigurlaugar Jónasdóttur, b. á Gili í Svartárdal Jónssonar, bróður Jóns á Finnastöðum, afa Björns Jóns- sonar á Veðramótum, afa Sigurðar Bjarnasonar sendiherra og Sigur- laugar, fyrrv. alþm., móður Bjargar Thorarensen lagaprófessors. Bróðir Jónasar var Meingrundar-Eyjólfur, langafi Jóns, föður Eyjólfs Konráðs alþm. Móðir Jónasar var Ingibjörg Jónsdóttir, af Skeggstaðaætt. Móð- ir Björns Einars var Líney, systir Jó- hanns Sigurjónssonar skálds og Snjólaugar, móður Sigurjóns lög- reglustjóra, og Ingibjargar. Líney var dóttir Sigurjóns, b. á Laxamýri Jó- hannessonar, b. á Laxamýri, bróð- ur Jóns í Sýrnesi, langafa Jónasar frá Hriflu. Jóhannes var sonur Kristjáns, b. á Halldórsstöðum í Reykjadal Jós- efssonar, b. á Stóru-Laugum í Reykja- dal Tómassonar, bróður Jónasar, afa Jónasar Hallgrímssonar skálds. Móðir Árna hdl. var Margrét Ás- geirsdóttir, b. á Arngerðareyri við Ísafjörð Guðmundssonar, af Arnar- dalsættinni. Ingibjörg var dóttir Jóns, fram- kvæmdastjóra í Reykjavík, bróður Pálma, forstjóra Skipaútgerðar rík- isins, afa Más Gunnarssonar, starfs- mannastjóra Flugleiða. Jón var sonur Lofts, b. á Mýrum í Sléttuhlíð Jónsson- ar, b. á Hóli í Svarfaðar dal Jónssonar, b. á Hóli Jónssonar, bróður Arnbjarg- ar, langömmu Einars Olgeirssonar alþm. Móðir Lofts var Gunnhildur, systir Jóns á Jarðbrú, afa Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra SÍS. Gunnhild- ur var dóttir Hallgríms, b. á Stóru- Hámundarstöðum, bróður Þorláks, langafa Björns Th. Björnssonar list- fræðings. Hallgrímur var sonur Hall- gríms, b. á Stóru-Hámundarstöðum Þorlákssonar, dbrm. á Skriðu í Hörg- árdal Hallgrímssonar. Móðir Jóns var Ingibjörg, systir Pálma, pr. á Hofsósi, afa Jónasar Kristjánssonar, fyrrv. rit- stjóra DV. Ingibjörg var dóttir Þór- odds, b. á Skeggjastöðum í Garði Magnússonar. Móðir Ingibjargar var Brynhildur, systir Hjalta, prófessors í læknisfræði. Brynhildur var dóttir Þórarins, alþm. á Hjaltabakka Jóns- sonar, og Sigríðar Þorvaldsdóttur, pr. á Hjaltabakka Ásgeirssonar, dbrm. á Lambastöðum Finnbogasonar, bróður Jakobs, pr. í Steinnesi, lang- afa Vigdísar Finnbogadóttur. Móð- ir Sigríðar var Hansína Þorgríms- dóttir, pr. í Þingmúla Arnórssonar, af Bólstaðarhlíðarætt, og Guðrúnar Pétursdóttur, b. í Engey Guðmunds- sonar, langafa Guðrúnar, móður Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra, föður Björns, fyrrv. ráðherra og Valgerðar alþm., en bróðir Bjarna forsætisráðherra var Sveinn fram- kvæmdastjóri, afi Bjarna Benedikts- sonar, alþm. og formanns Sjálfstæð- isflokksins. Guðrún Lára fæddist og ólst upp í Ási við Sólvallagötu í Reykja- vík. Hún lauk gagnfræðaprófi í Kvennaskólanum í Reykjavík 1957, húsmæðrakennaraprófi í Hús- mæðrakennaraskóla Íslands 1962 og lauk starfsréttindanámi í bóka- safns- og upplýsingafræði við HÍ 1999. Guðrún vann hjá Útlendinga- eftirlitinu í Reykjavík 1957–60, hjá Ferðaskrifstofu ríkisins sumrin 1962 og 1964, var skólastjóri Hús- mæðraskólans á Hallormsstað 1962–63 og 1968–69, hótelstjóri á Hallormsstað 1963 og á Eiðum 1964, kennari í Ólafsvík 1970–72 og símstöðvarstjóri á Mælifelli 1972– 80, kennari í Steinsstaðaskóla í Skagafirði 1972–83 og kenndi á fullorðinsfræðslunámskeiðum þar. Hún var húsvörður í Húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn 1983–89, kenndi við Laugabakka- skóla og við Grunnskólann á Borð- eyri og var einn vetur skólastjóri Barnaskóla Staðarhrepps á árun- um 1989–96 og loks skólasafns- kennari við Hagaskóla frá 1999– 2006. Guðrún var fararstjóri í orlofs- ferðum og öðrum hópferðum um áratugaskeið. Hún var formaður Landssambands símstöðvarstjóra á minni stöðvunum. Hún var í framboði fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna 1974 og 1978, sat allsherjarþing SÞ í New York 1977, sat í hreppsnefnd Lýtingsstaða- hrepps 1978–82, var formaður Skógræktarfélags Skagfirðinga og Sambands skagfirskra kvenna. Þá situr hún í ritnefnd prestkvenna- bókarinnar Öll þau klukknaköll, frá 2009. Fjölskylda Guðrún giftist 8.1. 1965 Ágústi Matthíasi Sigurðssyni, f. 15.3. 1938, d. 22.8. 2010, sóknarpresti og rit- höfundi. Foreldrar Ágústs voru Sigurður Stefánsson af Bergsætt, vígslubiskup á Möðruvöllum í Hörgárdal, og k.h., María Ágústs- dóttir, af Vigurætt, cand.phil. Börn Guðrúnar og Ágústs eru Lárus Sigurbjörn, f. 9.8. 1965, um- ferðarverkfræðingur hjá ráðgjafa- fyrirtæki í Kaupmannahöfn, bú- settur á Sjálandi, kvæntur Signe Gjerlufsen, verkfræðingi og kenn- ara, og eru börn þeirra Stefán, Júlía, María og Matthías; María, f. 20.2. 1968, héraðsprestur í Reykja- víkurprófastsdæmi vestra, búsett í Reykjavík, gift Bjarna Þór Bjarna- syni, presti í Grafarvogskirkju, og eru börn hennar Kolbeinn, Ragn- hildur, Guðný Lára og Guðrún María. Systkini Guðrúnar eru Ein- ar Þorsteinn, f. 17.6. 1942, arki- tekt og hönnuður í Berlín, en kona hans er Manuela Gudrun Ros- withadóttir og á hann tvö börn af fyrra hjónabandi; Sigrún Valgerð- ur, f. 19.10. 1944, fyrrv. sérfræð- ingur í fjármálaráðuneytinu, gift Pétri Guðgeirssyni héraðsdóm- ara og eiga þau þrjá syni; Þórdís, f. 16.11. 1948, kennari í Mosfellsbæ, gift Hirti Ingólfssyni framkvæmda- stjóra og eru börn þeirra þrjú; Ás- laug Kirstín, f. 13.2. 1952, Davis ráðgjafi/kennari í Mosfellsbæ, og eru börn hennar þrjú. Foreldrar Guðrúnar voru Ásgeir Ó. Einarsson, f. 21.11. 1906, d. 4.4. 1998, dýralæknir, og k.h., Kirstín Lára Sigurbjörnsdóttir í Ási, f. 28.3. 1913, d. 29.5.2005, húsmóðir og kennari. Ætt Ásgeir var sonur Einars, verka- manns í Borgarnesi Ólafsson- ar, b. á Stóru-Fellsöxl Jónsson- ar. Móðir Ásgeirs var Þórstína Björg Gunnarsdóttir, b. í Fögru- hlíð á Djúpavogi Þorsteinssonar. Móðir Gunnars var Helga Árna- dóttir, b. á Karlsstöðum Jónsson- ar og Guðrúnar Ólafsdóttur, b. á Hamri í Hamarsfirði Björnsson- ar, b. á Hamri Antoníussonar, ætt- föður Antoníusarættar Árnasonar. Móðir Þórstínu var Þórunn Björg Jakobsdóttir, b. á Eyjólfsstöðum í Fossárdal Steingrímssonar og Ingi- bjargar Ásmundsdóttur, b. á Vetur- húsum Ingimundarsonar. Lára var systir Lárusar, skjala- varðar og frumkvöðuls að Árbæjar- safni. Lára var dóttir Sigurbjörns Ástvaldar, stærðfræðikennara við Vélstjóraskóla Íslands og prests á Elliheimilinu Grund Gíslasonar, b. á Neðraási í Hjaltadal Sigurðsson- ar, b. á Miðgrund Gíslasonar, b. á Kálfsstöðum Ásgrímssonar, ætt- föður Ásgeirsbrekkuættar Jóns- sonar. Móðir Gísla á Neðraási var Sigríður Þorláksdóttir, systir Þor- bjargar, ömmu Stefáns Stefáns- sonar skólameistara, föður Val- týs ritstjóra og Huldu skólastjóra, móður Guðrúnar Jónsdóttur arki- tekts. Móðir Sigurbjörns var Krist- ín Björnsdóttir, b. á Syðri-Brekkum Ingimundarsonar. Móðir Björns var Sesselja Gísladóttir, b. á Mikla- hóli Hannessonar, pr. á Staðar- bakka Þorákssonar, sýslumanns á Ísafirði Guðbrandssonar, sýslu- manns á Lækjamóti Arngrímsson- ar lærða á Melstað Jónssonar. Móðir Láru var Guðrún, rit- höfundur og alþm. Lárusdóttir, prófasts og alþm. á Valþjófsstað, síðar fríkirkjuprests í Reykjavík Halldórssonar, prófasts og alþm. á Hofi í Vopnafirði Jónssonar, bróður Guðrúnar, ömmu Sveins Björns- sonar forseta. Móðir Guðrúnar var Kirstín Pétursdóttir, orgelleikara, söngstjóra og tónskálds í Reykjavík Guðjohnsen og Guðrúnar Laur- itzdóttur Knudsen, kaupmanns í Reykjavík og ættföður Knudsen- ættar. Guðrún Lára Ásgeirsdóttir skólasafnskennari Sindri fæddist á Sauð- árkróki og ólst þar upp. Hann var í Grunnskóla Sauðárkróks og Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og lauk þaðan prófum í húsa- smíði. Sindri vann í Stein- ullarverksmiðjunni á Sauðárkróki í tvö sumur með námi á unglingsárunum en starfaði síð- an hjá Trésmiðjunni Borg á Sauðár- króki á árunum 1996–2002. Þá flutti hann á Akranes þar sem hann hefur búið síðan. Sindri vann sjálfstætt við trésmíðar á Akranesi frá 2002 en hefur starfað hjá Norðuráli frá 2008. Sindri hefur æft og keppt í motocross. Fjölskylda Kona Sindra er Elísabet Ösp Páls- dóttir, f. 28.8. 1981, hjúkrunarfræð- ingur við Sjúkrahús Akraness. Dóttir Sindra er Rakel Katrín Sindradóttir, f. 22.8. 2005. Sonur Elísabetar Aspar er Emil Þór Guðmundsson, f. 25.4. 2001. Systir Sindra er Sara Björk Sigur- gísladóttir, f. 16.10. 1987, læknanemi í framhaldsnámi í Danmörku. Foreldrar Sindra eru Ólöf Jósefsdóttir, f. 2.2. 1958, leik- skólakennari og umboðsmaður Morgun blaðsins á Sauðárkróki, og Sigurgísli Ellert Kolbeinsson, f. 15.11. 1957, trésmiður hjá Tré- smiðjunni Borg á Sauðárkróki. Sindri Freyr Sigurgíslason trésmiður á akranesi 70 ára á sunnudag 50 ára á laugardag 40 ára á föstudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.