Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR
TRÚIR Á SAKLEYSI TRYGGVA
n Tryggvi Rúnar Leifsson lést á líknardeild
Landspítalans 1. maí í fyrra 58 ára að aldri.
Í desember 1977 var Tryggvi Rúnar
Leifsson í undirrétti dæmdur í 16 ára
fangelsi í svokölluðu Geirfinns- og
Guðmundarmáli. Báðir höfðu Geir-
finnur og Guðmundur horfið með
óútskýrðum hætti og enn þann dag
í dag hefur hvorki tangur né tetur fundist af
þeim. Dómstólar töldu sannað að þeir hefðu
verið myrtir.
Tryggvi Rúnar var einn sex ungmenna sem
handtekin voru eftir umfangsmikla leit og
rannsókn á hvarfi Geirfinns í nóvember 1974.
Tryggvi Rúnar er nú allur; krabbamein í vélinda
dró hann til dauða þann 1. maí í fyrra eftir langvinn og erfið veikindi. Hann
hélt fram sakleysi sínu til hinsta dags og átti erfitt með að skilja hvernig
þjóðfélaginu tókst að smíða sannleikann um sekt sexmenninganna. Líkin
fundust aldrei. Morðvopn og ástæður skorti eins og Haukur Guðmunds-
son, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, bendir á í bókinni 19. nóvem-
ber, sem kom út nú fyrir jólin.
RISALÁN GLITNIS
n Glitnir veitti ný lán upp á samtals 366 millj-
arða króna til ýmissa eignarhaldsfélaga frá því
í janúar 2008 og þar til bankahrunið
skall á í lok september það ár. Um
var að ræða upphæð sem nam um
20 prósentum af öllum útlánum
bankans. 62 prósent þessara 366
milljarða lánveitinga voru til tengdra
aðila. Þetta er meðal þess sem kemur fram
í skýrslu sem franska rannsóknarfyrirtækið
Cofisys vann fyrir embætti sérstaks saksókn-
ara.
Cofisys tók þátt í rannsókninni á falli ís-
lenska bankakerfisins fyrir tilstuðlan ráðgjafa
sérstaks saksóknara, Evu Joly, sem nú hef-
ur látið af störfum hjá embættinu. Skýrslan
barst embætti sérstaks saksóknara fyrir skömmu sam-
kvæmt heimildum DV. Sá sem er skrifaður fyrir skýrslunni heitir Jean
Michel Matt og er hann starfsmaður Cofisys.
HÖFUÐSTÖÐVAR DECODE Í EIGU
TORTÓLAFÉLAGS
n Höfuðstöðvar erfðatæknisfyrir-
tækisins Íslenskrar erfðagreiningar
við Sturlugötu 8 í Vatns-
mýrinni eru í eigu eign-
arhaldsfélags í skatta-
skjólinu Tortólu sem
heitir Tenco Holding
Services SA. Fasteigna-
félagið S-8, sem á húsið, er í eigu
Tenco, samkvæmt ársreikningi S-8
fyrir árið 2008. Stjórnarformaður
og framkvæmdastjóri S-8 ehf. heitir Jóhann Halldórsson. Hann er lögfræð-
ingur að mennt og bauð sig fram til stjórnlagaþings fyrir skömmu.
Húsið er rúmir 15.000 fermetrar og er fasteignamat þess rúmir 3,6
milljarðar króna. Heimildir DV herma að Íslensk erfðagreining borgi um
5 milljónir dollara, um 570 milljónir króna, í leigu fyrir húsið á hverju ári.
Íslensk erfðagreining er með leigusamning til 2020 við S-8 vegna hússins.
Einhverjar deilur hafa komið upp á milli Jóhanns og Íslenskrar erfðagrein-
ingar vegna leigunnar sem Jóhann setur á húsið en hún þykir í hærra lagi,
samkvæmt heimildum DV.
2
3
1 Tryggvi rúnar saT inni í áTTa ár fyrir morð:
mánudagur og þriðjudagur 6.–7. desember 2010 100. árg. 141. tbl.
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
le
ið
b.
ve
rð
kr
. 3
95
,-
fréttir 2–3n gEirfinnSmáLið
n Ekkja tryggva, Sigríður Sjöfn
SigurbjörnSdóttir, tiL varnar
n HéLt fram SakLEySi á dánarbEði
n „morðingi
var Hann Ekki“
n „þEtta voru
pyntingar“
n „Hann var
aLgErt LjúfmEnni“
launaskrið eftir bankahrun:
Laun Hækka
í bönkunum
n þorStEinn kLífur
365 tinda á árinu
fjaLLa-
maður í
HEimS-
mEtabók
fréttir 6
Þing-
menn
standa í
skilnaði
bls. 12dv 100 ára 12
aLLt að
30
miLLjónum
á Hjón
Úrræði ríkisstjórnar:
nEytEndur 14–15
bróðir umu thurman:
dEcHEn
kEnnir jóga
á íSLandi
fóLkið 26
n vErzLunarmannaféLag rEykjavíkur EndurrEiSt
Hirtu nafn gamLa vr
fréttir 8
„HANN
DRAP
ENGAN“
Tryggvi Rúnar Leifsson
F. 2 . o k t ó b e r 1 9 5 1 – D . 1 . m a í 2 0 0 9
ók Út í fáskrÚðsfjörð:
„mér varð
aLdrEi
kaLt“
fréttir 4
fréttir 4
FRÖNSK SKÝRSLA TIL SÉRSTAKS SAKSÓKNARA:
miðvikudagur og fimmtudagur 8.–9. desember 2010
100. árg. 142. tbl.
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
le
ið
b
.
v
er
ð
kr
. 3
95
,-
frÉttir 8n SvONa gErðu ÞEir Það
n NÝ raNNSÓkNar-
SkÝrSLa SÝNir
HvErNig gLitNir var
HrEiNSaður Árið 2008
n gLitNir LÁNaði 366
miLLJarða 2008 – 62%
tiL tENgdra aðiLa
n fJÖLSkYLduauði
ENgEYiNga BJargað
Í vafaSamri fLÉttu
Hjálp fyrir skuldara:
BESt fYrir
BaNkaNa
rakel Hitti alexander rybak:
„ÓSkir
mÍNar
rættuSt“
fÓLkið 26
n „Í HEiLdiNa ÓviðuNaNdi“
Íslensk yfirvöld:
ÁmiNNt
vEgNa
SPiLLiNgar
frÉttir 10
BANKARÁNIÐ
KORTLAGT
frÉttir 4
JÓN ÁSgEir
Keypti bankann og tók
125 milljarða í lán
LÁruS WELdiNg
Stýrði Glitni
BJarNi BEN
Vafningsviðskiptin
gagnrýnd
PÁLmi Í fONS
Aukin lán eftir 2007
karL
WErNErSSON
Einn stærsti skuldari
bankans
ÓLafur
ÓLafSSON
Nítján milljarðar í lán
ÓLafur
HaukSSON
Hefur skýrsluna til
yfirferðar
Eva JOLY
Fann rannsóknar-
teymið
JÓLaBÓka-
fLÓðið
Sigtað
n 16 SÍðNa BÓka-
BLað fYLgirn „ÞESSi LEið Er Ekki rÉttLÁt“
DECODE-
HÚSIÐ
SKRÁÐ Á
TORTóLA
BÝrðu Í
gLæPa-
HvErfi?
n miNNa Lamið,
mEira StOLið úttEkt 38–39frÉttir 2–3
Umsjón: Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is
8. desember 2010
n Alvara leiksins n Steindrekinn n
Hið dökka man n Hjartað ræður fö
r n Bubbi
n Þokan n Koss n Sýnilegt myrku
r n Veiðimenn norðursins n Sigurð
ar saga fóts
n Gunnar Thoroddsen n Gleðileiku
rinn guðdómlegi
MYN
D SIG
TRYG
GUR
ARI
Bækur 17–32
NEYtENdur 14–15
2 FRÉTTIR
8. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR
Höfuðstöðvar erfðatæknifyrirtækis ins
Íslenskrar erfðagreiningar við Sturlu-
götu 8 í Vatnsmýrinni eru í eigu eign-
arhaldsfélags í skattaskjólinu Tortóla
sem heitir Tenco Holding Services SA.
Fasteignafélagið S-8, sem á húsið, er
í eigu Tenco, samkvæmt ársreikningi
S-8 fyrir árið 2008. Stjórnarformaður
og framkvæmdastjóri S-8 ehf. heitir Jó-
hann Halldórsson. Hann er lögfræð-
ingur að mennt og bauð sig fram til
stjórnlagaþings fyrir skömmu.
Húsið er rúmir 15.000 fermetrar og
er fasteignamat þess rúmir 3,6 millj-
arðar króna. Heimildir DV herma að
Íslensk erfðagreining borgi um 5 millj-
ónir dollara, um 570 milljónir króna,
í leigu fyrir húsið á hverju ári. Íslensk
erfðagreining er með leigusamning til
2020 við S-8 vegna hússins. Einhverjar
deilur hafa komið upp á milli Jóhanns
og Íslenskrar erfðagreiningar vegna
leigunnar sem Jóhann setur á húsið
en hún þykir í hærra lagi, samkvæmt
heimildum DV.
Húsið hefur verið í eigu S-8 síðan
árið 2005 en þar áður var það í eigu
eignarhaldsfélagsins Festingar ehf.,
fasteignafélags sem var í eigu Ólafs Ól-
afssonar, fjárfestingafélagsins Sunds,
fjárfestingafélags í eigu Jóns Kristjáns-
sonar og Páls Þórs Magnússonar, og
Kristjáns Loftssonar. Jóhann var fram-
kvæmdastjóri Festingar áður en hann
varð framkvæmdastjóri S-8. Í ársreikn-
ingi S-8 árið 2005, fyrsta árið sem S-8
var til, var Jóhann Halldórsson skráð-
ur sem eini hluthafi félagsins. Í árs-
reikningnum segir: „Í árslok 2005 átti
einn hluthafi, Jóhann Halldórsson, allt
hlutafé í félaginu.“ Í ársreikningi fyrir
árið 2007 færist eignarhaldið á hlutafé
S-8 frá Jóhanni og yfir á Tenco Holding
á Tortóla.
Deilt um eignarhaldið
Heimildir DV herma að upp hafi kom-
ið deilur á milli eigenda Festingar
og Jóhanns um eignarhaldið á hús-
inu árið 2005. Átök höfðu átt sér stað
í Festingu á milli Ólafs Ólafssonar og
annarra hluthafa félagsins um yfirráð-
in í félaginu sem enduðu með því að
Ólafur stóð einn eftir sem eigandi. Það
var í kjölfar þessara deilna á milli hlut-
hafanna sem Jóhann eignaðist hús Ís-
lenskrar erfðagreiningar einn en hann
hafði verið framkvæmdastjóri Fest-
ingar vegna tengsla sinna við Pál Þór
Magnússon í Sundi. Jóhann var því í
reynd starfsmaður Sunds.
Jóhann var jafnframt sá sem var
hvatamaðurinn að því að Festing
keypti húsið en ein af ástæðunum fyr-
ir því voru tengsl hans við Tómas Sig-
urðsson, þáverandi lögmann hjá Ís-
lenskri erfðagreiningu. Tómas var
meðal annars stjórnarmaður í félaginu
Vetrargarðinum ehf. sem keypti hús Ís-
lenskrar erfðagreiningar af fyrirtækinu
árið 2001 og sem átti húsið þar til það
var selt til Festingar árið 2005. Sama ár
var húsið svo selt áfram til S-8, félags
Jóhanns.
Heimildir DV herma að hugmynd
Sunds hafi verið sú að eignast hús Ís-
lenskrar erfðagreiningar í kjölfar deiln-
anna innan Festingar. Jóhann tryggði
sér hins vegar lánafyrirgreiðslu, lík-
lega hjá Sparisjóðabankanum, til að
kaupa húsið út úr Festingu einn og án
þátttöku þeirra. Heimildir DV herma
að Jóhann hafi greitt um 3,5 milljarða
fyrir húsið, þar af voru um þrír millj-
arðar í formi yfirtöku skulda og um
hálfur milljarður var tekinn að láni. Í
veðbandayfirliti hússins kemur fram
að Guðmundur Hjaltason, sem sat í
stjórn Festingar fyrir hönd Ólafs Ólafs-
sonar, og Jón Þór Hjaltason hafi veitt
Jóhanni umboð fyrir hönd Festingar
til að selja húsið. Jóhann keypti húsið
svo sjálfur.
Síðan húsið skipti um eigendur árið
2005 hafa fyrrverandi eigendur húss-
ins tekist á um það við Jóhann hvern-
ig húsið endaði hjá honum. Deilurnar
um eignarhaldið á húsinu fóru þó ekki
svo langt að enda fyrir dómi þótt þær
hafi verið ansi harðar. Eftir því sem DV
kemst næst voru kaup Jóhanns á hús-
inu fullkomlega lögleg, enda snérust
deilurnar um kaupin á því ekki um
lögmæti viðskiptanna. Jóhann hefur
að mestu verið búsettur á Ítalíu eftir að
þetta gerðist.
Eignarhaldsfélagið Festing er enn-
þá til og er að öllu leyti í eigu Kjalars.
Félagið tapaði nærri 3,5 milljörðum
króna í fyrra og er eiginfjárstaða þess
neikvæð um rúm 10 prósent.
Neitar að gefa upp eigendurna
DV hafði samband við Jóhann til að
spyrja hann um eignarhaldið á hús-
inu og hvernig það endaði í eigu hans.
Jóhann var ekki fús til að veita upp-
lýsingar um núverandi eiganda húss-
ins. Brot úr samtali blaðamanns og Jó-
hanns fer hér á eftir.
Blaðamaður: „Mig langaði að
spyrja þig um eitt. Hús Íslenskrar
erfðagreiningar er í þinni eigu, er það
ekki rétt?“
Jóhann: „Um hvað snýst málið?“
Blaðamaður: „Það snýst um hús Ís-
lenskrar erfðagreiningar.“
Jóhann: „Ertu að skrifa einhverja
frétt um það?“
Blaðamaður: „Ég er að hringja í þig
til að spyrjast fyrir um húsið. Svo met
ég hvort tilefni er til að skrifa frétt um
húsið eða ekki.“
Jóhann: „Hvert er tilefnið?“
Blaðamaður: „Að kanna eignar-
haldið á húsinu. Þú átt húsið, er það
ekki?“
Jóhann: „Það er í eigu félags sem
heitir S-8.“
Blaðamaður: „Og S-8 er í eigu Tenco
Holdings Services SA.“
Jóhann: „Nei, reyndar ekki.“
Blaðamaður: „Jú, samkvæmt árs-
reikningi.“
Jóhann: „Ja, það eru bara gamlir
ársreikningar.“
Blaðamaður: „Hver á þá félagið í
dag?“
Jóhann: „Þú sérð það bara þegar þú
sérð ársreikninga félagsins þegar að
því kemur.“
Blaðamaður: „Af hverju viltu ekki
segja mér það?“
Jóhann: „Ég sé bara ekki að það
komi þér nokkurn skapaðan hlut við,
það er bara ósköp einfalt.“
Blaðamaður: „Er húsið ekki í þinni
eigu?“
Jóhann: „Nei.“
Blaðamaður: „Hver á það þá?“
Jóhann: „Þú verður bara að finna út
úr því sjálfur.“
Þegar Jóhann er spurður að því
hvernig hann hafi eignast hús Ís-
lenskrar erfðagreiningar segir hann
að spurningin eigi ekki við þar sem
hann eigi ekki húsið. Þegar blaðamað-
ur bendir Jóhanni á að hann hafi verið
skráður fyrir öllu hlutafé í S-8, eiganda
hússins árið 2005, spyr hann hvert
tilefni fyrirspurnarinnar sé. „Hvert er
tilefnið að fyrirspurninni?“ Jóhann
segir að húsið sé ennþá í eigu S-8 en
að nýir hluthafar hafi komið að S-8.
„Það er breytt eignarhald á því; það er
í eigu ýmissa félaga.“
Segist hafa keypt húsið
Jóhann segist hafa eignast húsið
þannig að hann hafi keypt það af Fest-
ingu á sínum tíma. Hann minnir að
kaupverðið hafi verið um 3,4 milljarð-
ar króna. „Það er ekkert flókið mál. Ég
var framkvæmdastjóri Festingar sem
keypti húsið upphaflega af Íslenskri
erfðagreiningu. Þegar því félagi var
slitið í tengslum við uppskipti sem áttu
sér stað í gegnum Ker. Eignarhaldsfé-
lagið Festing var systurfélag Kers. Þá
var þessu skipt, öllum eignunum, upp
á meðal hluthafanna. Þetta var eign
sem tilheyrði engum af hluthöfunum
og þess vegna varð hún út undan og
ég keypti eignina þegar ég lét af störf-
um hjá félaginu. Húsið tilheyrði eng-
um af þessum blokkum sem upphaf-
lega mynduðu Ker. Upphaflega var
fasteignafélagið samsett úr ýmsum
rekstrarfélögum sem voru í eigu hlut-
hafa Kers, meðal annars Ólafs Ólafs-
sonar og Sunds,“ segir Jóhann.
Heimildir DV herma að þessi út-
gáfa Jóhanns af því hvernig hann
eignaðist húsið komi ekki alveg heim
og saman við skoðanir fyrrverandi
hluthafa Kers á viðskiptunum, líkt og
greint var frá hér að framan.
Fimm milljarða skuldir
Heildarskuldir S-8 nema tæpum
fimm milljörðum króna samkvæmt
ársreikningi fyrir 2008. Rúmir fjórir
milljarðar af skuldum félagsins eru við
Landsbanka Íslands en um 800 millj-
óna skuldir eru við Sparisjóðabanka
Íslands. Rekstrartap félagsins nam
nærri 300 milljónum króna árið 2008
og var tapið aðallega tilkomið vegna
gengismunar. Eigið fé félagsins var þó
jákvætt um nærri 442 milljónir króna
HÚS ERFÐAGREININGAR
Í EIGU TORTÓLAFÉLAGS
Deilur komu upp árið 2005 um eignarhaldið á húsi Íslenskr-
ar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni. Framkvæmdastjóri
fasteignafélagsins sem átti húsið, Jóhann Halldórsson, var
orðinn eini eigandi þess í lok árs. Jóhann hefur tekið sér
dágóðan arð út úr eignarhaldsfélaginu síðan þá. Íslensk
erfðagreining greiðir meira en hálfan milljarð króna í leigu
á ári. Jóhann vill ekki gefa upp núverandi eigendur hússins
en samkvæmt Lánstrausti er það skráð á Tortóla.
INGI F. VILHJÁLMSSON
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Frambjóðandi Jóhann bauð sig fram
til stjórnlagaþings fyrir skömmu. Hann er
stjórnarformaður og framkvæmdastjóri
íslenska félagsins sem er skráð fyrir húsinu.
Reiða fram hálfan milljarð Kári Stefánsson forstjóri og félagar hans hjá Íslenskri erfðagreiningu þurfa að reiða fram um 5 milljónir dollara, rúman hálfan milljarð króna, í leigu fyrir húsið við Sturlugötu á hverju ári.
Fyrrverandi eigandi Ólafur Ólafsson,
kenndur við Samskip, var meðal eigenda
hússins þegar eignarhaldsfélagið Festing
átti það fyrir árið 2005. Deilur komu upp
á milli hluthafa Festingar og Jóhanns eftir
eigandaskiptin.
MIÐVIKUDAGUR 8. desember 2010 FRÉTTIR 3
í árslok 2008 þrátt fyrir þetta. Eigið fé
hafði lækkað úr nærri 740 milljónum
króna á milli ára.
Félagið á að borga nærri hálfan
milljarð króna af skuldum sínum á
þessu ári og má því ætla að leiguverð
hússins dekki þá greiðslu og gott bet-
ur. Á næstu þremur árum þar á eftir á
félagið að borga rúmar 100 milljónir
króna af skuldum sínum á hverju ári. Á
þeim árum má áætla, þar sem afborg-
anirnar af skuldum félagsins lækka
svo mikið á næsta ári, að Jóhann muni
hagnast allverulega á húsinu vegna
mismunarins á leiguverðinu og af-
borgununum af skuldum félagsins.
Munurinn á leiguverði hússins og af-
borgunum af skuldum félagsins verð-
ur þá meira en 450 milljónir króna.
Hús Íslenskrar erfðagreiningar er
veðsett fyrir skuldum félagsins.
Hefur tekið sér 88 milljóna arð
Jóhann hefur tekið sér heilmikinn arð
út úr félaginu á síðustu árum. Árið
sem hann eignaðist húsið, 2005, nam
hagnaður félagsins nærri 460 milljón-
um og mælti stjórn félagsins þá með
að 51 milljón króna myndi renna til
hluthafa félagsins, Jóhanns sjálfs. At-
hygli vekur að Jóhann eignaðist húsið
ekki fyrr en í árslok 2005 en fékk samt
þennan veglega arð út úr félaginu. Í
ársreikningi fyrir 2006 var ekki gerð
tillaga um að greiddur væri arður en
arðgreiðsla til hluthafa vegna rekstrar-
ársins þar á undan nam þá rúmum 72
milljónum króna. Ekki var gerð tillaga
um að greiða út arð til Jóhanns vegna
rekstrarársins 2006 en í ársreikningi
fyrir 2007 kemur fram að rúmlega 16
milljóna króna arður hafi verið greidd-
ur út til hluthafa það ár. Ársreikningur
S-8 fyrir árið 2009 liggur ekki fyrir.
Í ársreikningi fyrir árið 2008 kem-
ur fram að greiða eigi út 120 milljóna
króna arð til hluthafa út af uppsöfn-
uðum hagnaði síðustu ára þar á und-
an. Tap félagsins það árið var nærri
300 milljónir króna en eiginfjárstað-
an er jákvæð um nærri hálfan millj-
arð, líkt og áður segir. „Stjórn félagsins
leggur til að hluthöfum félagsins verði
greiddur út arður að fjárhæð 120 millj.
kr. af uppsöfnuðum hagnaði fyrri ára.“
Ef þessi arðgreiðsla verður reidd af
hendi mun Jóhann því hafa greitt sér
nærri 210 milljónir króna í arð út úr
félaginu sem á hús Íslenskrar erfða-
greiningar frá því að hann eignaðist
félagið fyrir fimm árum, að því er virð-
ist með nokkuð dularfullum hætti.
Þetta þýðir að Jóhann mun hafa tek-
ið sér arð upp á rúmlega 40 milljón-
ir króna að meðaltali á ári, sem gera
mánaðarlaun upp á meira en þrjár
milljónir króna eingöngu út úr þessu
eina félagi.
Þar sem hluthafi S-8 er félag á
Tortóla má ætla að skattlagning á arð-
greiðslur út úr S-8 og til eiganda Ten-
co, sem ekki er vitað hver er, hafi ver-
ið afar hagstæð fyrir eiganda félagsins.
Arðgreiðslur út úr félögum og til hlut-
hafa hér á landi bera 18 prósenta fjár-
magnstekjuskatt en ætla má að skatt-
lagningin á hagnað Tenco á Tortóla sé
töluvert hagstæðari.
S-8 er því í ágætri stöðu miðað við
mörg önnur eignarhaldsfélög hér á
landi og þrátt fyrir tap á árinu 2008.
Þar spilar auðvitað stærsta hlutverk-
ið mjög ábatasamur og langur leigu-
samningur við Íslenska erfðagrein-
ingu sem ekki rennur út fyrr en eftir
tæp tíu ár.
Það er breytt eignarhald á því; það er í eigu ýmissa félaga.
Umdeilt eignarhald Fyrrverandi eigend-
ur höfuðstöðva Íslenskrar erfðagreiningar
í Vatnsmýrini tókust á um eignarhaldið
á húsinu við núverandi eiganda þess,
Jóhann Halldórsson. MYND SIGTRYGGUR ARI
„Það er bara verið að henda okk-
ur út. Í dýpstu kreppu lýðveldis-
ins er lægst launaða fólk bank-
ans látið fara,“ segir einn þeirra
starfsmanna Seðlabanka Íslands
sem sagt hefur verið upp störf-
um. Bankinn hefur ákveðið að
segja upp öryggis- og húsvörðum
og fá Securitas til að sinna þeim
störfum. Starfsmaðurinn hef-
ur lagt fram kæru vegna eineltis
sem hann segist hafa orðið fyrir í
bankanum.
Hagræðing fyrir bankann?
Starfsmaðurinn segir að í lok
nóvember hafi þeir allir fengið
ábyrgðarbréf sem segi að þeim sé
sagt upp frá og með áramótum.
Sumum hafi verið boðin vinna
áfram en þá hjá Securitas. Það
þýði hins vegar launalækkun en
einnig missi þeir ýmis fríðindi.
„Ég sé ekki hvernig þetta á að vera
hagræðing fyrir bankann. Við
erum flestir með sex mánaða upp-
sagnarfrest og sumir tólf mánaða
svo samkvæmt mínum útreikn-
ingum mun þetta kosta bankann
um sextíu milljónir. Fyrsta krónan
sem dettur inn í sparnað mun því
koma eftir sjö ár,“ segir hann.
Eineltiskæra
„Ég lagði fram kæru vegna ein-
eltis og sendi hana á seðlabanka-
stjóra, Arnór Sighvatsson, að-
stoðarbankastjóra og Láru V.
Júlíusdóttur, formann bankaráðs.
Ég hef ekki fengið nein viðbrögð
hjá þeim,“ segir öryggisvörðurinn.
Forsaga málsins sé sú að þegar
umræddur starfsmaður hóf vinnu
hjá bankanum fyrir nokkrum
árum hafi rekstrarstjóri bankans,
Ingvar Alfreð Sigfússon, ekki upp-
lýst hann um ýmsa hluti, svo sem
launaflokka, sem reglur kveða á
um. Þegar hann hafi gert athuga-
semd við þetta hafi hann verið
settur út í kuldann. „Í tvö ár fékk
ég enga aðstöðu og hvorki síma
né tölvu. Þegar það loksins kom
var öll yfirvinna tekin af mér, öll
nema sú allra nauðsynlegasta,“
útskýrir hann. Eins hafi öryggis-
vörðum skyndilega verið bann-
að að nota bíl sem þeir höfðu
til umráða við vinnu. Í kjölfarið
lagði hann fram kæru á hendur
rekstrar stjóranum vegna einelt-
is sem hann segir að hafi staðið
í nokkur ár og aðallega beinst að
honum sjálfum þó svo aðrir hefðu
einnig getað lagt fram kæru vegna
þess.
Kærði einelti til ráðuneytis
Þegar fimm vikur voru liðnar án
svara sendi hann kæru á seðla-
bankastjóra til efnahags- og við-
skiptaráðuneytis. Sú kæra er á
grundvelli reglugerðar um að-
gerðir gagnvart einelti á vinnu-
stað og byggist á aðgerðaleysi
bankastjórans. Í kjölfarið fékk
hann tölvupóst frá ráðuneytinu
þar sem móttaka erindisins er
staðfest og sagt að erindið hafi
verið sent í vinnslu til lögfræð-
ings. Starfsmaður ráðuneytis-
ins staðfesti í samtali við DV að
kæran hefði borist og svar verið
sent til starfsmannsins. Í því seg-
ir að málið falli ekki undir ráðu-
neytið þar sem Seðlabankinn sé
sjálfstæð ríkisstofnun sem hafi
sjálfstæða stjórn og fjárhag. Ráðu-
neytið fari ekki með almennar
stjórnunar- og efnahagsheimild-
ir gagnvart bankanum og bendir
honum á að leita til Vinnumála-
stofnunar.
Aðspurður um eineltiskæruna
segir Stefán Jóhann Stefánsson,
upplýsingafulltrúi Seðlabankans,
að hann hafi ekki upplýsingar um
það mál auk þess sem bankinn
geti ekki tjáð sig um málefni ein-
stakra starfsmanna.
Stefán Jóhann hjá Seðlabank-
anum staðfestir uppsagnirnar
og segir að í ljósi þess að nokkrir
öryggisverðir hafi verið að nálg-
ast eftirlaunaaldur hafi verið lagt
mat á hvernig best væri að standa
faglega að öryggismálum í Seðla-
bankanum. Niðurstaðan var að
heppilegra væri að ráða sérhæft
fyrirtæki í verkið en þeir starfs-
menn sem ekki fari á eftirlaun eigi
kost á því að starfa fyrir Securitas.
Stefán segir hagræðingu í þessu
til lengri tíma litið. Umrædd-
um starfsmönnun standi til boða
mjög sambærilegt starf, auk þess
sem þeir haldi ákveðnum kjörum
óbreyttum til skemmri tíma. Til
lengri tíma séu þeir að flytjast til
nýs vinnuveitanda og því komnir
á nýjan vinnustað.
Seðlabankinn losar sig við lægst launuðu starfsmennina auk
þess sem eineltiskæru eins var aldrei svarað. Öryggisvörður
brá á það ráð að kæra bankastjóra vegna aðgerðaleysis. Sú
kæra byggist á lögum um einelti á vinnustað.
Öryggisvörður
kærir einelti
GUNNHILDUR STEINARSDÓTTIR
blaðamaður skrifar: gunnhildur@dv.is
Ég sé ekki hvernig þetta
á að vera hagræðing
fyrir bankann.
Uppsagnir Seðlabankinn segir
hagræðingu í því að segja upp
öryggis- og húsvörðum.
ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST Í VIKUNNI
ÞETTA HELST Bandaríska sendiráðið á Íslandi styðst oftar en ekki við upplýsingar frá íslenskum stjórnvöldum við gerð
skýrslna sem síðan eru sendar utanríkisráðuneytinu í Washing-
ton. Heimildarmaður sem starfaði í sendiráðinu staðfestir það
en segir það hefðbundin vinnubrögð.
HITT MÁLIÐ
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is
Vaknaðu við sólarupprás og fuglasöng í skammdeginu.
Vekjaraklukkan sem gerir þér auðveldara að vakna.
Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16
Verð 14.750 kr.
Sound
Spa
Sunrise
Það eru Íslendingar sem sjá oftar
en ekki um upplýsingaöflun fyrir
bandaríska sendiráðið á Íslandi.
Bæði eru það fastráðnir starfsmenn
og jafnvel fræðimenn sem upplýsa
bandarísk yfirvöld sjálfviljug um
stjórnmálalandslagið á Íslandi. Slík-
ar upplýsingar eru notaðar í skýrslur
sem síðan eru sendar til utanríkis-
ráðuneytisins í Washington, en um
290 slíkar skýrslur eru nú í höndum
uppljóstrunarsíðunnar Wiki leaks.
Nú þegar hafa fjölmiðlar fjallað um
hluta skjalanna, þar sem kemur
meðal annars fram álit sendiráðs-
starfsmanna á íslenskum stjórn-
málamönnum og skoðunum þeirra
um hin ýmsu málefni. Margir hafa
velt vöngum yfir því hvernig banda-
rískir erindrekar komast yfir slíkar
upplýsingar. Komið hefur í ljós að
starfsmenn bandarísku utanríkis-
þjónustunnar hafi, í vissum lönd-
um, jafnvel þurft að stunda njósn-
ir fyrir hönd lands síns. En var um
njósnir að ræða á Íslandi? Heimild-
armaður DV starfaði um skeið fyrir
bandaríska sendiráðið.
Auðveldar vinnuna
„Ég held að markmið allra sem
starfa í utanríkisþjónustu sé að
varpa ljósi á aðstæður í gestaríkinu,
sem síðan eru sendar til heimaríkis,“
segir heimildarmaðurinn, sem vill
ekki láta nafns síns getið. „Ég held
að þegar kemur að tvíhliða samn-
ingum milli ríkja eða einfaldlega al-
þjóðasamstarfi á stærri vettvangi, þá
viltu auðvitað vita hvernig sá sem þú
ert að fara að semja við hugsar eða
vinnur. Það er ósköp eðlilegt og auð-
veldar í raun bara þína vinnu.“
Heimildarmaðurinn segir að
hann efist um að Íslendingar sem
starfað hafa í sendiráði Bandaríkj-
anna í Reykjavík hafi stundað eitt-
hvað sem flokkast gæti sem njósnir.
„Stór partur af því að hafa staðarráð-
ið fólk, eða „locally engaged staff“,
er að öðlast þekkingu á aðstæðum.
En það á ekki bara við um þekk-
ingu á stjórnmálaumhverfi. Sendi-
ráð Bandaríkjanna þarf líka hjálp
Íslendinga við hversdagslega hluti
eins og að ráða hreingerningarþjón-
ustu eða semja um kaup á húsgögn-
um. Málið er að þegar bandarísk-
ir erindrekar koma hingað eru þeir
hérna aðeins nokkur ár í senn hið
mesta. Þeir þurfa að eiga í samskipt-
um við háttsetta stjórnmálamenn,
og það hlýtur að teljast sjálfsagt að
þeir reyni að afla sér upplýsinga um
þá.“
Helsta upplýsingaöflunin
vegna varnarsamningsins
Heimildarmaðurinn telur að varn-
arsamningurinn hafi verið mikil-
vægasta málið í tvíhliða samskiptum
Íslands og Bandaríkjanna á síðasta
áratug. „Þar var líklega komin mik-
il uppsöfnuð þekking, þar sem þetta
var langstærsta málið. Það skipti þó
litlu máli þegar öllu var á botninn
hvolft hve mikið sendiherra Banda-
ríkjanna vissi um samningahegð-
un eða forsögu þeirra stjórnmála-
manna sem hann samdi við um
brottför hersins. Þarna var annars
vegar stórveldi, sem ræður meira og
minna öllu því sem það vill ráða, og
hins vegar Ísland. Þar er mikill mun-
ur á.“
Heimildarmaðurinn bætir við
að hann hafi aðeins einu sinni svo
mikið sem séð skjal, en þó ekki les-
ið, sem merkt var sem trúnaðarskjal.
„Það er áhugaverðast í þessu Wiki-
leaks-máli. Hvernig getur þetta stór-
veldi hafa verið með opinn aðgang
að trúnaðarskjölum fyrir þrjár millj-
ónir opinberra starfsmanna. Skrýtið
að ekkert hafi lekið fyrr.“
BJÖRN TEITSSON
blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is
Þeir þurfa að eiga í samskipt-
um við háttsetta stjórn-
málamenn og það hlýt-
ur að teljast sjálfsagt
að þeir reyni að afla sér
upplýsinga um þá.
ÍSLENDINGAR
AFLA GAGNA
Bandaríska sendiráðið við Laufásveg
Þar starfa jafnan nokkrir Íslendingar.