Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Síða 6
6 FRÉTTIR 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR Heimsferðir bjóða nú sérstakt jólatilboð! Keyptu gjafabréf fyrir 5.000 kr. en andvirði þess verður 7.000 kr.! Eða keyptu gjafabréf fyrir 10.000 kr. og andvirði þess verður 14.000 kr.! Athugið að tilboðið gildir einungis fyrir upphæðirnar sem eru tilteknar hér að ofan og einungis er hægt að nota eitt gjafabréf á mann í bókun. Gjafabréfið gildir einungis á nýjar bókanir. Nánar á www.heimsferdir.is og í síma 595 1000. Gefðu hlýju og samveru um jólin! EN N EM M / SI A • N M 30 87 7 Gjafabréf Heimsferða er tilvalin gjöf fyrir þá sem „eiga allt“ BANKAMENN FYRIR DÓM: Vilja tugi milljóna Mál tveggja fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Glitnis gegn bank- anum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag. Málið snýr að tugmilljóna kröfum sem þeir gera í þrotabú bankans en mennirnir eru báðir núverandi starfsmenn Íslands- banka. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa báðir verið sendir í leyfi frá störfum vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Glitnis. Báðir telja þeir sig eiga inni laun hjá Glitni. Jóhannes Baldursson, er núver- andi framkvæmdastjóri fjárstýringar og markaðsviðskipta Íslandsbanka. Hann gerir 68 milljóna króna kröfu í þrotabú Glitnis en hann fékk 800 milljóna króna kúlulán í gegnum fé- lag sitt Gnóma ehf. í maí 2008 til að kaupa bréf í Glitni. Rósant Már Torfason, núverandi framkvæmdastjóri áhættustýringar, lánaeftirlits og lögfræðisviðs Íslands- banka, gerir 37 milljóna króna kröfu í þrotabú Glitnis. Rósant Már fékk einnig 800 milljóna króna kúlulán í gegnum félag sitt Strandtún ehf. á sínum tíma til að kaupa bréf í Glitni.  RÍKHARÐUR DAÐASON: Fær kröfur viðurkenndar Héraðsdómur Reykjavíkur viður- kenndi á fimmtudag að vangold- in laun sem Ríkharður Daðason, fyrrverandi landsliðsmaður í knatt- spyrnu, telur sig eiga inni hjá Kaup- þingi séu forgangskröfur í þrotabú bankans. Upphæðin sem héraðs- dómur samþykkir nemur rúmlega 21 milljón króna. Eins og DV hefur áður greint frá höfðaði Ríkharður mál á hendur þrotabúi Kaupþings og krafðist hann tæplega 27 milljóna króna vegna van- goldinna launa. Ríkharður starfaði í markaðsviðskiptum hjá Kaupþingi og gegndi þar góðri stöðu þegar bank- inn fór á hausinn haustið 2008. Ríkharður sagði þá í samtali við DV að hann hefði verið með ráðn- ingarsamning við gamla bankann og hann teldi að hann hefði ekki fengið greitt samkvæmt honum og væri því að sækja rétt sinn. „Það gengur voðalega vel. Þeim er alltaf að fjölga sem koma til okkar sem sýnir að þörfin er virkilega fyrir hendi,“ segir Gerður Jónsdóttir, verk- efnastjóri starfstöðvar Fjölskyldu- hjálparinnar á Akureyri sem var opn- uð um miðjan nóvember. Gerður segist vonast til þess að bæjaryfirvöld taki mið af þessu og reyni að gera eitthvað í málinu. „Ég var farin að hlakka til þess að þeir myndu hækka viðmiðunarmörkin fyrir þá sem þurfa á fjárhagsaðstoð að halda, eins og var gert í Reykjavík. Hins vegar hefur bærinn gert meira en reglur segja til um en það er bara ekki nóg.“ Hlutfall þeirra sem leita til Fjöl- skylduhjálparinnar á Akureyri er svipað og í Reykjavík en starfstöðin á Akureyri verður opin í þrjá mán- uði til að byrja með. Gerður segist þó ekki sjá hvernig hægt verði að hætta með þessa aðstoð. Aðspurð um styrki og gjafir seg- ir hún fólk vera afar viljugt til að gefa fyrir jólin. „En eins og ég segi alltaf þá þarf fólk að borða allt árið. Ég vona því að þessi velvilji detti ekki niður um áramótin,“ segir hún. Fjölmargir hafa boðið sig fram sem sjálfboðaliða og ennþá bætist við fólk sem vill leggja sitt af mörkum. „Við erum með æðis- legt fólk hjá okkur. Sumir hafa kannski ekkert að gefa nema vinnuna og við höfum ekki neitað neinum hingað til. Fólk er sett á lista og svo sjáum við til hverjir vilja mæta. Bara það að hringja og bjóðast til sjálfboðavinnu sýnir hugann hjá fólkinu. Það vill virkilega gera eitthvað,“ segir Gerður að lokum. gunnhildur@dv.is Þörf fyrir aðstoð á Akureyri er svipuð og í Reykjavík: Akureyringar leita hjálpar Gerður Jónsdóttir Gerður vonaðist til að viðmiðunarmörk hækkuðu. Margeir Pétursson, fyrrverandi stjórnarformaður MP Banka og eignarhaldsfélagsins Austurbraut- ar, lét Austurbraut kaupa fasteign- ir af MP Banka á yfirverði í fyrra, samkvæmt heimildum DV. Hluthaf- ar Austurbrautar eru meðal annars FSP Holding, fjárfestingafélag Byrs, Sparisjóðsins í Keflavík og Spari- sjóðabankans, MP Banki, Mar geir Pétursson ehf., hollenska félagið Vostok Holdings og Saxbygg. MP Banki hafði þá leyst til sín fast- eignir sem verið höfðu í eigu eignar- haldsfélagsins Aurora, fjárfestingafé- lags sem MP Banki stofnaði til að eiga í viðskiptum í Eystrasaltsríkjunum og Austur-Evrópu árið 2007. MP Banki seldi svo hluta þessara eigna til Aust- urbrautar. Um það bil mánuði eftir að við- skiptin áttu sér stað voru eignirnar sem seldar voru inn í Austurbraut frá MP Banka færðar niður í verði um 80 til 100 milljónir króna í bók- um Austurbrautar, samkvæmt heim- ildum DV. Stjórn Austurbrautar var ekki höfð með í ráðum þegar ákveðið var að kaupa eignirnar af MP Banka, samkvæmt heimildum DV og virðist Margeir hafa tekið ákvörðunina án þess að ráðfæra sig við aðra stjórn- armenn. „Margeir er báðum meg- in þegar þessi gerningur er gerð- ur. Hann framkvæmir þetta án þess að aðrir í stjórninni viti af því,“ seg- ir heimildarmaður DV sem ekki vill láta nafns síns getið. Gengið frá málinu í lok árs 2009 Aurora Holding var slitið í árslok í fyrra. Í ársreikningi félagsins kem- ur fram að eignarhlutur félagsins í Vostok Holdings í Hollandi, sem var metinn á rúma tvo milljarða króna, hafi verið greiddur út til hluthafanna, MP Banka og Hraunbjargs, félags sem er að mestu í eigu MP Banka og Margeirs Péturssonar. Vostok Hold- ings Netherlands B.V. var búið til til að taka við eignum Auroru Holding og annars félags sem var í eigu MP Banka, Vostok Holdings hf. Samtals námu þessar eignir um 5 milljörðum króna. Orðrétt segir í ársreikningnum: „Aurora Holding var slitið miðað við 18. desember 2009 og eignarhlutur félagsins í Vostok Holdings Nether- lands B.V. greiddur út til hluthafa. Þann 26. janúar 2010 tilkynnti skila- nefnd félagsins um skiptalok í félag- inu...“ Aurora Holding var því slit- ið rétt áður en reikningsárinu lauk og runnu eignir félagsins til hlut- hafa þess. Þaðan runnu eignirnar svo meðal annars til Austurbrautar. Margeir var ráðandi aðili í öllum fé- lögunum sem komu að viðskiptun- um, MP Banka, Hraunbjargi og Aust- urbraut. Í ársreikningi Austurbrautar fyr- ir árið 2009 kemur fram að félagið eigi tæplega 5 prósenta hlut í Vostok Holdings Netherlands B.V. sem met- inn var á rúmlega 255 milljónir króna. Austurbraut átti ekki þennan eign- arhlut samkvæmt ársreikningi árs- ins 2008. Í ársreikningi 2009 kemur líka fram að félagið hafi meðal ann- ars fjárfest fyrir 255 milljónir króna á árinu og að skammtímaskuldir fé- lagsins gagnvart einum hluthafan- um, væntanlega MP Banka, hafi auk- ist um rúmlega 850 milljónir króna á árinu. Fleiri félög keyptu Fleiri félög en Austurbraut sem tengjast MP Banka keyptu hlut í hollenska félaginu á árinu. Þannig stofnaði MP Banki tvö samstæðu- félög í lok árs 2009, Spákonufell og Palteskju, og halda þau utan um 14 prósenta hlut í hollenska félaginu, líkt og greint var frá í frétt Viðskipta- blaðsins í byrjun desember. Í frétt Viðskiptablaðsins kom fram að þessi tvö félög hefðu verið fjármögnuð af MP Banka með kúlulánum til þriggja ára þann 19. desember 2009, dag- inn eftir að Aurora og Vostok hf. var slitið. Þessi tvö félög töpuðu samtals 275 milljónum króna á síðasta ári og virðist fjárfestingin í hollenska félag- inu því ekki hafa verið mjög arðbær. Að sama skapi tapaði Austurbraut rúmum 140 milljónum króna árið 2009 og virðist fjárfesting félagsins í hinu nýja hollenska félagi því heldur ekki hafa verið arðbær. Þessar fjárfestingar þessara fé- laga í hollenska félaginu vekja mikla athygli, meðal annars í ljósi þess að þær áttu sér stað í lok ársins og vegna þess að verið var að kaupa eignir af félögum sem búið var að slíta. Einn- ig vekur athygli að í raun og veru var verið að færa eignir úr félögum sem MP Banki átti og yfir í önnur félög sem MP banki átti líka. Fyrirgreiðsl- an sem veitt var til að kaupa eignirn- ar sem komu úr félögunum sem ver- ið var að slíta kom sömuleiðis frá MP Banka. Stjórnarmaðurinn náinn Margeiri Sömuleiðis vekur athygli að sá sem sat í skilanefnd í bæði Vostok Hold- ings hf. og Aurora, Einar Sveinn Hálfdánarson endurskoðandi, sit- ur einnig í stjórn Austurbrautar og Hraunbjargs í dag. Einar vakti mikla athygli á fundi sem haldinn var hjá stofnfjáreigendum í Byr í janúar á þessu ári þegar hann kom upp á svið og mærði Margeir Pétursson, mörgum af fundargestunum til nokkurrar reiði í ljósi Exeter Hold- ing-viðskiptanna. Guðjón Jóns- son, stofnfjáreigandi í Byr sem var fremstur í flokki í því að grafast fyr- ir um Exeter-fléttuna, kom fram á fundinum þar á eftir og andmælti orðum Einars Sveins hástöfum og benti á hvernig Exeter-fléttan hefði komið sér illa fyrir stofnfjáreigend- ur Byrs. DV hafði samband við Einar Svein á miðvikudaginn en hann sagði að ekkert athugavert væri við starfsemi Austurbrautar. Ekki náðist í Margeir Pétursson á fimmtudaginn vegna málsins. Hann er ekki lengur í stjórn MP Banka. LÉT KAUPA VERÐLITLAR EIGNIR AF MP BANKA Eignir tveggja félaga MP Banka voru keyptar af öðrum félögum í eigu bankans í lok síðasta árs. Félögunum tveimur var slitið og tóku ný félög við eignunum í kjölfar- ið. Heimildir DV herma að Fjármálaeftirlitið hafi verið með viðskiptin til skoðunar. Margeir Pétursson er í lykilhlutverki í viðskiptunum. INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Margeir var báðum megin þegar þessi gerningur er gerður. Margeir í öllum félögunum Margeir Pétursson er ráðandi aðili í öllum félögunum sem komu að viðskiptunum með eignir Auroru og Vostok Holdings upp á rúma fimm milljarða króna í lok árs 2009. Mikill styr hefur staðið um MP Banka vegna erfiðrar stöðu bankans og of lágs eiginfjárhlutfalls hans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.