Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 18
18 fréttir 10. desember 2010 föstudagur
Allt bendir til þess að hækkandi
launakostnað bankanna megi fyrst
og fremst rekja til umtalsverðrar
launahækkunar tiltekinna hópa
undanfarna mánuði og misseri. Árs-
hlutauppgjör þeirra og upplýsingar
frá Sambandi starfsmanna fjármála-
fyrirtækja benda eindregið til þess að
almennar launahækkanir séu í anda
gildandi samninga. Samkvæmt þeim
og ákvæðum stöðugleikasáttmálans
hækkuðu laun bankamanna um 2,5
prósent og ekki lægri upphæð en 14
þúsund krónur í júní á þessu ári.
Miðað við níu mánaða uppgjör Ís-
landsbanka, Arion banka og Lands-
bankans er hækkun launakostnaðar
hins vegar mun meiri. Heildarlauna-
kostnaður bankanna þriggja nam
26,6 milljörðum króna á síðastliðnu
ári. Níu mánaða uppgjör þeirra nú
bendir til þess að kostnaðurinn verði
um 30 milljarðar króna. Hækkun-
in nemur um 12 prósentum. Á bak
við þennan kostnað eru 3.415 störf,
en þau voru samanlagt tæplega 100
fleiri í lok september síðastliðins en
um síðastliðin áramót.
Arion banki fer fremstur
Staðan er mismunandi eftir bönkum.
Minnst er hækkunin hjá Landsbank-
anum sem enn er í ríkiseigu. Hækk-
un miðað við hvert stöðugildi nem-
ur um 5 prósentum. Mönnum ber
saman um að það sé innan marka,
enda ekki mjög fjarri umsaminni 2,5
prósenta lágmarkshækkuninni sem
kom til framkvæmda í júní eins og
áður segir.
Kostnaður miðað við hvert stöðu-
gildi hjá Íslandsbanka var 9 prósent-
um hærri í lok september síðastlið-
ins en í árslok í fyrra.
Mest er hækkunin hjá Arion
banka. Að jafnaði var kostnaður við
hvert stöðugildi 12 prósentum hærri
í lok september síðastliðins en í árs-
lok í fyrra. Hjá Arion banka fjölgaði
stöðugildum jafnframt mest á tíma-
bilinu samkvæmt árshlutauppgjör-
inu.
Hverjir fá hækkun?
Samband starfsmanna fjármálafyrir-
tækja kannast ekki við mikið launa-
skrið meðal félagsmanna. Meðal-
laun ráðgjafa eru um 360 þúsund
krónur á mánuði. Mánaðarlaun full-
trúa eru að jafnaði um 370 þúsund
krónur. Meðallaun sérfræðinga í
bönkunum losa aftur á móti 500 þús-
und krónur á mánuði og stjórnendur
eru með að jafnaði um 800 þúsund
krónur á mánuði.
Þess ber að geta að launabil-
ið innan hvers hóps er mjög mikið.
Þannig eru laun sérfræðinga frá 410
upp í 670 þúsund krónur á mánuði
eftir eðli starfa og bönkum. Sam-
kvæmt launakönnun SSF er kyn-
bundinn launamunur afar mikill
meðal bankamanna; körlum geng-
ur mun betur að semja um laun og
launahækkanir innan bankanna en
konum. Engu að síður hefur kyn-
bundinn launamunur lækkað úr 14
prósentum árið 2008 í 11 prósent.
Þægileg staða lögfræðinga
Flest bendir til þess að launaskrið
innan bankanna sé nær einvörðungu
bundið við tiltekna hópa sérfræðinga
og stjórnenda. Hafi laun almennra
starfsmanna ekki hækkað meira en
sem nemur umsömdum hækkun-
um eða lítið eitt meira er augljóst að
laun tiltekinna hópa hafa hækkað
mun meira, jafnvel um fjórðung á til-
tölulega skömmum tíma. Þetta þykir
skjóta skökku við þar sem almennt er
litið svo á að bankakerfið sé of stórt
og óhagkvæmt. Verkefni þess eru á
hinn bóginn afbrigðileg og einstök
um þessar mundir vegna banka-
hrunsins. Má þar nefna leiðrétting-
ar vegna dóma um ólögmæti geng-
istryggðra lána og afskriftir skulda
fyrirtækja og heimila. Þar standa
einkum lögfræðingar og lögfræði-
menntaðir starsfmenn vel að vígi, en
engin starfsstétt hefur bætt vígstöðu
sína á vinnumarkaði jafn mikið og
lögfræðingar í kjölfar bankahruns-
ins. Þá hefur eftirspurn eftir tölvu-
sérfræðingum einnig aukist innan
bankanna í seinni tíð eftir því sem
DV kemst næst.
Að öllu samanlögðu eru vísbend-
ingar um að launaskrið sé talsvert
innan bankanna. Það sé þó eink-
um bundið við tiltekna hópa inn-
an bankanna, einkum stjórnendur
og sérfræðinga á borð við lögfræð-
inga. Á grundvelli árshlutauppgjörs
bankanna má ætla að launakostn-
aður þeirra verði að minnsta kosti 3
milljörðum króna hærri á þessu ári
en í fyrra.
Launakostnaður stóru bankanna þriggja verður að minnsta kosti 3 milljörðum króna hærri á þessu ári en
því síðasta þótt starfsmönnum hafi ekki fjölgað að ráði. Meðalhækkunin fyrir hvert stöðugildi er mest hjá
Arion banka en minnst hjá Landsbankanum. Vísbendingar eru um að launaskriðið komi fyrst og fremst
stjórnendum, lögfræðingum og tölvusérfræðingum til góða.
Launakostnaður banka
eykst um 3 miLLjarða
jóHAnn HAuksson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Níu mánaða upp-gjör þeirra nú
bendir til þess að kostn-
aðurinn verði um 30 millj-
arðar króna. Hækkunin
nemur um 12 prósentum.
Hófstilltur
Launakostnaðurinn
hækkarminnsthjá
Landsbankanumsem
eríeiguríkisins.
Fer milliveginn Launakostnaðureykst
um9prósentmilliáraundirstjórnBirnu
Einarsdóttur,bankastjóraÍslandsbanka.Það
erumtalsvertumfram2,5prósentasamn-
ingsbundnahækkun.mynd RóbeRt Reynisson
Hæstiréttur staðfestir fangelsisdóm yfir nauðgara:
Þrjú og hálft ár fyrir nauðgun
Tomasz Burdzan, karlmaður á fer-
tugsaldri, var á fimmtudag dæmd-
ur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyr-
ir nauðgun. Hæstiréttur vísaði
framburði hans á bug sem ótrúverð-
ugum en hann sagðist fyrir rétti ekki
skilja hvernig sæði hans komst inn í
leggöng fórnarlambsins.
Konan kærði nauðgun í fyrrasum-
ar og greindi frá því að Burdzan hefði
boðið sér heim til hans því hún hefði
þurft að hringja. Þegar inn var kom-
ið hefði hann hrint henni á skáp með
þeim afleiðingum að hún vankaðist.
Í framhaldinu þótti dómara sannað
að Burdzan hefði átt við konuna sam-
ræði en í vitnisburði neitaði hann því
staðfastlega. Hann sagðist hafa feng-
ið sáðlát áður en til samræðis kom
en lífsýni úr nærfötum og kynfær-
um konunnar sýndu fram á annað.
Sæðis frumur úr Burdzan fundust
í leggöngum konunnar. Sjálfur gaf
hann skýringar sem dómara þótti
ótrúverðugar.
Hæstiréttur komst að þeirri niður-
stöðu að framburður Burdzans væri
ótrúverðugur. Fyrir vikið var þriggja
og hálfs árs fangelsisdómur yfir hon-
um staðfestur og hann dæmdur til að
greiða fórnarlambinu eina og hálfa
milljón króna í bætur.
Burdzan hefur ekki verið dæmd-
ur áður hérlendis en yfirvöld í Pól-
landi, þaðan sem hann kemur, hafa
gefið það út að hann hafi þar verið
sakfelldur árið 2000 fyrir tilraun til
nauðgunar.
trausti@dv.is
Hæstiréttur Íslands Karlmaðurvar
dæmdurífangelsifyrirnauðgun.
sýknaður í
Hæstarétti
Skúli Steinn Vilbergsson, sem er betur
þekktur sem Skúli Tyson, var sýkn-
aður í Hæstarétti Íslands af ákæru
um að hafa slegið kærustu sína með
glasi í andlitið á skemmtistaðnum
Yello í Reykjanesbæ. Skúli hafði ver-
ið sakfelldur í héraðsdómi og hlaut
þar fimm mánaða skilorðsbundinn
fangelsisdóm. Skúli sagðist hafa rekið
bjórglasið í andlit kærustunnar þegar
hún sparkaði í klofið á honum. Hæsti-
réttur klofnaði í málinu, því þessa
skýringu tóku Ólafur Börkur Þorvalds-
son og Jón Steinar Gunnlaugsson trú-
anlega. Þriðji dómarinn sagði þessar
skýringar hins vegar fráleitar.