Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 20
20 erlent 10. desember 2010 föstudagur Kadyrov er hinn tsjetsjensKi stalín Ein magnaðasta frásögnin sem hefur komið í ljós í kjölfar birting- ar Wikileaks á skjölum frá banda- ríska utanríkisráðuneytinu er ætt- uð frá Rússlandi, nánar tiltekið frá sjálfsstjórnarlýðveldinu Tsjetsjen- íu. Um sumarið 2006 var fyrrver- andi sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, William Burns, boð- ið í þriggja daga brúðkaupsveislu sem haldin var í Dagestan í Norð- ur-Kákasus – næsta rússneska fylki við Tsjetsjeníu. Þar fagnaði Gadzhi Makasjev, þingmaður og olíubar- ón, brúðkaupi sonar síns. Þar var einnig viðstaddur Ramzan Kady- rov, forseti Tsjetsjeníu, en hann er jafnan talinn valdamesti leiðtogi sjálfsstjórnarhéraða í Rússlandi. Kadyrov þessi er áhugaverður maður og hafa margir sagt að hann sé nútímaútgáfa af Ívani grimma, sem var keisari Rússlands á 16. öld. Við nánari skoðun virðist ljóst að samlíkingin er alls ekki langsótt, enda hikar Kadyrov ekki við – frek- ar en Ívan fyrir um 450 árum – að taka það sem hann vill, þegar hann vill. Hann ræður lögum og lofum í Tsjetsjeníu og ryður úr vegi hverj- um þeim sem dregur völd hans í efa. Fimm kíló af gulli í brúðkaupsgjöf Burns lýsir brúðkaupsveislunni af nákvæmni. Um miðjan dag voru um þúsund gestir samankomnir á „risavöxnu“ sveitasetri Makasjevs við strendur Kaspíahafs. Á borðum voru risavaxnar styrjur og á hverju borði var heilgrillað lamb. Ekki skorti heldur veigarnar, en Burns sagði að hann hefði sjaldan eða aldrei orðið vitni að annarri eins áfengisneyslu. „Þegar fór að bera á áfengisskorti sendi Gadzhi flugvél að sækja mörg þúsund flöskur af Beluga-vodka.“ Þegar klukkan sló átta var kom- ið að innkomu Kadyrovs. Þustu skyndilega inn í veislusalinn tugir vopnaðra stríðsmanna og mynd- uðu tvær raðir sem stóðu and- spænis hvor annarri í viðbragðs- stöðu. Gekk Kadyrov loks inn, íklæddur venjulegum bol og galla- buxum. Brúðkaupsgjöf hans var ekkert slor, fimm kílóa gullklump- ur – að því er virtist beint úr nám- unni. Eftir flugeldasýningu var tekið til við að dansa lezginka, þjóðar- dans Tsjetsjena. Þar dansa tvær ungar konur við þrjá drengi. Þeg- ar þarna var komið sögu voru bæði Kadyrov og Gadzhi orðnir talsvert ölvaðir. Burns segir: „Fyrst byrj- aði Gadzhi að dansa með og síð- an Kadyrov einnig. Hann dans- aði klunnalega með gullhúðaða skammbyssu sína undir buxna- strengnum. Þeir tóku báðir að fleygja 100 dollara seðlum á dans- arana, en þeir hafa sennilega feng- ið um 5.000 dollara áður en yfir lauk.“ Eftir dansinn var Kadyrov á bak og burt, hann ók með hermönnum sínum aftur til Grosní, höfuðborg- ar Tsjetsjeníu. Þegar Burns spurði aðra gesti hvers vegna Kady rov gisti ekki í Dagestan eins og aðrir gestir, fékk hann það svar að „… Ramzan gisti aldrei nokkurs stað- ar.“ Alinn upp í blóði Kadyrov er ungur að árum, hann er fæddur árið 1976 og því aðeins 34 ára. Faðir hans, Akhmad Kady- rov, var einnig stjórnmálamað- ur en honum var ráðinn bani árið 2004. Þegar Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1990 leiddi Akhmad Kadyrov uppreisnarmenn í Tsje- tsjeníu sem kröfðust sjálfstæðis og í kjölfarið hófst Tsjetsjeníu stríð hið fyrra. Þar var Ramzan lykilmað- ur, þótt hann hafi ekki verið nema 16 ára gamall. Hann leiddi hóp skæruliða sem var talinn sérstak- lega ofbeldisfullur. Árið 1999, í síðara Tsjetsjeníu- stríðinu, ákváðu Kadyrov-feðgar að semja við Rússa, gegn því að þeir myndu fara með völdin þegar stríðinu væri lokið. Hefur Khady- rov og einkaher hans æ síðan notið stuðnings rússnesku leyniþjónust- unnar FSB, en undanfara hennar þekkja margir undir nafninu KGB. Þrátt fyrir að Ramzan Khadyrov hafi nú tögl og hagldir í Tsjetsjen- íu og stjórni þar með tsjetsjenska hernum heldur hann enn úti einkaher sínum – en hann gengur undir nafninu „kady rovítar“. Sér hann um ýmis skítverk fyrir leið- toga sinn, eins og pyntingar eða pólitískar aftökur. Komst ungur til valda Eftir að Akhmad Kadyrov var ráð- inn bani leið ekki á löngu uns son- ur hans komst til valda. Hann var skipaður varaforsætisráðherra strax eftir morðið og ári síðar var hann orðinn forsætisráðherra, að- eins 29 ára að aldri. Hann lét það verða sitt fyrsta verk að innleiða hluta sjaría-laga í lagabálk Tsje- tsjeníu en Kadyrov er múslimi. Hann bannaði bæði fjárhættuspil og áfengisneyslu og hvatti karla til að stunda fjölkvæni. Þegar Ram- zan var orðinn forsætisráðherra var hann eitt sinn spurður með hvaða hætti hann hygðist hefna föður síns. „Ég hef nú þegar drep- ið þann sem ég þurfti að drepa. Og þeir sem stóðu við bakið á honum, ég mun drepa þá líka. Ég mun halda áfram að elta þá uppi og drepa þangað til ég verð sjálfur drepinn eða dæmdur í fangelsi.“ Sjálfumglaður forseti Samkvæmt lögum í Tsjetsjeníu getur enginn undir 30 ára aldri orðið forseti. Það kom því ekki á óvart að skömmu eftir þrítugs- afmæli Kadyrovs sagði þáverandi forseti af sér og Vladimir Pútín, þáverandi forseti Rússlands, stað- festi skipun Kadyrovs sem næsta forseta. Síðar voru haldnar kosn- ingar sem Kadyrov sigraði í með yfirburðum, hlaut um 83 prósent atkvæða. Síðan þá hefur sjálfum- gleði Kadyrovs verið áberandi. Hvarvetna í Tsjetsjeníu er að finna risavaxnar veggmyndir af honum til að minna fólkið á hver það er sem fer með valdið. Mannréttindi virt að vettugi Það sem hefur öðru fremur tryggt sess Kadyrovs sem leiðtoga Tsje- tsjeníu er samband hans við Pút- ín. Á milli þeirra virðist ríkja gagn- kvæm virðing, jafnvel aðdáun. Kadyrov á það sameiginlegt með Pútín að vera sakaður um að virða mannréttindi og tjáningarfrelsi að vettugi. Hann glímir enn við skæruliða sem halda til í Kákasus- fjöllum, en til að ná til þeirra beit- ir hann grimmilegum aðferðum. Gruni hann, eða meðlimi í einka- her hans, einhvern um að vita hvar skæruliðar kunna að halda sig er sá hinn sami handsamaður og pyntaður uns hann veitir „full- nægjandi“ svar. Þá er listi pólitískra andstæðinga Kadyrovs sem hafa fallið í valinn of langur til að telja upp, þó hann hafi alltaf neitað sök þegar böndin berast að honum. Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu skilaði skýrslu um ótrúlegt brúðkaup í Tsjetsjeníu. Þar hitti hann fyrir Ramzan Kadyrov, forseta Tsjetsjeníu og einn mesta harðstjóra í heimi. Hann er aðeins 34 ára gamall og barðist fyrst í stríði 16 ára. Hann ryður andstæðingum sínum miskunnarlaust úr vegi. bjöRn teitSSon blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Ég hef nú þeg-ar drepið þann sem ég þurfti að drepa. Og þeir sem stóðu við bakið á honum, ég mun drepa þá líka. Einn pólitískra andstæðinga Kadyrovs var rússneska blaðakonan og rithöfundurinn Anna Politkovskaya. Fannst hún myrt í lyftu íbúðarhúsnæðis síns í Moskvu í ágúst 2006. Hafði hún verið skotin fjórum sinnum, þar af einu sinni milli augnanna af stuttu færi. Margir eru á þeirri skoðun að það hafi verið Kady rov sem fyrirskipaði morðið en hann hefur ávallt þvertekið fyrir að hafa átt hlut að máli. Samband Kadyrovs við Politkovskayu gæti þó gefið vísbendingar um annað. Þegar hún tók viðtal við Kadyrov árið 2004, þegar hann var aðstoðarforsætisráðherra, sagði aðstoðarmaður hans við Politkovskayu: „Einhver hefði átt að skjóta þig úti á götu, eins og er gert í þessari Moskvu þinni.“ Kadyrov tók undir og sagði: „Þú ert óvinur, sem á að skjóta.“ Ritstjóri Politkovskayu átti einnig von á stórri grein frá henni um meðferð kadyrovíta á föngum sínum, pyntingum þeirra og morðum. Sú grein komst aldrei til skila. Í síðustu greininni sem henni tókst þó að skila var að finna orðin: „Kadyrov er hinn tsjetsjenski Stalín.“ Morðið á Politkovskayu Ramzan Kadyrov Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu segir hann „stríðs- herra, það er hreint og klárt“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.