Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 22
„Þetta var sá tími þegar við vorum að koma gömlu flokksblöðunum út úr flokknum,“ sagði Jónas aðspurð- ur hvað væri merkilegast í sögu DV. „Dagblaðið og DV voru leiðandi í því að losa um tengslin við flokkana. Fram að því stjórnuðu stjórnmála- flokkarnir öllum prentmiðlum og út- varpinu líka. Það var ekkert annað til þá. Við vorum að glíma við önn- ur vandamál en eru til staðar núna. Þetta var misjafnlega auðvelt en gerðist á löngum tíma. Auðvitað voru átök á köflum en þess á milli var frið- sælla. Það komu til dæmis upp uppá- tök sem leiddu til þess að Vísir klofn- aði á sínum tíma. Þá var Dagblaðið stofnað. Sem var svona millibil frá Vísi á undan og DV á eftir.“ Dagblöð voru málgögn Hann segist alltaf hafa verið sann- færður um að hann væri að gera rétt. „Ég var búinn að vera í háskóla í Þýskalandi og sætti mig aldrei við að ástandið á Íslandi væri með hætti sem ekki þekktist annars staðar. Að það væru gefin út dagblöð sem væru málgögn en ekki fréttablöð. Mér fannst óhugsandi að blöðin væru eins og Morgunblaðið, sem var málgagn. Morgunblaðið hefur alltaf verið ein- strengingslegt. Ég var af nýrri kyn- slóð og féll ekki í þennan farveg sem gömlu mennirnir voru í. En Morg- unblaðið hefur alltaf verið blað sem er mjög eindregið í mjög sérstökum skoðunum. Vísir varð að Dagblaðinu og síðan DV. Á þeim tíma hætti það að vera málgagn.“ Í starfssögu sinni lýsir Jónas því þegar hann baðst undan því að verða ritstjóri árið 1965 þegar leitað var til hans. „Raunverulega hafði ég ekki reynslu í það. Ég kunni voðalítið í faginu þegar ég byrjaði en það kom á löngum tíma þannig að ég þreifaði mig áfram. Ég óx inn í starfið. Ef menn kunna ekki það sem þeir gera þá vaxa menn inn í það.“ Hann segir að hans helsti kostur hafi verið að hann hlust- aði bara mátulega mikið á aðra. „Mest lítið. Ég held að það hafi verið aðal- lega það.“ Mátti ekki tala um ljót mál Að hans mati var besti tíminn á ferlin- um þegar Dagblaðið var og hét. „Með- byrinn var mestur á Dagblaðstíman- um. Það var mikið peningaleysi en það var mjög gaman að vinna þá. Það var mest stemningin þá. Þá vorum við í nánustum og bestum tengslum við samfélagið. Síðan voru margir ósáttir við sameininguna. Þeir töldu að Dag- blaðið Vísir væri ekki lengur eins óháð og Dagblaðið hafði verið. Þannig að við áttum ekki sama pláss í hjörtum fólks eftir sameininguna og fyrir hana. Svo bættist það við að allur almenningur var ósáttur við opna fjölmiðlun. Allur almenningur taldi að það ætti ekki að tala svona opinskátt um hlutina, að oft mætti satt kyrrt liggja og að við værum ósvífnir og dónalegir og allt það. Þetta hefur alltaf fylgt DV. Við höfum ekki verið á alveg sömu línu og almenning- ur. Það er fyrst núna eftir hrunið að fólk áttar sig á því hvað það er mikilvægt að hafa freka og róttæka blaðamennsku. Fyrir hrun töldu menn að það ætti ekki að tala um ljót mál. Það væri bara skí- tugt að tala um svoleiðis. Á því byggði styrkur Morgunblaðsins, hann féll að þessu almenningsáliti, að það ætti helst að þegja um alla hluti.“ Án eftirsjár Hann hefur nú ekki tekið það mikið inn á sig. „Nei, ég er með þykkan skráp, þannig séð. Ég þjáðist nú ekki mik- ið. Ég man ekki til þess. Þegar ég var þarna í smá tíma með Mikka [Mika- el Torfasyni] þá varð smá uppákoma með perrann á Ísafirði. En það kom hratt yfir og var fljótt búið. Það voru ekki mikil óþægindi í kringum það. En þetta var dæmi um það hvað almenn- ingsálitið á Íslandi var krumpað. Þetta myndi ekki gerast núna. En þessar að- stæður voru í samfélaginu á þessum tíma. Menn töldu að allt væri svo flott í samfélaginu að það ætti ekki varpa neinum skugga á það.“ Hann sér ekki eftir neinu. Ekki al- varlega allavega. „Það er margt sem ég hefði viljað gera betur. En það er ekk- ert sem nagar mig núna. Alls ekkert. Ég get ekki séð hvað það ætti að vera. Ekki perramálið á Ísafirði. Það nagar mig alls ekki. Ég sagði af mér til að draga úr óþægindum blaðsins, ekki af því að ég féllist á gagnrýnina. Alls ekki. Ég held að almenningsálitið hafi líka breyst í því máli. Menn vilja helst gleyma því hvað þeir voru æstir þá. Ég hef ekki tekið eftir öðru. En út af fyrir sig er mér alveg sama. Ég hef engan áhuga á því að stimpla það inn að nú sé almenn- ingsálitið komið á minn stað í ákveðn- um málum. Ég hef ekki það mikla trú á skoðunum fólks úti í bæ. Ég veit að þær eru oft grundaðar á mismunandi upp- lýsingum og tilfinningum. Það plag- ar mig ekki neitt að fólk sé ósammála mér. Mjög lengi hefur það ekki gert það,“ segir hann. Krafa um gagnrýni Jónas telur að aðstæður fyrir útgáfu gagnrýnins fjölmiðils séu betri nú en áður. „Það er ekki sama andstaða og var þá. En það er hins vegar þannig að dagblöð eiga erfiðara uppdráttar núna en þá. Dagblöð voru mjög mikið not- uð þá af öllum aldursflokkum en núna hefur orðið rof í því. Dagblöð eru víkj- andi. Þeim hefur fækkað og útgáfu- dögum hefur fækkað. Efnahagslega er erfiðara að gefa út dagblað í dag. Það var best á níunda og tíunda áratugn- um. Þá var DV tiltölulega öflugt fjár- hagslega.“ Spurður út í eftirminnilegustu frétt- irnar sem DV birti á ritstjóratíma hans nefnir hann nokkur dæmi sem snúa öll að rannsóknarblaðamennsku. „Ég man nú til dæmis eftir því þegar Reynir Traustason var í Landssímamálinu og máli Árna Johnsen. Svoleiðis mál eru mér eftirminnilegust.“ Minnisstæð mál „Árna Johnsen málið er mér minnis- stætt því við drógum þetta mál upp með töngum hægt og bítandi í mik- illi andstöðu við Morgunblaðið sem bar allt til baka jafnóðum sem við sögðum. En það endaði með því að við sátum uppi með allar staðreyndir klárar og málið fór svona eins og það fór. En það var mjög erfitt í vinnslu. En 22 FRÉTTIR 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR „VIÐ LÉTUM EKKI STOPPA OKKUR“ Jónas Kristjánsson var ritstjóri Vísis, Dagblaðsins og svo DV á tæplega 40 ára tímabili. Hann segir það merkilegasta á ferlinum hafa verið að losna undan tengslum við stjórnmálaflokkana. INGIBJÖRG DÖGG KJARTANSDÓTTIR blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Jónas Kristjánsson SatlengstallraíritstjórastóláDV.Hannháðimiklabaráttufyrir þvíaðfjarlægjafjölmiðlafráflokkspólitík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.