Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Qupperneq 23
það skipti máli af því að þarna var um að ræða stjórnmálamann, þjófnað og mútur. Þetta mál fór á leiðarenda og Árni var dæmdur fyrir þjófnað. Þarna var felldur maður sem var einn af máttarstólpum þjóðfélagsins. Biskupsmálið var líka mjög erfitt. Því þar var um að ræða mann sem var á toppnum á þjóðfélaginu og menn voru mjög reiðir út af því. Topparn- ir á samfélaginu töldu að þetta væri örugglega mikill misskilningur. Þetta væri víðfrægur heiðursmaður. Menn gátu bara ekki kyngt því að það gæti verið eitthvað athugavert við hann. En við birtum málið engu að síður. Við létum ekki stoppa okkur.“ Dóttir biskupsins, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, steig fram fyrr á þessu ári og greindi frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyr- ir af hálfu föður síns. „Það var síðbúin staðfesting á því sem við höfðum sagt. Það var ágætt. En ég er orðinn fjarlæg- ur þessu núna, það er svo langt síðan ég hætti. En auðvitað finnst mér það mjög fínt þegar ég sé að gamlar fréttir úr DV eru staðfestar.“ „Sáttur við blaðið“ Jónas er stór hluti af sögu DV og hann fylgist enn með blaðinu. „Ég er ósköp sáttur við blaðið eins og það er. En ég er ekki lengur í þessum ritstjóragír. Ég skrifa blogg um þjóðfélagsmál, ég skrifa um reiðleiðir fyrir hesta, ég skrifa um veitingahús og ég skrifa um ferðalög til útlanda. Áhugamál- in eru dreifðari. Þetta er allt annað líf en þegar ég var ritstjóri og stóð í dag- legu stressi út af stóru og smáu. Ég er kominn dálítið langt frá því.“ Annar núverandi ritstjóra blaðs- ins, Reynir Traustason, kom fyrst til starfa á DV í tíð Jónasar. Hann hlær þegar hann er spurður að því hvort hann hafi verið kennari Reynis: „Ég vona það. Ég var alveg klár á því í upphafi að það væri fínt að fá hann inn. Hann var skipstjóri og hafði ver- ið fréttaritari fyrir vestan. Ég sá að þetta var maður fyrir okkur. Ég hef alltaf haft meiri trú á sjómönnum en háskólamönnum í blaðamennsku. Þeir skrifa miklu betri íslensku og eru í nánari tengslum við samfélagið en þeir sem hafa verið í einhverjum fílabeinsturnum. Fólk kemur núna í blaðamennsku beint úr skólum og hefur ekki unnið neina vinnu og kann enga íslensku. Það er skelfilegt að fylgjast með mörgum íslenskum fjölmiðlum núna upp á það að gera. Þarna er um að ræða fólk sem kem- ur úr námi í fjölmiðlafræði og hefur ekki lært neitt á þjóðfélagið.“ Góður fjárhagur þýðir frelsi Hann segir DV hafa tekið góða ákvörð- un um að fækka útgáfudögum núna þegar það er minni notkun á dagblöð- um. „Þá eru meiri líkur á því að dæm- ið gangi fjárhagslega upp. Um það snýst málið. Á meðan fjölmiðill stend- ur undir sér og hefur sæmilegan fjár- hag, þá er hann frjáls. Dagblöð þurfa að leita leiða og DV hefur fundið þessa leið. Ég held að það sé ekki hægt að hugsa sér betri stöðu á DV en einmitt núna. Það hefur verið mikið líf í blað- inu undir núverandi ritstjórn. En því miður er fólk ennþá að segja að þetta sé eitthvert sorablað. Það mál verður ekkert leyst. Það verður bara að taka því að sögumanni verður alltaf kennt um ótíðindi. Ef menn eru að skrifa um eitthvað sem er ljótt eða ógeð- fellt þá fer skíturinn inn á þann sem skrifar. Þannig hefur það alltaf verið í mannkynssögunni. Við sjáum þetta alls staðar. Við sjáum hvað er að ger- ast með Wikileaks. Þar er sögumanni kennt um ótíðindin. Þeir eru ekki að velta ótíðindunum fyrir sér heldur sögumanninum. Það er ekkert sér- íslenskt. Við höfum bara átt erfiðara en mörg önnur lönd því hérna voru flokksblöð í gangi áratugum eftir að þau voru hætt annars staðar á Norð- urlöndum. Þannig að þróunin hér var langt á eftir öðrum löndum. En eins og nú er, þá er þar enginn munur. Við náðum í skottið á fjölmiðlun eins og hún þekkist á Vesturlöndum annars staðar. Af því er ég stoltastur.“ FÖSTUDAGUR 10. desember 2010 FRÉTTIR 23 Saga DV er saga fjölmiðlis sem braust undan flokkspólitík og klíkuskap og varð frjáls og óháður. Með tilkomu Dagblaðsins varð fjölmiðlun á Íslandi sambærileg því sem þekktist erlendis. Blaðið braust undan flokknum Á laugardag verður slegið upp veislu á Ingólfstorgi. Tilefnið er ærið en þá verður DV 100 ára. DV er elsti fjöl- miðill landsins en DV varð til þeg- ar Dagblaðið og Vísir sameinuðust undir eina sæng. Fyrsta tölublað Vís- is kom út í desember árið 1910. For- síðuefnið var smáauglýsing eins og tíðkaðist næstu árin. Frétta- og auglýsingablað Reykvíkinga Einar Gunnarsson stofnaði Vísi sem óháð frétta- og auglýsingablað fyrir Reykvíkinga árið 1910, þremur árum áður en Morgunblaðið hóf göngu sína. Sagt er að Morgunblaðið hafi átt að heita Dagblaðið en að Einar hafi komið í veg fyrir það með því að gefa út lítinn blöðung með því nafni rétt áður en von var á fyrsta eintaki Moggans. Árið 1915 tók Jakob Möller við Vísi sem eigandi og ritstjóri. Páll Steingrímsson, Kristján Guðlaugs- son, Hersteinn Pálsson og Gunnar G. Schram störfuðu allir sem ritstjórar á einhverjum tímapuntki í sögu blaðs- ins. Á ritstjórnartíma Jakobs Möll- er og Kristjáns Guðlaugssonar hall- aðist blaðið að Sjálfstæðisflokknum í landsmálum. Samt var blaðið ára- tugum saman fyrst og fremst reyk- vískt. Jónas ritstjóri Vísis Árið 1965 var Jónas Kristjánsson ráðinn sem fréttastjóri blaðsins, en hann kom af Tímanum. Þá var Gunnar G. Schram ritstjóri blaðs- ins og Þorsteinn Thorarensen að- alfréttastjóri. Sumarið 1966 vakn- aði Jónas síðan upp við að Sigfús Bjarnason í Heklu, einn stjórnar- maður DV, hringdi dyrabjöllunni klukkan sex að morgni. „Hann vildi mig sem ritstjóra segir Jónas,“ í starfsögu sinni Frjáls og óháður. „Ég sá á því öll tormerki, ég væri of ungur og óreyndur. Hefði mest lagt fyrir mig tæknileg atriði. Sigfús hló og sagði, að það væri einmitt kosturinn við mig.“ Eftir að hafa drukkið morgunkaffi með Sigfúsi í nokkur skipti ákvað Jónas að slá til. Hann tók við starfinu þann 1. september 1966 og sinnti því allt til ársins 1975. Á þeim tíma fjarlægð- ist Vísir flokkspólitík. Blaðið varð landsblað og tekin voru upp vinnu- brögð, sem tíðkuðust á erlendum fréttamiðlum. Reglubundnar skoð- anakannanir hófust árið eftir. Út- breiðsla blaðsins jókst mikið og af- koma blaðsins varð mjög góð. Blað fólksins Breytingarnar voru þó ekki átaka- lausar og svo fór að Jónasi var sagt upp. Þorsteinn Pálsson tók þá við sem ritstjóri Vísis. En um leið og Jónas lét af störfum hóf hann undir- búning að nýju dagblaði ásamt fleir- um. Heimili hans var breytt í skrif- stofu og fyrsta tölublað Dagblaðsins kom út 8. september 1975, aðeins sex vikum eftir brottreksturinn af Vísi. Dagblaðið var hvorki hefðbundið götusölublað né hefðbundinn Moggi heldur eins konar norrænt milliblað að innihaldi og útliti. Áhersla var lögð á fjörugar og hressilegar fréttir. Dagblaðið var fyrsta frjálsa og óháða blaðið á markaðnum. Lesendabréfin þöktu heila opnu í blaðinu, kjallara- greinar nutu virðingar og almenn- ingur gat keypt smáauglýsingar. Árið 1978 voru menningarverðlaun DV veitt í fyrsta sinn en þau hafa haldið sínum sessi allt fram á þennan dag. Dagblaðið var blað fólksins. Dagblaðið Vísir varð til Dagblaðið og Vísir háðu harða sam- keppni og sá slagur kostaði sitt. Að endingu voru blöðin sameinuð árið 1981. Undanfari sameiningarinnar hafði farið leynt, en sætti miklum tíð- indum í íslenskum blaðaheimi. Nafn sameinaða blaðsins var Dagblaðið Vísir, seinnastytt í DV. Jónas Krist- jánsson var áfram ritstjóri ásamt Ell- ert B. Schram sem var ritstjóri Vísis fyrir sameiningu. Þeirra fyrsta blað kom út þann 26. nóvember. Fjallaði uppslátturinn um óánægju strætis- vagnabílstjóra vegna uppsagna. Fyr- irsögnin var: 120 vagnstjórar skrifa undir mótmæli. Í bók sinni seg- ir Jónas að DV hafi verið betra blað en Dagblaðið en það hafi ekki not- ið sömu hylli almennings. Engu að síður varð DV strax eitt áhrifamesta blað landsins. Lesturinn var kominn í 64% á meðan Morgunblaðið var í 70%. DV var keypt jöfnum höndum um land allt. Óheillatíð DV Ellert starfaði sem ritstjóri í 15 ár og lét af störfum árið 1995. Í kjölfarið komu ritstjórar og fóru. Össur Skarp- héðinsson starfaði sem meðritstjóri Jónasar frá árinu 1996 í eitt ár. Óli Björn Kárason settist svo í ritstjóra- stól árið 1999 og blaðið færðist nær Sjálfstæðisflokknum að nýju. Árið 2002 lét Jónas af störfum. Blaðið varð svo gjaldþrota árið 2003 og kom ekki út í nokkrar vikur. Ekki fyrr en blað- ið var endurreist af nýjum eigendum og þá sem morgunblað undir stjórn Mikaels Torfasonar og Illuga Jökuls- sonar. Árið 2005 var Jónas ráðinn aftur sem ritstjóri DV og þá með Mikael Torfasyni. Í starfssögu sinni talar Jónas um að þar með hafi Gunnar Smári Egilsson fyrrverandi sam- starfsmaður hans hefnt sín á hon- um. „Ég velti boði Gunnars Smára ekki lengi fyrir mér, sagði bara strax ókei. Vildi komast í smá hasar.“ Árið 2006 varð afdrifaríkt í sögu DV. „Við ritstjórarnir féllum svo í febrúar 2006 á frétt um perra á Ísa- firði. Hvert orð var rétt í fréttinni, enda voru fórnardýrum perrans löngu síðar greiddar skaðabætur. Við féllumst ekki á að fara á mis við sannleikann, enda hafði ég marg- tuggið mikilvægi hans á fundum. Við féllum á óviðurkvæmilegri fyr- irsögn og frásagnaranda að mati öflugs hluta þjóðarinnar.“ Bjartir tímar fram undan Reksturinn gekk erfiðlega eftir að fríblöðin komu til sögunnar. Til að mæta erfiðum rekstri var blað- inu breytt í vikublað árið 2006. Ári síðar var DV endurreist sem dag- blað undir stjórn Sigurjóns M. Eg- ilssonar. Reynir Traustason gerðist meðritstjóri Sigurjóns 1. septem- ber 2007. Í desember 2007 tók Jón Trausti Reynisson við af Sigurjóni og í kjölfarið voru ritstjórnir DV og DV.is sameinaðar. Í mars 2010 var DV selt í dreift eignarhald und- ir forystu Reynis Traustasonar rit- stjóra, Lilju Skaftadóttur og fleiri. DV starfar í dag sem frjáls og óháð- ur fréttamiðill. INGIBJÖRG DÖGG KJARTANSDÓTTIR blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.