Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Page 26
Óbeint ofát „Ég er orðinn bjartsýnni en ég var.“
n Guðmundur Þórður Guðmundsson,
landsliðsþjálfari í handbolta, lítur bjartari augum á
HM eftir góðan sigur á Noregi í heimsbikarnum. -Vísir
„Í þessu tilviki ætti
kannski betur við
að kalla þetta
nútíma krossfest-
ingu.“
n Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður skrifaði
grein þar sem hann kemur Gunnari Þorsteinssyni til
varnar í því sem hann kallar krossfestingu nútímans.
-Fréttablaðið
„Óskir mínar
rættust og hann
var bæði hlýlegur
og almennilegur.“
n Rakel Árnadóttir er með heilalömun en hún elskar
Eurovision og hitti eitt uppáhald sitt, Alexander
Ryback, eftir jólatónleika Björgvins Halldórssonar.
-DV
„Ég er sáttur við mína
frammistöðu.“
n Sveinbjörn Pétursson fór á kostum í sínum öðrum
landsleik þegar Ísland vann Noreg í heimsbikarnum.
-Fréttablaðið
„Þetta hljómar ótrúlega en
ég byrjaði að reykja sex ára
gamall.“
n Bubbi hvetur fólk til að gefa sígaretturnar upp á
bátinn - Pressan
100 ára fjöregg
Um þetta leyti eru þau tímamót sem marka 100 ára samfellda útgáfu-sögu DV, Dagblaðsins-Vísis, sem nær allt aftur til 1910 þegar Ein-
ar Gunnarsson, ritstjóri og útgefandi, kom í
framkvæmd þeirri hugmynd að gefa út dag-
blað. Fyrsta eintakið hét Vísir til dagblaðs í
Reykjavík. Þar sannaðist hið fornkveðna að
mjór er mikils vísir. Allar götur síðan í heila
öld hefur þessi prentmiðill haldið velli þótt á
stundum hafi gefið á bátinn.
Í 100 ára sögu hafa langflestir aðstand-
endur Dagblaðsins og Vísis haldið tryggð
við þá stefnu að vinna fyrir almenning og
segja fréttir sem eru sannar. Í fyrsta ein-
takinu árið 1910 sagði Einar ritstjóri eftir-
farandi: „... Dagblaðið ætti aðallega að vera
sannort fréttablað ...“ Það voru fín einkunn-
arorð.
En þótt DV hafi yfirleitt verið fréttablað
í anda fyrsta ritstjórans hafa komið tímar
þar sem myrkrið náði völdum. Nærtækt er
að minna þar á aðdragandann að gjaldþroti
útgáfunnar árið 2003. Það fól í sér dauðann
þegar ritstjórnin undir spilltu eignarhaldi
var neydd til fylgilags við stærsta stjórn-
málaflokk landsins. Þeir sem héldu á fjör-
eggi fjölmiðilsins ákváðu að breyta honum
í valdatæki, hækju valdsins. Svo langt var
gengið að útsendara flokksins var komið fyr-
ir á ritstjórninni. Blaðamenn voru neyddir
til að ganga erinda hans. Og það töpuðu all-
ir. Almenningur sneri baki við blaðinu sem
leiddi til þess að útgáfan varð gjaldþrota.
Sendiboðinn, blaðamennirnir og allt starfs-
fólkið missti vinnuna. Eigendurnir sátu eft-
ir snauðir og æruskertir. Þeir höfði brugðist
þeirri skyldu sinni að viðhalda óháðum fjöl-
miðli. Þeir sviku almenning.
Ritstjórn DV hefur orðið fótaskortur
í gegnum tíðina rétt eins og gerist á öll-
um öðrum fjölmiðlum. Það fer þó ekkert
á milli mála að í 100 ára sögu standa upp
úr fréttamál sem hafa verið samfélaginu
til góðs. Og það er markmið núverandi
ritstjórnar að falla ekki ofan í pytt hags-
munagæslu fyrir sérhagsmunum. DV seg-
ir fréttir og fjallar um þau mál sem koma
fólkinu í landinu við. Að leiðarljósi eru þeir
hagsmunir að fjölmiðillinn standi fjár-
hagslega á eigin fótum. Annars er hætta
á því að myrkrið leggist aftur yfir. Það má
aldrei aftur gerast. 100 ára slagur er að
baki og baráttan heldur áfram.
ReyniR tRaustason RitstjÓRi skRifaR: Eigendurnir sátu eftir snauðir.
leiðari
svarthöfði
26 umræða 10. desember 2010 föstudagur
Leynipóstar Björns
n Meðbyrinn með ævisögu Jón-
ínu Ben minnkaði eftir að ávirð-
ingar hóps kvenna í garð Gunnars
Þorsteinsson-
ar, eiginmanns
hennar, komu
fram. Óljóst er
hver framvind-
an verður á sölu
bókarinnar þar
sem ljóstrað er
upp mörgun
leyndarmál-
um og raunar boðaðar fleiri upp-
ljóstranir. Meðal þess sem þykir
spennandi eru samskipti Jónínu við
Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms-
málaráðherra. Jónina birtir örfáa
pósta þeirra í millum en upplýsir að
hún eigi fjölmarga aðra í handrað-
anum. Þess er beðið að leynipóst-
arnir komi fram.
UmdeiLd
heiðUrsLaUn
n Listinn með þeim 28 einstakling-
um sem þiggja heiðurslaun frá Al-
þingi er kominn
fram og kenn-
ir þar ýmissa
grasa. Hver og
einn fær að gjöf
frá almenn-
ingi rúmlega 1,5
milljónir króna
á ári. Þarna er að
finna ágæt nöfn
sem örugglega verðskulda heiður-
inn, svo sem skáldkonuna dáðu Vig-
dísi Grímsdóttur. Með slæðast svo
einhverjir sem meiri vafi leikur á um.
Hátt ber þar Matthías Johannessen,
fyrrverandi ritstjóra Moggans, sem
af einhverjum lítt útskýrðum ástæð-
um var settur á bitling á sínum tíma.
hannes viLL
spjaLLþátt
n Hannes Hólmsteinn Gissurarson
prófessor er á meðal fyndnustu
fræðimanna landsins. Þegar hann
er ekki í vinn-
unni í Háskóla
Íslands eða að
vinna að árleg-
um stórvirkjum á
sviði bókmennt-
anna leggur
hann lærisveini
sínum á amx.
is lið. Fullyrt er
að Hannes skrifi á vefinn en sjálfur
segist hann aðeins vera til aðstoðar.
Á dögunum var lagt til á vefnum að
Hannes fengi spjallþátt: „Það vantar
nýjan spjallþáttakóng á Íslandi. Ég
mæli með Hannesi Hólmsteini Giss-
urarsyni. Honum yrði vel treyst-
andi...,“ segir amx.is. Menn velkjast
ekki í vafa um að þarna sé Hannes
sjálfur á ferð.
jón axeL í stUði
n Jón Axel Ólafsson athafnamaður
hefur farið mikinn með Eddu, útgáfu
Andrésar Andar. Jón Axel mun hafa
keypt útgáfuna af Björgólfi Guð-
mundssyni, fyrrverandi bankaeig-
anda, fyrir verulega upphæð. Um-
svif útgáfunnar undanfarin misseri
benda ekki til fjárskorts þótt því sé
fleygt að þungt sé undir fæti. Það
léttir þó nokkuð á að Jón Axel virðist
hafa hitt naglann á höfuðið með út-
gáfu Stóru Disney matreiðslubókar-
innar sem hefur rokselst, minni spá-
mönnum að óvörum.
sandkorn
tryggvagötu 11, 101 reykjavík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
umSjón helgarblaðS:
Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
umSjón innblaðS:
Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is
dv á netinu: Dv.IS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 512 7004.
umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur.
Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Ætli venjulegu skrifstofufólki þætti
ekki dásamlegt að fara heim að lokn-
um vinnudegi með skrifstofutöskuna
fulla af bókum. Já, og sérstaklega ef
taskan væri hengd á bakið og inni-
héldi allt að tvöfaldri þyngd venjulegs
skrifstofumanns. Ha ... eitthvað í ná-
munda við tvö hundruð kíló. Jú, þing-
menn allra landa ættu að sameinast
um það að búa svo um hnúta að öllu
fólki verði gert skylt að vinna heima-
vinnu. Að loknum átta stunda vinnu-
degi verða allir menn sem lífsanda
draga að vinna heimavinnuna sína.
Þetta er svona regla sem ætti eigin-
lega að fara í stjórnarskrá. Við látum
börnin okkar vera átta klukkustund-
ir á dag í skóla, fimm daga vikunnar,
fyrst og fremst til þess að okkur auðn-
ist að þræla allavega lögboðnar átta
stundir. Og svo er það heimavinnan.
Já, blessuð horn-
grýtis heima-
vinnan. Þessi
heimavinna sem
ráðamenn unnu
aldrei og vinna
ekki. Heimavinn-
an sem hruninu
olli – vegna þess
að hún var aldrei
unnin. En bless-
uð börnin, þau
verða að vinna
heima.
Víst er eitthvað bogið við það að
kúga ungviðið til setu á skólabekk í
átta klukkustundir á dag og gera svo
þá kröfu, að aukreitis lesi þau skrifi og
reikni í formi heimavinnu. En hitt er
þó heimska að krefjast þess af þokka-
lega gefnu, sæmilega menntuðu og
vel þroskuðu fólki að það sinni starfi
í 8 stundir og í ýmsum tilvikum er
krafan sú að fólk eyði 10 stundum
við vinnu fimm daga vikunnar. Þetta
er náttúrlega fásinna. Ekki síst ef tek-
ið er tillit til rannsókna sem sýnt hafa
að homo sapiens er ekki gerður fyr-
ir nema í mesta lagi 6 klukkustunda
vinnu með góðum afköstum. Ég hef
meira að segja lesið það einhvers
staðar, að fjögurra klukkustunda
vinnudagur tryggi hámarks afköst og
veiti auk þess svigrúm til ánægju og
eðlilegrar hugsunar.
Það er rétt að spyrja: Hvers vegna
í ósköpunum er fólk látið vera á
vinnustað í átta stundir hvern dag
vinnuvikunnar ef afkastageta er hin
sama eftir 4–6 stundir? Getur verið að
fjármagnseigendur séu að reyna að
kreista síðasta svitadropann úr hverj-
um og einum starfskrafti – sama hvað
það kostar – til þess eins að fullnægja
kjánalegum kröfum græðginnar?
Ef fólk væri ekki svona endalaust
upptekið af gróðahyggju sem miðast
við það eitt að skila af sér sem flestum
vinnustundum á degi hverjum, væri
kannski hægt að ætlast til þess að fólk
gæfi sér tíma til að hugsa – að þá færu
Íslendingar loks að vinna heimavinn-
una sína.
Í vinnu hefur maður mátt
í margar stundir híma
en synd er hvað við sýslum fátt
á svona löngum tíma.
Horngrýtis heimavinnan
skáldið skrifar
kRistján
hReinsson
skáld skrifar
En blessuð börn-in, þau verða að
vinna heima.
bókstaflega
Í slendingar eru orðnir fjórða feit-asta þjóð í Evrópu. Fimmti hver Íslendingur glímir við offitu. Þetta er ekkert grín. Offita er ein
algengasta dánarorsökin í hinum
vestræna heimi í dag.
f yrir tveimur áratugum var loksins byrjað að berjast gegn óbeinum reykingum af krafti. Ein auglýsingaher-
ferðin snerist um að reykingar væru
eins og að pissa í sundlaug og ætl-
ast til að vökvinn ógeðfelldi héldist
aðeins á einum stað. Nýleg könnun
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar
leiddi í ljós að 600 þúsund manns
deyja í heiminum á hverju ári vegna
óbeinna reykinga, þar af tvö hundr-
uð þúsund börn.
E kki hefur verið farið í við-líka herferðir gegn offitu eins og reykingum. Í dag er við lýði það skammsýna
viðhorf að óbein offita sé ekki mögu-
leg. En sannleikurinn er sá að fólk
getur orðið fyrir skaðlegum áhrifum
af offitu annarra. Það er vísindalega
sannað að fólk sem umgengst þá
sem borða óhollan mat borðar frekar
óhollan mat sjálft. Börn of feitra eru
miklu líklegri til þess að verða of feit
en börn þeirra sem ekki eru of feitir.
f ólk verður fyrir áhrifum af ofáti og hreyfingaleysi ann-arra. Þetta gildir ekki bara um börn. Ruslfæðismenn-
ing eykur líkur á að óhollur matur
verði fólki of mikil freisting og það
verði of feitt. Þegar einhver borðar
óhollan mat fyrir framan einhvern,
er sá hinn sami að auka líkurnar
á því að maður borði óhollan mat.
Áhrifin eru ekki efnislegur flutn-
ingur eins og óbeinar reykingar. Í
tilfelli óbeinnar offitu er um að ræða
félagssálfræðileg áhrif. En niðurstað-
an er sú sama. Fólk sem verður fyrir
óbeinu ofáti deyr frekar úr offitu,
alveg eins og fólk sem verður fyrir
óbeinum reykingum getur dáið af
þeirra völdum.
Þ essi hætta sem steðjar að börnum sem fullorðnum er af sama stærðarflokki og óbeinar reykingar og því
ættu viðbrögð yfirvalda að vera sam-
bærileg. Fyrst ætti að banna að borða
ruslfæði í opinberum byggingum,
ekki síst til að hreinsa út heilsufars-
lega skaðlega matarmenningu. Svo
ætti að stöðva neyslu ruslfæðis á veit-
ingastöðum. Þeir sem fara á veitinga-
stað verða oft fyrir þeim áhrifum af
umhverfinu að þeir leiðast út í neyslu
á fitandi óhollustu. Það er pissað í
andlega laug þessa fólks. Vissulega
mætti segja að fólk ætti bara að fara
á veitingastað sem býður upp á holl-
an mat. Þetta sé frjálst val. En þessi
sömu rök gætu líka gilt um reykingar
á veitingastöðum.
Þ að er bannað með lögum að tala vel um tóbak í fjölmiðl-um. Sama ætti að gilda um óhollan mat. Enginn ætti að
mega hrósa óhollum mat. Þetta er
ekki svo langsótt. Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir, þingkona Samfylk-
ingarinnar, lagði fram þingsálykt-
unartillögu árið 2007 um að banna
auglýsingar á ruslfæði nálægt barna-
tíma í sjónvarpi. Katrín Jakobsdótt-
ir menntamálaráðherra hefur lagt
fram ný fjölmiðlalög, sem fela í sér að
banna sýningu á sjónvarpsefni sem
„haft getur skaðvænleg áhrif á lík-
amlegan, andlegan eða siðferðilegan
þroska barna“.
V ið erum á barmi þess að fatta að óbeint ofát er jafnhættulegt og óbeinar reykingar.