Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 27
Málefni upp- ljóstrunarvefj- arins Wikileaks snerta Ísland með ýmsum hætti. Ekki að- eins vegna þess að hluti þessa stærsta leka sög- unnar á gögn- um neðan úr dýpstu iðrum bandarískra stjórnvalda eru skýrslur sendimanna stórveldsins í víggerða húsinu þeirra við Laufás- veg – en í þeim er margt ansi kóm- ískt og kauðskt að finna – heldur ekki síður sökum þess að margir Ís- lendingar koma að starfi Wikileaks. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyf- ingarinnar, var til að mynda náinn samverkamaður Julians Assange, leiðtoga hópsins, og hefur ásamt menntamálaráðuneytinu unnið að útfærslu á róttækum lögum um upplýsingafrelsi og vernd uppljóstr- ara – sem myndi gera Ísland að eins konar fríríki uppljóstrana. Íslenska fyrirtækið DataCell sér um greiðslu- miðlun og eftir að Julian Assange var handtekinn í Bretlandi vegna óljósra ásakana um kynferðisbrot í Svíþjóð hefur íslenski rannsóknablaðamað- urinn Kristinn Hrafnsson stigið út úr skugganum og orðið eiginlegur talsmaður hópsins – og þar með nýtt andlit Wikileaks út á við. Málefni Wikileaks koma Íslend- ingum því ekki aðeins við með al- mennum hætti eins og heimsbyggð- inni allri heldur með þráðbeinum hætti. Því stendur nú upp á íslensk stjórnvöld að sýna sjálfstæði og mæta aðför Bandaríkjastjórnar að hópnum með afgerandi hætti. Morð sem stjórntæki? Óhuggulegt hefur verið að fylgjast með herskáum og hreint og beint villimannslegum yfirlýsingum máls- metandi forystufólks í bandarísk- um stjórnmálum um Julian Assange og samverkafólk hans. Sarah Palin, fyrrverandi varaforsetaefni Banda- ríkjanna, sem er líkleg til að hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaframboðs í krafti stöðu sinnar sem andlegur leiðtogi Teboðshreyf- ingarinnar svonefndu, sem gerði það gott í liðnum þingkosningum, lagði til að leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) elti Julian uppi eins og leið- toga al-Kaída og talíbana og að hann ætti að hljóta sömu meðferð. Mike Hucka bee, fyrrverandi forsetafram- bjóðandi repúblikana vildi sömu- leiðis láta ráða Julian af dögum. Í sama streng hafa fleiri tekið. Ummæli málsmetandi stjórn- málamanna vestra um að láta myrða Julian Assange eru eins og út úr svörtustu afkimum Sovétríkjanna á dögum Stalíns en geta varla talist eðlilegar tillögur í siðmenntuðu ríki á tuttugustu og fyrstu öldinni. Við skul- um átta okkur á því að Julian Assange hefur ekki brotið nein lög svo vitað sé. Það kann að vera ólöglegt að brjót- ast inn í tölvukerfi og stela trúnaðar- upplýsingum en Wikileaks er ekki sakað um neitt slíkt. Engin lög banna að fjölmiðill birti opinber gögn sem lekið er til hans. Sumir blaðamenn vilja jafnvel meina að miðillinn hafi hreint og beint siðferðislega skyldu til að birta slíkar upplýsingar – jafn- vel þótt þær séu vandræðalegar fyr- ir sendimenn Bandaríkjanna og við- mælendur þeirra. Aðförin Svo virðist sem bandarísk stjórn- völd fylgi nú af hörku eftir hótunum sínum um að brjóta starfsemi Wiki- leaks á bak aftur. Ráðist var á tölvu- kerfi miðilsins og þrengt er að hópn- um hvarvetna á alþjóðavettvangi. Netgreiðslufyrirtækin PayPal og Post Finance hafa til að mynda lokað á vefinn og sömuleiðis hafa greiðslu- kortafyrirtækin Visa og Mastercard lokað reikningum Wikileaks. Hakk- arar hafa komið fram hefndum fyrir Wikileaks með netárásum en kannski væri ráð að þeir sem styðja frjálsa fjöl- miðlun hætti viðskiptum við fyrirtæki sem taka með þeim hætti þátt í aðför Bandaríkjastjórnar. Yfir Julian hangir nú framsal til Sví- þjóðar vegna fyrrgreindra ásakana um kynferðisbrot sem af fjölmiðlaumfjöll- un að dæma virðast nokkuð málum blandin þótt maður viti auðvitað ekk- ert um það. Alla vega má ljóst vera að endi hann í klóm Bandaríkjamanna hafa samsæriskenningarnar fengið byr undir báða vængi. Skrautflúraðar yfirlýsingar Baracks Obama um upp- lýsingafrelsi sem hann hélt svo mjög á lofti í kosningabaráttunni hafa reynst innantómar og satt að segja virðist lít- ill munur vera á honum og George W. Bush í þeim efnum. Í það minnsta hef- ur hann hvergi, svo ég hafi tekið eftir, fordæmt kröfur bandarískra stjórn- málamanna sem kalla eftir aftöku án dóms og laga. Það hafa íslensk stjórnvöld raunar ekki heldur gert og sú spurning verður áleitnari með hverjum deginum hvað þau muni gera þegar og ef heimsveld- ið í vestri beitir afli sínu með líku lagi gegn okkar eigin Kristni Hrafnssyni? En það er á slíkum stundum sem á manninn reynir. Jón MArgeir sverrisson er átján ára gamall sundkappi sem greindist ungur með þroskahömlun. Hann átti stórbrotið ár í sundi fatlaðra og setti alls nítján Íslandsmet. Hann var á fimmtudaginn útnefndur íþróttamaður ársins hjá íþróttasam- bandi fatlaðra fyrir árið 2010. Hann æfir átta sinnum í viku og stefnir á Evrópumótið og á Ólympíuleikana í London árið 2012. Stefnir á Ólympíuleikana myndin Hver er maðurinn? „Jón Margeir Sverrisson, sundmaður.“ Hvar ertu uppalinn? „Ég er fæddur 1992 og uppalinn í Kópavogi.“ Hvað æfirðu mikið á dag „Ég æfi átta sinnum í viku og þá tvo tíma í senn. Morgunæfingarnar eru reyndar einn og hálfur tími en kvöldæfingarnar eru tveir tímar. Þrekæfingarnar eru samt bara einn tími.“ Hvenær byrjaðir þú að æfa sund? „Svona á bilinu sex til átta ára held ég.“ er alltaf jafngaman að synda þrátt fyrir að æfingarnar séu svona margar og langar? „Já, það er alltaf jafngaman að æfa.“ Hefurðu tíma fyrir eitthvað annað fyrst þú æfir svona mikið? „Ef ég nenni þá fer ég stundum í fótbolta bara til að leika mér eitthvað. Vanalega er ég þó mjög lúinn eftir æfingarnar. Mjög lúinn!“ Hvernig var tilfinningin að vera útnefndur íþróttamaður fatlaðra árið 2010? „Það var bara fínt, alveg virkilega gaman.“ Þý hlýtur að vera ánægður með árið hjá þér, nítján Íslandsmet? „Jú, mjög svo.“ Hvert seturðu svo stefnuna? „Á Evrópumeistaramótið og svo Ólympíuleikana.“ Ætlarðu að vinna gullið á ólympíu- leikunum? „Ég ætla alla vega í það minnsta að komast þangað. Ég veit ekki hvort ég vinn eitthvað.“ Hvernig gengur að ná lágmörkum fyrir ólympíuleikana? „Það gengur vel. Ég var kominn með lágmarkið í 200 metra skriðsundi en ég náði því fyrir ágúst í ár. Ég hefði þurft að ná því eftir ágúst. Það þýðir að ég verð að ná því aftur. Ég hef samt nægan tíma. Ég hef engar áhyggjur af því hvort ég nái lágmarkinu aftur.“ maður dagsins „Mig langar í ný stígvél, því mín eru orðin útslitin og gömul.“ FreyA Mills 21 ÁrS nEMi „nýja úlpu.“ Herbert guðMundsson 69 Ára EftirLaunaÞEgi „Mig langar í nýjan síma.“ lAuFey bJörk svAnsdóttir 17 Ára nEMi „Koss og knús.“ rebekkA leven 17 Ára nEMi „Helst vildi ég fá ferð til new York, en það er bara svona draumagjöf.“ MonikA PiekArskA 19 Ára nEMi hvað langar þig að fá í jólagjöf? dómstóll götunnar föstudagur 10. desember 2010 umræða 27 Hvað segja íslensk stjórnvöld? Engin lög banna það að fjölmiðill birti opinber gögn sem lekið er til hans. kjallari dr. eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur skrifar nei, blessaður! „Heill og sæll, Sigurjón,“ sagði S. Björn Blöndal, sérlegur ráðgjafi borgarstjórans, við þetta tækifæri þegar Jón gnarr kveikti ljósin á jólatré á Hjartatorgi við Laugaveg. „Hann var alltaf í útvarpinu þessi,“ sagði borgarstjórinn og benti á Sigurjón Kjartansson. Mynd sigtryggur Ari JóHAnnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.