Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Qupperneq 28
28 UMRÆÐA 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR Pistlar mínir hér í helgarblaði DV eru undan- tekningarlítið skrifaðir á síð- ustu stundu á fimmtudegi. Og þeir fjalla nán- ast alltaf um það merkileg- asta sem ég hef heyrt eða séð á þeim sama fimmtudegi. Það er einfaldlega eðli svona pistla. Og svo verður einnig um þennan pistil. En þó fjallar hann ekki um Ice- save. KREPPAN MUN LINAST Vissulega er Icesave-samkomulagið mikilvægt. Mjög mikilvægt. Og því var vitanlega afar merkilegt að heyra af því samkomulagi. Ég trúi því al- veg eins og nýju neti að nú þegar niðurstaða er loksins komin í það mál, þá muni kreppan hér á landi linast nokkuð eða ástandið gagn- vart útlöndum að minnsta kosti færast nær því að komast í eðlilegt horf. Og það var ótrúlega vel til fundið hjá Lee Buchheit í viðtali við Kast- ljósið í gærkvöldi að vitna í „hinn gamla íslenska málshátt“ sem segir að „það þurfi þrjá í tangó“. Bersýni- lega skemmtilegur maður, Lee. Og hafi hann þökk fyrir sitt framlag í málinu. En þessi „gamli íslenski máls- háttur“ er samt heldur ekki það merkilegasta sem ég heyrði í gær. GEGNBLAUT OG HÁLFROTN- UÐ LAUFBLÖÐ Og ótrúlegt nokk, þá var það held- ur ekki merkilegast af öllu sem hún sagði, stjúpbarnabarnið sem kom í heimsókn í gær. Þó hjalaði hún þessi ósköp, og sumt var næstum skiljanlegt. Og annað þurfti mað- ur ekki að skilja. Það lá til dæmis í augum uppi hvað hún meinti þegar hún gretti sig og rak upp óánægju- hljóð er hún skreið um úti í renn- blautum garðinum og rak hend- urnar í gegnblaut og hálfrotnuð laufblöð af gullregninu. „Æ, af hverju þarf ég að þola svonalöguð óhreinindi, svona lítil dama sem ég er?” var auðheyrilega það sem hún meinti þegar hún rak upp hljóðið. Það er alltaf skemmtilegt og merkilegt að heyra nýja manneskju byrja að læra að nota tungumálið, og allt sem þessi litla stúlka segir er því stórmerkilegt. En jafnvel það er þó ekki það merkilegasta sem ég heyrði í gær. JÓLAMARKAÐUR SÓLHEIMA Það allra merkilegasta, og það sem ég er viss um að muni verða mér eftirminnilegast frá fimmtudegin- um í gær, það er svolítið ljóð sem mágkona mín fór með fyrir mig og ég fór svo og las sjálfur þar sem það hafði verið rist í tré. Hún hafði rekist niður í jóla- markað Sólheima sem nú er hald- inn í kjallara Iðuhússins við Lækjar- götuna. Þar er margt til sölu af því sem vistmenn á Sólheimum hafa framleitt að undanförnu og kenn- ir ýmissa grasa. Hún er veikari fyrir þvíumlíku dóti en ég og hafði hrifist af mörgu, en mest samt af ljóði einu sem skorið hafði verið út í litla trjá- plötu og fest á staur eða stöng. Ég fór seinna um daginn sjálf- ur niður í kjallarann þar sem jóla- markaðurinn er til að glöggva mig frekar á þessu ljóði, aðallega hvort ekki væri skráð þar nafn höfund- arins sem hún mágkona mín hafði gleymt. ER HEIMURINN LITRÍKARI EN VIÐ HÖLDUM? Því mér fannst strax og ég heyrði ljóðið að þar væri þvílíkt snilldar- verk á ferðinni að ekki aðeins vildi ég leggja það á minnið, heldur yrði nafn höfundarins að fá að varðveit- ast. Það skal tekið fram að ég er ekki að grínast. Mér finnst þetta ljóð snilldarlegt. Ef eitthvert af okk- ar helstu skáldum hefði slysast til að yrkja það, held ég að það yrði líka viðurkennt um leið – og menn myndu leita leiða til að skýra ljóðið og túlka það. Það mætti jafnvel kanna hvort í því felist tilvísanir til Icesave eða atburða hvunndagsins almennt. Er heimurinn einfaldari og svart- hvítari en við höldum, eða er hann þvert á móti litríkari og fjölbreyti- legri? Það mætti ímynda sér að skáld- ið hafi verið að hugsa um eitthvað í þá áttina. En kannski líka eitthvað allt allt annað. Alla vega er hugsun ljóðsins, sem og mynd þess, eftir- minnileg. Og ljóðið á altso skilið að varðveitast – þó höfundur þess sé ekki frægur og orðlagður súrreal- isti eða symbólisti eða ímagisti eða póstmódernisti eða jafnvel bara atómskáld, heldur vistmaður á Sól- heimum og heiti Lárus Sigurðsson. LJÓÐIÐ SJÁLFT … Ljóðið, það er ekki langt, aðeins átta orð í þremur línum, afar viðkvæmt og þó það sé kannski fyrst og fremst fyndið í fyrstu, þá reyndist það fljótt dýpra en ætla mætti. Þetta er alla vega það merkilegasta sem ég heyrði fimmtudaginn 9. desember 2010. Sjö litir regnbogans eru fjórir: svartur og hvítur. Lárus Sigurðsson Þegar ég flutti til Ástralíu sumarið 2008 hafði ég ekki hugmynd um á hverju ég ætti von. Ég vissi að þarna væru dýr sem ég hefði aldrei séð, ég vissi líka að þarna væri yfir- leitt heitt og ég vissi að ég þyrfti bara að gjöra svo vel að láta mér þetta vel lynda, ég hafði nefnilega ekki efni á flugmiða til baka. Í Ástr- alíu bjó ég í litla bænum Wollongong sem er staðsettur rétt suður af Sydney. Bærinn stendur við strönd og eru íbúarnir frekar af- slappaðir. Þeir reyndar skilja ekki íslenskan kaldhæðnishúmor, en það er allt önnur saga. Ég bjó í húsi sem stendur við Keira Street í miðj- um bænum. Tíu mínútur í strönd- ina. Þvílíkur lúxus. Þegar ég flutti þangað var sumarið á norðurhveli jarðar að byrja, en að síga á vetur- inn á suðurhvelinu. Ég hugsaði að sjálfsögðu ekki lengra en svo að ég tók ekki með mér nema eina peysu. „Það er eyðimörk þarna,“ hugsaði ég með mér þegar ég var að pakka. „Það getur ekki orðið svo kalt.“ Ég átti svo sannarlega eftir að komast að öðru. Vetur er vetur, sama hvar hann er. Daginn sem ég kom út fór ég beinustu leið á strönd-ina. Meira að segja áður en ég sótti lyklana að íbúðinni minni. Ég tætti mig úr föt- unum þangað til að boxer-buxurn- ar voru einar eftir og hljóp út í sjó. Ég sá strax eftir þeirri ákvörðun og hljóp upp úr. Sjórinn var ískaldur. Þegar ég var kominn upp úr sjón- um tók ég eftir því að ég var aðal- skemmtiatriði gesta á veitingastað sem stendur við ströndina. Fólk benti og hló. „Sjáið fíflið sem fór út í sjó,“ heyrði ég lítið barn segja. Ég skalf af kulda og skalf af skömm. Sannkallaður aulahrollur. Þegar ég var loksins búinn að finna hand- klæði í töskunni minni og klæða mig í fötin fór ég af stað í leit að íbúðinni minni. Íbúðin var svo sem ekki skammt undan, þó að ég hafi auðvitað þurft að labba í hringi til að finna hana. Taskan í eftirdragi og aulahrollurinn enn í mér. Ég fann svo loksins íbúðina og hugsaði með mér að núna gæti ég loksins hlýjað mér. Nei, svo reyndist ekki vera. Í Ástralíu, að minnsta kosti í ódýrum leiguíbúð- um, geturðu ekki stólað á að þar sé mikil kynding. Mér leið eins og það væri kaldara inni en úti. Frábær tilfinning. Ég skreið und- ir sæng og hjúfraði mig í fósturstellingu með tárin í augunum og sofnaði. Daginn eftir tók sólin á móti mér og tímamis-munurinn fór að segja verulega til sín. Ég ákvað að rölta um bæinn og skoða á hvernig stað ég væri fluttur. Staður- inn reyndist vera hinn þægilegasti og var hitinn vel tempraður. Það var þá bara sjórinn sem var svona kald- ur. Ég eyddi deginum í að spjalla við fólk sem ég hitti, skoða bæinn og kíkja á staðinn sem ég var að fara að vinna á. Allt reyndist eins og ég hafði ímyndað mér. Ég var aftur far- inn að brosa og næstum því hlæja að óförum mínum daginn áður. Brosið varð þó ekki langlíft. Þegar ég rölti til baka, glaður í bragði með piparmyntuís í brauðformi, upp- götvaði ég að ég var týndur. Ég var engan veginn viss um hvar þetta bölvaða Keira Street væri. „Hvar er ég?“ spurði ég sjálfan mig upp- hátt. Ég byrjaði að leita og leita að húsinu sem ég bjó í. Aulahroll- ur gærdagsins var farinn að láta á sér kræla. Hvernig gat ég ekki vit- að hvar ég ætti heima? Ég leitaði og leitaði að mínu ástkæra heimili en allt kom fyrir ekki. Það var ekki fyrr en ég var búinn að ákveða að gefast upp og sofa bara á umferðareyju að ég horfði á hið íðilfagra múrsteins- hús sem ég hafði flutt í daginn áður. „Mér tókst það,“ hrópaði ég. Það hefði ég ekki átt að gera. Mér tókst nefnilega að vekja kóalabjörn. Kóalabjörn sem brást við með því að kasta kúk í mig. Brosið var end- anlega horfið og ég gæddi mér ekki meira á piparmyntuísnum. Ég flutti heim frá Ástralíu þremur mánuð- um síðar, það er þegar ég hafði efni á flugmiða heim. KÓALABIRNIR REIÐAST VÍST TRÉSMIÐJA ILLUGI JÖKULSSON rithöfundur skrifar HELGARPISTILL AÐALSTEINN KJARTANSSON blaðamaður skrifar Illugi Jökulsson skrifar pistla sína á fimmtudögum um það sem honum finnst merkilegast af því sem hann heyrir þann daginn. Ótrúlegt nokk þá snerist það ekki um Icesave í gær. Sól og blíða Það var bara sjórinn sem var kaldur. Sjö litir regn- bogans…
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.