Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Síða 32
32 viðtal texti: indíana ása hreinsdóttir indiana@dv.is 10. desember 2010 föstudagur Ég er búin að ákveða minn tilgang í líf-inu. Ég vil láta öðrum líða vel, það skiptir mig öllu máli. Ég hugsa alla daga um hvað ég geti gert gott í dag. Íslendingar eru að breytast í frostrósir. Þetta ógeð er svo smitandi og hefur orðið til þess að við erum að verða svo grimm í framan,“ seg- ir spákonan Sigríður Klingenberg sem segir neikvæðni smitast manna á milli. „Þetta hefur ekkert með það að gera hvernig fólk hefur það, það sem er smitandi er hvernig við tölum. Orð- in breyta lífi okkar,“ segir hún og bætir við að heimur þeirra sem eyði tímanum í neikvætt tal um kreppu og erfiðleika sé ekki fagur. „Það er allt ömurlegt í kringum þetta fólk því það hefur talað ömurleikann til sín.“ Öskrar á hafið Sigríður skrifaði bókina Orð eru álög þar sem hún fjallar um mátt orðsins og jákvæðs hug- arfars. Hún viðurkennir þó að sjálf sé hún ekki alltaf í góðu skapi. „Ég er alls ekki skaplaus enda finnst mér skaplaust fólk ekki skemmtilegt. Já- kvætt hugarfar kemur skapi ekkert við. Þegar ég er pirruð geri ég eins og Ellý Ármanns vinkona mín – öskra út á hafið af öllum lífs- og sálar- kröftum því sem ég vil henda í burtu. Svo dansa ég trylltan dans til að fá útrás.“ Á sumrin notar hún fótboltakappleiki barna sinna sem andlega hreinsun. „Þar hef ég manna hæst og kem heim í blankandi logni. Við get- um nefnilega fengið útrás á svo mörgu og á skemmtilegan hátt. Ef ég finn hjá mér löngun til að tala illa um náungann ét ég ofan í mig orð- in og losa mig svo við þau ofan í klósettið. Við erum öll göldrótt og ef við göldrum eitthvað neikvætt fær maður það margfalt til baka. Ég er ekki vond út í nokkurn mann en auðvitað verður enginn fullnuma í þessum fræðum. Ég er alltaf að læra og ég læri af fólki enda elska ég fólk út af lífinu.“ Sjö sekúndna knús Sigga segir mikilvægt að við gætum náungans í árferði eins og nú ríkir í samfélaginu. „Ef við þurfum ekki á hamingju að halda til að kom- ast upp úr þessari gryfju sem við erum búin að moka okkur í þá veit ég ekki hvenær. Við þurf- um að hugsa um þá sem líður illa. Í hvert skipti sem þú ert góður við einhvern eykst lífsorkan þín og þér gengur betur svo hvert góðverk bætir líf þitt. Brostu framan í aðra og teldu upp að sjö þegar þú knúsar fólk. Lítil börn deyja ef þau fá ekki snertingu og við erum bara fullorðin börn,“ segir hún og bætir við að óhamingjan megi ekki verða normið. „Okkur má ekki fara að líða vel í óhamingj- unni og verðum að muna að þakka fyrir það sem við höfum en með þökkum fáum við enn meira,“ segir Sigga sem varar við fréttum. „Um 82 prósent frétta eru neikvæð og við verðum ekkert greindari þótt við kunnum þær allar utan að. Við gætum þess vegna verið að horfa á fréttatíma síðan í fyrra án þess að gera okk- ur grein fyrir því.“ Sjálf segist hún aldrei horfa á sjónvarpið. „Ég sleit loftnetið úr sambandi svo ég gæti ekki séð fréttir þótt ég vildi. Ég viður- kenni þó að þegar ég fer í önnur hús og sé sjón- varp fæ ég smá sting í magann – en nei. Ég fer frekar tvisvar í viku í bíó með vinum og fæ mér popp og svo leigi ég mér þætti og horfi á þá þeg- ar mér sýnist.“ Missti mömmu úr þunglyndi Það er ekki skrítið að Sigga vilji berjast gegn því böli sem neikvæðni og svartsýni eru því að móðir hennar svipti sig lífi eftir langa baráttu við þunglyndi. Sigga segir þunglyndi mömmu sinn- ar hafa kennt sér að það sé ekkert upp úr nei- kvæðni að hafa nema óhamingjuna. „Mamma notaði alltaf neikvæð orð. Hún vildi vera raun- sæ og talaði um hvað lífið væri erfitt. Hún var aðeins tólf ára þegar hún fór að tala um að vilja deyja. Henni fannst allt ömurlegt og hún fann ekki hamingjuna hér á jörðinni. Í þannig upp- eldi lærði ég að nota önnur orð til að vilja lifa,“ segir Sigga sem var að mestu leyti alin upp af ömmu sinni. „Amma var allt öðruvísi. Hún var bara frekjudolla. Hún kenndi mér ljóð og ég var farin að yrkja sjö ára gömul. Ég man bara eftir einu neikvæðu ljóði en það orti ég þegar ég var 11 ára: Ligg í rúmi með undarlega þanka þangað til að degi fer að rofa, vakna skólinn, mamma er að banka þá sný ég mér upp í horn og fer að sofa. Mig langar að beita mér fyrir því að sjálfs- víg hér á landi verið rannsökuð. Það er talað um þrjú til fjögur sjálfsvíg í mánuði en ég held að þau séu fleiri,“ segir Sigga sem sjálf gerði til- raun til sjálfsvígs þegar hún var aðeins 18 ára. „Ég átti sjálf sök á allri minni neikvæðni. Ég var í mikilli ástarsorg en ástarsorg getur verið eitt það versta sem hendir okkur. Það að vera hafn- að getur verið verra en að missa einhvern. Þegar mér var hafnað hafnaði ég sjálfri mér og í mörg ár á eftir fannst mér ég ekki nógu góð til að gera nokkurn skapaðan hlut né nógu sæt fyrir nokk- urn mann,“ segir Sigga sem á þessum tíma hellti sér af krafti í trúarbragðapælingar. „Ég lærði Biblíuna utan að, stúderaði öll trú- arbrögð sem ég komst í og las Dale Carnegie – allt til að geta haldið í líflínu og fundið eitthvað sem gæti látið mér líða betur. Ég komst að því að það er best að trúa á sjálfan sig og Guð í sjálfum sér. Við verðum að hafa gaman af lífinu og alls ekki taka það of alvarlega því við komumst ekki lifandi frá því. Við verðum að geta hlegið, velt okkur upp úr sandinum eða hent honum hvert í annað. Bestu minningarnar skapast þegar við eigum engan pening og þurfum að finna upp á einhverju til að hafa ofan af fyrir okkur. Ég var mjög blönk fram að þrítugu en krakkarnir mín- ir muna ekki eftir neinum skorti. Það var alltaf hægt að gera eitthvað skemmtilegt saman.“ Guðmóðir Álftaness Sjálfsvíg ungmenna eru Siggu sérstaklega hug- leikin. „Mamma var 63 ára þegar hún lést. Þetta hafði verið ósk hennar svo lengi og ég sleppti henni frá mér. En það sem drepur mig er þegar ungir krakkar gera þetta í fljótfærni. Það er svo hrikalega sorglegt. Mig langar að fara fyrr inn í skólana með jákvæða orðið. Að ræða við börnin hvernig við getum öðlast betra líf. Við þurfum að horfa í augu þeirra og þau að hlusta á spá- konuna. Hér er alltaf opið hús og til mín kemur mikið af unglingum sem líður illa,“ segir Sigga Ætlar aldrei að verða gömul spákonan Sigríður Klingenberg hefur fundið sinn tilgang í lífinu. Hún ætlar sér að láta öðrum líða vel og berjast gegn neikvæðni og svartsýni. Móðir sigríðar svipti sig lífi og sjálf reyndi sigga sjálfsvíg þegar hún var ung kona. Hún segir móður sína hafa kennt sér að það sé ekkert upp úr neikvæðninni að hafa nema óhamingjuna. sigga er einhleyp en hamingjusöm. Hún myndi þó ekki slá á móti ástinni ef hún bankaði upp á.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.