Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Page 36
36 Pistill Föstudagur10. desember 2010 Fyrir réttum 5 árum birti DV forsíðufrétt sem ekki varð skilin öðruvísi en að jóla- sveinninn væri ekki til. Sagt var frá því að séra Flóki Krist- insson, prestur á Hvanneyri, hefði fullyrt við 6 ára sókn- arbörn sín að jólasveinninn væri ekki til. Þessi atlaga klerksins og DV að jólasveinum lagð- ist ekki sérlega vel í land- ann. Mörgum þótti fráleitt að „rugga“ jólasveinabátn- um og hrófla jólasiðahaldi þjóðar- innar. „Getur DV ekki snúið sér að því að segja satt um eitthvað sem skiptir máli?“ Var nokkuð að því þótt DV hefði það eftir prestinum að jólasveinninn væri ekki til? Átti líka að krefjast þess af blaðinu að það sannreyndi orð hans? Þarf fjölmiðill að sannreyna það hvort Pútín hegðar sér eins og Batman og Medvedev eins og Robin aðstoðar- maður hans þegar bandaríska utan- ríkisþjónustan heldur slíku fram? Að sannleika sér? Einkennilegt að sannleikur skuli ekki vera til sem sagnorð. Af hverju er bara lygin til sem sagnorð? Hún lýgur! Hún … ( sann… ??)! „Sannleikur er það sem gagnast flokknum,“ sagði Lenín eitt sinn og átti við kommúnistaflokk Sovétríkjanna. Hmm… Minnir þetta nokkuð á Flokkinn okkar hér á landi? Sannleikur er það sem kemur að gagni og reynist árangursríkt sögðu bandarísku pragmatistarnir seint á nítjándu öld. (Vont að nota orðið „hentistefa“ um pragmatisma.) Það leynist margt í þessu, bæði hjá Lenín og William James, sem fór fyrir amerísku stefnunni. „Margt af því sem þú heldur fram kemur ekki heim og saman við stað- reyndir,“ sagði nemandi með nokkr- um þjósti við lærimeistara sinn, þýska heimspekinginn Georg Friedrich Hegel, í byrjun nítjándu aldar. „Það er verst fyrir staðreyndirnar,“ svaraði Hegel æsingarlaust. Verst fyrir staðreyndirnar? Ha? Ég spyr: Á að láta þetta viðgangast? Hvernig getur dagblað haldið velli ef það hefur ekki sannleikann að leiðar- ljósi, vegsamar staðreyndir og sann- reynir atvik og gögn alla daga? Hver væri afrakstur vísindanna ef þau fylgdu ekki ströngum aðferðum við að grafa upp „sannleikann“, uppgötva, finna upp og leysa gátur tilverunn- ar? Á maður kannski að trúa því að sannleikurinn sé háður geðþótta og sjálftökuvaldi fína og ríka fólksins? Að sannleikurinn sé á skilmálum sigur- vegaranna? Hegel fór ekkert út af sporinu. Hann var áreiðanlega að segja nem- anda sínum eitthvað um eðli stað- reynda. Með torræðum hætti. Alltaf verið að plata mann Austurríska heimspekingnum Ludwig Wittgenstein var annt um sannleikann og vildi vera viss. Hann, líkt og Hegel og Lenín, var ekkert gefinn fyrir að gera flókna hluti einfalda og lagði til dæmis fram eftirfarandi dæmi: Hugsum okkur að tveir einstaklingar sitji við borð og spili. Hugsum okkur jafn- framt að spilið sé þannig úr garði gert að sá sem leikur fyrsta leikinn vinni alltaf. Meðan mönnunum tveimur er þetta ekki ljóst er um spil að ræða. En í þeirri andrá sem það rennur upp fyrir þeim hvernig í pottinn er búið hættir spilið að vera spil og verður eitthvað allt annað. Merkingarlaust rugl. Með öðrum orðum: Vitundin um það hvernig í pottinn er búið hefur breytt veruleikanum! Hvert fuku „staðreyndirnar“ sem gerðu spilið að spili? Hvernig getur maður komist að því hvort „vitlaust sé gefið“? Best ég fari að skrifa skáldsögur frekar en að basla þetta sem blaða- maður. Meira að segja skáldskap- urinn, uppdiktaður veruleiki rit- höfundanna og leikritaskáldanna, bregður oft betri birtu á sannleikann í lífi okkar en staðreyndahjal fjölmiðl- anna. Lygin á fjölum leikhússins segir sannleikann um okkur sjálf. Íslands- klukkan segir mér kannski meira um fúlan pytt bankahrunins en sannleik- ur fjölmiðla og sannleiksnefnda um samtíma minn? „Það er nú dálítið afstætt“ Eigum við kannski að trúa því að sannleikurinn sé afstæður? Er það rétt að allt sé afstætt? Stutta svarið er, að næstum allt er afstætt. Langa svarið er, að orka er sama sem massi margfaldaður með ljóshraða í öðru veldi. Hver segir það? Það gerði Albert Einstein, höfund- ur afstæðiskenningarinnar. Hann var vingjarnlegur vísindamaður með úfið hár sem sagðist aðeins skilja kenningar sínar snemma á morgn- ana.* Þessu er eins farið með mig. Reykvíkingur stendur illa klædd- ur á hlaðinu á Möðrudal á miðjum vetri. Frostið er 28 stig, hann nötrar og tennurnar glamra uppi í honum. „Helvíti er kalt,“ segir hann við bónda. „Þetta er ekki neitt. Þú hefðir átt að vera hér í fyrra. Þá var kuldinn svakalegur,“ svarar bóndi. Hvor segir satt? Hefði Einstein bara sagt að allt sé afstætt? En 28 stiga frost er nú samt „helvíti kalt“. Ekki satt? Mismunandi sannleikur Annars er verðugt að velta fyrir sér hvort einhver munur sé á sannleika blaðamanna og vísindamanna. Er einhver munur? Stutta svarið er, að fyrir blaða- manninn gildir að vera fyrstur. Fyrir vísindamanninn gildir að hafa sann- anir. Langa svarið er, að blaðamaður- inn má hafa leynilegar heimildir fyrir því sem hann ber á borð sem sann- leika. Vísindamaðurinn má ekki og getur ekki stuðst við neitt slíkt. Blaðamaðurinn þarf að vera fljót- ur og má vera dálítið kærulaus. Vís- indamaðurinn verður að vinna hægt og nákvæmlega. Annars fær hann aldrei Nóbelsverðlaun. Hvað á ég að gera til að fá Pulitzer- verðlaun? Annars er forvitnilegt að skoða hvað gerist þegar blaðamaður reyn- ir að orða niðurstöður vísindanna á mannamáli. Vísindamaðurinn: „Rannsóknin bendir til þess að 10 prósent Íslend- inga, sem orðnir eru 90 ára, eru líkleg til að deyja hálfu ári fyrr en ella ef þeir drekka meira en 4 lítra af tei á sólar- hring.“ Fyrirsögnin í DV: „Þú getur dáið af því að drekka te.“ Hálfsannleikur Og svo eru það öll máltækin sem hafa áhrif á líf okkar og ákvarðanir. Enginn veit hvort þau eru sönn eða ósönn. „Heimskur er jafnan höfuðstór“ og „oft er vit í vænum haus“ eru máltæki sem vísa hvort í sína áttina. Við hvaða sannleika á nú stúlkan að styðjast við val á maka? Fyrra eða síðara máltæk- ið? Er ekki öruggast fyrir hana að velja karlmann með lítinn haus? Eða leita á náðir vísindanna. En hvað með orðræðu stjórn- málamanna? Segja þeir sannleikann um þjóðfélagið? Stutta svarið er nei. Langa svarið er, að orðræða stjórnmálamanna hirðir lítið um sannleika og lygi. Mestu máli skipt- ir að halda trúverðugleika og trausti kjósenda. Þessu er eins farið og með lögfræðing útrásarvíkings sem sak- aður er um að hafa rænt banka inn- an frá. Í dómsal heldur lögfræðing- urinn ekki endilega sannleikanum á lofti heldur því sem getur orðið útrás- arvíkingnum til framdráttar. Fyrir það fær hann laun. Sannleiksfrekjurnar Það er ástæða til að gjalda varhuga við fólki sem telur sig hafa einkarétt á sannleikanum og þykist alltaf hafa rétt fyrir sér. Þannig leit pólski rithöf- undurinn og nóbelsskáldið Czeslaw Milosz á málið. Hann skrifaði bók- ina „Fjötrar hugans“ skömmu eftir að hann flúði kommúnismann í föður- landi sínu árið 1953. Í upphafi bókarinnar hefur Milosz yfir máltæki aldraðs gyðings frá Galis- íu: „Það er mjög gott og engin ástæða til að þrátta ef einhver telur sig í fullri hreinskilni hafa 55 prósent á réttu að standa. Og ef einhver telur sig hafa 60 prósent rétt fyrir sér er það dásamlegt og guðsþakkarverð heppni. – En hvað er að segja um þann sem hefur 75 prósent á réttu að standa? – Það er tortryggilegt að dómi viturra manna. Nú, en hvað um að hafa 100 pró- sent rétt fyrir sér? – Sá sem kveðst hafa 100 prósent á réttu að standa er ofstækismaður, óþokki og hinn versti fantur.“ Að vera gagnrýninn Ég ætla að halda mig við það sem sem ég setti einu sinni á blað og stendur nú á bók: Meginmarkmið fjölmiðlun- ar ætti eiginlega að vera að upplýsa. Það samrýmist vel lýðræðishugsjón- um og góðum uppeldismarkmið- um. Upplýsing getur veitt mönnum ánægju og verið hin besta afþreying auk þess sem hún er talin forsenda skynsamlegrar hegðunar á markaði. Jean Piaget, einn merkasti þró- unarsálfræðingur tuttugustu aldar, heldur því fram, að mesta hætta nú- tímans sé fólgin í slagorðum, hóp- skoðunum og fullmótuðum hugs- anabrautum. Með upplýsingar að vopni og nokkurri þjálfun hefur sér- hver maður forsendur til þess að greina á milli þess sem unnt er að sannreyna og hins sem aldrei verð- ur sannað. Þannig getur hann met- ið, andæft eða gagnrýnt og tekur ekki viðstöðulaust við því sem haldið er að honum, til dæmis í fjölmiðlum. Jólasveinafréttir Get ég sagt eitthvað af viti um jóla- sveinafrétt á forsíðu DV fyrir 5 árum eftir þessa yfirferð? Eiginlega ekki. Þjóðin ræddi í nokkra daga um jólasiði sína og þörf- ina fyrir að lifa í blekkingu. Kannski var séra Flóki að gagnrýna verslunar- hyggjuna í kringum jólin. En það er gott ef lesandinn, fjöl- miðlanotandinn, býr yfir gagnrýnni hugsun. Með hana að vopni getur hann aukið kröfurnar sem gera á til fjölmiðlanna. Líka þegar þeir segja jólasveina- fréttir. Annars segir ég bara eins og skáld- ið Stephan G. Stephansson: Örðug verður úrlausn hér, illa stend að vígi. Hálfsannleikur oftast er óhrekjandi lygi. Sænski rithöfundurinn og fjölmiðla- maðurinn Jonas Hallberg veitti mér góðar hugmyndir um stuttu og löngu svörin. Þetta meðjólasveininn Allir heimta sannleikann – strax, nakinn – og ekkert nema sannleikann. Sannleikurinn er hins vegar sá að við lifum í veruleika sem hirðir lítið um hvað satt er og logið um allt milli himins og jarðar. Sumt viljum við að sé satt um alla eilífð og gerum okkur að leik í tilverunni. En af hverju er ekki til neitt sagnorð um sannleikann líkt og lygina? Að ljúga. Að … ? Þetta varð Jóhanni Haukssyni blaðamanni tilefni til hugleiðinga um jólasveina og sannleika. Jólasveinafréttir Það er ástæða til að gjalda varhuga við fólki sem telur sig hafa einkarétt á sannleikanum og þykist alltaf hafa rétt fyrir sér. „Meira að segja skáldskapur- inn, uppdiktaður veruleiki rithöfund- anna og leikrita- skáldanna, bregður oft betri birtu á sann- leikann í lífi okkar en staðreyndahjal fjölmiðlanna. Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.