Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Side 44
44 Jólagjafir Föstudagur10. desember 2010 Tæknijól Snertiskjá-hanskar Snertiskjárinn á snjallsímanum þínum virkar ekki ef að þú ert í hönskum. Það er að segja öllum öðrum hönskum en þessum. Þar sem rafleiðandi efni er í hönskunum nemur snertiskjárinn snert- inguna. Hanskana má aðeins handþvo. firebox.com – 1.500 kr. Græjur og dót eru alltaf góð jólagjöf, sérstaklega fyrir hann. Sjónvarpstöfrasproti, snertiskjáhanskar og fleira er á tæknijólagjafalista DV í ár. Töfrasprotinn Töfrasprotinn er í raun sjónvarpsfjarstýring sem virkar fyrir flestar tegundir sjónvarpa. Sprotinn hefur þrettán mismunandi skipanir til að stjórna sjónvarpstækinu. Sprotinn lærir af fjarstýringunni sem þú átt fyrir þannig að allar skipanir vistast sjálfkrafa í minni hans. Sveiflaðu sprota til að skipta um stöð og snúðu honum til að hækka eða lækka hljóðið. thinkgeek.com – 10.350 kr. Vasaljósið Vasaljós á stærð við kreditkort sem þú getur smellt í veskið. Þegar þú þarft að nota ljósið beygirðu einfald- lega útskorna ljósaperu út úr spjaldinu og það kviknar á henni. Þegar þú ert búinn að nota ljósið fleturðu spjaldið einfaldlega út og stingur því aftur í veskið. thinkgeek.com – 575 kr. Mini iPhone-hljóðnemi Með litla iPhone-hljóðnemanum geturðu gert alvöru upptöku með símanum þínum. Hljóðneminn er á stærð við tíkall og virkar með nýjustu gerð iPod-spilara auk iPhone. Engin rafhlaða eða snúrur. Þú bara smellir hljónemanum á símann og tekur upp. thinkgeek.com – 1.500 kr. USB Mixtape Fyrir þá sem ekki eiga kassettutæki er USB Mixtape svalasta leiðin til að gefa einhverjum alvöru tónlistarmix. Þegar þú opnar kassettuna birtist USB-minn- islykill sem þú getur hlaðið inn á alls konar tónlist. Minnislykillinn í kassett- unni getur geymt um það bil tvær klukkustundir af tónlist. amazon.com – 1.150 kr. 25% afsláttur af hvítum háglans innréttingum Sérhæfum okkur í innréttingum fyrir heimili á lágmarksverði 25% afsláttur af hvítum háglans innréttingum Sérhæfum okkur í innréttingum fyrir heimili á lágmarksverði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.