Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Blaðsíða 58
58 Jólaföndur Föstudagur10. desember 2010
101 jól
hverfisgata 10
sími 5800 101
101hotel@101hotel.is
www.101hotel.is
hátíðarmatseðill undir dönskum áhrifum.
gamalgrónir réttir með nýstárlegum blæ.
alla daga fram að jólum.
borðapantanir í síma 5800 101.
Þegar jólin nálgast eru Íslendingar
duglegir að lýsa upp mesta skamm-
degið með hinum ýmsu jólaljós-
um innandyra sem utan. Verslan-
ir keppast við að selja frumlegar og
flottar seríur en á mjög einfaldan
hátt er hægt að föndra sína eigin ser-
íu úr íslenskri ull. Það sem þarf í gerð
þessarar ljósaseríu eru tíu golfkúlur,
tíu ljósa sería, kemba eða þæfingar-
ull og sápa.
Bútur er tekinn af kembunni og
vafinn utan um golfkúlu. Þetta er
bleytt með vatni til þess að ná festu
en síðan er sett væn sletta af sápu í
lófann og golfkúlan nudduð. Með
þessu er ullin þæfð utan um kúluna
þar til hún er orðin mjög þétt. Að því
loknu er sápan skoluð úr og kúlan
látin þorna.
Einnig er hægt að setja kúlurnar í
nælonsokkabuxur, eina kúlu í einu,
og hnútur bundinn á milli. Sokka-
buxurnar eru því næst settar í þvotta-
vél vafðar inni í handklæði og þetta
þvegið á 40 gráðum. Þegar kúlurn-
ar eru þurrar er klipptur kross í þær
og kúlan tekin út. Lítið gat er klippt
hinum megin við krossinn en þar
er ljósaperan sett í gegn. Hægt er
að nota uppþvottalög í stað sápu og
mælt er með að nota ljósa kembu svo
að ljósið skíni vel í gegnum hana.
gunnhildur@dv.is
Einfalt er að föndra jólaseríuskraut úr íslenskri ull:
Jólasería úr
þæfðri ull
DV1012098537
Skapaðu snjóbyl úr pappa
Fallegt gluggaskraut sem einfalt er að gera.
DV1012099217
DV1012094119
DV1012094270
DV1012096352
DV1012093078
DV1012095503
DV1012098130
Skapaðu snjó-
byl úr pappa
Á heimasíðu Mörthu Stewart getur þú fundið leiðbeiningar
um allt er viðkemur heimilinu, þar á meðal hvernig hægt er að
búa til svona ótrúlega einfalt en dásamlega fallegt jólaskraut.
1. Brjóttu blaðið saman
Byrjaðu með ferningslaga
blaði. Brjóttu blaðið í tvennt
þannig að úr verði þríhyrningur.
2. Brjóttu þríhyrninginn
aftur í tvennt Brjóttu þrí-
hyrninginn aftur saman, þannig
að hvössu hornin mætist.
3. Brjóttu þríhyrninginn
aftur saman
4. Komdu þríhyrningn-
um í rétt form Brjóttu þrí-
hyrninginn aftur saman þannig
að hann myndi formið sem sýnt
er hér að ofan. Þú gætir þurft
að laga formið til svo hliðarnar
passi saman. Passaðu því að
pressa samskeytin ekki niður
fyrr en þetta passar saman.
5. Klipptu af Klipptu af
neðsta hluta blaðsins í beinni línu.
6. Klipptu út mynstur Klipptu
með beinum línum og bugðum. Leiktu
þér að því að finna út falleg mynstur
og vertu óhrædd við að prófa.
7. Taktu í sundur Taktu var-
lega í sundur til að sjá útkomuna á
fallegu snjóflögunni þinni.