Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Síða 74
74 sakamál umsjón: kolbeinn þorsteinsson kolbeinn@dv.is 10. desember 2010 föstudagur
Morð á Mínútu
Japaninn Mutsuo toi átti lengi vel heiðurinn af verstu fjöldamorðum í heimi, framin af einstaklingi. Á
um hálftíma banaði hann nánast helmingi íbúa heimaþorps hans, Kaio.
Þann 21. maí 1938 gekk tuttugu og eins árs Jap-ani berserksgang í þorp-inu Kaio, skammt frá
Tsuyama-borg í Okayama í Japan.
Þegar upp var staðið hafði mað-
urinn, Mutsuo Toi, drepið þrjátíu
manns og var atburðurinn kallað-
ur Tsuyama-fjöldamorðin.
Mutsuo Toi fæddist 5. mars
1917 í Okayama og voru foreldrar
hans ágætlega efnaðir. Foreldrar
hans dóu úr berklum þegar hann
var barn að aldri og því fór svo að
hann og systir hans ólust upp hjá
ömmu sinni.
Mutsuo Toi var þekktur fyrir
að vera mannblendinn, en við
sautján ára aldur, í kjölfar gifting-
ar systur hans 1934, varð breyting
þar á og hann varð ófélagslynd-
ur og einangraðist. Slíkt ku ekki
hafa verið óalgengt í Japan og er
kallað „hikikomori“ og einkenn-
ir fólk sem leitast við að einangra
sig vegna ýmissa persónulegra og
samfélagslegra vandamála.
Undarleg dreifbýlishefð
Mutsuo Toi fékk mikinn áhuga á
sögu vændiskonu að nafni Sada
Abe, sem varð fræg fyrir að hafa
í maí 1936 kyrkt elskuga sinn og
skorið af honum kynfærin. Síð-
an gekk hún um með kynfærin
afskornu í handtösku sinni. Saga
Sada Abe varð alræmd í Japan og
varð sveipuð goðsagnakenndum
blæ og uppspretta túlkunar kvik-
myndagerðarmanna, heimspek-
inga og annarra.
Allt að einu. Mutsou hóf skrif
skáldsögu, Yutokaiomaru, en ekki
fer miklum sögum af söguþræði
hennar. Mutsuo tók virkan þátt
í því sem kallað er „Yobai“ á jap-
önsku og gæti útlagst næturgöltur
á okkar ylhýra máli. Yobai er jap-
önsk hefð sem ku einkum og sér í
lagi vera við lýði í dreifbýli lands-
ins. Hún snýst um að ungir karl-
menn lauma sér upp í rúm hjá
konum um miðjar nætur og reyna
að fá þær til kynmaka.
Verstu fjöldamorð
einstaklings
Sem fyrr segir gekk Mutsuo Toi
berserksgang í þorpinu Kaio. Á
meðal þrjátíu fórnarlamba hans
var amma hans. Morðin framdi
Mutsuo með haglabyssu, jap-
önsku sverði og öxi og auk þeirra
þrjátíu sem féllu fyrir hendi hans
tókst honum að særa þrjá alvar-
lega áður en hann beindi hagla-
byssunni að sjálfum sér og batt
enda á eigið líf.
Fjöldamorðin voru talin verstu
fjöldamorð einstaklings í heims-
sögunni allt til ársins 1982 þeg-
ar Woo Bum-kon, suðurkóresk-
ur lögreglumaður, varð 56 manns
að bana og særði 35 í Gyeongs-
angnam-do í Suður-Kóreu og
svipti sig lífi í kjölfarið.
Helmingur þorpsbúa
Að kvöldi 20. maí rauf Mutsuo Toi
rafmagnslínur til Kaio þannig að
þorpið var sveipað algjöru myrkri.
Um hálftvöleytið eftir miðnætti
banaði hann ömmu sinni, sem þá
var 76 ára, með því að höggva af
henni höfuðið með öxi.
Að morðinu á ömmu sinni
loknu spennti hann tvö rafljós á
enni sitt og laumaðist um þorp-
ið með svipuðum hætti og hann
hafði gert þegar hann tók þátt
í Yobai og fór inn á heimili ná-
grannanna. Mutsuo myrti tuttugu
og níu nágranna sína, tuttugu og
sjö dóu á staðnum en tveir síðar
af sárum sínum, og særði þrjá til
viðbótar alvarlega. Sem fyrr segir
beitti hann haglabyssu, sverði
og öxi við ódæðin sem tóku ekki
nema um hálftíma.
Þegar upp var staðið var nærri
helmingur þorpsbúa ekki lengur í
tölu lifenda. Í dögun batt Mutsuo
enda á eigið líf.
Vildi hlífa ömmu við skömm
Mutsuo hafði skilið eftir sig sjálfs-
morðsbréf og þar kemur fram að
hann hafði greinst með berkla,
sem þá voru ólæknandi sjúkdóm-
ur, og í kjölfarið hafði hann ekki
haft erindi sem erfiði í kynferð-
islegri umleitan gagnvart ungum
konum í þorpinu.
Mutsuo skildi eftir sig nokkrar
langar orðsendingar þar sem
hann viðraði áhyggjurnar sem
hann hafði af þeim samfélagslegu
afleiðingum sem sjúkdómurinn
hafði í för með sér. Honum fannst
sem nágrannar hans af gagn-
stæða kyninu hefðu orðið kulda-
legir í hans garð þegar fréttist
af sjúkdómnum. Honum fannst
hann forsmáður og var kallaður
kynlífsóður.
Í hefndarskyni ákvað hann að
fara inn á heimili kvennanna og
bana þeim og hafði þennan ör-
lagaríka dag beðið þess að þær
kæmu heim. Mutsuo fannst mið-
ur að geta ekki banað öllum þeim
sem hann vildi því það hefði
hugsanlega leitt til þess að sak-
laust fólk hefði dáið.
Einnig kom fram í kveðjubréfi
hans að hann hefði banað ömmu
sinni því hann gat ekki hugsað sér
að hún þyrfti að bera þá skömm
og fordæmingu sem hefði fylgt
því að vera amma morðingja.
Um hálftvöleyt-ið eftir miðnætti
banaði hann ömmu
sinni, sem þá var 76 ára,
með því að höggva af
henni höfuðið með öxi.
Mutsuo toi Hefndi fyrir
höfnun sem hann upplifði.
Vændiskonan sada Abe,
f. miðju mutsuo fékk mikinn
áhuga á máli vændiskonunnar.