Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Síða 80

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2010, Síða 80
80 LífsstíLL umsjón: xxxxxxxxx xxx@dv.is 10. desember 2010 föstudagur Íslenski dansflokkur- inn í I.D. Magazine „Einstakt listaverk,“ sögðu blaðamenn I.D. magazine um sýningu Íslenska dansflokksins Transaqunia – Into thin Air. I.D. magazine er eitt stærsta tímaritið um menningu, tísku og hönnun í Banda- ríkjunum. Tímaritið hefur verið gefið út síðan 1954 og er selt og því dreift um allan heim. Blaðamenn tímaritsins komu hingað til lands til þess að sjá sýninguna og spjalla við höfunda verksins. Á vef tímaritsins er hægt að sjá viðtal við myndlistarkonuna Gabríelu Friðriksdótt- ur, sem er einn af þremur höfundum verksins, og brot úr sýningunni. i-don- line.com/i-spy/transaquania-thin-air Sendu Elísa- betu í versl- unarferð Langar þig í eitthvað af þessum vörum úr monki? Það er ekkert mál. Þú getur fengið Elísabetu Gunnars til að fara í verslunarleiðangur fyrir þig. Hún er ung Reykjavíkurmær sem búsett er í stokkhólmi um þessar mundir og býður Íslendingum upp á verslunarþjónustu. Á síðunni sinni mælir hún með nokkrum verslunum, vel völdum flíkum og bendir á kjarakaup. síðan getur þú legið yfir heimasíðum, pantað flíkurnar á netinu og látið senda þær til hennar eða beðið hana um að fara í búðina og kaupa það sem þig langar í. Hún sér svo um að senda dýrindin til þín. elisabetgunnars.tk monki.com Novafon -Fyrir þig og þína vellíðan »Hljóðbylgjumeðferð sem styður við náttúrulega starfsemi líkamans » Gefur tækifæri til fljótverkandi sjálfsmeðferðar » Nýtist við meðferð flestra tegunda verkja t.d.: » Vöðvaverkjum – gigt » Höfuðverk » Verk í hnakka » Eymsli í öxlum » Tennisolnboga » Þursabit » Íþróttameiðslum » Íslenskar leiðbeiningar » Geisladiskur fylgir sem sýnir hvernig á að nota tækið Novafon eða hljóðbylgjur voru fyrst uppgötvaðar sem læknanlegar bylgjur af þýskum prófessor Dr. Med. Erwin Schliepharke árið 1930 Skólavörðustíg 20 Sími 5444344 Jólagjöfin 2010 segja stjörnurnar okkur eitt-hvað um ástina? Við leit-um ráða hjá stjörnuspekingi Íslands, Gunnlaugi Guð- mundssyni, og biðjum hann að segja okkur hvaða þýðingu stjörnuspek- in hefur þegar kemur að samskipt- um kynjanna. Okkur til skemmtunar biðjum við hann að rýna í stjörnukort frægra para. Verðum að hnýta lausa enda Gunnlaugur segir ástina þarfnast sjálfsþekkingar og að vissulega veiti stjörnuspekin okkur svör sem hjálpi okkur að skilja okkur sjálf og aðra. Það sé reyndar umburðarlyndið sem sé mikilvægast. „Ástin þarfnast sjálfs- þekkingar, samvinnu og umburðar- lyndis. Þegar tvær manneskjur elska hvor aðra þá þurfa þær að mætast á miðri leið og báðar þurfa að gefa eftir. Til að geta átt í langvarandi og góðu sambandi þurfum við sjálf að vera í góðu jafnvægi. Við verðum að vera búin að hnýta lausu endana í eigin persónuleika því að óuppgerð mál koma fyrr en síðar upp á yfirborðið og eyðileggja sambandið. Persónu- legt óöryggi leiðir til afbrýðisemi og ótta. Óttinn verður til þess að við verðum hrædd við að missa ástina. Fyrir vikið missum við á endanum ástvininn eða ástina úr sambandinu því enginn getur búið í sambandi sem er byggt á tortryggni eða ótta.“ Ást er vinna Gunnlaugur bendir á að við fæðumst öll með ákveðið upplag. „Hver mað- ur býr yfir sinni einstöku orkugerð og við þurfum að sætta okkur við þá eig- inleika sem búa í upplaginu og móta persónuleika okkar. Ákveðnum eig- inleikum verður ekki breytt og við getum ekki breytt þessum eiginleik- um í fari maka okkar. Eigi að síður er ýmislegt hægt að gera sjálfur með sig. Hægt er að vinna með það sem er til staðar og hver maður getur orð- ið það versta og það besta sem býr í upplagi hans. Gunnlaugur segir algengustu ástæðu þess að fólk skilur einmitt vera þá að lítil sjálfsþekking leiði til þess að við fjarlægjumst aðra eða lendum í óþarfa árekstrum. „Fyr- ir suma er sjálfsþekking nauðsynleg en fyrir aðra er þetta spurning um að bæta það sem er gott. Að fá meira út út sjálfum sér og lífinu til þess að geta verið umburðarlynd gagnvart öðrum.“ En hvernig skyldi honum lítast á þessi pör sem hann er beðinn um að skyggnast í stjörnukortin fyrir? „Ég hef skoðað stjörnukort flestra þessara para nema þeirra Unnar og Björns. Mér líst vel á þau öll, það er misjöfn orka í þessum sambönd- um. Í sambandi Jóhönnu og Jónínu er hæglát og róleg orka sem er samt sem áður gífurlega sterk. Þær eru nánar þótt þær séu að mörgu leyti ólíkar. Angelina og Brad eru orku- mikið par þar sem orkan er töluvert ólík en stundum gengur það upp því við leitum í þá orku sem við búum sjálf ekki yfir.“ kristjana@dv.is Hvað segja himinhvolfin okkur um ástina? Er ein- hver teikn þar að finna? Stjörnuspekingurinn Gunn- laugur Guðmundsson skoð- ar ástina, sambönd og rýnir í stjörnukort frægra para. Ástin og stjörnurnar Ábyrg og íhaldssöm Gunnlaugur hefur fulla trú á því að brúðkaup áratugarins hjá bresku skötuhjúunum Vilhjálmi og Kate eigi eftir að enda í farsælu hjónabandi. „Þau eiga mjög vel saman, eru bæði frekar ábyrg og íhaldssöm,“ segir Gunnlaugur. „Það er vegna þess að þau eru bæði með tungl, tilfinningar, í krabba og því mjög samrýnd tilfinningalega.“ Dorrit dustar rykið af Ólafi merki- legt hversu oft konur í steingeit velja sér maka í valdaembætti. steingeitin þráir öryggi og því sækir hún í maka í góðri stétt og stöðu. ólafur og Dorrit eru bæði í jarðarmerkjum og því lík í grunn- eðli. Dorrit er töluvert villtari, hefur gaman af því að hrista upp í hlutunum, og er því góð fyrir ólaf. Það mætti segja að hún dusti af honum rykið.“ Sprengjukokkteill sem virkar „Brad er bogmaður en mjög yfirvegaður og lokaður tilfinningalega. Hún Angelina er hins vegar mjög skapstór og skapheit og erfið eða óútreiknanleg í sambúð. Ég er viss um að það er aldrei dauður punktur þar (Angelina er tvíburi, hrútur og krabbi).“ Þessi blanda virðist vera mikill sprengjukokkteill en Gunnlaugur segir það ekki endilega vera. Þau eigi reyndar ágætlega vel saman. „Þetta er fínt fyrir bogmanninn Brad Pitt því bogmönnum leiðist ef lífið er of auðvelt.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.